Morgunblaðið - 03.11.1955, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.11.1955, Qupperneq 5
 [ Fimmtudagur 3. nóv. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 21 ’ Litli ævintýramaðurinit ÞÝZKI rithöfundurinn Albert Daudistel ritaði margt gagn- merkt um ísland, enda hafði hann dvalizt hér um 17 ára skeiff. Hann lézt nýlega í I.and- spítalanum hér. — Daudistel flúffi föðurland sitt, eftir aff nzistar komust til valda þar og dvaldist hér á landi æ siffan. Gaf hann sig aff ritstörfum ungur aff aldri — einkum eftir fyrri heimsstyrjöld- ína — og hlutu bækur hans viff- urkenningu. Hann vann þá um skeiff við „Berliner Tageblatt". Efíirfarandi grein ritaði Daudi- stel fyrir nokkrum árum. ★ ★ ★ ÞA Ð vildi til í Reykjavík fyr- ir skemmstu, er ég var rétt kominn út fyrir húsdyrnar, að lítill strákur — nágranni minn ■— vék sér að mér og sagði, að ég skyldi koma með sér til Af- ríku. Gatan bergmálaði orð hans, og ég hélt, að mér hefði mis- heyrzt, en íhugull svipurinn á andliti hans bar vott um, að hann hefði mikinn áhuga fyrir heiminum, og þegar byggi skiln- ingur bak við orðin. ★ ★ ★ Drengurinn var á sjötta árinu. Fatanna vegna virtist hann Vera eldri. Hann bar jakkann á vinstri handleggnum, en ekki með þeirri nákvæmni, sem einkennir skemmtiferðamenn, heldur hirðu leysislega, eins og þetta væri honum hvimleið byrði. Mig fýsti að kynnast betur hugsanagangi hans. Hár hans var úfið af blæ framkvæmdalöngun- arinnar. Er hann þagnaði leit hann hreinskilnislega á mig, augu hans voru hin mesta prýði í heildarmynd þessa litla, ó- hreina andlits. Þau ljómuðu af glóð löngunarinnar: Til Afríku. Ég gat ekki fengið mig til þess að ráða honum frá því að halda til „Svörtu heimsálfunnar.“ Því að ég fann, að hann vildi vera hluthafi í lífinu, fylgja þrá sinni. Hann leitaði trausts hjá mér og vildi fá skilning í trúnaðar- trausti sínu. Til þess að fullvissa mig alveg um, að hann væri hlutverki sínu vaxinn, spurði ég hann kumpán- lega: „Kannt þú að synda?“ — Hann leit á mig brosandi og yfir- lætislega eins og hann vildi segja: „Sennilega mun betur en þú!“ ★ ★ ★ Ég spurði: „Getur þú klifrað?“ Hann svaraði lágum rómi full- ur trúnaðartrausts: „Eins og api!“ Ég spurði: „Getur þú gengið Iangt?“ „Ég er nú á hlaupum allan daginn!“ Hrifning hans náði tökum á mér. Ég sagði stuttlega og á- kveðið: „Jæja, af stað þá!“ Og við gengum áleiðis. ★ ★ ★ Eftir skamma stund tóku hugsanir mínar að snúast um sólríkt uppland Afríku: „Hvernig stóð á því, að þessi hnokki lengst í norðri hafði slíkan áhuga á hin- um fjarlæga heimi. Hann var varla læs svo ungur. En hann reyndi að gera sér grein fyrir baksýn tilverunnar. Hvaðan hafði hann fengið hugmyndina um þetta útlenda orð „api“? Á Éslandi er að vísu „Apavatn“, en apar eru annars aðeins til í goðsögum þessa norræna lands, í Eddu, í Völuspá, þar sem segir árá jötninum Suttungi, er Óð- ihn stal skáldamjöðnum frá, og er Suttungur þar kallaður api ....“ „Erum við ekki á rangri leið?“ spurði litli félagi minn, „Taktu nú eftir, við erum á veginum, þessum aldagamla vegi með kröppum beygjum ....