Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.11.1955, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3. nóv. 1955 MORGUNBLAÐJÐ aa Aeli' Ska! •i>' a v § BORGFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík hélt nýlega aðalfund sinn. — Mikið líf hefur verið í starfsemi félagsins á undanförn- um árum, en þó aldrei meira en á s. 1. ári, sem var 10. starfsár félagsins. Aldrei hafa jafn marg- ir nýir íélagsmenn bætzt í hóp- inn ó einu ári, og aldrei hefur hagur félagsins staðið með meiri blóma. Starfsemi félagsins hefur ver- ið í líkum sniðum og áður, kvik- myndatökunni af Borgarfjarðar- héraði heíub' verið haldið áfram, en sökum ótíðar á s. 1. sumri, var þó minna tekið en til stóð. Bráðlega mun verða hægt að sýna kvikmyndina, að vísu ekki fullgerða. Frumeintak myndar- innar hefur verið erlendis til að tJr Möðruvallakirkju. Sr. Sigurður Stefánsson fyrir altari. Frh. af bls. 25 inga og minntist Jóns Andérs- sonar Hjaltalíns skóiameistara.— Var ræða hans fróðleg og snjöll. Þó talaði hinn þriðji úr hópi Möðruvellinganna, Lárus Rist. Flutti hann þakkir sínar bæði sem nemandi á gömlu Möðru- völlum og sem kennari við skól- ann um margra ára skeið. Því næst talaði Bjarni Halldórsson, skrifstofustjóri, og minntist Stef- áns Stefónssonar, skólameistara, en Bjarni er gagnfræðingur frá gamla Gagnfræðaskólanum. Þá talaði séra Kristján Róbertsson . og minntist Sigurðar Guðmunds- sonar, skólameistara. Síðan flutti Bolli Gunnarsson nemandi í 6. bekk ávarp, en þar næsta las 15 skólameistari kveðjuskevii. Að endingu sagð: Póll Skúlason. skrifstofustjóri, nokkur orð og kunngjörði að þeir Mööruvell- ingarnir hefðu komið saman í dag að lokinni athöfninni að Möðru- völlum, og þar hefði verið ákveð- ið að gefa nokkurt fé í minning- arsjóð Jóns Hjaltalíns. Kvöld- veizla þessi stóð fram yfir mið- nætti og var í alla staði hin fróð- legasta og skemmtilegasta. — Vignir. II Frh. af bls. 28 í Moskvu í maímánuði s. 1. kom það hins vegar greiniiega í ljós, að Sovétríkin eru komin það langt í framleiðslu nýjustu teg- unda af þrýsíiloftsknúnum orustu og sprengiflugvélum, að eftir því sem sérfræðingar telja muni Sovétríkin og fylgiriai þeirra e. t. v. ná yfirráðum í lofti, áður en langt um líður, að óbreyttri flugvélaframleiðslu í austri og vestri. Loks er þess að geta að þeir yfirburðir, sem vesturveldin, hafa fram að þessu haft í fram-! leiðslu kjarnorkuvopna, og al- ■ mennt hefur vqrið talin ein mesta! trygging fyrir því að ekki kæmi til styrjaldar, mun að öllum lík- indum verða úr sögunni áður en langt um líður, eftir því sem hermálasérfræðingar telja. Kunn ugleiki þeirra manna, sem hefur verið fahð að koma í framkvæmd varnaráætlunum Atlantshafs- bandalagsins, á þeim staðreynd- um, sem hér greinir, hefur sann- fært þá um að Atlantshafsbanda- lagið og aðildarríki þess verða að halda uppi þeim hecstyrk, sem þau hafa nú yfir að ráða, og auk þess gera allt sem þau geta til þess að efla hann, ef nokkur von á að verða til þess að þau geti hrinnt fyrstu leifturárásinni af höndum sér ef til hennar skyldi koma. Þessir menn vita hvað stríð er, og þeir óska ekki eftir að þurfa