Morgunblaðið - 17.09.1955, Side 12

Morgunblaðið - 17.09.1955, Side 12
12 MORGVTSBLAÐIB Laugardagur 17. sept. 1955 ■ Egsemfæekki sofið Framh. af bls. 9 héraði og Aukrust, Lom í Guð- brandsdal. En lífið fær annan svip í augum hins unga, fátæka skálds en bændahöfðingjans. — Hann horfir á það úr afskekkt- um stað í byggðinni, særður og einmana. Fátæktin hefir merkt hann marki sínu: hann er bitur og uppreisnargjam, einkum í fyrstu kvæðunum. En biturleik- inn og gagnrýnishugurinn drepa samt ekki ást hans á ættjörðinni. Þvert á móti. Fá norsk skáld hafa ort jafninnileg ættjarðar- kvæði og hann: Eg er grana, xnþrk og stur./Du er bjþrka. Du er brur/under fager himmel./ Báe er vi norsk natur./ Eg er molda, djupp og svart./ Du er sakorn, blankt og bjart./ Du ber alle voner./Báe er vi det vi vart./ Eg er berg og naken li./Du er tjþra med himmel i./Báe er vi LANDET./Evig, evig er du mi. Björkin verður skáldinu tákn lífsins. í henni teygir Noregur sig til himins og framtíðarinnar. — Skáldið sjálft er aftur á móti eins og moldin, djúp og myrk, eða nakin hlíð fjallsins. Fjalls Einverunnar. — En þau bæði, björkin og skáldið, eru hluti af norskri náttúru. Þau eru bæði LANDIÐ. ★ SKÁLD DAUÐANS Tor Jonsson er algjörð and- stæða André Brekkes. Hann leit- ar ekki á fund gleðinnar, þegar sorgin stendur við dyrnar. Hann opnar heldur og horfist óhræddur í augu við hana: Du bad meg á synge ein gledesong/om dagen var grim og grá./For mannen er slik: Hann vender sig bort/fra det han ikkje vil sjá. — Örlög Tors Jonssonar hefðu kannski orðið önnur, ef hann hefði stundum snúið sér undan því sem hann vildi ekki sjá. Tor Jonsson er skáld einver- unnar og sorgarinnar. Kvæði hans eru döpur, en sönn og ljóð- ræn og gott að kynnast þeim í gleði og erli dagsins, þegar eng- um dettur í hug, að sorgin geti skyndilega staðið við dyrnar. Og hanú yrkir vegna þess eins, að honum er fróun í því: — Það verður honum bragarbót á stuttri en erfiðri vegferð að — „sleppa hvitum fuglum útí svarta nótt“. Tor Jonsson er skáld dauðans. Þess vegna er hann líka skáld lífsins. Hann er sjálfur eins og hvítur fugl í svartamyrkri. En hann rataði því miður ekki útúr myrkrinu. — Hann er snillingur, sagði Överland. ★ SÆNSKA skáldið Arthur Lund- kvist hefir sagt: Ljóðlistin er barátta milli drauma og veru- leika. — Barátta milli svefns og vöku. Og við getum bætt við: — barátta uppá líf og dauða. Þess vegna er gáskinn ekki eins mik- ill og við héldum, gleðin ekki eins djúp, átökin meiri en hjart- að þolir. Einmitt þess vegna sjá- um við ásjónu dauðans í svo mörgum kvæðunum. En þurfum við að fara utan til þess? — Eg sem fæ ekki sofið, segir Hannes Sigfússon. M. - Trygginpma? Framh. af bls. 7 uðina áður en umsókn um styrk er lögð fram og að barnið sé hjá manni, sem er búsettur í ríkinu. Það er nýmæli í samningnum að ógiftar mæður og fráskildar konur, sem hafa í höndum með- lagsúrskurð eða annað skjal, sem í heimalandi þeirra er hægt að byggja á innheimtu meðlags geta shúið sér til