“ „Gott,“ sagði hann svo lágt, að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. ★ ★ ★ Þessa leið, sem við fórum núna, hafði ég gengið fyrsta í Reykjavík — og þá hafði ég eins Og nú sökkt mér niður í hugsanir um fortíðina — og kannað mörg þúsundir mílna af farinni leið. - eftir Alfcert Daudistel - Ræia Jóns Paintasonar Frh. af bls. 20 og kaupgjaldi í landinu til að bjarga gengi krónunnar. Þetta er hugsað þannig, að það séu eigi neinir einstakir starfshópar eða vissar stéttir, sem þetta háa gjald yrði álagt, heldur allar stéttir, öll þjóðin. Menn tala stundum um það þegar rætt er um atvinnurekstur, að það sé mjög undarlegt og óheilbryggt, að þó fyrirtækin séu rekin með halla, þá geti þó eigendur og for- stöðumenn grætt og lifað vel. — Þetta er víða til og það er skiljan- legt öllum sem fylgjast með því \ varpsins sem er stimpilgjald á aðgöngumiða að skemmtunum og hækkað álag á ferðagjaldeyri, skal ég eigi fara mörgum orðum. En. ég tel eðlilegt og sjálfsagt, að allíi* þeir landsmenn sem telja sig hafa ráð á því, að vera sífellt að 1 skemmta sér innanlands og utan, þeir borgi meira en er fyrir það til að bjarga vandamálum þjóð- félagsins. En hættan á nýju gengisfalli er alvarlegra vanda- | mál en flest annað. Annars er til- laga mín um svo háan skatt á I ferðagjaldeyri flutt í tvenns kon- : ar tilgangi. í fyrsta lagi til að fá hvernig fyrirkomulagið er. Mér j tekjur í verðtryggingarsjóð og í hefir skilizt, að í þessum efnum j öðru lagi til að draga nokkuð úr sé einkum átt við: útgerð, iðnað skemmtiferðum fólksins til anr\- og verzlun. Þessar atvinnugrein- ara landa. Um undantekningar Daudistel — skyggndist inn í hug litlu „borgaranna“ í Reykjavík. í fyrsta skipti síðan ég kynntist hinum stóra fjarlæga heimi, hvarflaði hugur minn á fornar, dásamlegar slóðir, sem lágu um mikla skóga, nýgrónar engjar, kál- og rófnagarða, yfir myllu- læki og áfram um slegnar engj- ar inn í haustið, og ilmur þess var sterkari en ilmur víns og garðmoldar. Það var haustið, sem forðum hafði vakið hjá mér löngunina eftir að leggja land undir fót — yfir sléttur, gegnum frum- skóga stórborganna, um óbyggð- ar auðnir til að geta skapað mér heildarmynd af heiminum....... ★ ★ ★ „Veizt þú“, spurði snáðinn mig, „hversvegna fjöllin eru blá í fjarska, en þegar maður stendur beint fyrir neðan Esju, er hún ekki lengur blá?“ Ég gat ekki fengið mig til að spilla fyrir honum dálæti hans á hinu leyndardómsfulla — á raunsærri rómantík — og ég kinkaði kolli þegjandi. „Einmitt þessvegna fór ég ekki með upp til fjallanna i gær“, sagði hann. „Sjáðu!“ hann benti á lát- lausan straum farartækjanna á aðalgötunni. Við vorum komnir að mesta umferðarhorninu við Lækjartorg. í mínum augum var þetta götuhorn likast þeim vegi, sem lá frá fortíðinni inn í nú- tíðina .... Ég veitti því athygli, að litli vinur minn kreppti hnef- ana. Og hann sagði við mig með raddblæ, sém gaf til kynna, að hann vildi hvetja mig til að vera var um mig og vera viðbúinn: „Við verðum að komast yfir!“ Hann sagði þetta eins og um væri að ræða að synda yfir Pó, Ebru eða jafnvel sjálfa Níl. Ég svar- aði: „Rétt er það. Um að gera að leggja í viðureignina, hvort sem átt er í höggi við krókódíla, hyldýpi, kyrkislöngur, veiðiarma kolkrabbans eða bifreiðir!“ „Þú þai'ft ekki að vera hrædd- ur,“ sagði litli förunauturinn minn, „komdu með mér yfir!“ Og við tókum á sprett eins og smáhrekkjalómar væru að verki. ★ ★ ★ Er við voi'um komnir yfir göt- una, sá ég, að snáðinn gerði sér far um að ganga sem hraðast eins og maður, sem af miklum dugnaði vill komast úr sporun- um. Og hann benti skyndilega á spariklæddar „gínurnar“ í sýn- ingargluggum karlmannafata- verzlunar, sem við fórum fram hjá á leiðinni til Afríku: „Á nótt- inni eru þessir karlar lifandi....