að heyja það. Þeir eru ekki aðeins þeirrar skoðunar að styrkleiki geti kom- ið í veg fyrir stríð, heldur hafi það starf sem Atlantshafsbanda- iagið hefur unnið til þess að koma upp traustum og haldgóðum vörn um beinlínis orðið til þess að Rússar haía loks viljað hefja um- ræður við samningaborðið um spennuna í heimsmálunum og hugsanlega lausn þetrra. Þeir fara þess á Jeit við þjóðir hins vestrse.na heims, að þær kasti ekki frS sér bví, sem mestan þátt hef- ur átt í að varðveita friðinn. — uro i uii Frh. af bls. 29 Ég get ekki betur séð, en að við verðum að taka upp nýja siði í þessum efnum, og breyta þeim í það horf sem tíðkast hjá öðrum menningarþjóðum, nema að við séum ánægð með það álit sem við oft og tíðum verðum vör við, að erlendar þjóðir hafa á okkur íslendingum, en það er, að við séum aðeins hálfsiðuð þjóð L. G. Frh. af bls. 27 HÓTUN FORSTJÓRA SKIP AÚTGERÐ ARINN AR í umræddri grein sinni segir forstjóri Skipaútgerðarinnar orð rétt: „Órökstuddar ásakanir gegn Skipaútgerð rikisins munu ekki reynast því málefni til fram- dráttar, að Vestmannaeyingar fái hið umtalaða sérstaka strand- ferðaskip." (þ. e. eigið skip). Ég tel að slík hótun sé of lág- kúruleg til að geta samrýmzt því málfrelsi, sem menn í lýðfrjálsu landi eiga heimtingu á að búa við. Og scm betur fer, er slíkan hugs- unarhátt yfirleitt ekki að finna hjá íslenzkum embættismönnum nú til dags. Hann heyrir fortíð- inni til, er hinir erlendu embætt- ismenn gátu með hótunum og of- beldi hrætt landsmenn frá að segja meiningu sína. Tel ég það ekki á nokkurs manns færi að ætla að taka aftur upp slíka embættisháttu. Að athuguðum öllum aðstæð- um hafa Vestmannaeyingar sýnt meira langlundargeð í samskipt- um sínum við Skipaútgerð ríkis- ins á undanförnum árum, en ástæða var til. Og þó að ráða- menn bæjarins hafi nú sent frá sér umkvörtun og gagnrýni út af þessum viðskiptum er það sann- arlega vonum seinna. Guðl. Gíslason. — Firmakeppni Frh. af bls. 28 Alþýðublaðið 40,5 Ásgarður h.f. 40,5 Egill Skallagrímsson h.f. 40,5 Sjálfstæðishúsið 40,5 Eimskipafél. Reykjavíkur 40 Prentsm. Edda h.f. 40 Hamar h.f. 40 Innkaupasamb. rafvirkja 40 S. í. S. 40 Sjóvátryggingafél. íslands 40 Einar G. Guðm. & Guðl. Þorl. 39,5 Sindri h.f. 39 Húsgagnav. Austurbæjar 39 Vélar og skip 39 O. Johnson & Kaaber 38,5 Kiddabúð 38,5 Alm. byggingafélagið 37,5 Haraldarbúð h.f. 37,5 Bernhard Petersen 37,5 Alþýðubrauðgerðin h.f. 37 Eggert Kristjánsson & Co. 37 Kristján G. Gíslason & Co. 36,5 Fiskhöllin 36 Álafoss 35,5 Þóroddur E. Jónsson 35,5 S. í. F. 35,5 Edinborg 34,5 G. Helgason & Melsted 34 S. Stefánsson & Co. 34 Síldarútvegsnefnd 32,5 Opal 32 Prentmyndir h.f. 29,5 Næsta umferð verður spiluð briðjudaginn 8. nóv. n.k. TRÚLOFUNARHUÍNGÍR 14 karata og 18 karata. Frh. af bls. 30 yrkja. Þó finnst mér styrkur bókar hans liggja í öðru frem- ur en skáldskapargildi hennar. Hann leggur hér fram ævisögu sína, minningabók margreynds manns. Ég kynnist mér til á- nægju þróttmiklum persónuleika, hraustum og heilbrigðum manni, víkingi að dugnaði og atorku. Hann elskar starfið sitt, jörðina sína, landið sitt og hefur mikinn hug á að skila blettinum