Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIB R Stórmerk fóhurtdraun á sauðfé Uppdráttur þessi sýnir fram-Skagafjörðinn. Krossinn sýnir hugsanlegt Sirúarstæði á Héraðsvötnum og slitna línan veginn að henni af Skag- fTirðingabraut. En svo eru uppi skiptar skoðanir uni, hvort brú eigi æð gera á Norðurá, þar sem merkt er I eða II. tmsókn fari fram á vega- kerfi og brúarsfæðnm við Horðurá Þingsályktunartillaga Jóns Sigurðssonar Sósigs Péfursson tilraunastjóri cð Skriðuklaustri segir fréttir af Fljótsdalshéraði NÝL.EGA átti Morgunblaðið viðtal við bóndann og tilraunastjór- ann að Skriðuklaustri í Fljótsdal, Jónas Pétursson. Segir hann hér frá almennum tíðindum af Héraði, m. a. virkjun Grímsár og byggingu Lagarfljótsbrúar. Svo lætur hann í ljós skoðun sína á rafmagnsmálum Austfirðinga, sem um alllangt skeið hafa verið talsverð deilumál á Austurlandi. Síðast segir Jónas frá gagnmerk- um tilraunum, sem hann hefur haft með höndum á tilraunabúinu að Klaustri. Sérstaka athygli vekur tilraun hans með fóSrun fjár á votheyi eingöngu og verður fróðlegt að vita hverjar verða endanlegar niðurstöður þeirrar tilraunar, þegar 'lokið hefur verið við utreikning þeirra hjá tilraunaráði búfjárræktar. — Hvað er að segja um hey- ' skap og hagnýtingu hjá ykkur á Fljótsdalshéraði og nálægum sveitum? I ;— Segja má að heyskapurinn hafi gengið með afbrigðum vel í sumar, en grasvöxtur var léleg- ur lengi framan af sumri. í vor var mikill klaki í jörð einkum á Upp-Héraði, en síðastliðinn I vetur var þar frostasamur en 1 snjóléttur. Þurrkar voru miklir í 1 vor og einkum í sumar og eru i þessar tvær orsakir einkum til ' þess hve gras spratt seint. S Heyskapur hófst almennt fyrri hluta júlímánaðar og er það | nokkru seinna en verið hefur undanfarin 2 ár. Nýting heyja var með afbrigðum góð og hey- fengur í meðallagi að vöxtum. I JON SIGURÐSSON, annar þingmaður Skagfirðinga, hefur á Al- þingi borið fram þingsályktunartillögu um rannsókn til undir- búnings vegagerð í Skagafirði og ákvörðun brúarstæða í því sam- ' bandi. Er þetta vegna þess að ýmsar raddir eru uppi um hvar «eigi að staðsetja brýr yfir Norðurá og framarlega yfir Héraðsvötn. Tillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á aúkisstjórnina: 1. Að láta fara fram rannsókn á, hvernig bæjunum sunnan Norðurár í Skagafirði verði haganlegast komið í gott og óruggt akvegasamband, jafn- framt því sem höfð sé hliðsjón af kostnaði ríkissjóðs og sýslu- vegasjóðs Skagafjarðarsýslu af þessum framkvæmdum. Við þessa rannsókn sé auk væntanlegrar Norðurárbrúar, sem tengir þessa bæi við þjóð- veginn út Blönduhlíðina, höfð i huga hin fyrirhugaða brú á lléraðsvötnum sunnan Norð- wrár, sem er ætlað að tengja þessa bæi við aðalsamgöngu- leiðina vestan Héraðsvatna um sýsluveginn hjá Litladalskoti og Héraðsdal á Skagfirðinga- veg hjá hinni nýju brú á Svartá hjá Reykjum. 2. Að láta athuga leiðina um þessar fyrirhuguðu brýr á sýsluveginn hjá Litladalskoti og Iléraðsdal, til þess að úr 3>ví fáist skorið, hvort þetta verður ekki álitlegasta leiðin, sem kostur er á til að halda opnum samgöngum við héruð- in norðan Öxnadalsheiðar, þegar þjóðvegurinn á leiðinni um Silfrastaðafjall til Varma- hlíðar lokast, svo sem dæmi eru til. 3. Að ákveða brúarstæðin á Norðurá og Héraðsvötnum að loknum þessum rannsóknum og í samræmi við það, er nið- urstöður þeirra gefa tilefni til. ÁTTA BÆJUM KOMIÐ í AKVEGASAMBAND í greinargerð segir m. a.: Byggðin sunnan Norðurár í Skagafirði, sem nú er alls 9 bæir, er innilokuð af tveimur óbrúuð- um stórám, Norðurá og Héraðs- vötnum. Lögum samkvæmt á að byggja brú á Norðurá og aðra á Héraðsvötn litlu innar í hérað- inu. Hefur fé þegar verið veitt á fjárlögum til Norðurárbrúar. Þegar bygging beggja