Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 4
MORGLJSBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. nóv. 1955 j ' 20 framsögurœSa Jóns Pá!masonar, aljsm., um frumvarp til Í€:ga iin* ver&tryggingarsjóð Herra forgeti! Ég byrja á því, að geta þess, að J>etca frumvarp sem hér liggur fyrir á þignskjuli 34 er flutt á mína ábyrgð eingöngu. Það hefir eigi verið rœtt í mínum flokki, Sjáifstæðisflokknum, eða á öðr- um vettvangi fyrr en nú. Það er flutt sem allsherjarþjóðmál, en hvorki á flokkslegum eða stétt- arlegum grundvelii. Ég geri ráð fyrir, að það sé nú orðið öllum háttvirtum þing- mönnum Ijóst, að okkar fjármála kerfi og efnahagslíf er sjúkt. Sá Bjúkdómur hefir verið að grafa um sig í tvo til þrjá áratugi, en aðallega síðustu 15—16 árin síðan vísitölukerfið og verðlags- uppbóta skrúfan var lögfest í árs- byrjun 1940. Sjúkdómseinkennin eru nú greinilegust í því, að grundvöll- ur allrar okkar fjármálavelgengni sjálf framleiðslan í sveitum og við sjó getur ekki þriíist nema með opinberri aðstoð í stórum Stíl. Birtist hámark þess rauna- lega sannleika . í því, að okkar arðsamasta framleiðslugrein, tog- araútgerðin, getur ekki gengið nema með 2000 króna ityrk á dag fyrir hvert skip. Er og jafnvel talið, að sú upphæð hrökkvi eigi til að tryggja jafnvægi í tekjum og gjöldum. Um orsakir alls þessa skal að bvo stöddu eigi mikið rætt. um- fram það sem gert er í þeirri greinargerð, sem frumvarpinu fylgir. En það er Ijóst, að ein- hverjar breytingar verður að gera og hætt við að sá alvarlegi sjúkdómur sem á þessu sviði blasir við augum læknist ekki nema með víðtækum skurðað- gerðum. Hverjar þær eiga að vera og hvernig þær eiga að vera. þykir mér hins vegar hætt við, að okkur hér á Alþingi og öðrum gangi ekki sem bezt að verða sammála um. En það er okkar Ællra verkefni, að leita sem gleggstra upplýsinga um ástandið og reyna til hins ítrasta að sam- einast um þær ráðstafanir til úr- bóta er að haldi megi koma. Það kann að þykja nokkuð djarft af mér að ganga fram án félagsskapar við aðra og leggja fyrir þær tillögur sem felast í þessu f"umvarpi. En mér þykir alveg eins gott. að eiga á hættu, að fá allar þær aðfinnslur, sem þessar tillögur kunna að mæta, eins og hitt að vera aðgerðalítill éhorfandi, að því versnandi ástandi, sern við augum blasir, eins og verið hefir að miklu leyti é síðustu þingum. Þetta frumvarp grundvallast á þremur aðal atriðum, sem hvert um sig er mjög áhrifaríkt í fjár- málum þjóðarinnar, en sem eru svo samtvinnuð hvort öðru, að þau verða að fylgjast að mestu leyi.i að. í fy sta lagi er það, að tryggja , betur en er, að þeir atvinnuvegir j landsins sem byggja á fram-1 leiðslu beint úr skauti náttúr-. unr.ar, landbúnaður og sjávarút-; vegur, geti starfað og þrifist j áfram hindrunarlaust. f öðru lagi það, að slá því föstuj með löggjöf að gengi íslenzku krónunnar sé ekki (ækkað frekar. en orðið er. í þriðja lagi er svo það, að framfærsluvisitölunni 3é haldið > fösturn skor'ðum, svo hún hætti að valda þeim víxlskrúfu gangi til haékkunar, sem veríð hefir. Ég sv t nú fara íáeinum oðrurn j «m hvert um sig af þessum aðal atriðum um leið og ég vík að öðr- um þeim tillögiui sem í frum- varpinu felast. Velgengni frami iiiö.slriiar ier eftir mörgum atriðum Eru sum þeir. óviðráðanleg svo sem vr , urfar f c e:ðimagn. Þar er nátt- urufar okkar kalda lands grund- völlurinn en ekki mann'egar að rerðir. Annað, svo sen . vélaíækns, iaunahæð, vir nutimi, v'eiði'.