Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 1
tntMttfri 16 síðisr 41 árgangwr 256. tbl. — Miðvikudagur 9. nóvember 1955 PrenUmÍiV Mtergunblaðsini Frumvarp að nýjum mannanafna-Iögum. Fellt verði niður hann við uppföku œftarnafna en í þess sfað eftirlit með að ný œttarnöfn séu íslenzkuleg Segja skal presti nokkru fyrir- fram nafn barns sem skíra skaJ Mynd þessi er af hinni nýkjörnu stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðistnanna. Sitjandi í tiiiðju er formaður stjórnarinnar Ásgeir Pétursson, Reykjavík. Honum til beggja handa eru varaformenn- irnir, Jón ísberg, Blönduósi og Gunnar G. Schram, Akureyri. Standandi frá vinstri: Pétur Sæmundsen, ritari, Reykjavík, Sverrir Hermannsson, ísafirði, Friðjón Þórðarson, Búðardal og Þór Vilhjálmsson, gjaldkeri, Reykjavík. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson). Sameining Þýzka- lands í þrent stigum Tillaga Vesturveldanna en Molotov neitar enn GENF, 8. nóv. — Einkaskeyti frá Reuter. VtANRÍKISRÁÐHERRAR Vesturveldanna ásökuðu Rússa í dag utn a8 snúast öndverðir gegn frjálsum kosningum í Þýzkalandi, vegna þess að þeir hcfðu í hyggju að leggja allt' Þýzkaland muKr járnhæl kommúnisnians. Þessi ásökun var borin fram eftir að utanríkisráðherrar Vest- urveldanna höfðu gert ítrekaðar tilraunir til að fá Molotov til að fallast á tillögur um frjálsar kosn- ingar í öllu Þýzkalandi. TILLÖGVR VES TVR VELDAMSA 'Pinay utanríkisráðherra Frakka las nú upp ýtarlegar tillögur Vest- nsveldanna um, hvernig samein- ingu alls Þýzkalands yrði bezt kom ið á í nokrvim stigum, þar sem með fylgdi trygging sú, sem Rúss- ar liafa beiðst gegn hernaðarárás frá Þjóðverjum. Fyrsta stigið yrði að samtímis skyldi undirrita sáttmála um sameiningu Þýzkalands og stofnun öryggisbandalags þess, sem Rússar bera svo mjög fyrir brjósti. Annað stigið yrði að frjálsar kosningar skyldu haldnar í öllu Vantiaust jólkina am PARÍS, 8. nóv. — Bindindismenn f Frakklandi með Mendés France biðu mikinn ósigur { dag, þegar til lögu þeira um að banna heima- brugg í Frakklandi var frestað. Tillögunni var frestað fram í september 1956, enda mun meiri- hluti þingmanna aldrei bragða á mjólk. Hinsvegar eru þeir ílestir miklar vínvambir. Talsmenn tillögunnar héldu margar ræður um áfengisbölið í Frakklandi. M. a. lýstu þeir því, að börnum væri gefið sterkt brennivín á morgnana áður en þau f æru í skólann. — Reuter. Þýzkalandi og síðan sett á fót sameiginleg ríkisstjórn. Sam- tímis gengju nokkur ákvaeði öryggissáttmálans í gildi. Þriðja stigið yrði svo að Þjóð- verjum yrði gefið frjálsræði um utanríkisstefnu. ÖSAMRÆMI Utanríkisráðherrar Vestur- veldanna bentu á það ósam- ræmi sem væri í tillögum Rússa þegar þeir heimtuðu að örygg- isbandalag yrði stofnað þeim sjálfum til tryggingar, en krefðust á sama tíma að öryg-g- isbandalag Vestur-Evrópuþjóð- anna væri rofið. Basrdagar á lámda- mærum JERÚSALEM, 8. nóv. — Enn kom til vopnaskipta í dag á landamærum ísraels og