Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. seot. 1955 om H.1. Arrákur, ReykjavOc. Framkv.stj.: Siglúa Jónsson. Kitstjéri: Valtýr StefánnoD (óbyrfSam.) Stjómmálaritstjórl: SigurBur Bjarnason (rá VI(p3& Lesbók: Arnl Óla, »ími 3041. Auglýsingar: Árnl GarSar Kriatinno*. Eitstjcrn, auglýsingar og afgreiBala: Auaturstræti 8. — Síxni 1600. Aakriftargjald kr. 20.00 A mánuSi Inaaalaaða, l lauaasölu 1 krén ointakiS. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þýzkalaad ú kiossgötum „J4álfr nu rar annarar lljón L róna u RÚM tíu ár voru liðin frá því að heimsstyrjöldinni lauk. Friðarsamningum hafði ekki enn- þá verið lokið við Þýzkaland, sem styrjöldina hóf. Landinu hafði í raun og veru verið skipt í þrennt: Hernámssvæði vesturveldanna, hernámssvæði Rússa og þann hluta sem Pólverjum hafði verið fenginn af Þýzkalandi. Á hernámssvæði vesturveld- anna bjuggu 50 millj. manna. Stærð þess var rúmlega 94 þús. fermílur. Á hernámssvæði Rússa bjuggu 20 millj. manna og stærð þess var um 48 þús. fermílur. Sá hluti Þýzkalands, sem komið hafði í hlut Pólverja var hinsveg- ar um 39 þús. fermílur. íbúar hans voru um 6 millj., þar af um 1 millj. Þjóðverja. Það er ómaksins vert að athuga hver stefna stórveldanna hafi ver ið gagnvart Þýzkalandi í stórum dráttum síðan að styrjöldinni lauk. Skýrir sú athugun nokkuð þá atburði, sem nú hafa verið að gerast. Stefna Rússa var í fyrstu sú, að gera allt sem unnt var til þess að flæma vesturveldin út úr Þýzkalandi. í því skyni reyndu þeir að skapa þeim margvíslega erfiðleika. Náði þessi viðleitni hámarki sínu með samgöngu- banninu við Berlín. En það mis- tókst. Vesturveldin unnu mikinn sigur með hinni frægu loftbrú sinni milli Berlínar og Vestur- Þýzkalands. Eftir það reyndu Rússar eftir megni að koma í veg fyrir sam- vinnu Vestur-Þjóðverja og hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Ógnuðu þeir Vestur-Þjóðverjum með því, að sameining alls Þýzkalands yrði óframkvæmanleg, ef þeir tækju upp samvinnu við vestur- veldin. Stefna hinna vestrænu þjóða hefur verið sú, að styrkja Vestur- Þýzkaland og bæta sambúðina milli þess og Frakklands. En Frakkar hafa verið mjög tor- tryggnir gagnvart hinum gamla óvini sínum. Engu að síður hefur sam- komulag náðst um samstöðu Vestur-Þjóðverja og Frakka. Vestur-þýzkt sambandslýð- veldi hefur verið stofnað og hernámi landsins létt af. Vestur-Þýzkaland hefur geng ið í Atlantshafsbandalagið og endurvopnun þess hefur verið leyfð. Uppbygging landsins hefnr gengið undra fljótt og efnahagur Vestur-Þjóðverja hefur blómgvast með ári hverju. Stefna Rússa beið ósigur Stefna Rússa hafði þannig beð- ið ósigur gagnvart Þýzkalandi. Vestur-Þýzkaland tók upp nána samvinnu við vesturveldin og uppbygging þess gekk stórum bet ur en Austur-Þýzkalands, sem laut kommúnistum. Þegar hér var komið sá Sovét- stjórnin að eitthvað nýtt varð að taka til bragðs. Hótanirnar höfðu ekki dugað. Varnir Vestur- Evrópu styrktust óðfluga með inngöngu Vestur-Þýzkalands í Atlantshafsbandalagið. Þá var það, sem Bulganin forsætisráðherra sendi Kon- rad Adenauer kanslara Vestur Þýzkalands skilaboð um að finna sig til Moskvu. Áður hafði rússneskum kommúnista blöðum legið mjög kuldalegt orð til kanslarans. „Stríðsæs- ingamaður“ og nazisti" höfðu verið daglegar nafngiftir hon- um til handa. Nú var strikað yfir öll þessi stóru orð og veizlur undirbúnar í Kreml. Adenauer sendi heila járn-, brautarlest með plöggum sínum ' til Moskvu á undan sér. Sjálfur kom hann svo fljúgandi í stærstu flugvél, sem lent hafði á Vnukovo flugvellinum í Moskvu. Þar voru fallegar ræður haldnar og heils- ast af mikilli kurteisi. Heims- sögulegir atburðir voru að ger- ast. í nær einn og hálfan áratug hafði verið fátt um vinahót milli leiðtoga þessara tveggja stór- þjóða meginlands Evrópu, Þjóð- verja og Rússa. Hver varð