Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 10
26\ MORGUTVBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. nóv. 1955 H/ladurinn, sém sár en er jbó steinblind SÁLFRÆÐINGAR segja að fólk noti aðeins örlítinn hluta þeirra eiginleika, sem það hljóti í vöggugjöf. Þetta lætur í eyrum sem ýkjur. þar til menn hitta fólk, sem með framkomu sinni sannar þetta raunverulega. í New York er maður að nafni Toni Aliverti. Hann er blindur en gengur á hverjum degi um stærstu og mestu umferðargötur New York-borgar án þess að hafa hund með sér og ekki einu sinni staf til að styðjast við. Hann er tílhliðrunarsamur á götunni hann hlustar eftir umfeðrinni og gengur yfir götuna þegar þess er kostur. Hann finnur á sér og heyrir, þegar skipt er um ljós og með sama öryggi skiptir hann um neðanjarðarbrautir. í allri þeirri ös sem þar er. Hann þekk- ir leiðina mjög vel og hefur aldrei stigið af eða i lest á röng- um stað. Hann fer einnig á hjóla- skautum, hefur náð góðum ár- angri í bruni, og það sem merki- legast er, hann er mjög duglegur í skilmingum. Hann heggur brenni eius og sjáandi maður, smíðar í rennibekk og ekur hjól- hesti. Á yngri árum vann hann sér meira að segja inn drjúgan skilding með því að kenna á slaghörpu. HANN HORFIR Á FÓLK, ER HANN TALAR Hann vinnur í sjúkrahúsi, og starf hans þar er að kenna blind- um stríðssjúklingum að „sjá“, og einnig að hjálpa þeim til þess að halda kjarkinum og iáta ekki yfirbugast þótt raunverulega sjón vanti. Aliverti er myndar- legur maður, vel kiaeddur og hef- ur aðlaðandi og örugga fram- komu. Hann er greindur maður, fólk ber ósjálfrátt traust til hans, er það fer að tala við hann. Þegar hann ræðir við einhvern, hörfir hann beint í augu hans að því er virðist, og engínn man eftir því að hann er steinblind- ur. Á sjúkrahúsinu hefur hann einkaskrifstofu til afnota. Þar býður hann kunningjum sínum kaffi eða le, og framreiðir það sjálfur. Hann kveikir upp í arninum og hugsar um hann að öllu leyti. Hann getur lesið blindi'askrift þótt hann hafi hanzka á höndunum og er bráð- snjall að skrifa á ritvél. Hann heyrir á hljóðinu hvort hann er nálægt vegg eða ekki og einnig á sama hátt hvort hann gengur fram hjá opnum dyrum. „BERÐU HÖFUHIÐ HÁTT“ „Þetta geta allir blindir gert, alveg eins og ég, ef þeir bara eru nógu viljasterkir", segir hann. Og hann nefnir dæmi um þetta, hjá fólki, sem hefur verið í skóla hjá honum. Einn nemandi hans, varð mikill íþróttamaður og hlaut verðlaun hjá íþrótta- félagi í New York. Annar varð duglegur verzlunarmaður. Marg- ir nemendur hans, sem eru bæði blindir og heyrnarlausir, komast hjálparlaust gegn um umferðina í New York. „Það er ástæða til þess að dáðst að þeim, en ekki mér, ég heyri“, segir hann. Aliverti hefur verið blindur síðan hann var lítill drengur. Þá teygði hann sig einu sinni upp á eldhúsborðið hjá mömmu sinni og, steypti yfir sig þungum kaffikatli sem stóð á borðinu. Hann kom í andlitið á honum og upp úr því slysi varð hann blindur. Faðir hans byrjaði strax eftir slysið að kenna drengnum að sætta sig við örlög sín og vera sjálfstæður þrátt fyrir allt. Fað- ir hans