Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 3. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 29 ÁRIÐ 1954 voru byggðar fleiri íbúðir í löndum Evrópu en nokkru sinni fyrr, segir í skýrslu Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu (ECE), en skýrslan fyrir þetta ár er nýlega komin úí. Húsnæðismálin í Ev- i rópu, sem víðast hvar voru m.'ögj léleg' eftir síðustu styrjöld, e u nú að komast í sæmilegt ho i víðast hvar, þegar borið er sam- an við það sem áður var. Mest var byggt í Sovétríkjunum á ár- unum 1953—1954. Skýrsla ECE — „European Housing Develop- ment and Policies 1954“ áætlar, i að í löndum Evrópu hafi árið 1954 verið byggðar 3,3—3,4 ( milljónir íbúða og er það um; 15% fleiri íbúðir en nokkru sinni áður hafa verið fullgerðar á einu ári í Evrópu. Meira var byggt af íbúðurn í svo að segja öllum löndum, sem skýrslan nær til, en dæmi voru til áður. Þó virðist svo sem að jafnvægi sé að kom- ast á í Hollandi, Bretlandi, á Norðurlöndum og að nokkru leyti í Vestur-Þýzkalandi.' Fullgerðar íbúðir miðað við hverja 1000 íbúa voru sem hér segir í eftirtöldum löndum: Danmörku ................. 5,3 Finnlandi................. 7,4 Noregi ................... 10.4 Svíþjóð .................. 8,0. Stóra-Bretlandi ;......... 6,9 ; Sovétríkjunum .......... 5,9 j Italíu ................... 3,6 j Frakklandi ............... 3,8 Hollandi ................. 6,7 Vestur-Þýzkalandi......... 10,2 Austur-Þýzkalandi ........ 2,3 Tekið er fram í skýrslunni, að þess beri að gæta, að íbúðir séu frekar litlar í algengustu tegund íbúðarhúsa í Finnlandi, Svíþjóð, Vestur-Þýzkalandi. Austur-Ev- rópulöndum og Sovétríkjunum, en yfirleitt stærri í Belgíu, Hol- landi og Bretlandi. Húsaleiga hefir yfirleitt hækk- að í öllum löndum Evrópu síðan fyrir stríð, nema í Austur- Evrópulöndum og Sovét-Rúss- landi. Það stafar af því, að við- hald íbúða er fært sem taprekst- ur og greitt af opinberu fé. FÁTÆKRAHVERFI OG IÐNBYLTINGAR Mest er um fátækrahverfi í borgum Evrópu, þar sem iðn- byltingin skeði tiltölulega snemma (og þar með straumur- inn til borganna). í Bretlandi, þar sem iðnbyltingin hófst þegar á miðri 18. öld, eru fátækrahverf- in flest. Sama er að segja um Frakkland, þar sem íbúatala borganna hefir haldizt nærri ó- breytt síðustu 100 árin. Þá hindr- ar það útrýmingu fátækrahverfa í frönskum borgum, að húsin eru mjög sterkbyggð. Öðru máli er að gegna á Norðurlönduin, bæði vegna þess, að iðnbyltingin kom seinna og vegna þess, að byggt var að miklu leyti úr timbri, sem gengur fyr úr sér en steinn og nýbyggingar komu í staðinn. BAÐHERBERGI ENN TILTÖLULEGA FÁSÉÐ í svo að segja öllum löndum, sem skýrslan nær til er skortur á nútíma þægindum í íbúðum — einkum í sveitum, þar sem skort- ir vatnsleiðslur, baðherbergi og víða rafmagn. Yfirleitt má segja að baðherbergi séu sjaldséð, ut- an borganna, nema í Bretlandi. BEYNT AÐ BJARGA FÁSÉÐUM DÝRATEGUNÐUM Alþjóða Náttúrufriðunarsam- bandið hefir tekið að sér að reyna að bjarga ýmsum 'éðum dýrategundum, sem virðast vera að deyja út, segir í frétt frá Vísinda- og menningarstofj :un Sameinuðu þjóðanna (UNESCOb Meðal þeirra dýrategunda, semi fækkað hefir ískyggilega hin síð- j ari ár eru nashyrringurin*; á í Indlrudi Jav- og Sm »tra, ljón- < ið í löndum Suður-Asíu, stein- geitin og asnategund, sem á heima í Sýrlandi. Ótta er, að ekki verði hægt að bjarga sum- um þessara dýra hvaða i áðstaf- anir, sem gerðar verða. Náttúru- friðunarsambandið hefir nú ráð- ið amerískan vísindamann, Lee Merriam Talbot, til að kynna sér rnálið og á hann að gera tillögur um friðunarráðstafanir o. s. frv. Talbot er nú á leið til Afríku m Asíu og hyggst að ferðast um í r.ex mánuði. Það er ^yrst og fremst ofveiði, sem