“ Ég leit inn í sýningargluggann. Og þá glotti eitt þessara vaxlitu andlita þessara útstilltu herra- manna til mín, eins og hann hefði heyi't orð barnsins og vildi gefa til kynna, að snáðinn hefði rétt fyrir sér. Hnokkinn greip hendi mína og leiddi mig að stórum sýningar- gletgga þar, sem seld voru blóm og dýr. ★ ★ ★ Heillaðui', allt að því óttasleg- inn, kíkti hann gegnum rúðuna inn í rökkrið, þar sem gráðugir fiskar sinntu fram og aftur, dökkir á lit, og renndu sér gegn- um vatnið og eltu hvorn annan. Ég vissi, hvernig dýraverzlunin leit út í augum barnsins. Þarna flögruðu fuglar og ungir gamm- ar til og frá, dökkleitir í myrkr- inu. Það var lykt af hræjum og blóðvolgum húðum — og ljón- um. Villikettir, tígi'isdýr, jagú- arai* og leoparðar lágu fram á lappir sínai’. Naut bölvuðu og fílar rumdu. Apar glottu. Beggja megin stóðu spjót villimannaiina. Og fjærst blasti við hafdjúpið. Já, snáðinn sá þarna inn í uppland Afríku. Ég kom hins vegar aðeins auga á innilokaða fugla. í hrörlegum vatnsbúrunum voru gullfiskar, slæðufiskar og aðrar fisktegund- ir úr hitabeltishafinu. Sitt hvoru megin voru útsprungin blóm og í miðju þeirra var komið fyrir búri með páfagaukum í öllum i-egn- bogans litum. Fuglarnir skríktu og vippuðu sér á tilbúnum grein- um. Kjai'kleysislegur á svip kippti snáðinn í jakkaei’mi mína: „Vertu bara ekki hræddui*, komdu nú með mér inn!“ Ég varð við ósk hans. Hann gekk vai'færnislega um verzlunina og leit í kringum sig. Bak við búðarborðið stóð maður meðalskegg.Gætilega rétti drengurinn fram hnefann, sem var krepptur af eftirvæntingu. Hann rétti hægt úr hendinni. Nokkrir skildingar féllu úr hnefa hans niður í lófa mannsins. í geðshræringu yfir fegxxrð hins ískyggilega heims hvíslaði dreng- uriiih, svo að varla heyrðist: „Ég vil gjarna fá fallega græna kóngs páfagaukinn....“ ar eru eins og nú er komið næst- um eingöngu reknar af félögum, hlutafélögum og samvinnufélög- um. Þess vegna er það, að í öllum ] þessum félögum eru eigendur og forstöðumenn jafnt sem aðrir starfsmenn á launum hjá fyrir- tækinu. Þau laun eru greidd | hvort sem fyrii’tækið græðir eða tapar og það svo lengi sem unnt er að fá lánsfé til að halda félag- inu lifandi. Allir þessir menn eru því á launum og verða sam- kvæmt minni tillögu, að greiða sinn launaskatt á sama hátt sem þeir menn er vinna hjá rikinu eða stofnunum þess. Vai'ðandi bændastéttina, þá hefir hennar að staða verið öll önnur, því land- búnaðurinn er yfirleitt ekki rek- inn af félögum. En ef það næði fram að ganga, að miða afurða- verð sveitanna við það hvað raun verulegur framleiðslukostnaður afurðanna er á ríkisbúunum, þá er þar með fenginn grundvöllur fyrir því, að allir vinnufærir menn í bændastétt hafi svipaða greiðslu fyrir sína vinnu sem almennt gerist um verkamenn, Þá eiga þeir líka af þeim tekjum að greiða sinn launaskatt til bjargar krónunni. — Eftir eru þá tiltölulega fáir menn sem persónulega stunda t.d. verzlun eða iðnað, bifreiðaakstur eða annað, án þess að vera í félögum. Um vinnutekjur þessara manna er óvíst og örðugt að vera viss um þær. En til þess er ætlast, að þeir greiði líka sinn launaskatt og gert ráð fyrir, að þeir hafi árstekjur eins og Dagbrúnar- verkamenn, sem allt árið hefir vinnu. Ef hægt er að sanna annað á aðra hvora hlið, þá ber að sjálfsögðu að fara eftir því. Um öll slík atriði verður að ákveða nánar í reglugerð auk margs ann ars. Ég skal taka það fram, að vel mætti hugsa sér, að halda báta- gjaldeyriskerfinu og hafa launa- skattinn lægri. Geta menn gjarn- an hugsað um það, að um þetta mætti