sagði, „þú átt ekki alltaf að bera hendurna fyrir þig, reyndu að muna hvar hlutirnir ★ Þab kostar blóð og beisk tár en — jbó Hfir harw hamingjusömu lifi — brátt fyrir sjónleysib eru svo þú rekir þig ekki á, gakktu ekki álútur, berðu höfuð- ið hátt“. A þennan hátt lærði drengurinn að hreyfa sig á eðli- legan hátt en með varúð til að byrja með. FEGURSTI) BLÓMVENDIRNIR FRÁ ÍIONUM Aliverti er ennþá ekki viss um, hvenær það var sem hann byrj- aði að gera sér grein fyrir fjar- lægð milli veggja og húsgagna. Ég lærði að finna það án þess að hugsa, segir hann. Og marga byltuna fékk hann í garðinum, þegar forsldrar hans ráku hann þangað með harðri hendi og sögðu honum að vinna þar. Faðir hans kenndi honum að safna brenni, höggva það, smíða, og nota hefilbekk í kjallaranum í húsinu þeirra. Hann var meira að segja farinn að tína blóm áður en hann var kominn af barns- aldri og fór þá eftir ilmi þeirra. Móðir hans sagði að fallegustu og bezt samansettu blómvendirn- ir að litavali hefði hún fengið frá honum ÞRAUTATIMI Þegar hann var 9 ára, var hann sendur á blindraskóla í New York. Fyrstu vikuna, sem hann var þar, var farið með hann eins og lítinn prins. Elzti drengurinn í skólanum, sem auðvitað var blindur, leiddi hann um allt og skýrði honum frá öllu. En þar á eftir byrjaði þrautatími, og honum fannst hann vera með- höndlaður óvægilega og misk- unnarlaust. Þegar hann kom á leikvöllinn var honum óðar hrint um koll, og heill hópur drengja steypti sér þá venjulega yfir hann með barsmíð og ójöfnuði. En hann vissi seinna að þetta var skipun frá skólastjóranum, sem áleit að ekki mætti taka með neinum silkihönzkum á hinum ný komnu drengjum, ef þeir ættu að halda kjarki og kröftum. Það mátti ganga mikið á, þar til skóla stjórinn skarst í leikinn. Ef ein- hver meiddist, var hann óðar fluttur í sjúkrahúsið, gert að sárum hans og svo rekinn út til drengjannn óðara. Þetta var einn liður í kennslunni og gaf drengj- unum ótrúlega mikið sjálfstraust, sem kom þeim að gagni síðar í lífinu. ! HAMINGJUSAMT HJÓNA- BAND — EN ERFIÐLEIKAR Þegar dvöl hans á blindraskól- anum var lokið, hafði hann lokið gagnfræðaprófi og var efstur í sinni deild. Og hann hélt áfram að læra og gekk það vel. En ef til vill hjálpaði honum mest að á þeim árum kynntist hann ungri stúlku, sem hann var ástfanginn af. Þau trúlofuðust og hún las með honum lexíur hans og hann lærði utanbókar það sem hún sagði. Er hann hafði lokið stúdentsprófi á þennan hátt giftu þau sig og bjónaband þeirra varð mjög ham'.ngjusamt. En þá byrjuðu erfiðleikarnir að gera vart við sig. Fólk var ófúst á að leigja blindum manni og atvinnuveitendur voru einnig tregir tii þess að ráða hann í þjónustu sína. Þá fór hann að kenna fólki á slaghörpu og hafði nokkrar tekjur af því. í siðustu hcimsstyrjöld fékk hann vinnu í verksmiðju nokkurri, við að hafa umsjón með örfínum nálum, sem notaðar voru við rafmagnstæki. Hann átti að slípa þær ef með Þrn' stofnendur sambandsms, sem staddir voru á fundinum. — þurfti og sjá urn þær að öllu fra vinstri: Hólmfríður Pálsdóttir, Jónina Sigurðardóttir, leyti. Þetta var mjog fíngerð íy^sta