hlutaðeigandi stjórnvalda í samningsríki þar sem þsér dvelja og fengið með- lag greitt þar eftir sömu regl- um og gilda fyrir borgara dval- arlandsins. FRAMFÆRSLUHJÁLP ' Samkvæmt samningnum eiga borgarar samningsríkjanna sama rétt til framfærsluhjálpar og borgarar þess samningsríkis, sem þeir dvelja í. Sé slík hjálp að- eins veitt um stundarsakir, er ekki hægt að krefjast heimsend- I ingar hins bágstadda, en sé hjálp in til langframa getur ríkið, sem hjálpina veitir krafizt þess að | heimalandið taki við styrkþeg- ' anum. Þessi réttur til að krefjast heimsendingar er þó allmiklum , takmörkunum háður. Þannig er ’ ekki hægt að krefjast heimsend- ingar manns, sem dvalið hefur í landinu í fimm ár eða lengur án þess að fá styrk og þótt ekkert sé því til fyrirstöðu samkvæmt ákvæðum samningsins að maður verði fluttur til heimalands síns, skal þó athuga hvort einhverjar ástæður mæla með því að svo verði ekki gert. Skal við ákvörð- un þessa atriðis einkum gætt mannúðar og ekki skal fram- kvæma heimflutning ef hann hefur í för með sér aðskilnað náinna venzlamanna, eða hinn bágstaddi maður er orðinn rosk- inn eða hætt er við að hann bíði heilsutjón af flutningunum. Hvert samningsríki skal bera kostnað þann, sem það hefur innt af hendi samkvæmt samn- ingi þessum og getur ekki krafið heimaland bótaþegans um endur- greiðslu. Þess ber að gæta að samning- urinn veitir ríkisborgurum ann- ars samningsrikis aldrei meiri rétt en borgarar ríkisins njóta og þeim ber að greiða iðgjöld til 5 trygginganna í landi þar sem þeir dvelja. ! Samningurinn gengur í gildi ! tveim mánuðum eftir að öll samningsríkin hafa fullgilt hann og samtímis falla úr gildi eldri samningar um þau atriði, sem , hann fjallar um. | Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur aðalatriði samningsins, en nauðsynlegt er fyrir þá, sem flytja til annars samningsríkis að kynna sér nánar hvaða rétt- indi hann veitir í landi þar sem i þeir setjast að svo að þeir glati j ekki rétti, sem þeim ber sam- kvæmt ákvæðum samningsins. Pantið tíraa í síma 4772, Ljósmyndastof an LOFTUR h.f. Ingólfsstræti 6. Heima er bezt! Heimamyndir Sími 5572. Ein vimæiasfa söngkona Noregs syngur fyrir Isienzka fóna NORA BROCKSTED, ein vinsæl asta söngkona Norðmanna, hefur sungið tvö lög á íslenzku, fyrir íslenzka Tóna, og er annað Svo ung og blíð (Gilly, Gilly, Ossen- feffer) en hitt Æskunnar ómar (Tak for i dag) og hefur Þor- steinn Sveinsson íslenzkað Ijóð- in. — Nora Brocksted kom hingað í fyrra með NONN-KEYS söng- kvintettnum, og ferðaðist þá nokkuð um landið og varð mjög hrifin af landi og af ferðinni hrifin af landi og þjóð, og ætlaði að koma hingað aftur í sumar, en ekki gat orðið af ferðinni sök um þess, að hún er fastráðin við „Chat Noir“ í Osló og gat ekki losað sig þaðan, þar sem hún fyllir húsið kvöld eftir kvöld og syngur lagið „En liten pike i lave sko“, sem hefur orðið metsölu- plata í Noregi og Svíþjóð. Sverrir Júlíusson, sem stundar nám við Oslóar-háskóla, hefur aðstoðað Noru