Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 8
24 MORGV1SBLAOI& Fimrntudagur 3. nóv. 1955 „Ár\n, sem ég dvaldi á Mööruvöllum, MENNTASKÓLINN A Akureyri var settur með sérstaklega hátíð- legri athöfn laugardaginn 15. okt. Tilefnið var það, að 75 ár eru liðin frá því að Möðruvalla- skóli var stofnaður og settur í fyrsta sinn. En sem kunnugt er er Möðruvallaskóli, Gagnfræða- skólinn á Akureyri og Mennta- skólinn á Akureyri einn og sami skólinn, þótt hann hafi tvisvar skipt um nafn og nú síðastliðna hálfa öld verið til heimilis hér á Akureyri. Athöfnin hófst með því að séra Sigurður Stefánsson prófastur messaði í Möðruvallakirkju. Lagði hann í ræðu sinni út af hin- um trausta grundvelli, sem ávallt þarf að vera lagður undir allt andlegt og veraldlegt líf mann- anna. Vitnaði hann í hinn vitra húsameistara, er reisti hús sitt á bjargi. í niðurlagi ræðu sinn- ar ávarpaði hann æskufólkið, er fjölmennt hafði til kirkju hans, á þessa leið: „Það er Hann, sem má ekki vanta inn í líf þitt og framtíðarvonir, æskumaður. Það er Hann, trú Hans og fagnaðar- boðskapur, sem þú verður að byggja á, ef þú ætlar að taka þátt í því viðreisnar- og friðar- starfi framtíðarinnar, sem nú stendur yfir, og hjálpa til að byggja upp fagran heim og góð- an, ef þig langar til að verða þér og þjóð þinni til nytja og blessunar. Ef til vill átt þú ekki gull né silfur, dýra steina til að byggja á. Ef til vill má aðeins líkja verkum þínum við tré, hálm eða hey. En ef þú byggir á Hon- um, sem er trú, von og kærleik- ur allra tíma, þá fullkomnast kraftar Hans í veikleika þínum, og þú átt frið Hans í hjarta og lofsöngvar þínir stiga til himins. Amen“. SETNINGARRÆÐA ÞÓRARINS B.TÖRNSSONAR SKÓLA- MEISTARA Að lokinni messu tók Þórarinn Björnsson skólameistari til máls og ávarpaði menntamálaráðherra, Bjarna Benediktsson, gamla Möðruvellinga, er þarna voru staddir, aðra gesti og kennara og nemendur, ,en kirkjan var þétt setin svo sem frekast mátti verða, og má ætla að þarna á Möðru- völlum hafi verið staddir mikið á 4. hundrað manns. Skólameistari hóf mál sitt með því að ræða nokkuð um staðinn Möðruvelli, hin magnþrúngnu örlög hans og tengsl hans við sögu iandsins og stærstu atburði hennar Þá rakti hann aðdragandann að stofnun Möðruvallaskóla og gat þar mannsins, er löngum hefir verið nefndur faðir skólans, séra Arn- Ijóts Ólafssonar að Bægisá. Þá ræddi hann hlut hvers og eins hinna þriggja skólameistara, fyrirrennara sinna, við skólann og sagði hann m. a.: voru háfíð œvi minnm 75 ár frá því að Möðruvallaskálá var settur í fyrsta sinn Menntaskólinn á Akureyri minnist þess með hátiðlegri athöfn HINIR ÞRIR GOMLU SKÓLAMEISTARAR „Möðruvallaskóli — Hjaltalín. Gagnfræðaskólinn á Akureyri — Stefán skólameistari. Menntaskólinn á Akureyri — Sigurður skólameistari. Þetta, tvennt og tvennt, verður ekki skilið að. Hjaltalín setti fyrstur svip á skólann. Hann var persónumikill, „þéttur á velli og þéttur í lund“. ur til þarflegra dáða. Stórhug hans og glæsibrag má nokkuð ráða af skólahúsinu gamla á Brekkunni á Akureyri, en það er mest hans verk. Stefán skap- aði hið skemmtilega og þroska- samlega skólaheimili heimavist- anna gömlu á Akureyri Stefán lézt í ársbyrjun 1921, og eftir hann kom Sigurður skólameistari Guðmundsson. Kom í hans hlut að berjast fyrir aga og fjörga. En það er