Morgunblaðið - 03.11.1955, Side 7
f Fimmtudagur 3. nóv. 1955
MORGVNBLAÐIÐ
23
Madame Kollontay
Gíæsileg húsgagnaverzlun
Frh. af bls. 22
BÚSSNESKUR — KYRRSETT-
UR — MIKILVÆGUR
NKVD-ERINDREKII
Misja var rússneskur sjóliðs-
foringi með kapteinstign. í
Kronstadt hafði hann verið gerð-
ur að ieynilegum NKVD-erind-
reka. Hann hafði komizt til Sví-
þjóðar með rússneskum togara-
flota, sem var kyrrsettur í Sví-
þjóð snemma í stríðinu, og hafði
þegar gefið sig fiam við flota-
fulltrúann í sendiráðinu.
Hann var hár, herðabreiður og
einarður maður, kunni sig vel og
hafði sterk áhrif á mig við fyrsta
samfund okkar í sendiráðinu. Að
skýrslur hans væru áreiðanlegar,
var hafið upp yfir allan vafa.
Hann starfaði einvörðungu af
hugsjónalegum ástæðum og tók
aðeins víð peningum til beinna
útgjalda í starfinu. Hann gaf
Moskvu nákvæma vitneskju um
alla kyrrsetta Sovétborgara, sem
brátt var skipt í tvo hópa, vin-
veittan Sovét og óvinveittan. Að
©kkar kröfum hafði Misja
tengzt hinum óvinveitta.
Við hittumst á mismunandi
stöðum í borginni, m. a. í hlið-
argötu við Kóngsgötu og hjá
almenningssalerni við Hurnla-
garðsgötu, á sumrin utan við
borgina. Þá hjólaði ég oftast
á fundarstaðina með veiði-
stöng og fiskiáhöld á böggla-
beranum. Annars notuðum við
blikkdós fyrir póstkassa og
geymdum hana i kiettaskoru
úti í skógi.
Misja giftist að lokum sænskri
stúlku að fengnu ieyfi frá
Moskvu. Eftir brottför mína frá
Svíþjóð virðist sambandið eitt-
hvað hafa rofnað milli rússnesku
leynilögreglunnar og Misja.
Hvort þetta byggðist á hreinum
mistökum í framkvæmd eða átti
sér dýpri orsakir, fékk ég aldrei
að vita.
Það var ekki alltaf auðvelt að
halda vinnusemi og hollustu
erindrekanna óspilltri af persónu
legum viðhorfum. Hið þráláta
mannlega eðli leiddi til margra
mistaka, og einkum var þetta
erfitt viðfangs, þegar um sam-
band við útlendinga var að ræða.
Stúlkur, sem leynilögreglan
þjálfaði sem erindreka meðal út-
lendra sjómanna og liðsforingja,
freistuðust oft til að fylgja til-
finningum sínum fremur en
skyldunum. Ef stúlka var t. d.
boðin á góðkvöldi til ríkulegs
gleðskapar með myndarlegum
útlendingi — skulum við segja —,
átti hún býsna erfitt með það
daginn eftir að gefa skýrslu, sem
gæti á einhvern hátt orðið herr-
anum til bölvunar, frammi fyrir
háðskum og klúrorðum leynilög-
regiumanni í köldu og ónotalegu
skrifstofuherbergi.
NÆLONSOKKAR DRÓGU
ÚR ÁRESÐANLEIK
ERINDREKANNA
Stúlkurnar misstu m.jög
fljótt áhugann á hlutverki
sínu. Mátti gera ráð fyrir, að
áreiðanleiki hennar minnkaði
um 50%, eftir að hún hafði í
fyrsta skipti fengið par af
nælonsokkum frá hinum út-
lenda vini sínum, og siðferðis-
legur stvrkur hennar færi
hraðminnkandi úr því.
Slík mistök komu einu sinni
fyrir í Svíþjóð. Það var við eftir-
litið með Pjotr Zavarukhin, sem
var hernaðarlegur upplýsinga-
stjóri við sendiráðið, siðaður vel,
hafði glæsilega framkomu, ógift-
ur og umsetinn af konum. Talið
var bráðnauðsynlegt að hafa eft-
irlit með slíkum fjörkálfi, og
Lenu var trúað fyrir því hlut-
verki, unga einkaritaranum, sem
send var frá Moskvu til madame
Kollontays. Hún var aðlaðandi og
vel gefin, dökkhærð, með klass-
ískt andlitsfall, laglega vaxin og
hafði góða reynslu í slíku eftir-
litshlutverki. í fyrstu gætti hún
sín ágætlega og lét í té mikið
efni.um venjur og vini Zavaruk-
hins, En smám saman«jfúi' andirin
að breytast í skýrsíum hehr.ar.