sínum betri í hendur eftirkomendanna en hann tók við honum. Hann skyggnist um meðal granna sinna og samferðamanna og sér glögg- um augum athugandans ein- kenni þeirra í skapgeð og fram- kvæmd og lætur í ljós skoðanir sínar til lofs eða hnjóðs. Hann er sterkur í heilbrigðum lífs- þrótti, lífsnautn. Ég vil svo þakka Gunnari S. Hafdal innilega fyrir bók hans. Ég las hana mér til ánægju. Hún er hressileg og blessunarlega fordildarlaus. Sennilega naut ég hennar betur fyrir það, hve nið- urdreginn ég var, þegar ég fékk hana í hendur. Þessvegna vil ég ráðleggja öllum, sem þjást af lífsleiða, að lesa hana. Hún hressir þá. Það er gott að kynn- ast þróttmiklum manni, sem trú- ir á lífið og vinnur því af heil- um hug. Helgi Konráðsson. Oói kennslubák ÉG VIL vekja athygli á bók, sem ætti að vera í hverjum skóla í mörgum eintökum. Hún er af svipaðri tegund og nágrannaþjóð- ir okkar telja alveg nauðsynlegar til söngkennslu, en okkur hefur vantað svo tilfinnanlega, nefni- lega bók með laglínunni einni á nótum, texti fyrsta erindis prent- aður undir, síðan fylgja önnur vers kvæðisins. Slík lög eru sex- tíu að tölu í þessari bók. Stutt ágrip af söngfræði er á undan. Bókina hafa tekið saman tveir reyndir og dugandi söngkennar- ar, þeir bræður Áskell Jónsson á Akureyri og Póll Jónsson á Laug- um. Bókin er fjölrituð með snilld ar handbragði, og hefur það verk unnið Hilmar Magnússon skóla- stjóri. Þessi litla bók, „Söngbók skólanna", kostar aðeins 20 krón- ur, þó að fjölritun nótna sé sein- unnið verk. Bókin er sannarlega spor í rétta átt, — þá átt, að skipa hinni einföldu laglínu og óvið- jafnanlegu íslenzku ljóðum virðu legan sess í hugum og hjörtum skólaæskunnar og vekja lifandi hljóma og félagslegan unað. Við íslendingar höfum tvöfalda ástæðu til að sýna skólasöngnum hinn fyllsta sóma. í fyrsta lagi er hann ávallt til að göfga og gleðja, ef um þann söng er að ræða, sem söngur verðskuldar að heita. (Taktlaust öskur heyrir auðvitað ekki undir annað en grófa ó- mennsku og æfingu í ósiðum). Söngur þarf vitanlega að vera taktréttur, léttur og smekklegur, og textinn þarf að njóta sin vel. í öðru lagi eigum við íslend- ingar slíka gnótt af undur förgum Ijóðum, þar eð góðskáld okkar hafa löngum leikið fimlega á strengi hinnar óviðjafnanlegu, Ijóðhæfu tungu, kveðið um land- ið, fegurð þess og tign, kveðið ættjarðarást inn í brjóst fólksins cg stælt það í erfiðri baráttu. — Hjartsláttur lands og þjóðar og sögu hennar ólgar í íslenzkum ljóðum. Það er þess vegna meira en lít- ið fáránlegt, hve herfilega van- rækt er í fjölda skóla í landinu að syngja hin fögru ljóð, sem þjóðin á, eins mikið og við tölum þó um að varðveita tunguna og virða hana og glæða ættjarðarást. og þjóðarvitund. Á engan hátt fá ljóðin virðulegri meðferð en í léttum og réttum söng. Slíkur söngur hljómar í sumum skólum okkar, sem betur fer, en allt of fáum. Þegar á heildina er litið, má segja, að við séum að svíkjast undan því að afhenda ungu kyn- slóðinni þennan dýrmæta hluta þjóðararfsins, íslenzku ljóðin. — Það er ólánsmark, sem verður að mást burt. Þess vegna segi ég: Einföld og auðveld söngbók í hverja