brúnna er lokið, er aðstaða til að koma 8 af bæjunum innan Norðurár í gott akvegasamband við aðal- samgönguleiðir héraðsins beggja vegna Héraðsvatna, þ. e. þjóðveg- inn út Blönduhlíðina og Skagfirð ingabraut til Sauðárkróks. BYGGÐ AUSTAN OG VESTAN TENGD Auk þessa er þessum tveimur brúm ætlað að tengja saman byggðirnar báðum megin Héraðs- vatna í framhluta Skagafjarðar og stytta um leið Dalamönnum og öðrum Fram-Skagfirðingum mjög leiðina til Akureyrar og héraðanna norðan Öxnadals- heiðar. ALMENN SAMGÖNGULEIÐ Loks opna þær nýja samgöngu- leið fyrir langferðabifreiðir af þjóðveginum í Silfrastaðafjalli á sýsluveginn hjá Litladalskoti og Héraðsdal, yfir Tunguveitina á Skagfirðingaveg til Varmahlíðar, sem grípa má til, þegar þjóðveg- urinn frá fyrirhugaðri Norðurár- brú um Blönduhlíð til Varma- hlíðar lokast af einhverjum ástæðum. MARGT ÞARF AÐ ATHUGA Af þessu er ljóst, að hér er margt, sem þarf gaumgæfilegrar athugunar, og að framangreindar brýr eru ekki aðeins byggðar til þess að leysa nokkur heimili úr óralangri einangrun. Báðar brýrnar í sameiningu og vegirnir, sem að þeim liggja, verða einnig, eins og þegar hefur verið bent á, þýðingarmiklir hlekkir í samgöngukerfi héraðs- ins og jafnvel alls Norðurlands. Við val á brúartæðum verður því að taka tillit til hvors tveggja, þarfa heimilanna, sem þarna eiga hlut að máli og hinnar almennu umferðar. Vegna náins sambands milli þessara tveggja brúa er nauð- synlegt, áður en brúarstæðin eru ákveðin, að rækileg athugun hafi farið fram á því, hvernig vega- kerfinu á þessum slóðum verði bezt fyrir komið, og að fyrir liggi, hver verður kostnaður ríkissjóðs og sýsluvegasjóðs eftir því, hverj- ar leiðir eru valdar. Ennfremur gerir ágreiningurinn um brúar- stæðið á Norðurá, sem risinn er upp innanhéraðs, það vænlegra til samkomulags og hyggilegra úrslita, að rannsókn fari fram á Frh 4 bls. 13 FÉ HEIMTIST VÆNT AF FJALLI — Var fé ekki vænt í haust? — Jú, fé heimtist yfirleitt með bezta móti af fjalli í haust og eru þess dæmi t. d. á Jökuldal að meðalkroppþungi hafi verið 19—20 kg. á heimili við slátrun í haust. Yfirleitt mun nú hafa verið sett á vetur með flesta móti. Það mun vera almennur áhugi meðal bænda eystra áð bæta fóðrun fjárins og auka þar með afurðir eftir hvern einstak- ling, m. a. með því að fá fleiri ær tvílembdar. Sauðfjárræktar- félög hafa nú verið stofnuð í flestum hreppum Héraðs og ná- grennis fyrir forgöngu héraðs- j ráðunautarins, Páls Sigurbjörns- sonar. MIKLAR FRAMKVÆMDIR Á VEGUM HINS OPINBERA — Hvað er að segja um verk- legar framkvæmdir? — Óvenju miklar opinberar framkvæmdir eru á Fljótsdals-' héraði um þessar mundir. Hafin er nú bygging hinnar nýju brúar á Lagarfljóti. Er það mesta brú- j armannvirki á landinu og mun bygging hennar taka að minnsta kosti 2 ár, en framkvæmdir voru hafnar í septembermánuði s.l. Yfirsmiður er Þorvaldur Guð- jónsson frá Akureyri og með honum er flokkur brúarvinnu- manna, en auk þeirra vinnur við brúna allmargt manna af Héraði. Brúin er röskir 300 m. á lengd og verða á henni tvær akbrautir. Hún verður timburklædd járn- bitabrú á steyptum stöplum. Jónas Pétursson tilraunastjóri. BURÐARMAGN GÖMLU BRÚARINNAR MINNKAÐ — Vegna vinnu við nýju Lag- arfljótsbrúna varð ekki hjá því komizt að veikja burðarstyrk gömlu brúarinnar á pörtum, en nýja brúin er byggð fast við þá gömlu. Varð því að takmarka hámarksþunga flutningatækja, er um brúna þurfa að fara, við 6 tonn. Veldur þetta talsverðum óþægindum fyrir öll byggðarlög- in vestan Lagarfljóts, sem þurfa að flytja þungaflutning sinn yfir brúna, en mikið var enn óflutt af haustþungavörum er bygging brúarinnar hófst. Það ber að at- huga, að þessar sveitir verða að birgja sig upp til vetrarins með eldsneyti og