Egypta- lands. Voru það egypzkar her- sveitir, sem aS þessu sinni gerðu snarpa atlögu við borg- ina Elath, be það er eina hafn- arborg Cyðihga við Rauða haf- ið. Gyðingar segja að Egyptar hafi sótt nokkuS inn á land- svæði Israell, en verið hraktir til baka við allmikið mannfall. Þetta er þriðja svæðiS á landamæruitftm þar sem skærur brjótast út, íiSan vopnasending- ar til Egyptalands hófust. Mest- ar urSu skærurnar á El Auja svæSinu, þar sem harSir bar- dagar stóSu yfir nærri sólar- hring. — Reuter. Ræ$a Bjarna Benediktssonar ráðh. í gær. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Bjarni Benediktsson hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að nýjum lögum um mannanöfn. Fluttí hann framsöguræðu fyrir frumvarpinu í Efri deild í gær. f frum- varpinu eru ýmis ákvæði sem stuðla eiga að því að hindra að böra séu skírð ónefnum eða útlendum nöfnum, sem ekki samræmast íslenzkri tungu. Þá er ætlunin með frumvarpinu að fella niður það bann, sem hefur verið á aS menn taki sér ný ættarnöfn. Þess í staS eru settar strangar reglur um hvernig ný ættarnöfn eigi að vera og verður að leita leyfis til Dómsmálaráðuneytisins. Er slík leið talin heppilegri, heldur en bannið, sem menn hafa ekki skeytt um og myndi dómsmálaráðuneytið geta leiðbeint mönnum og stuðlað að því að slík ættarnöfn séu ekki ónefni. f sambandi við þetta er ákvæði, sem ætti að geta komið í veg fyrir hinar þrálátu deilur um mannanöfn í sambandi við veitingu ríkisborgararéttar. Er mælt svo fyrir, að maður sem veittur er ríkisborgararéttur, skuli annaðhvort kenna sig til föður að íslenzk- um sið, eða afla sér leyfis til upptöku ættarnafns og er þar með átt við að dómsmálaráðuneytið leiðbeini honuni um að taka ekki upp óíslenzkulegt ættarnafn. áðþrot í S.Þ. Hverl vilja menn heldur svarl eða hvílt. NEW YORK, 8. nóv. — Einka- skeyti frá Reuter. jr Enn er djúpt bil og full- komin misklíð í Sameinuðu þjóðunum um kosningu á nýj- um fulltrúa í Öryggisráðið. — Misheppnaðist í kvöld enn ein tilraun til að gera út um deilu málið. Fær ekkert ríki til- skilda % hluta atkvæða til að hljóta kosningu. ¦Ar Um þessar mundir á tyrk- neski fulltrúinn i Öryggisráð- Etri deild franska þings- ins tefur kosningarnar PARÍS, 8. nóv. — Einkaskeyti frá Reuter. EDGAR FAURE forsætisráðherra kallaði saman sérstakan ráðu- neytisfund vegna þess að svo virðist sem efri deild franska þingsins ætli að hindra kosningar í desember. Kosningalaganefnd deildarinnar samþykkti í dag með miklum atkvæðamun að gera breytingar á kosningalögunum. Verður frumvarpið að fara aftur til Neðri deildarinnar og er engin lausn sýnileg, svo að hætt er við að kosningaákvörðun Faures fari út um þúfur. inu að víkja úr því, og skal kjósa nýjan. Eru það einkum fulltrúar tveggja þjóða, sem komið hafa til greina, Júgó- slavíu og Filippseyja. Rússar styðja Júgóslava, en Banda- ríkjamenn Filippseyinga. Hafa margar atkvæðagreiðslur far- ið fram um þetta. ¦jr í dag var haldinn fjórði fundur allsherjarþingsins um þetta mál og á honum 13.