Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 16
VefMfll! í dag: NA kaldi, skýjað. 211. tbl. — Laugardagur 17. sept. 1955 £g sem fæ ekki sofið ! Sjá grein Matthíasar Jóhannes- sen á bls. 9. Reykjavíkurbær kaupir hsfa- réftindi ð nágrenni bæjarins Samþykkf á fundi bæjarsfjórnar í fyrradag ABÆJARSTJÓRNARFUNDI í fyrradag var samþykkt uppkast að samningi milli bæjarstjórnar Reykjavíkur annarsvegar og hreppsnefndar Mosfellshrepps hinsvegar, um kaup á jarðhita á til- teknum landssvæðum í hreppnum. Landssvæðin, þar sem hita- réttindin eru keypt, eru þessi: Lágafell, Varmá, Þormóðsdalur, Mosfellsheiðarland, það sem er í eigu hreppsins, og Hraðastaðir. í samningnum segir, að Reykja vík fái fullan og óskoraðan einka- rétt til að leita eftir og hagnýta allan jarðhita, hvort sem er heitt vatn eða gufa, sem finnast kann nú eða síðar á eða í landssvæð- um, sem talin verða, ásamt nægi- legum afnotum lands til jarð- borana og til hverskonar annara mannvirkja og athafna, sem þurfa kynni nú eða síðar, til þess að ná vatninu (eða gufunni), og veita því eftir landareigninni og burtu þaðan, með hverjum þeim hætti, sem bæjarstjórnin kann að ákveða á hverjum tíma, og með þeim nánari skilmálum, sem greindir eru í samningnum. Samningurinn felur ennfremur í sér, að hreppurinn verði eig- andi að 10% vatnsaukningu, sem verða kann við boranir, á húsum keyptu svæðanna, og Hitaveitan veitir hreppnum tiltekið hag- xæði í sambandi við flutning vatns til afnota í hreppnum, en kaupverðið er 300 þús. kr., sem greiðist árið 1957. KEYPT HITARÉTTINDI Á 7 STÖÐUM ÖÐRUM Samtímis og jafnhliða samn- ingnum við Mosfellshrepp, er gert ráð fyrir og samið um kaup á hitaréttindum annarsstaðar. | Þessi hitaréttindi eru á eftirtöld- um stöðum: 1) Hitaréttindi í eigu Stefáns Þorlákssonar, hreppsstjóra í Reykjadal, en þau eru í Tjaldanesi, Varmárbotni og Hrafnhólum. 2) Leirvogstungu, 3) Hrísbrú, 4) Lundi, 5) Minna Mosfelli, 6) Helgadal og 7) Skeggjastöðum. Kaupverð hita- réttindanna á öllum þessum stöð- um er kr. 772 þús. kr. Með því að kaupa þessi hita réttindi í nágrenni borgar- innar hefur Hitaveitunni ver- ið tryggður réttur til þess vatns, sem þar kann að finn- ast og er þar með skapaður grundvöllur fyrir vatnsieit og vatnstöku ef boranir bera árangur. 31 sóitír tíl Crænlands í FYRRADAG fór Katalínaflug- bátur Flugfélagsins, Skýfaxi, til Ellaeyjar og sótti þangað 14 menn úr leiðangri Lauge Kochs sem þar hafa dvalizt við rannsóknir í sumar. Fyrr í vikunni flutti flugbáturinn 17 leiðangursmenn til Reykjavíkur. — f leiðangri Kochs voru bæði Danir, Svíar og Svisslendingar. Tveir bátar misstu belming netja sinna AKRANESI, 16. sept.: — I fyrri- nótt gerðu háhyrningar spjöll í netjum tveggja Akranesbáta. Voru það Ásbjöm og Ásmundur. Háhyrningar skemmdu helming netja beggja bátanna, en hver bátur rær með 50—60 net, og er netið um 11 faðmar á lengd. í nótt var aðeins einn rekneta- bátur héðan á sjó, Hrefna. Lagði hún netin vestur í Jökuldjúpi og fékk 91 tunnu síldar. Allir bátar héðan fóru á veiðar í dag, og munu flestir þeirra hafa haldið vestur í Jökuldjúp. — Oddur. Ulvamsstöð verðiir senni- lega reist í Þó (Jfvarp Þórshöíii“ heyrist á Stflðuriandi i Myndin sýnir, er verið er að vinna með einni pússningavélinni á verksmiðjugólfi við Borgartún. Vél, sem pnssar sleinstsypt góli um Ieið og þuu eru steypt Ný að/erð, sem farið er að nota hér EINAR SÍMONARSON, múrarameistari, Barmahlíð 33, hefir fengið hingað til lands frá Bandaríkjunum gólfpússningarvélar, sem pússa steinsteypt gólf um leið og þau eru steypt, en til þessa hefir verið borið í öll steypugólf hér og þau pússuð löngu eftir að þau eru orðin hörð og húsin fokheld. Lftil stúlka varð fyrir bí! og meiddist illa LÍTIL stúlka, Erla Hauksdóttir, Vífilsgötu 4, varð fyrir bifreið á Snorrabraut um hálf sjö leytið í gærkveldi og meiddist illa. Vörubifreið hlaðin karfa var á leið suður Snorrabraut, er Erla varð fyrir henni. Var litla stúlk- an þegar flutt í Landsspítalann, «g kom þar í ljós að hún hafði brotnað á báðum fótum og mjaðmagrindarbrotnað. Erla er á þriðja ári. Bifreið nær eyði- ieggst i hörðum árekslri ÞAÐ MÁ heita sérstök mildi, að ekki varð stórslys í gær á gatna- mótum Skólavörðustígs og Klapparstígs. Þar rákust tvær