mikill vandi. Sá agi, sem lamar, líkt og iögregluagi harðstjórans, heit- ir kúgun og er bróðir dauðans og verri en stjórnleysi. En stjórn- leysið er menningarsnautt, því að öll menning er agi að nokkru leyti. Það er ekki til agalaus menning. Sá agi, sem temur, — án þess þó að oftemja — lifandi frumkraft, er hinn sanni menn- ingaragi. Slíkur var agi Sigurðar Guðmundssonar. UR FYRSTU SKOLASETNING- ARRÆDU JÓNS A. HJALTALÍN Og enn segir Þórarinn Björns- son: Að endingu ætla ég að lesa úr ræðu Hjaltalíns, er hann flutti Jón A. Hjaltalín Hann var íslenzkur í eðli, en hafði, líkt og margir mætir synir íslands fyrr og síðar, skírt gull sitt í erlendum menningar- straumum. Hann hafði lengi dvalizt í Skotlandi og numið af engilsaxneskri hugsun og hátt- um, þar* sem persónnfrelsi og einstaklingsþroski voru mikils metin. Mér skilst, að hann hafi verið írjálslyndur íhaldsmaður, eins og þeir gerast beztir. Hann vildi nemendur sjálfstæða, og Möðruvellingar urðu snemma frjálsmannlegir og framtaks- samir. Eftir Hjaltalín kom Stefán skólameistari, 1908. Hann hafði þá lengi verið meginstoð skólans. Hann var glæsimenni mikið og afburða-kennari og stjórnandi, áhugasamur um almenn mál og bjartsýnn framfaramaður. Með verkum sínum ekki síður en með orðum hvatti hann nemend- Stefán Stefánsson fullkomnum menntasköla á Norð urlandi. Til slíks varð áreiðan- lega enginn heppilegri fundinn. Hann var annálaður málafylgju- maður, svo að fár fékk staðizt atlögur hans, sem voru í senn gei jiugsaðar og innblásnar af geðheitu andríki. Sigurður Guðmundsson ól síð- an upp Menntaskólann og byggði að sjálfsögðu á því starfi, sem unnið hafði verið fyrir. Sigurður átti gnægð þeirrar siðlegu alvöru, sem til þess þarf að skapa stofn- un þann þunga, sem heldur henni í jafnvægi í hvaða ölduróti sem er. Þá skorti hann heldur ekki það líf og andans fjör, sem til þess þarf að skapa gróandi skóla-- líf. Hann miðlaði hvoru tveggja: fjörinu og festunni, svo að skól- inn varð í höndum hans eins og vel setinn gæðingur, sem iðar af lífi, en lætur þó að taumhaldi. Hann kunni hvort tveggja: að Frá Möðruvöllum í Hörgárdal um aldamótin. Sigurður Guðmundsson við fyrstu skólasetningu hér á Möðruvöllum. Hann segir svo: Góðir menn og konur! Ég veit, að vér allir, sem hér erum saman komnir, fögnum yfir því, að stofnun þessi er komin á fót. Norðlendingar hafa barizt góðri baráttu fyrir að fá skólan- Um komið á gang, og hér hefir farið sem oftar, að „sá hefir sitt mál, sem þráastur er“. Skólinn er að vísu ekki svo fullkominn sem vér viijum óska. En „hálfnað er verk þá hafið er“, og ég held, að vér getum vonað, að með tím- enum fáist það, sem á þykir vanta. Því hefir verið spáð fyrir stofnun þessari, að hún mundi aldrei fæðast, það er að enginn mundi sækja skólann. En sú spá hefir átt sömu forlögum að sæta sem aðrar hrakspár. Enda munu þeir emir því hafa spáð, sem þekktu lítið til menntunarfýstar Norðlendinga. Allur þorri pilt- anna er líka þaðan. Úr Sunnlend- ingafjórðungi er aðeins einn, og ’ er hann oss eins velkominn fyrir því. Úr Vestfirðingafjórðungi eru 5 og úr Austfirðingafjórðungi 6, en 21 úr Norðlendingafjórðungi. Skólinn hefir því byrjað vel að því er aðsóknina snertir, og fleiri hafa viljað komast í hann en rúm var fyrir. En nú er eftir að láta hann halda eins vel áfram og hann