eyðir nashyrningum á Ind- landi, en horn þeirra eru afar verðmæt og eftirsótt Sýrlenzki asninn er smávaxið dýr, ótamið, sem hefir horfið inn í eyðimörk- ina og vita menn ekki fyrir víst hvort þessi dýrategund er út- dauð eða ekki. Þessi asnategund var. til fyrir 2400 árum áður en núverandi tímatal hófst. í Suður- Asíu týna ljónin tölunni eftir því '-sem stofn tígrisdýra eykst. ATOM-SÉRFRÆDINGUR RÁÐSNN SEM BANKA- STARFSMADUR Alþjóðabanki Sameinuðu þjóð- anna í Washington heíir stofnað til nýs embættis með því að ráða til sín sérfræðing í atomvísind- um. Bandaríkjamaður, Carbin Allardice að nafni, hlaut stöð- una. Ákvörðun bankastjórnarinnar, að ráða til sín atomsérfræðing, er skýrð með því, að framleiðsla rafmagns með atom-orku hljóti að aukast til muna á næstu ár- um, að það sé nauðsynlegt fyrir bankann að hafa mann í sinni þjónustu, sem getur fylgzt með öllum nýungum á þessu sviði og sé dómbær á þá hluti. 2000 WHO NÁMSSTYRKIR VEITTIR TIL EVRÓPUÞJÓÐA Alþ j óðaheilbr igðisstofnunin (WHO) hóf námstyrkjaveiting- ar í Evrópu skömmu eftir að síðustu heimsstyrjöld lauk. Ný- lega var tvö-þúsundasti styrkur- inn veittur. Það var grísk kona, læknir, sem ætlar að kynna sér krabbameinslækningar með at- omgeislum, er hlaUt styrkinn. Af þessum 2000 námsstyrkjum hafa 457 runnið til manna á Norðurlöndum. Finnar hafa hlot- ið 162 styrki, Svíar 96, Norð- menn 92, Danir 87 og 20 hafa verið veittir Islendingum. Til að byrja með voru náms- styrkir WHO veittir eingöngu til þeirra þjóða er harðast höfðu orðið úti í styrjöldinni, þ. e. Austurríki, Finnland, Tékkó- slóvakía, Grikkland, Ítalía, Pól- land og Júgóslavía. Þegar 'heil- brigðismálin réttu við í þessum löndum var farið að veita styrki til annara þjóða. Fyrst í stað var um helmingur styrkjanna notað- ir til náms í löndum utan Ev- rópu, en nú eru námsskilyrði fyr- ir lækna orðin það góð í Evrópu- löndum, að minna en 10% af styrkjunum eru notaðir til náms utan Evrópu. Baráttan gegn smit.sjúkdómum er efst á baugi hjá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni. Skortir enn nokkuð á, jafnvel í Evrópulönd- um, að smitsjúkdómum sé hald- ið í skefjum sem skyldi, þrátt fyrir góðan árangur í baráttunni gegn berklaveikinni, taugaveiki, sýfilis og öðrum næmum smit- sjúkdómum. ÚTFLUTNINGSVERZLUNIN í HEIMINUM EYKST STÖÐUGT í hagskýrslum Samelnuðu þjóðanna fyrir ágústmánuð skýrt frá útflutnings "ii" aia heimsins á fvrsla fjó’ " "."i þessa árs. Samkvæmi: þessum urmlýs- ingum eykst útfli tningsverzlun- m í heiminum jafnt og þétt. Ef t. 'knað t með nfi ú’tflutn- 'mgsx rzlunin eröi ái mikil þu' j,ti eftir er af íwuu tuns og Jtu' var fyrs >i þrjá ai tttTna FimmtugsaUi Páls í Forna'iiiammi Þ. 3. f. m. hélt Páll Sigurðsson, Fornahvammi, upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Fjölmennt var í Fornahvammi þann dag. Afmælishófið sýndi, að Páll er vinmargur og á góða og trygga virti. Margir sóttu langa vegu, tii þess að gleðjast með Páli á þessum merku tímamótum í ævi hans. Húsakynni eru mikil og rúmgóð í Fornahvammi, en þar var samt hvert rúm skipað. Öll- um var tekið með ástúð og hlýju af Páli og systkinum hans, sem öll voru honum til aðstoðar við móttöku gestanna. Veitingar allar og framkoma systkinanna voru með stórhöfðingjabrag. Móttak- an og aðbúð öll við afmælisgest- ina var með þeim ágætum, að enginn gat fundið til þess að hann væri gestur, miklu fremur að hann væri heimilismaður á góðu fyrirmyndarheimili. Engan sem þekkir Pál undrar á vinsæld hans. Hann er svo hjálpsamur og greiðvikinn og vill allra vanda leysa. Páll hefur lagt gjörfa hönd á margt. Ungur að árum veitti hann búi foreldra sinna forstöðu, það var um það leyti, sem faðir hans var að flytjast úl