Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. sept. 1955 Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON Framhaldsssagan 30 kirkjuklukkuna slá fimm og varðmaður kom inn með smurt brauð handa sjálfum sér og hin- um tveimur varðmönnunum, sem urðu að vera þar allan tímann. Samkvæmt fangelsisreglum inátti aldrei skilja hann eftir eirf- an, hvorki nótt né dag, en verð- irnir voru beztu náungar og reyndu að gera honum eins lítið ónæði og þeim frekast var unnt. Þeir spiluðu á spil; lásu í blöð- unum eða röbbuðu saman í hálf- um hljóðum, klukkustundum saman, án þess að trufla hann að nokkru leyti, en voru svo hins vegar hinir alúðlegustu, ef hann langaði til að taka þátt í dægra- dvölum þeirra eða rabba við þá. Að sjálfsögðu þekki hann nú þegar fornöfn þeirra og notaði þau í samræðum sínum við þá. „Það er dálítið skrítið, George“, sagði hann eitt sinn, „en ég get aldrei vanið mig á að ganga í stígvélum reimalausum. Maður gæti nú haldið að vísu, að það væri að mörgu leyti þægilegra, en einhvernveginn er það nú samt ekki“. Honum var ekki ieyft að hafa reimar í stígvélunum og ekki mátti hann heldur hafa axlabönd- in sín eða neitt það, sem hann gæti hugsanlega hengt sig með, því að það voru aðrir sem áttu að framkvæma þá athöfn. Að öðru leyti var honum sýnd hin mesta nærgætni í daglegri umgengni. „Mér líður ágætlega í aíla staði“, var hann vanur að segja, ef spurt var um líðan hans. Hann fékk að reykja, lesa bæk- ur og blöð og honum var færð hver sú tegund matar, er hann óskaði sér. Og þar sem fangelsið í Calder- bury var mjög lítið notað, þá var sá hluti þess, sem hann hafðist við í, ekki hin upphaílega fanga- geymsla, heldur nokkur óbreytt herbergi, þar sem ekkert minnti á varðhald nema rammgerður lás fyrir dyrum og járnrimlar í gluggum. Að sömu leyti var hann frjáls- ari hér, en hann hafði nokkru sinni verið heima hjá sér, því að honum var algerlega í sjálfs vald eett, hvenær hann háttaði á kvöldin, hvenær hann færi á fæt- ur á morgnana og hversu míkið og oft hann legði sig út af og læsi í bókum. Hver einasti maður í Calder- bury kenndi sárt til með litla lækninum, því nú átti hann að deyja innan þriggja vikna. Þegar búið var að synja áfrýj- uninni og vísa henni frá, varð landsstjórinn næstum að segja afsakandi, þegar hann kom með fréttirnar til hans í fangelsið: „Ég er hræddur um, að ég færi yður engar góðar fréttir, dr. New comes — reyndar veit ég, að þér bjuggust heldur aldrei við því. Þér verðið bara að muna það, að ég skal gera allt sem ég get fyrir yður. Segið mér aðeins frá því, ef þér óskið einhvers sérstaks". „Það er aðeins ein ósk, sem ég vil að þér veitið mér. Þér vitið eflaust hver hún er. Ég hef nefnt hana áður við yður“. „Ó, hún já. Það eina sem ég get sagt er það, að ég vildi feg- inn geta gert þetta fyrir yður, en það stríðir algerlega á móti öllum reglum og lögum. Það er sem sagt hið eina, sem ég get ekki með nokkru móti gert fyrir yður, þó mér þyki það mjög leitt“. Bónin, sem David hafði oftar en einu sinni farið fram á var sú, að fá að sjá Leni og tala nokkur orð við hana. Hún var lokuð inni í fangels- inu í Midchester, sem var í tutt- * ugu mílna fjarlægð og var það meira notað fyrir kvenfanga í þá daga. Hann hafði ekki séð hana síðan við yfirheyrslurnar mánuði áður og þegar hann reyndi til að rifja upp fyrir sér þann síðasta fund þeirra, þá gat hann ekki inunað neitt nema réttarsalinn, myrk- ann í hálfrökkri haustkvöídsins, gráar verur, sem