forstöðukona og Þuríður Jónsdóttir. vinna og sjáandi menr afköstuðu ekki meira en 25 stykkjum á klukkutíma Þessum hraða gat Aliverti ekki náð, vegna sjónar- innar. En þá gerði hann annað. Hann fann upp tæki, sem slípaði nálarnar og gaf hljóðmerki þeg- ar hver og ein var búin. Með þessu móti gat hann afkastað 100 á klst. Forstjórinn skildi ekki neitt í neinu, fyrr en Aliverti sýndi hor.um uppfinníngu sína. Það leið ekki á löngu fj'rr en allir voru farnir að nota þetta „apparat“. Á stríðsárunum vann hann allskonar vinnu, þar til hann komst að í sjúkrahúsinu, sem hann nú vinnur í og leið- beinir blindum hermönnum. VORKUNSEMI ER OÞOLANDI „Blint fólk, sem ekki getur sætt sig við hlutskipti sitt, segir Aliverti, "erður fyrir mörgum djúpum sárum andlega. En mér sárnar mest, þegar ég finn að aðrir vorkenna mér, það er verra en líkamlegar þjáningar. Þá óska ég mér margar mílur í burt. Það kemur fyrir að ég heyri fólk á götunni segja, er það sér blindramerkið mitt, sem ég ber æfinlega á handleggnum, „það ætti ekki nð láta þetta aumingja fólk vera eitt á göngu á göt- unni“. „Þetta finnst mér sárara en þótt ég væri húðflettur", seg- ir hann. Aliverti skilur aldrei við sig litið ratartæki, sem hann hefur í vasanum og einnig staf, sem hann getur lagt saman eins og tommustokk En hann notar þessa hluti ekki nema í ítrustu nauðsyn og þarf þess heldur ekki. Hann hefur ör á enninu, eftir árekstur, sem hann fékk fyrir mikinn klaufaskap sjáandi manns. Hann var að fara í neð- anjarðarjárnbrautarlest í New York, þegar maður nokkur tók eftir blindramerkinu og bauð honum af miklum vingjarnleg- heitum að leiða hann inn í lest- ina. Aliverti vildi ekki móðga manninn með því að þiggja ekki þetta vingjarnlega boð og lét hann leið sig að lestinni. En hinn sjáandi maður tók þá ekki eftir járnstólpa sem varð á vegi þeirra og afleiðingin varð sú að Aliverti gekk beint á hann og hlaut mik- ið sár á er.nið. Tvisvar sinnum hefur hann gengið á fólk á göt- unni og retðst mikið í bæði skipt- in. í annað skiptið varð hann svo reiður að hann tók í axlirnar á manninnm, sem hann rak sig á og hristi hann óþyrmilega. í hitt skiptið var það sjáandi manni að kenna að áreksturinn varð. Þá varð hann líka æfareiður, því hann álítur slíkt ófyrirgef- anlegt kæruleysi af fólki með fulla sjón. Afleiðingarnar urðu þær að þeir urðu að biðja hvorn annan fyrii'gefningar. Hann fyr- ir ógætileg og meiðandi orð, einnig fyrir að hafa slegið til mannsins. en hinn fyrir að hafa sýnt þá ótilhliðrunarsemi að ganga á blindan manr. á götunni sem þar að auki var með blindra- merki á handleggnum. Jafnvel þótt Toni Aliverti vilji ekki viðurkenna það af fúsum vilja, liggur í augum uppi, að það þarf óvenjumikla viljafestu Núverantíi stjórn sambandsins, talið frá vinstri: Aðalbjörg Bjarna- dóttir, Kristjana Árnadóttir, Sigríður Ingvarsdótíir, Hólmfríður Péturstíóítir, forstöðukona og Dagbjört Gísladóttir. SNEMMA í september minntist Kvenfélagasamband S-Þing hálfrar aldar afmælis samtak- anna. t Laugardaginn 3. sept. var að- ^alfundur sambandsins Iialdinn og þar var samþykkt að gefa kr. 1000.00 í Menningarsjóð