Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 1
16 sáður asswte. 42. árgangur 211. tbl. — Laugardagur 17. sept. 1955 FrentsmiSJi Morgunbíaðsínt Dr. MeiMuer sugSur valda vonbrigSum i A.-Þýzkalandi BONN, 16. sept. AGÖNGUM þýzka þing- hússins (Bundestag) í Bonn var því haldið fram í dag, einkum af hálfu jafnað- armanna, að sú ákvörðun dr. Adenauers að hefja stjórn- málasamband við Sovétríkin, án þess að fá annað í aðra hönd, en að þýzkir stríðs- fangar verði látnir lausir, hafi valdið miklum vonbrigðum í Austur-Þýzkalandi og að fólk þar sé nú vonsvikið og dauft í dálkinn. Yfirleitt virðist sú skoðun út- breidd, að dr. Adenauer hafi keypt frelsun stríðsfanganna of dýru verði. iFyrsti blaðamannafundurinn sem kanslarinn hefir haldið frá því hann kom frá Moskvu, var haldinn í dag og lét kanslarinn þá svo um mælt, að Rússar hefðu vitað að þeir hefðu átt trompspil á hendi þar sem var stríðsfangamálíð. — Kanslarinn ságði að þýzka sendinefndin héfði ekki getað komið heim frá Moskvu án þess að hafa lausn þessa máls með sér. Allri gagnrýni, sem kom fram á blaðamannafundinum út af þeirri ákvörðun Vestur-Þjóð- verja að taka upp stjórnmála- samband við Rússa, svaraði kanslarinn með því að segja að ekki væri hægt að komast hjá tilveru Sovétríkjanna með því að neita að viðurkenna hana. — tíann benti á að aðrar Vestur- Evrópuþjóðir hefðu einnig sendi- herra í Sovétríkjunum. Þá stað- reynd, að Rússar hefðu lagt mikla áherzlu á að fá tekið upp stjórnmálasamband við Vestur- Þýzkaland, kvað kanslarinn sýna hvevoldugt Þýzkaland væri orð- iS, - Kanslarinn lagði á það áherzlu, að Vestur-Þýzkaland byggði enn sem fyrr stjórnmálastefnu sina á samvinnu við vestrænar þjóðir. Grotewoh! „lekinn upp á leiSinm" MOSKVA 16. sept.: — Grotewohl, forsætisráðherra A.-Þýzkalands, var ekki meðal austur þýzku full- trúanna á Moskvu-ráðstefnunni, sem stigu upp í flugvélina í A.- Berlín í morgun. En þegar flug- velin kom til Moskvu var það Grotewohl, sem steig fyrstur út úr flugvélinni og hélt ræðu á fliigvellinum. 'Talið er að flugvélin hafi lent áleiðinni einhversstaðar í sovét- ríkjunum og tekið Grotewohl um borð, en ráðherrann mun hafa verið einhversstaðar í Rússia um það leyti sem dr. Adenauer var í Moskvu. Krutschev og Kaganowitsch, Molotoff og Malenkoff og flestir aðrir leiðtogar sovétríkjanna, aðr ir en Bulganin forsætisráðherra, sem sagður er veikur af influenzu voru viðstaddir á flugvellinum til þess að taka á móti A.-Þjóð- verjunum. UPPREISIM GEGPy PE Þriðja stærsta borg landsins á valdi uppreisnarmanna „Iskyggilegt ásfand" í Buenos Aires BUENOS AIRES, föstudagskvöld. ARGENTÍNA var í kvöld lýst í umsátursástand eftir að deildir úr her og flota landsins höfðu gert uppreisn gegn stjórn Perons. Er þetta önnur uppreisn argentínskra herja gegn Peron á þrem mánuðum. í kvöld var öll umferð um götur höfuðborgarinnar, Buenos Aires, bönnuð frá því klukkan átta að kvöldi til kl. átta að morgni. Hervagnar hafa í kvöld farið um götur Buenos Aires og her- menn standa vörð við loftvarnabyssur. Sendiherra Chile í borg- inni símaði í dag, að ástandið í borginni væri „mjög ískyggilegt". Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að flytja alla Chileanska þegna loftleiðis frá höfuðborginni. lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllllHlirilllllllllllllilllllllllllllillllllllllllllllllilllllllllllillllllllll Stjórn Perons birti sjálf í morg^ un fyrstu upplýsingarnar um uppreisnina, og var sagt í tilkynn ingu stjórnarinnar að hermenn hennar hefðu náð fullum tökum á uppreisnaröflunum. CORDOVA I HONDUM UPPREISNARMANNA En í útvarpi frá uppreisnar- mönnum í kvöld var sagt að her þeirra hefði náð Cordovu, þriðju stærstu borg landsins með 365 þús. íbúum á sitt vald. f Cordovu er miðstöð kaþólskra manna í landinu. Cordova er 650 km. frá Buenos Aíres. Samkvæmt frásögn uppreisnar manna virðast herflokkar þeirra haf a á valdi sínu borgir og héruð í a.m.k. þrem fylkjum í landinu. Þeir segja að uppreisnin breiðist ört út. í útvarpi frá Buenos Aires í dag var skýrt frá því að stórar sprengjuflugvélar hefðu verið sendar gegn uppreisnarmönnum í flotastöðinni Rio Santiago, í um það bil 60 km. fjarlægð frá Buenos Aires. Fregnir frá borginni Eva Peron, sem áður hét La Plata herma að miklar sprengingar hafi heyrst í borginnt eftir að stór sprengju- flugvél hafði verið á sveimi yfir henni. Önnur fregn hermir að stjórn- arherdeild haf i verið að bíða ef tir liðsauka í kvöld til að hefja árás á lið uppreisnarmanna í Belg- rano. Setuliðið í Curuzu Cuartia, við landamæri Brazilíu hefir einnig gert uppreisn. FORINGINN Foringi uppreisnarmanna er sagður vera Dalmiro Felix Videla Balaguer hershöfðhigi, yfirmaður setuliðsins í Rio Cuarto, skammt frá Cordova. Fyrir nokkrum dögum viður- kendi stjórn Perons að uppreisn- artilraun hefði verið kæfð í fæð- ingu í Cordova fylki fyrir hálfum mánuði eða þ. 3. sept., og að fyrir þeirri tilraun hafi átt að standa Balaguer hershöfðingi. Uppreisn- artilraunin fór út um þúfur vegna þess að ónefndur herforingi ljóstr aði upp um fyrirætlanir Balagu- ers. Síðan hefir verið lýst eftir Balaguer og fjórum öðrum hátt- settum herforingjum í Cordova- fylki, en þessir uppreisnarforingj ar „hurfu" fyrir hálfum mánuði. 9* Eg var njosnan, ét JE' HONGKONG, 16. sept. G VAR NJÓSNARI og átti skilið sex ára fangelsis- dóminn, sem ég hlaut". Á þessa leið mælti ameríski stúdentinn Walter Rickett, er hann kom hingað í morgun frá Kína. Hon- um var sleppt úr fangelsi vegna samkomulagsins, sem gert var milli Kínverja og Bandaríkja- manna í Genf um síðustu helgi. Rickett var tekinn fastur í Kína árið 1951 og dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir njósnir. Rick- ett sagði hér í Hongkong í morg- un, að skoðun sín á kommún- isma hefði breyzt og þegar hann var spurður að því, hvort hann væri kommúnisti, svaraði hann, að til væri margskonar skiln- ingur á kommúnisma. Rickett hafði hlotið Fulbright styrkinn til náms í Kína og hann hélt því fram í dag að flestir þeirra Ameríkumanna, sem styrkinn hlutu, hefðu áður verið í njósnasveitum Bandaríkjanna. Sjálfur kvaðst hann hafa safnað upplýsingum fyrir amerísku ræðismannsskrifstofuna í Peking, en þegar hún var lögð niður, hafi hann veitt upplýsingarnar ræð- ismannsskrifstofu Breta og Hol- lendinga. Brezka utanríkismálaráðuneyt ið neitaði því afdráttarlaust í kvöld, að nokkuð væri hæft í því, að Rickett hefði haft njósnir íyrir Breta. Bez!u kvikmynda- leikararnir FENEYJAR, sept.: — Á alþjóða kvikmyndahátíðinni var fyrstu vérðlaununum til leikara skipt á milli brezka leikarans Kenneth More og þýzka leikarans Kurt Júrgens. Dómarar gátu ekki komið sér saman um beztu leikkonuna. Margar leikkonur komu fram í kvikmyndum frá um 20 löndum. „Vér litum svo á að engin þeirra ætti skilið að fá Volpi bikarinn", sagði talsmaður hátíðahaldanna. Einnig í fyrra áttu dómarar í sömu vandræðum og neituðu að afhenda nokkrum kvenleikara Valpi bikarinn. Peron forseti. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllillllllllllllllllll Ný óveðursský sufnast að stjórn Faures PARÍS, 16. sept: — Ben Arafa Marokkósoldán er nú sagður vera búinn að sætta sig við það að leggja niður völd, og víkja sæti fyrir nýrri stjórn, sem skipuð verður Marokkomönnum, en áð- ur en hann hverfur úr soldáns- embættinu vill hann fá einhverju um það ráðið, hvaða menn það verða, sem taka skuli sæti í heimast j órninni. Skipun þessarar heimastjórnar hefir valdið Edgar Faure, forsæt- isráðherra Frakka, nýjum örðug- leikum og vilja hægri flokkarnir, sem styðja stjórn hans, hafa hönd í bagga með hverjir verða í Marokkostjórninni. Einkum berj- ast hægri flokkarnir gegn því, að El Mokri, hinn rúmlega tíræði stórvezir, taki sæti í stjórninni. Svo getur farið að fjölga verði í Marokkostjórninni úr þrem mönnum í fimm til þess að hægt verði að sætta öll sjónarmið. Latour landstjóri í Marokko, hefur verið kvaddur heim til Parísar til skrafs og ráðagerða. Fregnir frá París í kvöld hermdu að stjórn Faures gæti ekki talist í yfirvofandi hættu út af Marokkomálinu, en hitt væri sönnu nær að óveðursský söfnuð- ust að henni. 1200 krónur verða að 460 þúsundum Kaupmannahöfn: — CUSTAF Petersen, listaverka- sali í Álaborg í Danmörku keypti nýlega málverk fyrir um 1200 krónur. Hann komst að því nokkru síðar að málverkið var 460 þús. króna virði. Málverkið er eftir John Hoppner (1758— 1810), brezkan málara og meðlim í brezku akademíunni. Háken konungyr liggyr enn nfastur Oslö: — GIPSUMBÚÐIR voru teknar af lærlegg Hákons Noregskon- ungs síðastl. þriðjudag, en kon- ungur verður að vera rúmliggj- andi áfram. Konungur lærbrotn- aði eins og kunnugt er síðastliðið vor. í læknatilkynningu, sem birt var á miðvikudagsmorgun segir að bati konungs sé góður og að röntgenmynd sýni að beinmynd- un aukist í vaxandi mæli. En tekið er fram að það muni enn dragast um sinn. að fóturinn geti borið þunga. Konungur er 84. ára gamall. Hákon konungur á 50 ára kon- ungsafmæli í nóvember n.k. og er dregið í efa að hann muni hafa j náð sér að fullu fyrir þann tíma. í Ráðgerð eru mikil hátíðahöld í 1 sambandi við afmæhð. Sir Anthony ræðir ekki giftingarmál Margrétar prinsessu LONDON, 16. sept. RÁÖGERRT hafði verið að Sir Anthony Eden, forsætisráðherra Breta, færi á morgun til Skot- lands og yrði um helgina gestur Elisabetar drottningar í Balmor- al höll. Nokkurs spennings hefir undanfarið gætt í Bretlandi vegna þessarar væntanlegu heim sóknar Sir Anthonys, einkum vegna þess að menn voru með getg'átur um að drottning og ráð- herrann myndu m. a. ræða um giftingarmál Margrétar prins- essu. En fyrir nokkrum dögum veiktist Sir Anthony af inflúenzu og í gær var tilkynnt í Downing Street 10 að för ráðherrans til Skotlands hefði verið frestað um óákveðinn tíma. _l______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.