Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: NA stinningskaldi. Skýjað en úr- komulaust. 256. tbl. — Miðvikudagur 9. nóvember 1955 Fóðurfilraun á sauðfé. Sjá grein á bls. 9. í Bilaverkstæði Þ. Jónssonar & Co. í Borgartúni brennur ti! ösku Offfasf er um miklar skemmdir á véium og áhöldum Á SEíNNI timanum í 8 í gærkveldi, kom upp eldur í bifvélaviðgerð- arverkstæði Þ. Jónssonar & Co. í Borgartúni við Defensor. Var slökkviliðið 'þegar kvatt á vettvang, en byggingin var alelda er það knm á staðinn og brann að mestu. VATNSHANINN ÓNOTHÆFUR Varð eldurinn strax mjög magnaður og reykur mikill, Tafði það fyrir slökkvistarfinu, að vatnshani sá er næstur var, var |>ví sem næst vatnslaus, og þurfti að leiða vatnið frá vatnshana uppi í Miðtúni. Tók nokkurn tíma að leggja vatnsslöngurnar þangað. Eftir það gekk vel að stökkva eldinn, en alls mun það hufa tekið um tvær klukkustund- ir. frá því slökkviliðiö var kall- að út. ÓKUNNUGT UM ELDSUPPTÖK Verkstæðið var til húsa í skúr- byggingu sem var 224 fermetrar að stærð, á einni hæð. Brann hús- ið algerlega til grunna og senni- lega vélar allar stórkostlega skemmdar eða ónýtar, þar sem ekki var unnt að komast að þeim fyrr en búið var að slökkva eld- inn. Ókunnugt er um eldsupptök. Búningar og afar fjölbreyttir Ótir hafa vakið mikla athygli, þar sem kínverski óperuflokkuriim frá Peking hefir sýnt á hinum Norlðurlöndunum. 3 ára drciigur hreppti Land- Kíirverskiir ó væntanleffiir hinsr Pilnik meiddur Einvígi frestað jKÁÐGERÐU skákeinvígi þeirra Hermanns Pilniks, hins víðkunna skáksnillings og Friðriks Ólafs- sonar skákmeistara, hefur verið frestað vegna meiðsla er Pilnik hlaut hér í bænum fyrir nokkr- um dögum. Pilnik er nú í Landsspítalan- um. Fyrir nokkrum dögum var hann á leið upp í herbergi sitt í Bankastræti 6. — Missteig hann sig í stiganum, en við það tók sig upp gamalt beinbrot um ökla. Verður Pilnik að vera í rúminu viku til 10 daga. Skákeinvígi hans og Friðriks Ólafssonar hefur verið skotið á frest og er nú gert ráð fyrir að það hefjist 16.—20. þ.m. Hér er um sex-skáka einvígi að ræða. Einnig mun Pilnik tefla tvær ein- uígisskákir við Inga R. Jóhanns- Eon. Friðrik Ólafsson mun fara ut- an þegar einvíginu er lokið, eða Lbyrjun desembermánaðar. Áfenolsúfsalan í Eyjum verður lokuð áfram VESTMANNAEYJUM, 7. nóv.: — Á sunnudaginn fór fram atkvæða grreiðsla í Vestmannaeyjum um það, hvort áfengisútsalan skyldi opnuð aftur í Eyjum, en þetta var fe annað skiptið, sem greidd eru atkvæði um það. Alls voru 2353 á kjörskrá, en aðeins rösklega þebningur neytti atkvæðisréttar slhs, eða 1235. Af þeim voru 676 á móti áfengisútsölu, 540 með Uenni, auðir seðlar 10 og 9 ógildir. Síðast þegar greidd voru at- ftvæði um áfengisútsölu í Eyjum uoru 650 á móti en 350 með. Templarar höfðu nokkurn við- ftúnað í sambandi við þessa at- kvæðagreiðslu, fengu m. a. liðs- menn frá Reykjavík og héldu •pinberan fund um málið. — Bj. Guðm. MEKLA KOMST EKKI Aö IÍRYGGJU Á ÞINGEYRI í HÁLFAN ANNAN SÓLARIIRING ÞINGEYRI, 