þing- eyskra kvenna til minningar urn stofnendur félagsins. : Sunnudaginn 4. sept. fóru há- tíðahöldin fram. Kl. 12 á hádegi var guðsþjónusta. Séra Sigurður í Guðmundsson, Grenjaðarstað, prédikaði. Kl. 2 var neytt hádegisverðar í Héraðsskólanum með sameig- inlegu borðhaldi, en kl. 4 hófst samfelld dagskrá. Hófst hún með sameiginlegum söng. Síðan lásu þrjár stjórnarkonur til skiptis kafla úr sögu sambandsins, en þess á milli var sungið. Risu konur úr sætum sínum meðan lesin voru nöfn þeirra 34 kvenna, sem skráðar eru sem stofnendur sambandsins. Kvennakór Iiúsavíkur söng. — Sigrún Jónstíóttir á Rangá söng einsöng. Laufey Vilhjálmsdóttir og Kristjana Benediktsdóttir, Húsavík, sungu tvísöng. Síðan endurtók kórinn „Vakna, barn“ eftír Jón Laxdal, en nokkrar eldri konur, sem höfðu sungið í Kv'ennakór sambandsins 1915 (undir stjórn Elísabetar Jónsdóttur, Grenjaðarstað) sungu með. Að lokum var þjóðsöngur- inn sunginn. Kl. 7 hófst sameiginlegt borð- hald í kennslusal trésmíðaskól- ans. Voru þar frjáls ræðuhöld og tóku margar konur til máls. og kjark til þess að ná því talc- sætta sig við þannig hlutskipti í lífinu. Ef við sjáandi fólk i miklum hæíileikum sem liggja læðingi, hversu stór og óþekkt- marki, sem hann hefur náð, og raun og veru búum yfir svona ur heimur mundi eltki opnast okkux’, ef við einn góðan veður- dag byrjuðum að notfæra okkur þessi verðmæti. Gestir sambandsins voru: Frá Kvenfélagasambandi felands: Guðrún Pétursdóttir formaður, og Aðalbjörg Sigurðardóttir vara formaður. Frá Sambandi norð- lenzkra kvenna: Halldóra Bjarna dóttir, Akureyri. Þrír stofnendur Kvenfélags Suður-Þingeyinga: Jónína Sigurðardóttir, Akureyri (fyrsta forstöðukona þess), Þuríður Jónsdóttir, Sigurðarstöð- um, Bárðardal, Hólmfríður Páls- dóttir frá Litlu-Tjörnum, 'og auk þess Pálína Björnsdóttir, Reykja- vík, fyrrverandi forstöðukona sambandsins. ★ ★ ★ Hinn 7. júní 1905 komu þing- eyskar konur saman að Ljósa- vatni að boði bárðdælskra kvenna til þess að ræða stofnun kvínfélags og vinna að stofnun húsmæðraskóla í héraðinu. Hvatamaður að stofnun félags- ins, Jónína Sigurðardóttir, Drafla stöðum hafði veturinn áður haft á hendi umferðakennslu í mat- reiðslu i sýslunni. Var nú Kven- félag S-Þing. stofnað. Starfaði félagið fyrst í deildum að fyrir- mvnd kaupfélaganna. Síðan urðu deildirnar sjálfstæð félög og voru þær 7 þar til 1944, en þá hlaut Kvenfélagasamband íslands við- urkenningu Alþingis sem aðili kvennasamtakanna. Var þá nafn- inu breytt í Kvenfélagasamband Suður-Þingeyjarsýslu. Eru nú 14 félög í sambandinu og félagatala 565. Stjóx-n sambandsins skipa nú: Hólmfríður Pétursdóttir, Arnarvatni, foi'stöðukona í 35 ár alls, Dagbjört Gísladótfii’, Langa- felli, Aðalbjörg Bjarnadóttir, Hvoli, Helena Lindal og Krist- jana Árnadóttir. Afmæli samtakanna fór mjög vel fram, enda var veður hið fegursta. Sóttu hátt á þriðja hundrað konur afmælishóíið, sem var Kvenfélagasambandinu til sóma. — H. G. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður. -ögfræðistörf og eignaumsýsla. Laugavegi 8. — Sími 7752.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.