árangurinn? Fundinum í Moskvu er lokið. Hann fór vel og skipulega fram. Allmikils skoðanamunar varð þar , vart gagnvart stærsta áhugamáli Vestur-Þjóðverja, sameiningu alls Þýzkalands í eitt ríki. En samkomulag varð um, að stjórn- málasamband skuli upp tekið milli Sovétrikjanna og vestur- j þýzka sambandslýðveldisins. Og dr. Adenauer fékk loforð Bulg- anins fyrir því, að allir þýzkir stríðsfangar skyldu sendir heim. í sameiningarmálunum gerðist ekkert. En Sovétstjórnin hefur nú kallað á samherja sína í Austur- Þýzkalandi til Moskvu. Munu þeir einnig eiga að fá hluta af I heiðrinum af heimsendingu stríðs I fanganna. Á Genfarfundi utan- J ríkismálaráðherranna verður svo rætt nánar um Þýzkalandsmálin. * Kemur þá væntanlega endanlega í ljós, hvað Sovétstjórnin ætlar sér, hvort hún vill ganga að til- lögum um sameiningu landsins með lýðræðislegum hætti, eða hvort það er ásetningur hennar að halda því sundruðu og nota leppa sína í Austur-Þýzkalandi til þess að fremja áframhaldandi kúgun og ofbeldisaðgerðir gagn- vart 20 milljónum manna. Sigur dr Adenauers Þýzkaland stendur því nú á krossgötum. Stjórnmálasamband hefur verið tekið upp milli Sovétríkjanna og sambandslýð- veldisins. Lofað hefur verið að senda þýzka stríðsfanga heim eft ir langa útivist. Hið mikla spurn- ingarmerki er ennþá stefna Rússa gagnvart sameiningu lands ins. Konrad Adenauer hefur unnið enn einn sigur á hinum merkilega stjórnmálaferli sín- um. Hann hefur hnýtt þau stjórnmálatengsl að nýju, sem rofin voru þegar Adolf Hitler beindi nazistahjörð sinni aust- j ur yfir hina frjósömu akra Ukrainu. Það er von friðelsk- andi fólks um víða veröld, að Þjóðverjar og Rússar, fjöl- mennustu og þróttmestu þjóð- ir meginlands F.vrópu megi í framtíðinni lifa í sátt og sam- lyndi. óparnm^Ln EINHVER mesti gróðavegurinn í landi möguleikanna, Banda- j ríkjunum, er að vita allt um alla lif andi skapaða hluti — og dauða. Sá, sem mikið þykist vita, getur gefið sig fram í spurningatíma ABC eða NBC sjónvarpsins og ef hann er heppinn, getur hann grætt hundruð þúsunda króna, já jafnvel milljón og meira á einni lítilli kvöldstund. ★ ★ ★ S.l. þriðjudagskvöld græddi sjóliði úr ameríska sjóhernum sem svarar hálfri annari milljón (ísl.) króna með því að svara rétt spurningu um hvaða matur hafi verið borinn á borð í veizlu í brezku konungshöllinni, Buck- ingham Palace, í Englandi, árið 1939. Veizluna héldu Georg konung- ur VI. og Elísabet drottning hans til heiðurs forseta Frakklands, Albert Lebrun. Sjóliðinn, 28 ára gamall maður að nafni Richard Mc Cutchen, gat nefnt alla sjö matarréttina, sem á borð voru bornir. í fyrri spurningatíma hafði hann getað svarað öllum spurn- ingum rétt og greiðlega og var gróði hans þá orðinn um það bil 750 þús. krónur. Ilann átti þá um tvo kosti að velja, að taka við hinu grædda fé eða freista gæf- unnar og auka gróðann um helm- ing með því að treysta á að hann gæti svarað nýrri spurningu, sem fyrir hann yrði lögð. Mc Cutchen ákvað að freista gæfunnar. — Ef hann hefði svarað rangt á þriðju- dagskvöldið hefði hann tapað öllu, en þó fengið verðlaun til þess að hugga sig við, og áttu verðlaunin að vera nýr amerísk- ur bíll. — ★ ★ ★ Þessir spurningatímar í amer- íska sjónvarpinu eru hinir furðu- legustu og vinsælir eftir því. — Spurningaþættirnir eiga sögu sína að rekja til síðasta stríðs, en Þetta er nýjasta myndin af Sir Winston S. Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Honum var fagnað fyrir nokkrum dögum við sérstakt tækifæri í borginni Hastings við Ermarsund, en með- al hinna mörgu nafnbóta, sem Sir Winston hefir hlotið er nafn- bótin „verndari hinna fimm hafna“ og er þar átt við Hastings og í’jórar aðrar borgir á Englandsströnd. Við hátíðahöldin um daginn flutti Montgomery hershöfðingi aðalræðuna fyrir Churchill og sézt hershöfðinginn hér á myndinni lengst til hægri. þá voru þeir hafðir í útvarpi, en ' slíka upphringingu var einnig ekki sjónvarpi. Þá gátu menn grætt allt að 64 dollurum fyrir að svara rétt spurningum. Þaðan er komið inn í mál manna í Bandaríkjunum orðtakið: „Þetta er einmitt 64 dollara spurningin". Spurningum var í þá daga út- varpað og síðan var hringt til einhverra manna, algerlega af handahófi, og þeir spurðir hvort þeir hefðu heyrt spurninguna og hvort þeir gætu svarað henni. Ef sá, sem var svo heppinn að fá UelvahanJi ókrifar: I Kennarar og málið un sína í ljós þann veg. Velvak- SÍÐASTA sunnudagsblaði var ' andi vill ekki vera með neir.n hefir pistill frá vini okkar H. J. Nú áróður fyrir þessar skemmtilegu ir hann enn látið í sér heyra kosningar og biður „Bíógest“ því og ræðir stuttlega um kennara og afsökunar á, að hann skuli ekki íslenzkt mál. Hann segir: „Skólarnir eru að taka birta bréf hans. til ' Sælgætisát ARÍA hefir sent okkur línu M starfa. Ahyggjur hlaðast á kenn- arana. Vanda þarf uppeldið í skólum og heima. Gleymum ekki og er henni heldur en ekki tungu vorri. niSri fyrir- Og ekki að furða. — Einn þáttur móðurmálskennsl- Hún fór nýlega á hljómleika unnar er sá, að kennarar tali Deita Rhythm Boys og hafði hreint mál og fagurt við nemend- hina beztu skemmtan (af því sem ur S]-na í hún heyrði) af söng þeirra fé- Kennarar hafa góð tækifæri til laga. en sælgætisát 1 krökk- þess að þvo og láta þvo bletti af ™ sem sátu við hliðina á henni íslenzkri tungu. Kennarar mega ekki hjálpa til að festa í máiinu alóþörf orð eins og til dæmis að taka, klósett, fröken, bless, takk og fleiri. Vér eigum munntöm orð og falleg í stað þessara orða. — H.J.“ Hléin enn BÍÓGESTUR hefir sent mér nokkrar línur útaf bíóhléun- um. Er hann mjög á móti þeim eins og sumir fleiri sem sent hafa Velvakanda bréf. En nú hefir hann tækifæri til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og láta skoð- vörpuðu skugga á skemmtunina. Það minnsta sem foreldrar geta gert fyrst þeir þurfa endilega að fara með börn sín á slíka hljóm- leika er að koma í veg fyrir, að krakkarnir eyðileggi skemmtun- ina fyrir þeim sem hafa meira gaman af því að hlusta á söng- inn en undirspilið í brjóstsykurs- pokunum. MerkiB, sem klæðir landið. það snjall að geta svarað rétt, fékk hann skömmu síðar í póst- ávísun 64 dollara. Nú á tímum þykir mönnum lítið til 64. dollara koma og með sjónvarpinu hefir upphæðin smátt og smátt margfaldast og þúsundfaldast og á þessu ári er hún komin upp í 64 þús. dollara. Sama útvarps- og síðar sjónvarps félagið hefir öll þessi ár haldið uppi spurningaþættinum, þar til nú fyrir skömmu, að annað öfl- ugt og ríkt sjónvarps- og út- varpsfélag, NBC, tók upp sam- keppnina. Nýja félagið hækkaði jafnframt vinningsupphæðina upp í 100 þús. dollara. ★ ★ ★ Spurningarnar í sjónvarpsþátt- unum geta verið með ýmsum hætti. Ekki alls fyrir löngu græddi lítil 12 ára stúlka 32 þús. doiiara með því að geta stafað rétt hin margvíslegustu orð, sem öll voru valin af þyngri endan- um. Þegar litla stúlkan var búin að ná þessari háu upphæð, átti hún um það að velja að taka aur- ana eða tefla þeim í tvísýnu i eina spurningu í viðbót. Ef hún hefði svarað þessari viðbótar- spurningu rétt hefði vinnings- upphæðin tvöfaldast upp í 64 þús. doilara, en glatazt hefði allt nema huggunar verðlaunin, eí svarað hefði verið rangt. Litia stúikan fékk þó ekki að ráða, frænka hennar greip í taumana og úrskurðaði að það væri nóg fyrir 12 ára stúlku að græða hálfa milljón króna. ★ ★ ★ SIR Anthony Eden, forsætisráð- herra Breta, sat sjálfur í stundarfjórðung við stýrið í hinni nýju „Vulcan“ sprengjuflugvél brezka flughersins og fór með meir en 800 km hraða. — Þetta gerðist fyrir nokkrum dögum í Farnborough, þar sem hin mikla brezka flugsýning stóð yfir fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.