æki ílutf I Neðri deslé Alþingis 25, okf. s.L og láns.fé, er meira á mannanna valdi. En það sem úrslitunum veldur er það, að afurðaverðið sé í fullu samræmi við tilkosínað- inn, þannig að reksturinn geti borið sig. í því efni erum við komnir í það ástartd að afurðaverðið á er- lendum markaði er mjög fjarri því, að geta staðif undir fram- leiðslukostnaðinum. Þess vegna hefir verið stofnað til ír.argvís- legra og stórfelldra ráðstafana svo sem bátagjaldeyris skipu- lagsins fyrir bátaflotann, Tog- arastyrkinn fyrir botnvörpuskipa flotann; rikisframlag fviir síldar- útveginn og niðurgreiðslu á verði landbúnaðarvara innanlands og nú rætt um gjaldeyrisfríðindi einnig fyrir þær. Allt eru þetta neyðarúræði og um annað er ekki að ræða eins og komið er. En hvemig eigi að ákveða framleiðsluverðið hefir verið og er mikið deiíumál. Er og hætt við að svo verði einnig áfram. Á landbúnaðarvörum er verðið nú ákveðið af sérstöku ráði og svo hefir verið um skeið. En vit- anlega engin fjarstæða, að halda því áfram. En með þetta er þó ríkjandi mjög mikil óánægja á báðar hliðar. Fjöldi bænda telur ekki fært að láta búin bera sig með aðkeyptu vinnuafli með því afurðaverði, sem er og eru auk þess mjög óánægðir með það hve mikill verðmunur er á sumum afurðunum eftir því hvar á land- inu þær eru framleiddar. Neytendur telja það aftur á móti rangt, að miða við fram- leiðslukostnað á smábúum og sem eigí hafa yfir að ráða svo fullkominni vélatækni sem völ er á. Báðir hafa nokkuð til síns má.ls og enginn gerir svo öllum líki. Nú legg ég til, að taka upp í þessu efni nýja reglu og hún er sú, að miða við raunveruleg- ann framleiðslukostnað á 5 ríkis- búum, sem hafa yfir að ráða hinni fulikomnustu vélatækni sem þekkist og eru rekín sem stórbú með aðkeyptu vinnuafli á ágætum jörðum. Varðandi sjávarútveginn og af- urðaverð hans er það kunnugt, að honum hefir verið haldið gang- andi síðustu árin með mjög veiga miklum ráðstöfunum frá hálfu þess opinbera. Er þar fyrst að telja bátagjaldeyris fyrirkomu- lagið, sem hefir í för með sér verðhækkur. á innfluttum vörum um marga tugi milljóna. í öðru lagi margra milljóna króna fram- lög til síldarútgerðarinnar á und- angengnum veiðileysisárum, og í þriðja lagi framlagið til togar- anna, sem tekið er með háum skatti á innfluttar bifreiðar. Allt þetta sýnir og sannar, að útgerð- in er að öðrum þræði rekin á áb.yrgð ríkisins eins og var þegar fiskábyrgðin var í gildi. Þær til- lögur, sem hér eru fluttar, eru því meira um formshlið málsins að þessu leyti, en aðalefni þess. Og það skiptir miklu máli í því efni, að fá fastan grundvöll til að miða afurðaverðið við. Mundi með því komið í veg fyrir þær þrálátu deilur, sem um það eru hvert frnmleiðsluverðið sé. Eru jiær aó vií.u eðlilegar, að því it-vii, aó það er misjafnt og kem- ur þar margt til. Mér finnst eðlilegast. að "úða í prssu efni við þp.?m fé1ags.