8. nóv.: — Það má til tíðinda telja, að svo mikið óveð- ar geri hér í Dýrafirði, að skip komist ekki að bryggju. Svo var þó í síðustu viku. Lá Hekla hér á firðinum hálfan annan sólar- hring, og gat ekkert aðhafzt vegna veðursins. — Magnús. Góður síldarafl! hjá Akranesbálum AKRANESI, 8. nóvember. — Síðastliðna tvo daga hafa bor- izt hér á land 2230 tunnur af síld. í gær, mánudag, lönduðu 9 rek- netjabátar samtals 930. Aflahæst- ir voru, Ásbjörn með 130 tunnur og Ásmundur með 120 tunnur. í dag lönduðu einnig 9 bátar um 13000 tunnum. Með mestan afla voru Sveinn Guðmundsson með 204 tunnur og Sigurfari með 216. Sex trillubátar reru í dag og voru með 5—800 kg. hver. Oddur. ÞAÐ var þriggja ára drengur, Finnbogi Helgason, sonur Helga I. Elíassonar húsgagnabólstrara, Kambsvegi 35 hér í bæ, sem hreppti hinn glæsilega 122000 króna bíl í happdrætti Land- græðslusjóðs. Hefur faðir drengs ins veitt bílnum móttöku, en mið ann keypti Helgi á laugardaginn í bílnum, þar sem hann stóð í Bankastræti. Sem kunnugt er var dregið í happdrættinu um mið- nætti aðfaranótt sunnudagsins. Framkvæmdastjóri happdrætt- isins, Baldur Þorsteinsson, skýrði Mbl. frá því í gær að sala happ- drættismiða hafi gengið að ósk- | um. Bað hann blaðið að færa öll- um þeim sem happdrættið studdu þakkir Landgræðslusjóðs. Fimm svananna á gangi. Einn áfftamnginn fórsl í bíhlpi í gær ÞAÐ slys varð um hálf fimm leytið í gær, að ekið var á einn álftarungann á Hringbrautinni og beið hann við það bana. Álftirnar sjö voru að koma sunnan úr mýri og voru á gangi yfir Hringbraut, er bíl bar þar að. Ók hann yfir einn ungann með fyrrgreindum af- leiðingum. Ekki stanzaði toíll- inn, en annar bíll, sem var þar skammt frá, ók hann uppi. Er ökumanninum var sagt, hvern ig komið væri, kvaðst hann að vísu hafa orðið þess var að bíll hans fór yfir eitthvað, en ekki veitt því nánari athygli. Eru þá tveir álftarungarnir látnir en fjórir eru eftir með foreldrum sínum. Tjöld (uku ofan af brúargcrðarmönn- um vfð Hofsá ÞINGEYRI, 8. nóv.: — í norð- austan áhlaupinu sem olli mikl- um fjárskaða í Dýrafirði, í síð- ustu viku, urðu brúargerðarmenn við Hófsá, milli Rauðsstaða og Borgar, að flýja vinnustaðinn, þar sem þeir hafast við í tjöld- um, og leita skjóls í skálum þeim sem byggðir hafa verið fyrir væntanlegt verkafólk við Mjólk- urár. Fuku tjöldin ofan af mönn- unum í aftökunum. Tókst þeim að bjarga áhöldum sínum svo enginn teljandi skaði varð. — Magnús. ILOK þessa mánaðar kemur hingað kínversk ópera á vegum Þjóðleikhússins, sem undanfarið hefir verið í sýningarför á hinum Norðurlöndunum, þar sem hún hefir hlotið geysilega að- sókn og einróma lof. Um þessar mundir er listafólkið í Kaup- mannahöfn, en er væntanlegt hingað 23. nóv. og verður hér til 5. des. Gert er ráð fyrir að það haldi hér 4 sýningar í Þjóðleik- húsinu. 