Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 17. sept. 1955 MORGVTSBLAÐIÐ n ] r* Kveðja Forseti Bandaríkjanna er hafinn yfir alla gagnryni F, 15/9 1902 D. 13/9 1955 IDAG vcrður gjörð bálför Ásbergs Jóhannessonar, gjaldkera að Reykjalundi. Við félagar hans í stjórnum Sambands ísl. berklasjúklinga cg Vinnuheimilisins að Reykjalundi látum í ljós söknuð, er við horfum á bak samstarfsmanni, sem staðið hefur í fylkingarbrjósti Bamtaka okkar frá fyrstu tið. Einnig viljum við í nafni allra berklasjúklinga færa honum þakkir fyrir trúa og dygga varðstöðu, sem staðin var til dauðadags um heiður cg sóma sambands okkar allt frá stofnun þess. Við þökkum drengskap og ráð, sem hverju máli vísaði til betri vegar. Við þökkum fölskvalausa vináttu í okkar garð. Eiginkonu Ásbergs Jóhannessonar, móður hans, syni og frænda- liði votturn við samúð okkar. Stjórn S. í. B. S. Maríus Helgason Árni Einarsson Oddur Ólafsson Gunnar Ármanrisson Guðmundur Jakobsson Júlíus Baldvinsson i Þórður Benediktsson i Stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi Ólafur Björnsson Höskuldur Ágústsson Kjartan Guðnason Guðmundur Jóhannesson Jón Benjamínsson Myndin hér að ofan var tekin, er Ragnheiður Gröndal, flugfreyja hjá F. í., bauð Önnu Iíjörleifsdóttir um borð í einn Faxann, þegar fegurðardrottningin fór heim til sín efíir samkeppnina. BANDARIKJAMENN hafa hug á að senda gerivhnettina út í himinhvolfið þegar á næsta ári. Nú hefir samt hlaupið snurða á þráðinn, því að ákveðin öfl í land inu hafa látið til sín heyra. Þau komu reyndar einnig við sögu, þegar Eisenhower Bandaríkjafor- seti stakk upp á því, að Rússar og Bandaríkjamenn skiptust á hern- aðarleyndarmálum. — Þau voru nefnilega á móti því. Á MÓTI Þessi „öfl“, sem hér hefir verið rætt um að framan eru úr báðum stærstu flokkum Bandaríkjanna, Án hans væri repiibíikanafiokkurimi á undatihafdi FEGURÐARDROTTNING Is- lands 1955, Arna Hjörleifsdóttir, hefir verið ráðin fiugfreyja hjá Flugfélagi íslands frá 1. október n.k. — Þar mcð hefir óskadraum- ur hennar orðið að veruleika, því að í viðtali við blaðið sagði hún, er hún hafði verið kosin fegurðar drottning: „Annars hef ég nú alitaf haft mesta löngun til þess að verða flugfreyja“. — Stundum fá'menn vonir sínar uppfylltar. Brezkur .’.ómari í alþjóða HrófearggllII dómsíól segir aí sór GENF, 16. sept.: — Sir Reader Bullard sagði af sér í dag dómara störfum í Alþjóðadómstólnum. í eða !é!tmeiis- hljómsveit UM nokkurra ára skeið höfum við verið svo magnaðir að eiga okkar sinfóníuhljómsveit, og höf- um fylgzt með henni af lífi og sál frá bernsku hennar. Nú er hún merkur þáttur í menningar- lífi okkar og okkur nauðsyn Við þökkum henni fyrir að hafa boð- ið okkur samneyti við hina miklu Bach, Beethoven, Mozart og Brahms. Stundum hefur tekizt stórvel, ef ekki, þá næst. Með vilja og vinnu má alltaf gera betur. Oft er kvartað yfir því, að okk- ur skorti léttmetishljómsveitir (Unterhaltungsorkester), „eitt- hvað fyrir fólkið“. Gott væri að hafa slíka hljómsveit, en í guð- anna bænum, ekki má gera sin- fóníuhljómsveitina að slíkri hljómsveit, sem á sér allt annað markmið. B. B. C., brezka útvarpið, hef- ur staðið bjargfast á þeirri skoð- un, að túlkunartækin eigi ekki að kasta sér í fang almennings og kaupa sér dekur hans með því að láta hann ráða öllu vali flutn- ingsefnis. Oft hefur brezka út- varpið íengið á sig gagnrýni fyr- ir yfirlæti þeirra, „higbrows", sem stjórna því, og þykjast vita betur en fólkið sjálft, hvað það á að hlusta á, eins og sagt er. En B. B. C. lét þetta ekki á sig fá og fyrir bragðið hlusta fleiri á meistarana miklu og þykir öllum hlutaðeigandi betur, í New York hefur ameríska stórblaðið, New York Times, út- varpsstöð, sem eins og hið brezka