velja. En ég legg til, að fella niður bátagjaldeyrisaðferð- ina, af því að mér hefir alltaf fundist hún hið mesta neyðarúr- ræði. Ég hefi líka sterkan gx'un um, að vegna bátagjaldeyriskerf- isins sé flutt inn mjög mikið af vörum sem ekki er þörf fvrir. En þær séu fluttar inn til að fá álagið fyrir út.gei'ðina og tollana í ríkissjóðinn auk þess. sem j verzlanii-nar hafa sinn hagnað. Ég held því, að eí menn vilja í alvöi'u 'minnka innflutning ó- þarfrar vöru til meira jafnvægis og lækka eitthvað af vöruverði svo um muni, þá væri stói't spor í áttina, ef unnt væri að afnema bátagjaldeyrisaðferðina. Af þessu sem ég hefi nú sagt, er það augljóst, að tillaga mín um launskattinn þýðir ekki nema að sumu leyti hærra framlag þjóðarinnar til þessara mála. — Heldur kemur þetta þahnig út, að launaskatturinn kæmi að miklu levti í stað bátagjaldeyris- ins. Auk þess er mér náttúi'lega ljóst, að launaskatturinn mundi nokkuð draga úr hinum almenna tekjuskatti til ríkisins. Er það og mikið atriði, að hann væri frá- dráttarbær eins og ég legg til. Um 4. og 5. lið í 4. grein frum- frá þessari skyldu býst ég við, að yi'ði eitthvað svipað og er. En það geta verið reglugerðarákvæði. Ég hefi nú rætt öll meginatriði þessa frumvarp og ég hefi farið yfir þau hér til frekari skýringa en gert er í greinajgerðinni. Vil ég svo að lokum leggja áherzlu á það sem ég vék að i byrjun að grundvöllurinn fyrir þessu frumvarpi, er þetta þrennt: 1. Hallalaus framleiðsla. 2. Óbreytt gengi krónunnar. 3. Óbreytt og föst vísitaia. Ég vil mega vona, að allir hátt- virtir alþingismenn hvar í flokki eða stétt sem þeir standa, viður- kenni ótvíræða nauðsyn þjóðar- innar á þessu þxænnu. Það er aðal atriðið. Hiit er svo annað mál og meira vafasamt hvort ég hefi hér hitt á heppilegustu leiðina til að tryggja þennan grundvöll. — Um. það er eðlilegt að skoðanir geti verið skiptar. Um aðrar tillögur og ráðstafanir er þó ekki hægt að ræða fyr en þær liggja fyrir, og þá er sjálfsagt að hugsa það ræki- lega hvað heppilegast muni vera til fullnægjandi árangurs. iær ll jiiís. kináim slátrað hjá K. Þ. ÁRNESI, 18. okt.: — Slátrun hófst hjá K. Þ., Húsavík, þann 19. f.m. og lauk 10. þ.m. Alls var slátrað á vegum félagsins 21927 kindum, þarf af 20298 dilkum. Meðalþyngd 14,33 kg, og er slátr- unin nú 2754 kindum fleira en s.l. ár og meðalfallþungi 1,18 kg meiri en þá. Raunverulega er þó enn minni munur á vænleikanum, þar sem nýrmörinn er nú veginn með kjötinu en ekki s.l. haust, en nýr mörinn getur vegið um 1 kg úr meðal dilk. Þykir bændum út- koman ekki jafn góð á fjárrækt- inni í ár og hið góða sumar hefði átt að gefa tilefni til, og er þurr- viðrunum ásamt miklum vindum með tíðu moldroki kennt um. Þeg ar varla kom náttfall nxánuðinn út í sumar. Mesta meðalvigt á heimili var á Nýpá í Köldukinn hjá bræðrunum Friðbirni og Karli Jónatanssonum, í'úmlega 18,2 kg. — Fr. Mývetaisspr noía ■ U ¥M HUSAVIK, 28. okt.: — Veturinn heilsaði hér nyrði'a með exnmuna veðurblíðu, eftir eitt hið veðúr- sælasta sumar er menn muna eftir. Hefur sama veðurátta hald- izt það sem af er. Rjúpnaveiðar ei'u byi'jaðar hér fyrir nokkru en veiði hefur verið nokkuð treg. Er um kennt að jörð er alauð en rjúpan sækir ekki til byggða fyrr en föl er komin á jöi;ð. í Mývatnssveit skaut þó einn maður fyrir skemmstu 130 i'júp- ur með riffli á einum degi. Þar munu almennt vera notaðir riffl- ar við rjúpnaveiðar en ekki hagla byssur. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.