60 MANNS Kínverska óperan, sem hingað kemur, er frá Peking, og er hún talin fremsta klassiska óperan í Kína. Um 60 manns eru í henni, þar með taldir fyrirliðar, hljóm- listarmenn og túlkar. Vegur far- angur flokksins, búningar, tjöld o. fl., sem allt er mjog skrautlegt, um 6 tonn. Með í ferðinni verður forstjóri yfir allri klassiskri óperustarfsemi í Kína, Ch’u Tu- nan, sem er sagnfræðingur að mennt, auk tveggja annarra fyr- irliða. SKRAUTLEGIR BUNINGAR Hin kínverska ópera er afar gömul, eða frá því um 1200, og hefir lítið breytzt síðustu 200 árin. Sameinast í henni þjóðar- list frá hinum ýmsu hlutum Kína og er einkum byggð á þjóðsögum þar í landi. í óperunni er sam- 1 einað söngur, dans og leiklist, en 10 ár tekur að æfa leikara, sem koma fram í óperu, eins og hér um ræðir. Leiktjöldin og búning- 1 arnir, sem notaðir eru, hafa afar- . mikla þýðingu í uppbyggingu óperunnar, en hvort tveggja hefir vakið óskipta athygli, þar sem flokkurinn hefir sýnt, t. d. f Kaupmannahöfn. , I VAKIÐ MIKLA ATHYGLI Þrír kínverskir óperuflokkar eru nú í sýningarför um heim- inn, einn á Norðurlöndum, annar, sem sýnt hefir í Englandi og Frakklandi og sá þriðji í Indó- nesíu. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkur flokkur frá Peking-óper- unni kemur til Vestur-Evrópu, og hefir, eins og fyrr segir, vakið mikla athygli. Enda er hér á ferðinni mikið listafólk, sem flyt- ur óperu, sem er all frábrugðin þeim, er við eigum að venjast. Gelur smátifsaveiin ekki haft skaðleg áhrif á ffislnsfofninn! KEFLAVÍK, 8. nóv. EINS OG MENN muna, var hér mikil ufsaveiði í höfninni um síðustu áramót. Bárust þá á land nærri 1000 lestir af smá- ufsa, er allur fór til bræðslu, en smálestin var keypt á 350 kr. — Nú hefur aftur orðið vart við ufsa hér í höfninni og eru tveir bátar þegar byrjaðir veiðarnar, en hafa lítið aflað til þessa. HÆNDUR AÐ MEÐ SÍLD Sjómennirnir verða að kasta síld fyrir ufsann til þess að hæna hann að. Annar báturinn, Ver, fékk um 25 lestir í morgun, en hinn, Tjaldur, reif lítilsháttar nót sína. LÓÐAÐ Á UFSANN Ufsinn er ekki enn farinn að vaða og verður því að lóða á hann. Það lætur nærri að þessi ufsi sé um 200 gr. að þyngd, en hann getur orðið mjög stór, t. d. 6 ára ufsi allt að 10 kg. og kostar hann þá um 7 kr. stykkið upp úr sjó. HVAÐ UM UPPELDIS- STÖÐVAR UFSANS Hinn 4. janúar s.l. höfðu borizt á land 885 lestir af þessum smá- ufsa, hér í Keflayík. Ég hefi alltaf heyrt að uppeldis- stöðvar ufsans séu í Faxaflóa og vil þess vegna beina þeirri spurn- ingu til fiskifræðinga, hvort þess ar stórfelldu smáufsaveiðar sem átt hafa sér stað í Keflavík s.l, ár, hafi ekki skaðleg áhrif á fiski- stofninn. — Ingvar. ------------------ j Tíðar skipakomur á Akrauesi AKRANESI, 8. nóvember. — Skipakoniur hafa verið tíðar á Akranesi ’ undanfarið. í gær var Vatnajökúll hér og lestaði 1200 pakka af hraðfrystum fiski. — Goðafoss kom í kvöld og er einn- ig að lesta 4000 kassa af hrað- frystum fiski og 140 lestir af fiski mjöli. Þá er von á Drangajökli í kvöld, bg Brúarfossi í fyrra- málið til að taka hér 200 lestir af hraðfrýstri síld. Katia er vænt anleg á næstunni. —Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.