Reykja- víkur og taka við búnaðarmála- stjórastöðunni. Um skeið veitti hann forstöðu bílferðunum milli Borgarness og Akureyrar og var oft bílstjóri sjálfur á þeirri leið. Nú er hann hótelstjóri í Forna- hvammi og hefur jafnframt þar búrekstur. Þó Páll hafi haft þessi marg- þættu og umsvifamiklu störf með höndum, hefur hann samt alltaf gefið ser tíma til að temja og þjálfa hesta. Hann hefur yndi af þeirri fögru íþrótt að sitja vel hest og láta hann fara á kostum, enda hefur hann átt og á marga fjörharða gæðinga. Vonandi taka ungir menn Pál sér til fyrir- myndar í þessu efni og læra að meta þann unað og hollustu, sem því fylgir að umgangast hesta og skemmta sér á baki þeirra þegar tækifæri gefast. Með því móti yrði komið í veg fyrir að góðhestar hverfi og deyi út á íslandi. Störf þau, sem Páll hefur stundað, eru þess eðlis, að þau hafa að sjálfsögðu komið honum í kynni við fjölda fólks úr öllum stéttum og atvinnugreinum. Framkoma hans við fólk er líka með þeim hætti, að hann laðar að sér með Ijúfmennsku og prúð- mannlegri snyrtimennsku. Ekki munu nærri allir vinir og vel- unnarar Páls hafa haft ástæður til að heimsækja hann og taka í hönd hans á afmælisdaginn, en orðið að láta sér nægja að senda heillaskeyti, enda barst fjöldi þeirra úr öllum áttum. Vonandi á Páll eftir að dvelja lengi í Fornahvammi, því munu allir fagna sem þann stað gista og þurfa að fá greiða og margvís- lega hjálp og aðstoð í sambandi við ferðir sínar. Það myndi líka gleðja sveit- unga hans Norðdælinga, að þeir mættu njóta hans sem lengst í sveitinni, því öllum þykir vænt um Pál. Ég óska að lukka og gengi fylgi Páli og öllum hans störfum í fram tíðinni. Þakka hjartanlega hon- um og systkinum hans fyrir síð- ast og allt gott frá liðnum árum. Megi þau njóta góðrar heilsu og langra lífdaga. Guðlaugur Jóhannesson. Vinsæfi farartæki 1 ,-"sp,.,; Vespu-hjólin, sem svo gífurlegri útbreiðslu hafa náð suður í Ev- rópu, eru eimiig orðin vinsæl hér á iandi, Tugum saman eru þan í umferð hér og ailir eigendur ljúka upp einum munni um ágæti þeirra. Myndirt hér að ofan er tekin nýlega og sýnir Vespu-hjól sem komu í einni sendingu. Orð í tíma tölub ætti umsetningin að komast upp í 80 milljarð dollara, en það er | aukning sem nemur 8% frá r- inu áður. En þar sem verðlag hefir lækkað að jafnaði um 2% ætti magn útflutningsverzlunar- icnar i heiminum að aukast um 10%. (Frá S. Þ.) Kriytján iSuftl&ugsson Iiji'Sí.i éttarG" 5ur. •rífsto' tÍT 'i k1 '— .2 0}> -o. ..I.aatu; i, 'ti ) ai 340 MÉR þóttu það vera góðar frétt- ir, er sagt var frá því í Morgun- blaðinu nýlega, að innan skamms ætti að taka upp þá nýbreyttni að brauðgerðarhús sendu öll brauð í umbúðum í útsölur sínar. Þetta hefir verið nokkuð rætt í blöðum undanfarna daga, og eiga þeir, sem það hafa gert þakkir skilið fyrir að vekja athygli á þessu máli. Ég hefi verið að vonast eftir, að húsmæður hér í Reykjavík legðu þessu málefni lið með því að láta þess getið í blöðum bæj- arins, að þær væru málinu hlynt- ar. Ég held mér sé óhætt að segja, að flestar húsmæður hér í Rvík og eflaust víða annars staðar, séu óánægðar með það að brauðin sem þær kaupa daglega eru ekki í umbúðum. Ég hefi oft furða'ð mig á því, hvað við hér á íslandi erum á eftir tímanum í þessu efni. Það er mikið talað hér um vörUvöndun og vörugæði og er það vissulega lofsvert. Óhætt er að segja að miklar framfarir hafa orðið hér í allri framleiðslu, en betur má, ef duga skal. Mér hefir oft orðið hugsað til þess, hvernig það væri með brauð gerðarmeistara okkar. Eru þeir máske eina stéttin hér, sem fer sjalaan til annara landa til þess að kynna sér framfarir þær, sem verða á dreifingu vöru þeirra til kaupendanna. — Hafa þeir ekki fylgzt með því, að erlendis