hreyfðust stcð- ugt og tilgangslaust, fram og aftur, eins og sef í straumvatni og einhversstaðar á meðal þeirra brá andliti hennar fyrir, ókunn- uglegu og spyrjandi, sem leitaði hans með óttaslegnu og úrræða- lausu augnaráði. í fyrstu fannst honum þolan- legt að bíða svona aðgerðalaus og telja dagana, sem hægt og sila- lega þokuðust áfram og liðu hjá, einn eftir annan. Hann var ekki hræddur við dauðann og kveið ekkert fyrir honum. Vitneskjan um það, að eftir einn mánuð hér frá myndi hann verða lagður til hinztu hvíldar í grafreit fangelsisins var sízt verri, en að uppgötva, eins og svo margir læknar urðu að þola, fyrsta vísinn í holdi sínu, til ein- hvers þess sjúkdóms, sem fyrr eða síðar hlaut óhjákvæmilega að hafa dauðann í för með sér. Og dvölin í fangelsinu færði honum smátt og smátt einhverja óhagganlega rósemi. Á morgn- aná þegar hann reikaði um hinn sendna og malborna fangelsis- garð, þá leit hann brosandi til hins sólbjarta himins og lét gol- una leika létt og mjúklega í hári sínu. Það var orðið silfurgrátt á þess um síðastliðna mánuði, en hann hafði enn ekki verið látinn klippa það af sér, eins og flestir hinir fangarnir. Á kvöldin las hann eitthvað, hvíldi sig eða spilaði á spil við mennina tvo, sem héldu vörð yfir honum og svo, þegar búið var -að drekka teið, fór hann fljótlega til rekkju, þar sem ekkert annað var að gera. En það voru næturnar, sem urðu honum jafnan erfiðastar að þola. Hann svaf jafnan lítið á tímabilinu frá miðnætti til dög- unar og þá varð honum ávallt hugsað til Leni. Ástin er undarlegur hlutur. — Við vitum e.t.v. ekki á hvaða augnabliki hún kemur, en svo koma hinsvegar þau augnablik, þegar okkur verður allt í einu ljóst, að hún er til staðar. 1 Þannig hafði það verið með litla lækninn. Hann minntist stundar í réttarsalnum, á meðan dómarinn var að reifa málið. — Hann hafði verið orðinn þreytt- ur eftir heilan dag í þessu þunga _ og kæfandi andrúmslofti og orð dómarans hljómuðu hægar og hægar eins og þau væru töluð með miklum erfiðismunum og þungri áreynslu. Nokkru fjser, í fangakvínni sat Leni og hún leit einnig út fvrir að vera mjög þreytt og svipur hennar bar vott um líkamlega of- þreytu og andlegan sljóleika. Dómarinn var að yfirfara öll helztu atriði málsins og ræða þau, lið fyrir lið, en sagði svo að lok- um: „Þér munið nú herrar mínir geta ykkur til um tilganginn til þess að hann kom með hana frá Sandmouth til Calderbury og þér munið mynda yður persónulegar skoðanir um giidi og sennileika þeirrar ástæðu, sem hann ber fram, er hann segist hafa gert það til þess að láta hana annast ungan son sinn. Svo kann að fara, að yður virð- ist hún ein sú óhæfasta mann- eskja sem hægt sé að hugsa sér til þess að annast níu ára gamalt barn, sem okkur hefur auk þess verið tjáð að væri mjög tauga- veiklað og vangæft barn. j Yður mun sennilega virðast sú manneskja algerlega óhæf til barnfóstrustarfa, sem er þannig skapi farin, að hún hefur gert til- / TOrRAPOKIIMI\l 2 degi sagði Abam: „Ég er að deyja“! Var þá litli ormskinns- (töfrapokinn virkilega gagnslaus? Nze var alveg eyðilagður og vissi ekki, hvar hann átti að leita hjálpar. En dag nokkurn kom einn af nágrönnunum, sem víða hafði ferðazt, og sagði frá því, að neðarlega við fljótið byggju hvítir menn, sem hjúkruðu veikum og læknuðu þá. Eftir langa umhugsun tók | Nze ákvörðun sína. Hann ætlaði að bera Abam til hvíta íólksins. j Þannig bar það til, að þessi vesalings villimaður kom til trúboðsstöðvarinnar með son sinn með þessa bæn: „Hvíti maður, hjúkraði syni mínum, og bjargaðu okkur.