hefir byrjað. Það er eigi mitt að segja, hvað mér og með- kennurum mínum muni vinn- ast. Það eitt veit ég, að vér höf- um vilja til, að skólinn blómgist eftir óskum allra, er unna hon- um. Ég eíast eigi um, að Norð- lendingar muni styðja hann með ráði og dáð. Oss vantar margt, en eigi sízt afl þeirra hluta, er gera skai: oss vantar fé. Skólinn á ekkert fé til að veita nokkurn styrk þeim, sem sækja skólann, auk alls annars. Ég hefi nú þá von tii alþingis, að það muni bæta nokkuð úr þessum þörfum.' En þó væri enn betra, ef vér gætum myndað nokkurn sjóð sjálfir skólanum til styrktar. Ég vildi mega benda þeim á, sem ætla að gefa fé fyrir sálu sinni annaðhvort í lifanda lífi eða eftir sig látna, að þeir munáu eigi finna aðra stofnun verðugri til gjafa en Möðruvallaskóla. Fleira er þó matur en flesk, og fleira er styrkur en peninga- styrkur. Það er styrkur skólan- um að hafa réttar og sanngjarn- ar kröfur til hans. Menn mega ekki búast við, að skólinn geti gert lærisveina fullkomna í ein- stökum greinum, hvort heldur eru tungumál eða aðrar greinir. En hitt er heimtandi, að þeir fái rétta hugmynd um vísindagrein- irnar yfir höfuð, svó að þeir hafi fullan sálarþroska til að taka sér fram sjálfir, þegar skóian- um sleppir. Skólinn á að kenna þeim þá list að læra......Hann á að gera það að verkum, að piltar verði bæði andlega þrosk- aðir og andlega tamdir. Það bæði á og má heimta af skólanum. Þeir, sem að piltunum standa, og al- menningur á heimtingu á því, að kennarar geri meira en hlýða yfir lexíur sínar. Þeir eiga heimt- ingu á, að þeir athugi nákvæm- lega það, sem ábótavant kann að vera í fari sveinanna, og að þeir lagi það af fremsta megni. Það munu fáir, sem ætla, að menn hirði verr skepnur, stýri verr skipi, dragi síður fisk úr sjó, þótt þeir læri. Enda er þá eitthvað rangt við skólann, ef svo er. Þó er ekki því að neita, að kennsla getur lagzt svo mjög á fá atfiði, að hún geri menn lærða í einstökura atriðum, en spilli honum sem manni, svo sem þegar öll áherzla er lögð á, að vel sé lærðar fáeinar vísinda- greinir án þess alinennur þroski fylgi. Því síður ætíi skólagangan að verða til þess, að piltar þætt- ist of góðir til líkamlegrar vinnu. Ef svo væri, vildi ég óska, að enginn skóli væri til. Munum eftir því, að líkamleg vinna er engu óheiðarlegri en andleg, og það finnum vér, hvar sem vér leitum, að hinum Lézt menntuðu mönnum hefir aldrei bótt skömm að taka til hendi. Nú sný ég mér íil yðar, ungu menn. Vér eigum að vinna sam- an, annars hafa hvorirtveggja erfiði og ekki erindi. Vér lofum Sr. Arnljótur Ólafsson yður því, að vér skulum leggja fram alla vora reynslu, að þér getið orðið hennar aðnjótandi. En þér verðið að leggjast á eitt með oss. Ég veit, að þár skiljið það, að vér getum ekki orðið yður að gagni, getum ekki frætt yður, getum ekki kennt yður, getum ekki lagað yður, að yður nauðug- um. Þér getið verið vissir um það, að vér gerum eftir því bezta viti og bezta vilja, sem vér höfum. Vel getur verið, að yður kynni að virðast hitt og þetta á annan veg en oss. En þár vérðið að gá að því, að menn dæma öðru vísi um fertugt en un tvitugt. Margt, sem yður mun sýnast óþarfi, enda ósanngjarnt nú, munið þér skoða sem sjálfsagt, þegar þér eruð 20 árum eldri. Ég ætlast jafnvel eigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.