B. B. C„ gerir sér grein fyrir því, að menn, sem ekki hafa haft af- skipti af tónlist, kjósa sér ekki ' fyrst að hlýða á 9. sinfóníu Beet- | hovens, heldur frekar „Unter- j haltungsmúsík“, þ. e. meltinga- ' | músík. Og í stað þess að hlíta j slíkum óskum, fá þeir fjöldann | smátt og smátt til að hlýða á j meistarana miklu og svo fer j fjöldinn að sjá, að þetta er hið stóra og þetta stóra fer að verða | honum nauðsyn og hver maður verður að meiri fyrir. i Sinfóníuhljómsveitin okkar á sér marga unnendur, sem jafnt og þétt hafa sótt tónleika hennar j I vegna þess grundvallar, sem hún ' i hefur starfað á. En nú er talað um, að hljómsveitin eigi að rétta , hendina að almenningi og fara þá leiðina að gera verkefnaskrá Moskvu 16. sept.: — sína léttari. Auðvitað á öll þjóð- EKKERT hefir verið látið uppi in hljómsveitina og allir, sem um það um hvað Finnar ætla vilja, ættu að hafa sem jafnastan upp í dómarasal, er því haldið að semja við Rússa í Moskvuför aðgang að henni en engum dett- fram að dómarinn sem skipaður paasikivis forseta og Kekkonens ur í hug, að lesa skuli Eddu forsætisráðherra, sem nú stendur Snorra á nútíma reykvísku, vest- yfir. Fyrsti samningafundurinn firzku eða norðlenzku, eftir því hafi verið í dóminn af hálfu Saudi Araba, Yusuf Yrasín sheik, verði að teljast vera meir fulitrúi stjórnar sinnar heldur en hlut- laus dómari. Dómstóllinn var að fjalla um kæru Breta á hendur Saudi Arabíu út af deilu þessara aðila um hina olíuauðugú Braimi vin. Dómstóllinn frestaði í dag þessu deilumáli um óákveðinn tíma. var í dag og sagði Vorosjiloff, forseti sovétríkjanna, sem er for maður rússnesku samninganefnd arinnar, í ávarpi sínu í dag að samið myndi verða um vinsam- lega sambúð Finna og Rússa „til frambúðar". Vorosjiloff hrósaði Paasikivi forseta og Kekkonen forsætisráð- herra á hvert reipi. 1 hvar túlkandinn les hana. Segja má, að þeir sem vilja léttmetishljómsveit hafi eitthvað til síns máls, en að hyllendur sin- fóníuhljómsveitarinnar eiga rétt á að halda sinni hljómsveit, sem eingöngu á að starfa á sínum eiginlega vettvangi, en það er flutningur sígildra tónverka. — G. V. en Styles Bridges formaður stjórnmálanefndar repúblikana í Öldungadeildinni er potturinn og pannan í andstöðunni við forset- ann og vísindamenn landsins. Er hann — og fylgismenn hans — á móti því að Rússum verði veitt- ar upplýsingar um herbúnað Bandaríkjanna og byggingu gervi hnattanna. UNDIR SMÁSJÁNNI Gert er ráð fyrir því, að gervi- hnettirnir kosti um 10 millj. dala, en ekki verður unnt að koma þeim á sporbraut sína nema með því að noía mjög öflug flugskeyti sem tekið hefir áratug að fram- leiða. Bygging þeirra og útbún- aður heyrir enn þá undir hern- aðarleyndarmál og herinn er ekki ginkeyptur fyrir að ljósta þeim upp. Herinn lítur svo á, að gervi- hnettirnir verði með tímanum mjög mikilvæg hernaðarmann- virki, og því er sennilegt, að störf vísindamannanna verði undir smásjánni á næstu árum. HAFINN YFIR Ai.I.A GAGNRÝNI Svo virðist sem Eisenhower standi nú svo föstum fótum í landinu, að með e.indæmum er: hann er hafinn yfir alla gagnrýni — og ef einhver gagnrýnir stefnu hans, getur hann átt það á hættu, að almenningsálitið dæmi hann úr leik á pólitískum vettvangi. Menn kenna sérfræðingum hans um það, sem aflaga fer, en bakka honum það sem vel er gert. I augum almennings er hann mikill stjórnmálamaður, ivtur leiðt.ogi og góður vinur. Þetta hefir rugi- að demókrata í ríminu. Og eina von þeirra um sigur í forsetakosn 1 ingunum á næsta ári er sú, að hann neiti að vera í framboði aítur. Ef svo færi má þykja full- víst, að demókratar vinni for- setakosningarnar. DEMOKRATAR VINNA Á Við skulum líta nokkru nánar á málið. Demókratar hafa aldrei síðan 1934 fengið eins mörg at- kvæði í þingkosningum og í fyrra. Eisenhower er fyrsti Banda ríkjaforseti, sem missir flokks- meirihluta í fyrstu ?ingkosning- um eftir valdatöku sína. Og frá því 1952, þegar hann var kosinn forseti, hafa demókratar unnið 9 ríkisstjóraembætti af repúblikön- um og engu tapað. 