«;gj rekstur sem mest eftirlit er v it- anleya með; en þáð eru æj_rút- g- : karostaranní. Með því að fuVjí i icðaltal uf útkomu þeirra alira, þá er fenginn mælikvarði frá flciri iandshlutum og því iík- nr rnd/öllu inn geti /eiio : . . /rði í því eini að byggja á hc’lsteypt eftirlit meS Jón Pálmason þeim rekstri og óvéfengjanlega endurskoðun á reikningum þeirra fyrirtækja sem urn er að ræða. Ef svo færi að þessi grund- völlur kæmi út með mikið ’nærra aíurðaverð, en mönnum þætti í bili eðlilegt, þá er tvennt til. Annað hvort er þá það afurða- verð sem reiknað hefir verið meö lægra en sanngjarnt er miðað við tilkostnað, eða að þau opinberu fyrirtæki eru illa starfrækt, sem lagt er til að nota sem mæli- kvarða. Væri því til að dreifa hafa valdamenn landsins það í hendi sinni, að breyta til um þann rekst ur, og færa hann í hagfeldara horf. GENGI KRÓNIJTVNAR Það hefir oft verið mikið deilu- mál, hvort rétt væri að gera breytingar á gengi ísienzku krón- unnar. Hefir niðurstaðan orðið sú, að gengið hefir verið lækkað hvað eftir annað, og er nú ekki hærra en það, að nú kostar sá gjaldeyrir okkar aðalviðskipta- þjóða sem áður kostaði 1 krónu íslenzka, þetta frá 2 kr. 30 aurum upp í 4 krónur 35 aura. Þetta þýð- ir þeim mun hærra innkaupsverð á aðfluttum vörum, og að sama skapi hærra verð í íslenzkum krónuin fyrir seldar afurðir. — Gengið hefir verið lækkað til að leiðrétta óeðlilegt hlutfall milli framleiðslu og vinnu og bjarga þar með útflutningsframleiðsl- unni. Þetta hefir tekizt, en aðeins í bili, því launin og síðan allur annar tilkostnaður, sem byggist á vinnu, hefir á fáum árum elt hið lækkaða gengi og framleiðsl- an þá um leið komizt í sama var.da og áður var. Því er þó eigi að neita, að spilið hefir orðið því örðugra, sem þessi leið er oftar farin og eins og nú er liggja þau vandamál fyrir hvað á að gera. Öll sú verðhækkun sem stafar af lækkuðu gengi og hækkuðum launum, hefir gert og gerir allar framkvæmdir í landinu þeim mun dýrari og örðugri viðfangs. Þar með fylgír nauðsyn á sam- svarandi hækkun á lánsfé. Eins og nú horfir virðist mér að flestir forstöðumenn peningastofnana okkar, þeir hagfræðingar sem láta til sín heyra og ýmsir fieiri, telji það hið mesta mein í okkar fjármálum að fjárfestingin sé of mikil. En orðið „fjárfesting“ hef- ir á síðustu árum verið notað um allar byggingar í kaupstöSum og i svr'tum; allar ræktunarfram- ,ndir, skipakaup, bílakaup og yfir eitt kaup á öllum stærri vél- um og svo samgöngubætur, raf- orkuframkvæmdir o. fl. Það er vitanlega ttaðreynd, að fjárfesting síðari ára er alveg ’ óve i.'ulega miKÍl. Fi rmier ihugur ; þ.’