Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 12
li MORGVNBLAÐI0 Miðvikudagur 9. nóv. 1955 - Fóðurfilraun Frh. af bls. 9 verða eina heyverkunaraðferðin, sem notuð er, m. ö. o. votheyið verður bezt með því að verka allan heyfenginn þannig. Vothey- iff fæst bezt með því aff grasiff sé þurrt, þegar slegið er, þ. e. hvorki sé regnvatn á því effa dögg, aff þaff sé á vissu vaxtarstigi, grösin séu ekki fullskriðin og blaðmikil. Reynslan sýnir að þegar þurr- heysverkun er meginatriði, eða að minnsta kosti að jöfnu við votheyið, situr hún oftast fyrir, svo sem eðlilegt er, þegar þurrk- ur er. Kemur þá votheysskapur- inn gjarna á óþurrkakaflana, sem oftast fást fleiri eða færri á sumri hverju. Er votheysskapur- inn að vísu þannig oftast mesta bjargráð, hvað heyöflunina snert- ir, en meira undir hælinn lagt, hve gott votheyið verður. Mér sýnist aff vísu vel unnt aff fóðra á votheyinu eingöngu, þótt verkunin sé eitthvað misjöfn, og einkum er það auffveldara meff sauffféð, þegar hægt er aff beita því. En þaff verffur tvímælalaust auðveldast og öruggast, þegar votheyiff er 1. flokks aff verkun. Ég vil affeins bæta því við, að söxun á grasinu í votheysgeymsl- urnar hefur meginþýðingu til þess aff fá gott vothey. BÚSTOFNINN Á TILRAUNABÚINU — Hvað er tilraunabúið stórt? — Á Skriðuklaustri verða í vet- ur 600 fjár á fóðrum, sem allt er eign tilraunastöðvarinnar. Naut- gripir eru aðeins vegna mjólkur- framleiðslu til heimilis og hross nokkur, einkum vegna fjallskil- anna og afréttarreksturs á vorin. vig. Verksmiðju- húsnœði S00 ferm., er til leigu, nú þegar. 'Stækkun gæti komið til greina, Þeir, sem áhuga hafa á þessu, sendi nafn, á- saant heimilisfangi, til afgr. Mhl., auðkennt: „Holtin — 1955 — 4Ö7“. Halló húseigendur Tvenn reglusöm, harnlaus hjón, sem öll vinna úti, — vantar nú þegar 3ja til 4ra herb. íbúð. Fyrirfram- greiðsla kemur til greina. Tilb, merkt: „í vandræðum' — 409“, sendist Mbl., fyrir sunnudag. — SOLUMAÐUR reglusamur og þaulvanur, einnig mjög kunnugur í verzlunarstöðum kringum landið, óskar eftir atvinnu nú þegar. Fyrirspurnir send ist blaðinu fyrir n. k. mánu- dag, merktar: „Strax — 414“. — Stgurður Reynir Pétursson Hæstaréttarlögmaður. Laugavegi 10. — Sími 82478. - Genfarfutidttr Frarnh af bls 8 nemi 19,9% af fjárframlögum ríkisins í heild — árið 1954 námu þau 17,8%. En þessar tölur eru villandi, ef þær eru bornar sam- an við samsvarandi tölur í vest- rænum löndum. Þær eru villandi vegna þess, að fjárframlög Sovét- ríkjanna í heild eru miklu stærri hluti af þjóðartekjunum en t. d. í Bretlandi. í Sovétríkjunum er mestur hluti ágóðans af iðnaði, landbúnaði og verzlun innifalinn i fjárlögunum, þar sem þar er um ríkisrekstur að ræða. 20% af sovézkum fjárlögum er því mun hærri upphæð en 20% af brezk- um fjárlögum. S JÁTNING VOZNESSENSKY í öffru lagi eru þær vill- andi vegna þess, aff bæffi bein 1 og óbein útgjöld til vígbún- affar í Sovétríkjunum eru | ekki innifalin í þeim fjár- í framlögum, sem ætluff eru til i varnarmála, heldur dreifast framlögin á ýmis önnur sér- stök ráffuneyti. Þetta viðurkenndi fyrrverandi formaður skipulagsnefndar ríkis- ins, Voznessensky, áður en hann var settur af. Og það má ganga út frá því sem vísu, að a. m. k. I talsverður hluti af kostnaðinum (við byggingu hergagnaverk- ; smiðja og