1952 töpuðu repúblikanar 3 af sínum gömlu fylkjum í suður hluta landsins, en virðast nú vera að vinna þau aftur. ^ ÓÁNÆGÐIR MEÐ STEFNU REPUBLIKANA Ýmsir hópar manna eru mjög andvígir stefnu repúblikana. Þar eru bændurnir fremstir í fylk- ingu, en auk þess eru bæjarbúar á ýmsum stöðum harðla óánægð- ir með stefnu flokksins t. d. í raf- orkumálum. Hann vill ekki að ríkið hlaupi undir bagga með ein- staklingum í þessum málum, held ur verði einkafyrirtæki látin sjá um þau ein. En þau skortir fjár- magn til að koma upp raforku- verum alls staðar þar sem nauð- syn krefur. Þá eru allstórir hóp- ar verkamanna og smákaup- manna óánægðir með sinn hlut af þjóðartekjunum. En skuldinni er ekki skellt á forsetann heldur repúblikanaflokkinn og einstaka ráðherra hans. (Observer). Landsmóí ísienzkra Esperanfisfa FJÓRÐA landsmót íslenzkra es- perantista var haldið í Vest- mannaeyjum daganá 27. og 28. ágúst s.l. Vegna óhagstæðs veðurs komu nokkru færri félagar frá stöðum utan þingstaðarins til landsmóts- ins en annars hefði verið, enda eru ferðir til Vestmahnaeyja og frá þeim mjög háðar veðri; aí þessum ástæðum varð landsmót- ið nokkru fámennara að þessu sinni en fyrri landsmót íslenzkra esperantista. Þingstörf fóru fram á alþjóðamálinu eins og á undaft- förnum landsmótum. Formaður Sambands íslenzkra esperantista, séra Halldór Kol- beins, setti mótið með snjallri ræðu. Mæltist honum m. a. á þessa leið: „Takmark esperantos er ekki að útrýma þjóðtungun- um, heldur að verða annað mál allra manna, svo að allir geti ræðzt við á jafnréttisgrundvelli, þó að þeir séu af mismunandi þjóðerni. Með því að espertano felur í sér kjarna Evrópumál- anna, en er mun auðlærðara en nokkurt þeirra, veitir það mikil- vægan grundvöll og undirbún- ing undir nám annarra mála. ís- lenzkir esperantistar hafa skil- yrði til að verða í fremstu röð í esperanto-hreyfingunni í heim- inum. Einu sinni var sú tíð, að íslenzk skáld lögðu land undir fót í öðrum löndum og fluttu þjóðhöfðingjum snilldarkvæði og þágu góðar gjafir og frægð að launum. Hin nýja frægð íslenzkra skálda gæti komið fram fyrir hjálp esperantos, þar sem þau gætu fyrir tilstuðlan þess eign- azt lesendur í öllum löndum heims“. Kveðjur til landsmótsins bár+ ust í símskeytum og bréfum frá Hafnarfirði, Keflavík, Reykja- vík, Sauðárkróki og London. Fluttar voru skýrslur stjórnar Sambands íslenzkra esperantista og félaga innan sambandsins. Baldur Ragnarsson stud. mag. flutti erindi á alþjóðamálinu, og fjallaði það m.a. um stjörnufræði leg efni. Fluttir voru leikþættir á al- þjóðamálinu, m.a. þáttur og söngvar úr „Skuggasveini" eftir Matthías Jochumsson í esper- anto-þýðingu séra Halldórs Kol- beins, en hann hefir þýtt þetta vinsæla leikrit á alþjóðamálið. Seinni dagur landsmótsins hófst með því, að sunginn var ís- lenzki þjóðsöngurinn á esperanto í þýðingu Baldvins B. Skaftfells. Kosin var stjórn Sambands ís- lenzkra esperantista fyrir næstu tvö ár. Kosnir voru: Séra Hall- dór Kolbeins, Vestmannaeyjum (formaður); Ólafur S. Magnús- son, Reykjavík og Baldur Ragn- arsson, stud. mag., Reykjavík. í varastjórn voru kosnir: Ólafur Þ. Kristjánsson, Hafnarfirði og Hall grímur Sæmundsson, Höfn í Hornafirði. Meðal samþykkta landsmótsins má nefna þessa: „Landsmótið felur sambands- stjórn að fara þess á leit við Al- þingi, að það veiti Sambandi ís- lenzkra espertantista 20 þúsund króna árlegan styrk til útgáfu Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.