— 21. atkvæðagreiðslan. Hún varð enn árangurslaus og var fundinum síðan enn einu sinni frestað. •j^- í þeim níu atkvæðagreiðsl- sem fram fóru í dag, fengu Filippseyjar aldrei meir en 5 atkvæði fram yfir Júgóslavíu og í einni atkvæðagreiðslu fékk Júgóslavía meira að segja eitt atkvæði fram yfir. En í þremur síðustu atkvæða- greiðslunum voru atkvæða- tölurnar fastar. Filippseyjar með 30 atkv. og Júgóslavía með 27. Þar er málið strand- að. Næsti fundur verður hald- inn eftir hálfan mánuð. VILJA EINMENNINGS- KJÖRDÆMJ Kosningalaganefnd Efri deild- arinnar samþykkti með 24 atkv. gegn 4 að tekið skyldi upp kerfi einmenningskjördæma um allt Frakkland. Er þar um stórfelida byltingu í kosningafyrirkomulagi að ræða. Um 230 af 330 fulltrúum deildarinnar munu greiða atkvæði með nefndinni. Frh. á bls. 2. El Glaoui kyssir hönd soldáns PARfS, 8. nóv. — 1 dag hct El Glaoui, fursti af Marrakesh, Ben Jússef soldáni fullri hollustu. Þar meS má segja aS samkomulag og kyrrð ríki í Marokko, því að það var einmitt Glaoui, sem var pottur- inn og panraan í samsærinu gegn Ben Jússef, þegar hann var gerSur landrækur og fluttur í útlegS á Madagaskar fyrir tveimur árum. Eftir þetta er ekkert í veginum fyrir aS Ben Jússef snúi heim til sín og taki aftur sinn virðingarsess, sejn trúarlegur og veraldlegur leiStogi Máranna. — Reuter. ® Hinn 1. marz s.l. fól dóms- og menntamálarJáðherra þeim Al- exander Jóhannessyni prófessor, Jónatan Hallvarðssyni hæstarétt- ardómara, Þorsteini Þorsteins- syn fyrrv. hagstofustjóra og Þórði Eyjólfssyni hæstaréttar- dómara að semja frumvarp Ail laga um mannaöfn. Hafa þeir nú skilað frumvarpinu og fylgir þvi ýtarleg greinargerð. Skýrði I Bjarni Benediktsson rqðherra frá meginefni frumvarpsins í fram- söguræðu sinni á Alþmgi í gær. LÖGIN FRÁ 1925 HAFA VERH) DAUDUR BÓKSTAFUR Hina síðustu þrjá áratugi hafa gilt lög um mannanöfn, sem fela í sér banna við að íslendingar taki upp ný ættarnöfn. Þar var einnig ákveðið að þau ættarnöfn, sem tekin höfðu verið upp á ár- unum 1915—1925 skyldu smám- saman falla niður. í þessum lög- um voru hins vegar ekki settar hömlur á að útlendir menn, er flytjast til landsins haldi erlend- um ættarnöfnum sínum. Nú er það staðreynd, að þessi ákvæði um ættarnófn hafa verið sem dauður bókstaftu. •Þau ættarnöfn, sem tekin höfðu verið upp á árunum 1913 —1925, hafa gengið í ættum með sama hætti og eldri ætt- arnöfn. Og • öðru lagi hafa menn þrátt fyrir lagaákvæðin tekiS sér ný „ættarnöfn" og láttð þau ganga til barna sinna og annarra niðja. Er talið að slik ný „ættarnöfn" séu nú á milli þrjú og fjögur hundruð. ÓFRAMKVÆMANLEGT AÐ ÚTRÝMA ÆTTARNÖFNUM Ekki er hægt að sjá, að al- menningsálitið hafi verið sér- staklega andstætt afskiptaleysi stjórnarvalda um þetta mál. Ekki hefur gætt opinberrar gagnrýni frá einstaklingum. Þeir menn, sem nú bera ættarnöfn án stoðar Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.