herflugvalla er flokk- 1 aður undir „framkvæmdir í þágu þjóðarinnar" og mikill hluti af því fé, sem veitt er til vísinda- legra rannsókna í þágu hernaðar, telst til þeirra fjárframlaga, sem veitt eru til hvers konar menn- ingarmála. i - 0 - j Sá hluti af þjóðartekjunum, sem veittur er til varnarmála og I vígbúnaðar er því mun stærri en fjárlögin gefa til kynna. Óhjá- kvæmilega hljótum við samt að athuga fjárlagatölurnar til að reyna að gera okkur grein fyrir vígbúnaði Ráðstjórnarríkjanna. Samkvæmt þessum tölum hafa fjárframlög Kremlar til vígbún- arar vaxið úr 66,3 þús. millj. rúblna á árinu 1948 upp í 112 þús. milljón rúblur á árinu 1955. f Bretlandi hefir þessi útgjalda- póstur hins vegar vaxið úr 753 millj. sterlingspunda upp í 1,537 millj. sterlingspunda á sama ára- bili. í þessum samanburði verð- ur að taka það til greina, að á þessu tímabili hefir verðlag far- ið stöðugt hækkandi í Bretlandi en stöðugt lækkandi í Sovétríkj- unum. j Svo að raunverulega næmi vígbúnaðarkostnaður Breta í ár um 1,100 milj. sterlingspunda mið að við verðlag 1948 en hinsveg- ar allt að því 180,000 millj. rúblna í Rússlandi miðað við verðlag þar árið 1948. Og þetta breytir gildi talnanna talsvert. — a — Það er ekki hægt aff ðraga sannar ályktanir af tölunum — þær sýna okkur affeins, aff öll sú þekking, er viff höfum á vígbúnaffarfjárframlögum Rússa er mjög af skornum skammti. Svo aff bendi Rússar á tölur fjárlaganna og vilji byggja samanburð á þeim, sjá- um viff skjótlega, aff þær gefa ekki réttar upplýsingar um hlutfalliff milli þess vígbúnaff- ar, sem stórveldin árlega bæta viff sig. hefst iim §l FéSagið hef&ir íagt drög að því að fá Fjaila-Eyvind effir áramótin KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Filmía, hefur vetrarstarf sitt um næstu helgi, og hefst þá þriðja starfsár félagsins. í fyrra voru sýndar á vegum félagsins 16 úrvalsmyndir og er áætlað, að sýna jafn- margar myndir í vetur. Fjórar myndir munu verða sýndar fyrir jól, ein ítölsk, ein brezk og ein mexíkönsk. MARIA CANDELARIA Myndin, sem sýnd verður um næstu helgi, heitir Maria Candel- aria. Er það mexikönsk verð- launamynd, sem gerð var árið 1945. Leikstjóri er Emilio Fern- andes en ljósmyndarinn Gabriel Figueroa. Hafa þeir félagar löngum unnið saman að kvik- myndagerð og gert margar heimskunnar myndir, svo sem La Perla, Bougainvilia, Las Ab- r Arn\ CJud/óosson l\énaí)sdónislo^truu)un Málflutningsskrifstofa Garðastræti 17. Einar Asmundsson hrl. Alls konar lögfræðistörf. Fasteignasala. Hafnarstræti 5. — Sími 5407. Úr kvikmyndinni Maria Candel- aria. andonadas, Flor Silverstre. — í öllum þessum myndum leikur aðalhlutverkið Dolores Del Rio, en mótleikari hennar í Maria Candalaria er Pedro Armendariz. Myndin gerist í þorpinu Xohim- iloo í Mexíkó og fjallar um ástir og ástríður þorpsbúa. ÞRJÁR MYNDIR SÝNDAR FYRIR JÓL Hinar myndirnar sem sýndar verða fyrir jól, eru ítalska mynd- in Sciuscia, eftir Vittorio Da Sica. Einnig brezk hrollvekja, Odd man out, er gerist í Norð- ur-írlandi, eftir Carol Reed, sem einnig hefur gert Þriðja mann- inn. — Aðalhlutverkið leikur Jcimes Mason. Ef til vill verður einnig sýnd brezk fræðslumynd, Overlanders, sem gerist í Ástra- líu. — Þá verður sýnd fyrir jól hin gamalkunna franska mynd, Hotel Du Nord, eftir Marchel Carné. Myndin er