þykir óhæfa að brauð komi í búðirnar nema í loftþéttum umbúðum. — Fyrir nokkru átti ég þess kost að dvelja í Bandaríkjunum. Allir sem þangað koma vita að Banda- ríkjamenn standa þjóða fremst í framleiðslu matvæla, og sölu- og dreifingarfyrirkomulagi á þeim. Þar er margt hægt að læra fyrir þann sem hefir augun opin og „glöggt er gests augað“. Ég varð mjög hrifin af að sjá hið einstaka hreinlæti, sem gætt var í allri afgreiðslu matvæla. Brauð- in eru seld í vaxbornum pappírs- umbúðum og skorin í sneiðar í pökkunum. Á þennan hátt gevm- ast brauðin mun betur. Kökur er stranglega bannað að snerta með borum höndum, eru alltaf not- aðar tengur við afgreiðsluna. | Afgreiðslustúlkur í flestum 1 búðum hér eru snyrtilegar og fara hreinlega með brauðin nema að þessu leyti, að við afgreiðsluna taka þær alltaf á brauðum og kökum með berum höndum. Við verðum að gera okkur ljóst ! að ekki er hægt að ábyrgjast að allir séu svo samvizkusamir að þvo sér um hendur, þegar þess | er börf. Ég minmst þess t.d. að I eitt sinn er slæmur kveffaraldur gekk hér í Reykjavík, að ég kom j í brauðbúð þar sem stúlkan var mjög kvefuð. Eins og !'ur að ! skilja þurfti hún oft að no. vasa jkk iinn, og að hun '•'efði aó '5ðu til aó bvo sér um hendur þess á milli, var náttúrlega útilokað. Ef brauðin hefðu verið í umbúðum, hefði þetta ekki verið eins óvið- feldið. í sambandi við þetta mál, er rétt að minnast á framkomu kaupendanna í búðunum. Eitt sinn er ég var stödd í brauðbúð stóð kona við hlið mína, sem vildi kaupa sundurskorið rúg- brauð. Hún vildi fullvissa sig um að brauðið væri ekki gamalt. — Hún vildi fá að skoða brauðið og rak fingurna inn í sárið á brauð- inu. „Nei, það er of hart“, sagði hún við stúlkuna, sem átti ekki um annað að velja en að láta brauðið aftur í skápinn. Mér varð á að segja, að mig hefði ekki langað til að kaupa þetta brauð. Ég býst við að konan, sem var húsmóðir úr nágrenni við mig, hefði ekki kært sig um það held- ur, ef hún hefði séð einhvem annan fara svona að. En því mið- ur er algengt að sjá eitthvað líkt þessu hér í sumum búðum. T.d. hefi ég oft veitt því athygli, að í sumum kjötbúðum, þar sem kjöt, slátur og önnur skyld mat- væli liggja farmmi, að fólk er ekki ánægt með viðskiptin nema það fái að skoða matinn, þukla og' þreyfa á honum áður en hægt er að ákveða hvað skuli kaúpa.. Ég hefi rætt um þetta við einn kjötkaupmann hér í höfuðstaðn- um. Hann heldur því fram að þegar hann hefir á hógværan fiátt átalið það að viðskiptaíólk hagi sér likt þessu sem að ofan greinir, taki það því undartekningarlaust illa, og hann geti þess vegna átt á hættu að verða af viðskiptum. Það verður því að koma alménn- ingi í skilning um þetta á annan hátt, og finnst mér að það sé hlut- verk heilbrigðiseftirlitsins að benda almenningi á þetta. Við íslendingar erum búnir að liggja of lengi undir því ámæli, að hér sé skrælingj aháttur á mörgum sviðum. Hætt er við að útlendingum sem koma hér inn í verzlanir og verða sjónarvottar að atburðum eins cg þeim er ég hefi hér lýst, rauni ekki finnast mikið til um þrifnaðinn. Hvað finnst vkkur t.d. um það, þegar bílstjóri sem ekur brauðum og kökum í brauðbúðir, hefir bað fyrir fastan vana að stafla vör- unum upp í skápana til þæsinda fyrir afgreiðslustúlkurnar. Þetta hefi ég oft séð og var unv-nddur bílstjóri þó allt annað en hreinn á höndunum. Það er ekki úr vegi að ég minn ist hér lítillega á eitt enn sem ég hefi veitt athvgli hér : nokkrum búðum, en það er afgreiðsla. á sælgæti tii barnanna. Þau kotna |inn og biðm urn rúkkulnði eða brjóstsykursmola. í flestum til- fcllum he1^ ég að þ" * fni þetta um mðalaust. -g svonc. mæiti lengi telja. Frh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.