matvörur, þar sem samgöngulaust getur verið við sumar sveitirnar 7—8 mánuði úr árinu. VIRKJUN GRÍMSÁR OG RAFORKUMÁL AUSTFIRDINGA — Þá stendur yfir virkjun Grímsár í Skriðdal og verður þar reist allmikið mannvirki. Er áætlað að virkja þar 3600 hest- öfl. Þegar vinnur þar allstór vinnuflokkur við byggingu húsa, sprengingar o. fl. undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar. Annars vil ég taka það fram, úr því að við minnumst á virkjun Grímsár, að ég tel raforkufram- kvæmdirnar hafa verið teknar raunalegum mistökum, með þess- ari byrjun. Ef lagning línu frá Skriðuklaustur í Fljótsdal. ! Laxá í Þingeyjarsýslu austur á Fljótsdalshérað er framkvæman- | leg í formi þeirrar áætlunar, er gerð hefur verið, átti lagning línunnar tvímælalaust að vera framkvæmd fyrst. Þannig hefði fengizt meiri orka og fyrr til nota hér eystra. Og þá hefði von- andi, eftir eitt til tvö ár, legið ijósara fyrir, hvort ekki væri framkvæmanleg og tímabær fullnaðarvirkjun Lagarfoss, sem einn getur fullnægt raforkuþörf Austurlands um margra ára bil og auk þess gat orkan þaðan far- ið eftir Laxárstrengnum, til við- bótar Norðlendingum, þegar full- notuð yrði þar orka nýju Laxár- virkjunarinnar. VIRKJUN GRÍMSÁR FULLNÆGIR ALLS EKKI ÞÖRFINNI Tenging orkuvera milli lands- fjórðunga er skynsamleg og nauðsynleg, ef framkvæmanleg er með hóflegum kostnaði. En mér sýnist hætta á, að þó Laxár- línan sé fyrirhuguð eftir að Grímsárvirkjunin er fullgerð, sem þýðir að rafmagn að norðan kemur tæpast til nota eystra fyrr en 1958 eða jafnvel 1959, þá verði orðið lítið til að miðla frá Laxá. En Grímsárvirkjunin, sem áætluð er mest 2400 kw., gerir lítið eða ekkert meira en leysa af hólmi þær dýru dieselstöðvar, sem nú framleiða rafmagn fyrir sjávarþorpin eystra og fullnægja þó hvergi nærri þörfinni, sem þegar er fyrir hendi. Má segja að það sé súrt í broti fyrir byggð- ir Héraðsins að vita af þessu dýra mannvirki rísa þarna, án þess að eiga þess nokkra von, að verða aðnjótandi gæða raf- magnsins. TILRAUNIR MEÐ JARÐRÆKT OG FÓÐRUN BÚFJÁR — Hvað villt þú segja um ár- angur tilrauna þinna á tilrauna- búinu að Skriðuklaustri? — Eins og kunnugt er, er á Skriðuklaustri jarðræktartil- raunastöð. S.l. sumar voru þar framkvæmdar margar tilraunir með áburð, samanburð á grasfræ- blöndum, einstakar grastegundir, kartöflur, korn og grænfóður, sem yfirleitt tókust vel og munu, er þær hafa verið gerðar upp, mynda traustan hiekk í þeirri keðju, er tilraunastarfsemin er að smíða til eflingar og öryggis land búnaðinum. Þess má geta að belgjurtir döfnuðu með ágætum og stóðu bæði ertur og flækjur fagur- blómstraðar í ágústlok. Bygg var prýðilega þroskað, en kartöflurn- ar nokkuð misjafnar. SAMANBURÐUR Á FÓÐRUN FJÁR Á VOTHEYI OG SÚGÞURRKAÐRI TÖÐU Auk jarðræktartilraunanna er rekið sauðfjárbú. Voru fram- kvæmdar fóðurtilraunir s.l. vet- ur. Alls voru í fóðurtilraunum og athugunum hátt á fjórða hundrað fjár. M.a. var þar tilraun með sam- anburðarfóðrun á votheyi ein- göngu annars vegar og súgþurrk- aðri töðu hins vegar. Voru 70 ær í hvorum flokki. Afurðir voru og vegnar og athugaðar í haust. —- Þessi tilraun verður gerð upp af tilraunaráði búfjárræktar og ár- angur þá birtur og vil ég sem minnst um hana segja að svo I komnu. | En ekki virtist mér það veru- 1 legum vandkvæðum bundið að fóðra á votheyinu eingöngu, en | geta má þess, að ánum var beitt na^r alla daga vetrarins. Báðir \ flokkarnir gáfu góðar afurðir og ærnar voru með þyngsta móti i i haust. VOTIIEYSVERKUN OG FÓÐRUN FJÁR Á ÞVÍ — Hver er skoðún þín á vot- heysverkun og fóðrun fjár á því? — Ég held að til þess að verkun votheys verði ætíð svo góð, sem kostur er, þurfi hún helzt að Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.