gerð 1938 og meðal leikenda eru þau Louis Jouvet og Arletty. LÖGÐ DRÖG AÐ ÞVÍ AÐ FÁ FJALLA-EYVIND Síðar verður skýrt frá því, hvaða myndir Filmía sýnir eftir áramót, en geta má þess, að fé- lagið hefur lagt drög að því að fá hingað Fjalla-Eyvind og einn- ig Herr Arnes pengar, frá Sví- þjóð. Lokasvar hefur ekki ennþá borizt því viðkomandi. SAMA ÁRGJALD OG SÍDASTLBEHNN VETUR Eins og síðastliðinn vetur, fara sýningarnar fram í Tjarnarbíói. Ákveðið hefur verið að sýna á sunnudögum aðra hverju viku og jafnvel einnig á laugardögum, ef næg þátttaka verður. í því sam- bandi má geta þess, að í fyrra komust að langtum færri en vildu og varð þá að sýna báða dagana. — Sunnudagssýningar hefjast kl. 13, en laugardags- sýningar kl. 15. Ársskírteini kosta 75 kr. fyrir manninn, sem er sama verð og í fyrra og gilda þau sem aðgöngumiði handhafa að öllum sýningum félagsins. Skírteinin verða afhent í Tjamarbíó í dag (miðvikudag) kl. 17—19 og einnig á morgun og föstudag á sama tíma. - Brúastæði Frh. af bls. 9 því, er tillagan greinir, svo að fyrir liggi ýtarlegar, hlutlausar upplýsingar kunnáttumanna um öll þau atriði, er máli skipta í þessu sambandi, áður en endan- legar ákvarðanir eru teknar. Áríðandi er, að rannsókninni verði hraðað, svo að bygging Norðurárbrúar þurfi ekki að tefj ast af þeim sökum. BEZT AÐ AVGLfSA í MORGVNBLAÐim L. R. laugardapsýninpr LEIKFÉLAG Reykjavíkur tók upp þá nýbreytni í fyrra, að hafa leiksýningar á laugardögum kl. 5. Sýndi félagið „Frænku Char- leys“ á hverjum laugardegi nær allan veturinn og mæltust þess- ar sýningar svo vel fyrir hjá fólki, sem vill létta sér upp á laugai'degi, en eiga þó kvöldið ónotað heima fyrir eða annars- staðar, að félagið hyggst hafa sama hátt í vetur. Hefur félagið valið til laugardagssýninga gam- anleikinn „Inn og út um glugg- ann“, en hann var svo seint á ferðinni í vor, að færri komust að til að sjá hann en vildu. Voru þá hafðar 9 sýningar á þessum sprenghlægilega gamanleik en Árni Tryggvason, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Haukur Óskarsson og Sigríður Hagalín, leika aðalhlutverkin. Verður fyrsta sýningin á laugardaginn kemur. Vegna mikillar aðsóknar að nýja íslenzka gamanleiknum eft- ir Agnar Þórðarson „Kjarnorka og kvenhylli“, hefur Leikfélagið fjölgað sýningum í vikunni. — Verður leikurinn sýndur í kvöld og aftur á föstudagskvöld. Að gefnu tilefni óskar félagið þess, að þeir, sem slá saman og panta aðgöngumiða fyrir hópa, geri það með nokkrum fyrirvara UIMGLIIMG Vantar til að bera blaðið til kaupenda við EFSTASUND Talið strax við Morgunblað- ið. — Sími 1600. — 3 i U Verðlaunalög 8.K.T. keppninnar 1955 eru komin út á nótum. 11 L Ö G í tveim heftum. Verð kr. 14.00 heftið. Öll vinsælustu lögin: EYJAN HVÍTA, BERGMÁL, EINU SINNI VAR, HEIMÞRÁ, VORKVÖLD, VIÐ MÆTTUMST TIL AÐ KVEÐJAST, UPP TIL HEIÐA, SKAUTADANS. HEILLANDI VOR, LITLA BLÓMIÐ Sendum gegn póstkröfu. Aðalútsala: níJÓDFÆHAVERZL VN ttwrfy | Lækjargötu 2 — Sími 1815. M ARKÚS Eftir Ed Dodd 1) Þegar Markús og Friðrik ekki bát Kobba, því að hann er sigla fram hjá eyjunni, sjá þeir. hinumegin. 2) — Eg verð að koma Birnu til læknisins. En ég er svo þreytt ur í handleggjunum. 3) — Hann er að breyta um vindátt. Ég get ekki róið lengur. Ég verð að hvíla mig. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.