skólastofu, og það er bók þeirra bræðra, „Söngbók skól- anna“. Helgi Tryggvason. taka af því annaö eintak (kopíu) til sýninganna, því frumeintakið á ekki að sýna sökum hættu, sem ætíð er á því að mynd skemmist við sýningu. Félagið mun á sín- um tima afhenda væntanlegu Byggðasafni Borgarfjarðar frum myndina til varðveislu og eign- ar. í skýrslu sinni drap formað- | ur félagsins á nokkur atriði, sem stjórnin hafði frómar óskir um að félagið beitti sér fyrir, varð- andi aðstoð héraðsbúum til handa, varðandi nokkur menn- ingarmál héraðsins. Hann gat þess að æskilegt væri að félagið gæti að einhverju leyti sýnt hug sinn í verki, varðandi byggingu Hallgrímiskirkju í Saurbæ, og þá helst á þann hátt, að gefa klukk- i ur í kirkjuna og vinna því máli framgang með sérstakri fjár- söfnun. Ennfremur að æskilegt væri að koma til móts við héraðsmenn og stuðla að því með fjársöfnun, að unnt yrði áður en langur tími liði, að reistur yrði minnisvarði um Egil Skallagrímsson að Borg á Mýrum. Til undirbúnings i þeirri framkvæmd þyrfti vel að * vanda í samráði við héraðsbúa, því slíkt minnismerki yrði að (vera vandað og myndi kosta mikið fé, fjársöfnunina yrði því að undirbúa vel, en þá ætti að vera auðvelt að fá nægjanlegt fjármagn, því vissulega mundu fleiri en Borgfirðingar vilja leggja því máli lið, enda væri Egill og minningin um hann eign allrar þióðarinnar, þó Borgfirð- ingum bæri skylda til að hafa forgöngu um þetta mál og hvergi gæti minnismerki Egils frekar átt heima en að Borg. Þá kom það fram að um það hefði verið rætt mílli nokkurra forustumanna í átthagafélögun- um að æskilegt væri að félögin gætu sameinast um að byggja sameiginlegt félagsheimili. Um 20 átthagafélög munu vera f Reykjavík og ætti þeim að vera mögulegt að koma upp sameig- inlegri byggingu. Starfsemi svona margra félaga ætti að geta tryggt rekstur slíks félags- heimilis. Fundarmenn voru allir sammála um að vinna að öllum þessum málum eftir því sem geta félagsins og ástæður leyfðu. Ýmis fleiri mál voru rædd á aðálfundinum og ríkti mikill áhugi meðal félagsmanna sem fjölsóttu fundinn. Stjórn félagsins var endur- kosin. 1 - X - 2 ÚRSLIT leikjanna á laugardag urðu: Arsenal 2 — Charlton 4 2 Aston Villa 3 — Newcastle 0 1 Blackpool 2 — Preston 6 2 Bolton 4 — Luton 0 1 Cardiff 0 — Manch. Utd 1 2 Chelsea 0 — Burnley 0 x Iluddersfield 1 — Sheff. Utd 2 2 Manch. City 2 — WBA 1 1 Portsmouth 4 Tottenham 1 1 Sunderland 0 — Everton 0 x Wolves 1 — Birmingham 0 1 Doncaster 4 — Fulham 2 1 Mörg urslitanna voru sérlega óvænt, og af vinningsseðlum voru % seðlar með föstum röðum, sem ná beztum árangri einmitt er úrslit eru óvænt. Voru 3 seðlar með 10 rétta, 2 fastir, sem fylltir voru út fyrir nokkrum vikum, og hlýtur sá stærri 611 kr., en hinn 467 kr., en þriðji seðillinn var fylltur með tilliti til leikjanna, og koma einnig 467 kr. fyrir hann. Fjórði vinningurinn er 384 kr. fyrir seðil með aðeins 9 réttum, en hann var með 8 raðir með 9 réttum. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur: 323 kr. fyrir 10 rétta (3), 2. vinningur: 48 kr. fyrir 9 rétta (40).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.