“ Þetta var ljótt sár. Ef ekki fyrir gröftinn, mundu sinarnar hafa legið berar. Hin megnasta ólykt var af sárinu. Trúboð- iinn fór undir eins að hreinsa sárið, sem var bæði seinunnið jverk og kvalafullt. Síðan var Abam látinn inn í lítinn kofa, ' þar sem hann fékk að dveljast með föður sínum. Um kvöldið voru þeir orðnir svo öruggir, að þeir sofnuðu rólegir með ormskinns-galdrapokann vel bundinn um hálsinn. Næsta dag sá trúboðinn um Abam og aðra sjúklinga. Smátt og smátt minnkaði hræðslan hjá Nze, og að endingu var hún alveg horfin. Abam hafði minni kvalir nú og var hættur að tala um að hann myndi deyja. En það var eitt, sem ekki tók enda, og það var undrun hans Nze, þegar hann gekk lim trúboðsstöðina. Kvölds og morguns var hann við guðsþjón- usturnar og síðan sagði hann Abam frá því, er hann sá og heyrði, því Abam lá enn rúmfastur. Og þannig hðu dagar og vikur. Svo var það dag nokkurn, að Nze sagði við trú- boðann: „Nú er Abam orðinn betri, svo ég ætla heim með hann.“ En trúboðinn var þessu mótfallinn. Hann vissi vel, áð ef ekki yrði séð vel um sár Abams, myndi það spillast öðin h.í. Sími: 81991 Einholt —: Stórholt Bræðraborgarstígur Sími 1517 Hringbraut Blönduhlíð — Eskihlíð Sími 5449 Sími 6727 Vogar — Smáíbúðahverfi, sími 6730 Klefi 2455 í dauðaleit Endurminningar aíbiofamanns Caryl Chessmann var að eins 15 ára gamall þegar j hann byrjaði glæpaferil j sinn.Hann ólst upp á mjög hamingjusnauðu heimili. Móðir hans lenti í bíls'lysi, pegar hann var 10 ára, og varð upp frá því ósjálf- bjarga aumingi. Faðir hans reyndi hvað eftir annað að fremja sjálfs- morð, og Caryl var 15 ára, þegar hann komst að því að fjölskyldan lifði á fá- tækrastyrk. Hann kenndi þjóðfélaginu um þetta og ákvað að hefna sín á því. Hann lenti í félagsskap með öðrum unglingum, er likt var ástatt um og inn- an skamms var hann dæmdur á uppeldisstofn- un 1 fyrsta sinn. Þegar hann losnaði þaðan, hélt hann áfram á afbrotíi- brautinni, unz hann vorið 1948 var dæmdur til dauða, sakaður um 18 glæpi .. .Meðan hann beið eftir dauðanum — í klefa 2455 — skrifaði hann bók sina: „Klefi 2455 í dauða- deild“, endurminningar af brotamanns.Bókin hefir vakið gífurlega athyli og hefir selst í risastórum upplögum bæði í Ameríku og Evrópu.Hefir ver- ið tekin kvikmynd eftir bók- inni og verður hún að ölluin líkindum sýnd hér áður en langt um líður. Aftöku Chessmanns hefir ver- ið frestað hvað eftir annað og síðast var henni frestað þar til seint I haust. Verður Chessmann þá tekinn ! af lífi — eða verður aftöku : hans enn frestað? Þetta er sú ! I spurning, sem milljónir manna ! t um heim alian bíða eftir að ! ,1 verði svarað. j KLEFl 2455 í DAUÐADEILD kemur út í 3 bindum og kem- ur næsta bindi bráðlega. Sögusafnið Pósthólf 552 — Heykjavik. Til sölu sérverzlun sérverzlun í miðbænum með góðum og stórum lager og nýrri innréttingu. Allar nánari uppl. á skrifstofunni. Sala og samningar, Laugaveg 29. Sími 6916 (Opið kl. 5- 7). MERKJAS ALA Blindravinafélags Islands, til ágóða fyrir starfsemi þess, verður sunnudaginn 18. sept. og hefst kl. 10. Börn og unglingar, sem selja vilja merki, komi á þessa staði: Blindra iðn, Ingólfsstræti 16, Körfugerðina, Laugaveg 166, fordyri Langholtsskólans, fordyri Melaskólans (austur dyr) og Mýrarhúsaskólann. Hjálpið blindum, og kaupið merki dagsins. Stjórn Blindravinafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.