Þær voru yfirfullar af smáatrið-
um eins og áður, en upplýsing-
arnar snertu Zavarukhin miklu
minna persónulega. Hinar síðari
skýrsiur enduðu á þessari föstu
setningu:
„Um samtöl og framkomu
Zavarukhins er ekkert markvert
að segja“.
Pjotr og Lena giftu sig stuttu
eftir brottför mína frá Svíþjóð.
Og svo höfum við Semetjenko-
málið. Semefjenko var kyndari á
rússneska kæliskipinu , Denis
Davidov" og strauk af því, meðan
það lá í viðgerð í Gautaborg. —
Moskva gaf okkur skipun um að
krefjast afhendingar á Semetjen-
ko sem strokumanni og þjófi. Við
áttum að gefa upp, að hann hefði
stolið 2000,00 kr., er hann strauk
af skipinu. Sænska iögreglan
handtók Semetjenko, en þegar ég
fékk að tala við hann í einrúmi,
skýrði hann svo frá, að hann
hefði lent í rifrildi við stjórn-
máiafulltrúann á „Davidov'í, sem
neitaði honum um leyfi, og var
ákveðinn að snúa aldrei aftur,
úr því að hann hafði verið sak-
aður um að vera þjófur.
SÆNSKA LÖGREGLAN
NEITAÐI AÐ AFHENDA
STROKUSJÓMANN
Sviar vísuðu frá kröfu um af-
hendingu. En 1950, þegar ég vann
í flotadeild rússnesku levnilög- j
reglunnar sem eftirlitsmaður með j
sjómönnum, las ég erindreka- j
skýrslu um smáatvik í Lundúna-
höfn, þar sem Sovétskip eitt lá •
við hliðina á sænsku skipi.
Sænskur sjómaður (sem eft!
ir lýsingunni gat veríð Semet- j
jenko) hafði hrópað til Rúss-
anna:
„Jæja, piltar, hvernig geng-
ur ykkur við pólítrukkinn?
(Pólitrukk kalla Svíar sérstak
an pólitískan sendimann, sem
fylgdi hverju rússnesku skipi
og gegndi því eina hlutverki
að fylgjast með orðum og
gerðum skipsmanna, að þeir
töluðu ekki af sér í erlendum
liöfnum o. s. frv.) Eruð þið
enn þá að læra að vera góðu
börnin, áður en þið fáið að
fara um borð? Og hvernig
gengur ykkur með útlenda
valútu?“
Rússnesku sjómennirnir
höfðu gætt þess að gefa verð-
ugt hljóð, en líklega hafa þeir
undrazt, hvernig sænskur
stéttarbróðir fór að þekkja
þeirra viðkvæmu bletti.
SVÍARNIR í SENDIRÁÐINU
LÁTNIR FARA A» SKIPUN
FRÁ MOSKVU
Fjögurra ára vist okkar í Sví-
þjóð lauk haustið 1947. þegar við
vorum kölluð aftur til Moskvu.
Reynsla min á sænskri grund
skildi eftir sterk áhrif af þeirri
velmegun og því sanna demó-
kratiska andrúmslofti, sem ein-
kenndi þetta litla kapítalistaland.
Aðstæðurnar þar höfðu á hundr-
að mismunandi vegu afhjúpað
falsið og tómleikann í Sovét-
áróðrinum og. heimskuna og ó-
mannúðina í því kerfi, sem ég
þjónaði. Ég hugsaði mikið um
þessa hluti.
En á hinn bóginn hafði sama
kerfi opnað mér framavænlega
braut, og ég hafði engin persónu-
leg áhyggjuefni, sem gætu þving-
að mig til að snúast gegn eða
bregðast kerfinu.
Allan þann t’nia, 21 ár. sem
ég var í þjónustu rússnesku
örygg-islögreglunnar, hefi ég
aldrei veitzt að beinum er-
lendum njósnum í Ráðstjórn-
arríkjunum á friðartímum.
Þúsundir hafa verið ásakaðar
um njósnir — án þess aS nokk
urt spor væri til sönnunar —
og teknar af lífi, en ég hefi
aldrei heyrt um nokkurt rúss-
neskt mál samsvarandi Fuchs
í Englandi, Greenglass. í
Bandaríkjunum og Andersson
og Enbom í Svíþjóð. Samt sem
áður mora Ráðstjórnarríkin,
að sögn yfirvaldanna, af er-
lendum njósnurum og
skemmdarverkamönnum.