óf nn. .'eriúki .ogl 'sverð- í ur. Aiiar fvair væn koáta nú margfallt við það sem var fvrir nokkrum árum og svo kemur annað til, sem er þungt á metun- um og orkar ef til vill mest. Það er, að landsfólkið yfirleitt er á flótta undan voðanum. Sá voði er það, að allar nytsamlegar fram- kvæmdir og allt sem girnilegt er ið kaupa. verði dýrara að ári en I ár og því dýrara sem lengra líður. Að kaupgjald hækki, að ’engi krónunnar lækki og allt byggingarefni, vélar og annað aækki. Hræðsla fólksins við þenn in voða er byggð á reynslu lið mna ára og er því eðlileg. Marg- ir hugsa sem svo: Ef ég get ekki komið þessu í verk nú í ár þá er lins líklegt að ég geti það aldrei. Að minnsta kosti verða þessi gæði miklu dýrari ef kaupin eru dregin. Nú er þessi eðilega hræðsla meiri en oft áður og því er kapp- hlaupið um fjárfestingu svo gíf- urlegt. Menn sjá rúllandi verð- hækkun og það sem margir ótt- ast mest er nýtt gengisfall. Menn telja það eðlilega afleiðingu af því sem búið er að gera og verið er að gera. Ef menn vilja í alvöru minnka fjárfesíingu, koma okkar lánamarkaði í eðlilegt horf og draga úr innflutningi ónauðsyn- legra vara, þá hygg ég að stærsta sporið væri það, ef Alþingi vildi sló því föstu með raunhæfri lög- gjöf, að óbreytt gengi krónu okkar skuli tryggt. Þess vegna er það stærsta at- riöið í þessu frumvarpi mínu, að lagt er til, að þetta sé gert. Vilji menn þetta ekki, þá bera þeir ábyrgð á afleiðingum. En ef ein- hverjir vilja tryggja gengið, en telja mínar tillögur ófullnægjandi eða óheppilegar, þá ber þoim hin- um sömu, að koma með aðrar. Og þá er þingsins alls, að vega og meta hvað heppilegast muni að gera, ÓBKEVTT FRAMFÆRSLTJVÍSITALA Þá er þriðja meginatriði þessa frumvarps það að gera ráðstaf- anir til að framfærsluvísitalan haldizt óbreytt eða hækki ekki. Þetta er samtvinnað og óaðskilj- anlegt við hitt tvennt. Það þýðir lítið að ræða um ó- breytt gengi krónunnar og að íramleiðslan beri r.ig, ef vísitaian er alltaf látin hækka og öll hækk ur.in er greidd hvar sem hún kem ur fram. Þegar vísitöluiögin voru sett í ársbyrjun 1940 og þar með á- kveðið, að greiða verðlagsuppbót á öll laun eítir mánaðrlegri vísi- tölu, þá greip sú hugsun mig fast, a.ð þetta væri hið mesta ógæfu- spor, sem hlyti að enda með skelfingu. Allt sem síðan hefir gerzt í þessum málum, hefir styrkt og staðfest þessa sann- færingu. Þess vegna hefi ég aldrei greitt atkvæði með þessu máli eða fram lengingu þeirra ákvæða. En eins og kunnugt er hefi ég í þessu efni verið í vonlausum minnihluta hér á Alþingi, og ég læt það eigi á mig festa, þó margir telji það mér til lasts. Annað slagið hafa fylgj- endur þessa rnáls séð sig til- neydda, að ákveð^ nokkrar tak- markanir á greiðslu fullrar verð- uppbótar. En nú er verio að setja spilið í fullan gang, næstum eins og það gekk örast. Ráð eru þvi engin til úrbóta önnur en þau, að halda vísit.