bifreiðar á með þeim afleiðing- um, að önnur er svo til ónýt. Á seinni tímanum í átta í gær- | kvöldi kom fólksbifreiðin R 2616 upp Skólavörðustíg. Á sama j tíma kom sendiferðabifreiðin R 7562 upp Klapparstíg, og er hann kom að horni Skóíavörðu- stígs lenti fólksbifreiðin á hægri hlið hans með þeim afleiðingum, að sendiferðabíllinn snerist alveg við, hentist upp á gangstéttina og skall af afli á hornhús Skóla- vörðustígs og Týsgötu. í horn- búsinu er verzlun og var fólk nýgengið út úr henni, þegar áreksturinn varð, svo að það var lífsmildi, að stórslys skyldi ekki hljótast af. En segja má með sanni, að þarna skall hurð nærri liælum. Sendiferðabíllinn er ótrúlega lítið skemmdur, en fólksbifreiðin er svo til ónýt, eins og fyrr segir. ÞÓRSHÖFN, 16. sept. LANDSSTJÓRNIN í Færeyjum hefir fengið tilboð um að reisa 5 kílóvatta útvarpsstöð í Þórshöfn. Tilboð þetta er frá erlendu fyrirtæki og kveðst það munu geta komið upp nýtízku útvarps- stöð af fyrrnefndri stærð fyrir Vi milij. færeyskra króna. RÆÐIR VIÐ DANA Mitens menntamálaráðherra Færeyinga, heldur til Danmerk- ur í lok þessa mánaðar til að I ræða þetta mál við dönsku stjórn ina. Það er nú orðið nokkuð langt síðan raddir hafa heyrzt um, að nauðsynlegt sé að reisa útvarps- stöð í Færeyjum. Ef útvarpsstöðin verður eins stór og nú er gert ráð fyrir, má búast við, að hægt verði að hlusta á „Útvarp Þórshöfn“ á Suðurströnd ís- lands. STYRKLEIKINN MEIRI Einar lærði meðferð þessara véla hjá bandarískum sérfræð- ingi og vann með honum í sex mánuði áður en hann keypti vél- ar sjálfur. Með hinni nýju aðferð, sem raunar er ekki ný, því hún hefir verið notuð í Bandaríkj- unum og víðar í fjölda ára, verð- ur slitlag gólfanna miklum mun sterkara en nú tíðkast hér. Þá er og hægt að aúka styrkleikann með fleiri yfirferðum, t. d. ef um verksmiðjugólf er að ræða, eða gólf, sem ekki verða dúklögð. T i SPARAR EFNISKAUP Ekki mun nú um aðra aðferð að ræða í Bandaríkjunum við j frágang steinsteyptra gólfa. Einar Símonarson er þegar tekinn til starfa með pússningavélum sín- um hér og hafa þær gefið ágæta raun. Er hér vissulega um at- hyglisverða nýjung að ræða, sem getur sparað mikil efniskaup. Landsbanki íslanðs @r sjötíu dra d morgun „Eina eyrir á dag af hundrað krónum' AMORGUN, 18. sept., verður Landsbanki Islands sjötíu ára. — Hann var stofnaður með Iögum sem gefin voru út 18. sept. 1885. I Þau ár, sem Lar.dsbankinn hefir starfað, eru viðburðaríkustu og örlagaríkustu ár í sögu þjóðarinnar og hafa fáar eða engar stofn- anir komið þar eins mikið við sögu og Landsbankinn. 5 íslenzkar millllanda- flugvélar á flugi í einu 4 d /e/ð til Reykjavíkur, ein til Englands Á SUNNUDAGINN eð var bar það til tíðinda, að 5 íslenzkar millilandaflugvélar voru á lofti í einu. Voru 4 þeirra á leið til ís- lands, en sú 5ta var á útleið. 3 A KLST. Þrjár millilandavélanna sett- ust á Reykjavíkurflugvöll á sama klukkutímanum, en hin fjórða kom klukkustundu síðar. FÓR TIL ENGLANDS Véiin sem var á útleið flutti skipbrotsmennina af brezka tog- aranum Daniei Quare, sem strand aði norður á Langanesi í síðustu viku, til Englands. Skipbrots- mennirnir voru 20 að tölu. EFLA ATVINNUVEGI | LANDSMANNA Fjölmragir merkismenn lögðu hönd á plóginn við stofnun bank- ans og mun Bergur Thorberg landshöfðingi hafa átt einna mestan þátt í því, að frumvarpið um stofnun bankans náði fram að ganga. Tilgangurinn með stofnun bankans var sá, „að bæta úr peningaeklunni í land- inu og efla atvinnuvegi lands- manna.“ ÞJÓÐBANKI Fyrst í stað rak bankinn ekki j sparisjóðsstarfsemi, en 1887 rann I Sparisjóður Reykjavíkur inn í ! Landsbankann, og um líkt leyti hóf bankinn móttöku á sparifé til ávöxtunar. Voru vextirnir á- kveðnir „einn eyrir á dag af 100 krónum. — Aldamótaárið tók veðdeild bankans til starfa. Árið 1927 voru sett lög um það, að Landsbankanum yrði falið að annast seðlaútgáfuna og önnur þjóðbankastörf. 1 TVEIR STARFSMENN 1902 var fyrsta útibú bankana stofnað á Akureyri og tveimur árum síðar var sett á fót útibú bankans á ísafirði. Síðar tóku fleiri útibú til starfa. Loks má geta þess, að fyrstu árin, sem bankinn starfaði, voru starfs- menn hans aðeins tveir, bókari og féhirðir, en nú skipta þeir tugum. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.