Hver er skýringin á þessari
mótsögn? |
Svarið er einfalt: Hin óhemju-
lega skipulagning rússnesku
leynilögreglunnar beinist ekki
fyrst og fremst að því að kveða
niður erlenda njósnastarfsemi,
heldur að halda sínum eigin
mannfjölda í skefjum. Markmið
hennar er að kæfa sérhvern þann
samúðar- og vinarvott, sem
kvikna kann í garð framandi
þjóða, og hverja andstöðu gegn
éigin stjórnskipulagi. Og þegar ég
sneri aftur til Moskvu, fór ég til
að skipa stöðu í þessu innhverfa J
eftirlitskerfi. Og ég varð þess |
þegar var, að eftirlitið hafði verið
styrkt og aukið svo, að með ó-
líkindum var. Þegar verið var að
setja mig inn í hlutverk mitt í
Svíþjóð, fékk ég bunka af óröð-
uðum skýrslum, nafnaskrám og
bréfaviðskiptum varðandi starfs-
lið sendiráðsins í Svíþjóð, en þeg-
ar ég fékk svipað viðfangsefni
nokkrum árum seinna í ÁstraHu,
fékk ég safn af skipulega röðuð-
um málsskjölum um alla með-
limi Canberra-sendiráðsins.
....•■...
Orsök þessarar gagngeru end-
urskipulagningar á eftirlitskerf-
inu var sú hneigð til að átta sig
á Vesturlöndum. sem Sovétyfir-
völdin koroust að raun um meðal
þeirra þriggja milljóna Sovét-
borgara, sem lifðu sem flótta-
menn eða stríðsfangar í Evrópu
á stríðsárunum og hin tíðu, af-
drifaríku og umtöluðu brotthlaup
háttsettra manna, s.s. Kravt-
jenkos, Gouzenkos, Tokajevs o.fl.
Strangara eftirlit var svar
Moskvu, og í því var fólgið það
verkefni, sem ég var nú ráðinn
til áð leysa af hendi, unz mér var
sjálfum — eftir fall Berijas —
hótað að verða fórnardýr þess
kerfis, sem ég hafði þjónað svo
lengi.
Vladimir Petrov.
.......................................... ■ -
TiSlc',
v* 1
■ - .
Fyrir noklcru opnaði Húsgagnaverzlun Krisíjáns Siggeirssonar i
nýju og síórglæsilegu húsnæði, sem forráöamenn verslunarinnar,
Kristján Siggeirsson og sonur hans Kjalti Geir, hafa láíið retsa.
Allt er í verzlun þessari með miklum glæsibrag. Húsgagnaverzlunin
er á tveimur hæðum, götuhæð og í kjallara og er þar mikið úrval
hinna nýrri og létíari gerða Imsgagna en liinum eldri gerðum og
þyngri er þó ekki gleymí. Verzlunarliúsið er utan sem innan til
bæjarprýði og ölluin sem að hafa unnið til sóma. — Ljósm. Mbl.
Ói. K. Magnússon tók þessar myndir í verzlunarsalnum á götuhæð.
I,ál
Tímarilið
Akranes
7.-9. HEFTI þessa árar.gs er ný-
lega komið út Á forsíðu blað=ins
er mynd af Útskálakirkju og 8
síðustu prestum þar. Fyrsta grein
þessa heftis er líka helguð Út-
skálum og fylgir henni prestatal
í Útskáium frá fornöld tii þessa
dags. Þá kemur grein eftir Ragn-
ar Jóhannesson, skólnstjóra:
Listaverk og skólar; Brosandi
skáld, eftir dr. Olaf Lagerkrantz,
í þýðingu Ólafs Gunnarssonar;
Um útgáfu ljóðmæla Einars Bene
diktssonar, eftir Snæbjörn Jóns-
son; Hugleiðingar um uppeldis-
mál. eftir Ólaf Gunnarsson. sál-
fræðing; Versalasáttmálinn og af-
drif hans, eftir William Bullitt.
þýdd af Ragnari Jóhannessyni.
Er þar rakin þátttaka eftirfar-
andi stórmenna, sem þar koma
mest við . sögu: Clemenceau,
Lovd George og Wilsons Banda-
ríkjaforseta. Þá koma Minningar
Friðriks Bjarnasonar; Réttartil-
kallio til Grænlands, eftir dr. Jón
Dúason, og Kversu Akranes bvgg
ist, eftir ritstjórann en hér er
skrifað um Árnabæ og Melbæ.
Þá eru þessi kvæði i heftinu: Við
lát Magnúsar Ásgeirssonar og
Lofsöngur litlu hjónanna, bæði
eftir Arngrím Fr. Bjarnason, og
Vormoreunn, eftir frú Siffríði
Björnsdóttur. Á annari síðu er
eins og vant er ýmislegt til fróð-
leiks og skemmtunar í ljóðum og
, lausu máli. Margar ágætar invnd-
ir eru í heftinu, sem eins og vant
er, er prentað á bezta mynda-
pappír.