öl- unni fpstri með fullnægjandi nið- urgreiðslum. Þær niðurgreiðslur c’ga að mínu áliti, að koma ein- göngu á þær neyzluvörur, «em framleiddar eru í landinu. ■ ð ! ->r þjóðinni allri til hags. að lifa j lem mc i ? innle:«dri fi nl’iðslu. Og það er í alla staði hagfeldara og geðfeldara, að greiða niður verð vörunnar, sem notuð er aí innlendu fólki, en að verða a<5 bæta við verð á útfluttri fram- leiðsluvöru. Aðferðin samkvæmt þessu frumvarpi yrði því sú, að fvlgt mundi hinni alkunnu kaupfélags- aðferð, að greiða út áætlað verð þegar afurðirnar eru afhentar til sölu, en bæta svo upp í reiknings- lok til fulls, þegar víst er hvert framleiðsluverðið er. Að sjálf- sögðu ætlast ég svo til, að sú regla haldi áfram sem nú er, af? bankarnir láni út á vöruna um tíma, þar til framleiðendur fá verðið greitt. ; STJÓRN SJÓÐSINS Eins og háttvirtir þingmenn sjá ætlast ég til að stjórn verðtrygg- ingarsjóðs sé kosin á Alþingi og skipuð 3 mönnum. Er sú tilhögum byggð á því, að heppilegra sé aS draga stjórn þessara stórmála sem mest út frá hinu pólitíska valdi. Mætti gera ráð fyrir, að el vel tekst með þessa stjórn, þá yrðu mennirnir fastari í sessi en almennt gerist með ríkisstjórnir, sem oftast eru nokkuð skamm- lífar. Hins vegar mætti líka vel hugsa sér þá aðferð, að stjórn þessa sjóðs væri í höndum ein- hvers ráðuneytanna, sem yrði þá væntanlega viðskiptamálaráðu- nej'tið. En til þess er af minni hálfu ætlast, að ef þetta kerfi yrði á annað borð lögfest, þá væri svo um hnútana búið með nákvæmri reglugerð, að enginn áróður eða heimildir til undan- þágu gæti komizt að. Heldur yrði að annast framkvæmdirnar eftir föstum reglum. Hitt væri eðlilega jafn vandasamt sem nú að annast sölu afurða okkar, sem út eru fluttar, og eins söluna innan- lands. TEKJUR SJÓÐS.INS Þá kem ég að því stóra atriði í þessu máli, með hverjum hætti sjóðurinn ætti að fá það mikla fé sem hann þarf væntanlega á að halda til að fullnægja sínu verkefni. Þau ákvæði eru í 4. gr. frumvarpsins og þykir mér ástæða til að fara um þau nokkr- um orðum, hvert um sig. 1. liður, sem er. 50 milljóna króna framlag árlega úr ríkis- sjóði, er engin breyting frá því sem nú er, nema þá helzt til lækkunar. Þetta þýðir það, að það sem ríkissjóður leggur fram til dýrtíðarráðstafana, falli 5 þenna sjóð. Á fjárlögum þessa árs er sú upphæð tæpar 50 milljónir króna, en fer án efa fram úr á- ætlun. Það er líkji lagt til af5 hækka þessa upphæð í 57 millj, kr. í þvi fjártagafrumvarpi sem lagt hefir verið fyrir þetta þing og gilda skal árið 1956. Um 5. lið greinarinnar er að því leyti sama að segja, að sú ein breyting er þar lögð til, að bíla- skatturinn til aðstoðar togaraút- gerðinni falli í verðtryggingar- sjóð, enda á þá sjóðurinn að ann- ast það verkefni, sem þetta fé er nú til ætlað. En mér skilst að flestir geri ráð fyrir, að þessi skattur hrökkvi skammt fram- vegis til að bjarga togaraútgerð- inni. Bæði vegna þess að það eru takmörk fyrir því, hvað skyn- samlegt er að flytja inn mikið af bifreiðum og af þeim orsökum hljóti tekjur af skattinum að rýrna. Og svo er hitt, að með vax- andi framleiðslukostnaði skip- anna þarf hærri fjárhæðir til að tryggja hallalnusann rekstur. — Þetta er líka uf því, að ekki eru miklar líkur f -rir hækkandi sölu verði afurðann. á erlendum markaði. Þrið; ■ liður '. greinar er stærsta atriði hennur. Er þar iag- I til að taka 10% af öllum launum | Frh. á bls. 2)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.