við framburðinn á íslenzkunni. Söngkvintettinn NONN-KEYS og hljómsveit Egil NONN-IVER- SEN leika og syngja með á plöt- unni og verður hún leikin í norska útvarpið á mánudag milli kl. 19 og 20 eftir íslenzkum tima. Dönsku birgðaflug- í geymslu HINGAÐ komu fyrir þremur dögum tveir danskir Norseman- flugbátar og lentu á Reykjavík- urflugvelli, þar sem þeir verða geymdir yfir veturinn. Flugbát- arnir hafa í sumar annast birgða flutninga á Grænlandi á vegum leiðangurs Lauges Kochs, en vegna ísalaga er útilokað, að þeir geti lent svo norðarlega á vet- urna. Þess vegna verða þeir að birgja veðurathugunarstöðvarnar að vistum á sumrin, meðan tíð er skapleg. Flugbátarnir hafa haft hér vet- ursetu, ef svo mætti segja, und- anfarin 4 ár. Flugmennirnir sem eru danskir, koma hingað í byrj- un sumars og halda svo heim aft- ur á haustin. — Að lokum má geta þess, að flugbátarnir eru báðir eign danska ríkisins. BEZT AÐ AVGLÝSA t MORGVmLAÐim Patrehfiriinpr þakklátir fyrir irkjutónleika ríkisútvarpsins Patreksfirði, 15. sept. KIRKJUTÓNLEIKAR voru haldnir hér á Patreksfirði, á vegum Ríkisútvarpsins, s.l. þriðjudagskvöld, 13. þ. m. — Listamenn- imir dr. Páll ísólfsson, Bjöi'n Ólafsson og Guðmundur Jónsson, fluttu tónverk eftir íslenzka og erlenda höfunda. Aðsókn var ekki góð, sem að nokkru leyti stafaði af því, að hér var fisktökuskip og margir í vinnu við það, og svo að hinu leytinu áhugaleysi fólks fyrir klassískri tónlist. Töldu margir sem svo, að þeir mundu ekkert skilja af því sem þar væri flutt, en það var öðru nær. STÓRBROTNIR LISTAMENN Dagskrá hljómleikanna var mjög fjölbreytt og má segja að þaraa hafi verlð eitthvað fyrir alla. Túlkunin var slík, að eng- um gat dulizt, að hér voru á ferðinni stórbrotnir listamenn á heimsmælikvarða. — Var allur flutningur þeirra hinn glæsileg- asti og vandaðasti, þótt vanir séu þeir fleiri áheyrendum. LÉK AF SNILLD Á LÍTIÐ STOFUÖRGEL Því miður naut flutningur dr. Páls ísólfssonár sín ekki sem skyldi, þar sem hann varð að láta sér nægja lítið stofuorgel til að leika á, og má nærri geta, að t. d. D-moll toccatan og fúgan eftir Bach, njóti sín illa á slíkt hljóðfæri, og það í kirkju, en kirkjuorgelið var ekki nothæft og er slíkt til lítils sóma fyrir viðkomandi sóknarnefnd og söfn- uð, þar sem vitað er, að organ- isti kirkjunnar, Steingrímur Sig- fússon, hefur undanfarin ár ósk- að þess mjög eindregið, að kirkj- an eignaðist heppilegt og vandað hljóðfæri. Væri óskandi, að þessi atburður ýtti eitthvað við við- komandi ráðamönnum. Hins veg- ar furðuðu menn sig á því, hverju orgelmeistarinn gat náð úr þessu litla hljóðfæri. SÖGULEGUR ATBURÐUR Hljómleikar þessir eru sögu- legir að því leyti, að þetta er í fyrsta skipti sem sendir eru full- komnir listamenn út af örkinni til að halda hljómleika úti á landsbyggðinni, og ná þannig meira og nánara sambandi við fólkið. Má segja, að þetta sé stórt spor í rétta átt, ef áframhald gæti orðið á þess háttar starf- semi. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari, sem átti uppástunguna að þessari hljómleikaför, hefur hitt þarna naglann á höfuðið. Hlýtur hann að launum óskorað þakklæti allra þeirra, sem notið hafa og njóta munu unaðsstunda á tónleikum þeirra listamann- anna. Ágúst H. Pétursson oddviti, og Jónas Magnússon sparisjóðshald- ari, þökkuðu listamönnunum að lokum, með nokkrum vel völdum orðum komuna hingað. — Hafi tríóið þökk allra tónlistarunn- enda hér á Patreksfirði. — KarL - íþréttaþlitg Framh. af bls. 7 Hlégarði í Mosfellssveit 10.—11. sept. 1955 skorar á háttvirt Al- þingi að lögfesta 17. júní sem þjóðhátíðardag íslendinga. ❖ ❖ ❖ ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ haldið að Hlégarði 10.—11. sept. 1955 sam- þykkir að skora á Alþingi að heimila á fjárlögum 1956 kr. 1.800.000.00 til íþróttasjóðs og bendir í þessu sambandi á að það standi í vegi fyrir þróun og eðli- legum framgangi íþróttastarf- seminnar víða á landinu hversu fé er vant til bygginga íþrótta- mannvirkja og reksturs þeirra. ❖ ❖ ❖ ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ haldið að Hlégarði 10. og 11. sept. 1955 samþykkir að skora á Alþingi að breyta lögum um skemmt- anaskatt þannig, að félagsheim- ilasjóður hljóti 50% skemmtana- skattsins, eins og hann hlaut 1 upphafi við setningu laganna 1947. ❖ ❖ ❖ ÁRSÞING ÍSÍ 1955 samþykkir að skora á Alþingi að hækka styrk sinn til ÍSÍ um kr. 18.000.00. Ennfremur samþykir þingið að fáist ekki þessi hækkun frá Al- þingi, heimili það sambandsráði að gera ráðstafanir til myndunar fasts tekjustofns, þar með talin hækkun skatssins frá sambands- aðilum. ❖ ❖ ❖ ÍÞRÓTTAÞING íþróttasambands Islands 1955 samþykkir að kennslukostnaður ÍSÍ, allt að kr. 10.000.00 skuli greiddur að fullu af fé því er ÍSÍ er úthlutað af íþróttanefnd til kennslukostnað- ar, áður en skipting fer fram til sambandsaðila. MBaBiXHnm ........ Selfossbíó: Selfossbíé. DANSLEIKUR í Selfossbíói í kvöld kl. 9 • Hljómsveit Skafta Ólafssonar. • SKEMMTIATRIÐI • Tríó Ronnie Keen og söngkonan Marion Davis skemmta. Selfossbíó: Selfossbíó. i ...... MAKKtS IMr IM Ðe&é - Esperantlsfaþing Framh. af bls. 11 landkynningar- og bókmennta-; rits á esperanto, Voco de Is- lando“. Að lokinni samþykkt ályktana landsmótsins flutti formaður | lokaræðuna; hann þakkaði öllum þátttakendum fyrir komuna og i hvatti þá til áframhaldandi starfs í þágu hins fagra málstaðar um ; alþjóðamál fyrir allar þjóðir j heims. i Landsmótinu lauk með því, að ; þátttakendur sungu í kór alþjóða eöng esperantista, La espero, og ’ 1) — Þú misskilur mig, Bryn- íslenzka þjóðsönginn í esperanto- dís. Ég er alls ekki að gefa hon- þýðingu. — (Frá Sambandi ísl. um undir fótinn. esperantista). s 2) Þú veizt, að hann á bágt, og þess vegna vil ég vera góð við hann. — En, hann elskar þig, Birna! 3) — Nei, það held ég ekki. — Markús, eigum við ekki að koma niður á baðströndina á morgun? 4) — Það get ég ekki, — ég var nefnilega að bjóða Birnu í stutl ferðalag á morgun. j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.