Fjórtánda alþjóðaþing- hans
haldið í Kaupmannahöfn síðastl.
suniar.
Hvað er Blái krossinn? Það er
kristilegt bindindis- og hjálpar-
félag. Stofnandinn var prestur í
Genf, Rochat að nafni, Cg félagið
var sett á laggir 1877. Nú er það
útbreitt víða um lönd og telur
um 130 þúsund félagsmanna. —
Helmingur þeirra er í Afríku,
í nýlendum Frakka 55 þúsundir
og í nýlendum Portúgala 10 þús.
Á þinginu í Höfn í sumar voru
mættir fulltrúar frá 9 Evrópu-
þjóðum- Sviss, Vestur-Þýzka-
landi, Austurríki, Belgíu, Hol-
landi, Frakklandi, Noregi, Sví-
þjóð og Danmörku. Fjölmennast-
ur er félagsskapurinn i móður-
landinu (Sviss) — 22000 — þar
næst kemur Noregur með 16300
og þá Danmrök með 12800. Er
Blái krossinn mjög athafnamikill
i báðum þessum nágrannalöndum
vorum. Leggur hann einkum fyr-
ir sig björgu narstarf meðal
drykkjamanna, on jafnframt er
starfað meðal æskulýðsins til þess
að forða honum frá böli drvkkju-
skaparins. — Á þessu þingi var
vakið máls á brýnni þörf alþjóð-
legra samtaka gegn átengisböl-
inu. Bláa krossinum er ljóst, að
hann fær eigi einn komið til veg-
ar róttækum og almennum ráð-
stöfunum Fyrir því hefur hann
leitað samvinnu við kristileg
bindindsfélög meðal engilsax-
neskra bjóða. og miðar starfsemin
að því, að sameina kraftana,
stofna aihjcöaráð kristinna bind-
indissamtaka.
STÆRSTA MNDLNDIS-
FÉLAGIB í DANMÓKKU
Bláa kross hreyfingin telur, að
einungis með kristilegri starf-
semi verði drykkjumönnunum
komið á kjöl. Þá er f3rrst hjálpar
að vænta, er þeir komast í sam-
félag við Guð. Blái krossinn er
stærsta bindindisfélag í Dan-
mörku og hið eina þar i landi,
sem rekur drj'k.kjumannaheim-
ili. Þau eru tvö og hið þniðja
i uppsiglingu. í Grænlandi hefur
Blái krossinn stofnað 10 félög
til þess að ráða bót á því böli,
er ríkið hefur bakað Grænlend-
ingum með innflutningi og söla
áfengra drykkja. í Noregi rekur
íélagsskapurinn einnig víðtæka
starfsemi þ á. m. drykkjumanna
heimili.
TORTÍMING AFRÍKÖNSKU
ÞJÓÐARINNAR
Ungur prestur frá Kaineroun t
Mið-Afríku flutti eftirtektarvert
erindi á Hafnar-þinginu um áfeng
isflóðið i Afriku. Hann lýstl
átakanlega gróðabralli franskra
áfengiskaupmanna í Afríku og
hvernig þeir væri á góðum vegi
að tortíma afríkönskum bjóðum
með áfengissölunni. Hún hefur
farið jafnt og þétt vaxandi und-
anfarin ár, eins og eftirfarandi
skrá um innflutnings áfengis-
drykkia til Afríkulanda Frakka
sýnir:
Árið 1938 voru innfluttir 21,000
hektólítrar, 1948 innfl. 31,000 hl.,
1950 nam innfl. 69.000 hl„ 1952
alls 110.000 hl. og 1953: 133.700
hl.
VÍNSALARNIR LEIKA
LAUSUM HALA
I Drvkkjuskapurinn eyðileggur
fólkið með öllu móti. Fulltrúa-
samkoma allra beirra Afríku-
landa, sem lúta Frakklandi, hefir
sent frönsku ríkisstjórninni á-
skorun um að stöðva áféngisút-
flutninginn frá Frakklandi til
landa sinna, en þeir fá ekki
áheyrn. Vínsalarnir í Marseille
fá að leika lausum hala meðal
innfæddra, því að áfengisverzl-
unin er frjáls, og sölumenn vin-
firrnanna ferðast úr einum baa
í annan og ginna ibúana til
j drvkkjvv Lélegustu víntegundim-
ar eru sendar til Afríku, en fólkiS
þar kauph’ bær hærra verði en
Frh. á 30