Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. növ. 1955 MORGVNBLAÐIÐ UM DAGANA 12. til 16. september voru haldnir hinir árlegu aðalfundir Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans. — Bæði þessi alþjóðafyrirtæki hafa höfuðsetur sín í Washington í Bandaríkjunum, en í þetta sinn voru aðalfundir þeirra haldnir í Istanbul í Tyrklandi. Til þessara funda koma menn bvo að segja frá öllum þjóðlönd- um veraldar, til þess að ræða efnahagsmál og bankamál. Það eru aðallega aðalbankastjórar þjóðbankanna og fjármálaráð- herrar landanna, sem eru fulltrú- ar á þessum fundum. Margir þessara aðalfulltrúa hafa með sér heilan hóp ráðgjafa og aðstoðar- manna. Auk þess hefur sá háttur verið upptekinn, að bjóða all- mörgum bankastjórum frá stór- bönkum ýmsra landa, sem gest- um á fundinn. Björn Ólafsson, fyrrv. ráð- herra og Jón Árnason, fyrrv. Landsbankastjóri, mættu sem að- alfulltrúar fyrir ísland. Lands- banka íslands var sýnd sérstök viðurkenning í þetta sinn með því að bjóða mér að sækja fundi þessa sem gestur. Að koma til Tyrklands og sjá hinn forna Mikiagarð, borgina við Bosporussund, sem lengi hét Konstantinopel, en nú ber nafnið Istanbul, er efni í sögu, sem gam- an væri að segja, en verður þó að bíða annars tækifæris. En ég tel ástæðu til að ræða nokkuð um þau mál, sem voru tilefni fundanna, efnahagsmál. STARF GJALDEYRISSJÓÐSINS Á þessum fundum voru að sjálfsögðu haldnar margar og merkar ræður. Má þar sérstak- lega nefna framsöguræðu aðal- bankastjóra Alþjóðabankans, E. Black, ræðu aðalframkvæmda- stjóra Gjaldeyrissjóðsins, Ivar Rooth, og ræður fjármálaráð- herra Bretlands og fjármálaráð- herra Bandaríkjanna. Það var sameiginlegt með öll- um þessum ræðumönnum að leggja rika áherzlu á þá miklu nauðsyn allra þjóða að leggja kapp á að skapa og viðhalda iafn- vægi í efnahagsmálum, því þá •— og aðeins þá — væri hægt að tryggja þegnum þjóðfélaganna varanlega bætta afkomu og betri lífskjör. Ivar Rooth gerði grein fyrir starfi Gjaldeyrissjóðsins, að sjóð- urinn hefði leitazt vdð að aðstoða þjóðir þær, sem eru sjóðfélagar, í því að leysa höft og koma á frjálsari og heilbrigðari viðskipt- um þjóða í milli. Hann gerði grein fyrir miklum framförum á þessu sviði, en lagði þó áherzlu á, að enn þyrfti að auka frelsi í við- skiptum og öryggi, koma á yfir- færslufrelsi eða sem frjálsustum peningafærslum milli þjóða. Þetta getur þó ekki orðið, nema hver þjóð heima fyrir skapi jafn- vægi í sínum eigin efnahagsmál- um. NOKKUR LÖND í GREIÐSLUVANDRÆÐUM Síðan sagði hann: Þó segja megi að fjárhags- ástæður mikils hluta veraldar hafi þegar náð sér eftir ógnir og erfiðleika stríðsins, þá eru þó enn nokkur lönd í greiðslu- vandræðum. Þessi vandræði stafa oft af verðbölgu, sem orsakast af ógætilegri opinberri eyðslu eða ógaetilegri fjárfestingu einstakl- inga og opinberra aðila. í all mörgum löndum vírðast kauphækkanir meiri en svara til aukinnar framleiðslu og veikja aðstöðu landanna til eðlilegrar þátttöku í mllliríkja verzluninni. Mjög vantar enn á að öll lönd hafi lært þá list að hafa og við- halda mikilli atvinnu, án þess að lenda í hættum verðbólgu, sem stafar af ofþenslu á vinnumark- aðinum. Gjaldeyris- og fjármála- stefna er ekki heilbrigð eða raun- hæf, nema að henni heppnist að skapa og viðhalda réttu jafnvægi Ræða Vilhjáfms Þórs hankastjóra flutt i Rikisútvarpið s.l. mánudagskvöld milli hækkunar launa og aukn- ingar framleiðslunnar. Að öðrum kosti grefst undan efnahagskerf- inu með stöðugt vaxandi verð- bólgu. Þannig var talað af þessum reynda manni, sem um langt ára- bil var aðalbankastjóri Sænska þjóðbankastjórans og nú um nokkur ár hefur verið aðalfram- kværndastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. —★— Ef við hér heima á ís-landi iát- um þessi aðvörunarorð verða til þess, að við athugum grandgæfi- lega okkar gang, hvernig er þá ástandið hjá okkur. — Erum við á hinni réttu braut? Auðsætt virðist, að svarið er langt frá því að vera jákvætt. Til þess að jafnvægi sé og geti haldist í þjóðarbúinu, isarí' at- vinna að vera svo, að aVlir geti fengið vinnu, en eftirspurn eftir vinnu má ekki vera svo mikil, að vinnuaflið sé á uppboði. KAUPGJALD OG FRAMLEIÐSLA Kaupgjald þarf að vera í sam- ræmi við afköst atvinnuveganna og í samræmi við verðlag þess, sem framleitt er. Framboð vöru og verðmæta þarf að vera í samræmi við þann kaupmátt, sem á hverjum tíma er með þjóðinni. i Allir munu sjá, að ekkert af þessum grimdvallar skilyrðum er nú hér fyrir hendi, a. m. k. ekki hér á Suðvesturlandí, þar sem meiri hluti þjóðarinnar býr. i Á s.l. vori hækkaði kaupgjald mikið. Hækkaði vegna þess, að eftirspurn eftir vinnuafii var orð- in miklu meiri en framboðið. Það hafði ekki verið séð fyrir því, að framkvæmdir takmörkuðust við það vinnuafl, sem fyrir hendi var með venjulegurn vinnulaunum. Kaupið hækkaði í krónutölu og vísitöluskrúfan byrjaði að skrúfa allt upp aftur, og heldur áfram að gera það. Fyrr en varir eru ímynduð bætt kjör orðin að engu, eða rninna en engu. | Allir vita hvað langt er frá því að hér sé samræmi kaupgjalds og útflutningsverðmæta. Þegar 1951, í byrjun ársins, var svo komið, að útgerðarmenn bátaflotans tjáðu ríkisstjórninni að bátum þeirra gæti ekki orðið haldið út nema bætt skilyrði fengjust til útgerð- ar. Útgjöldin voru orðin meiri en afurðirnar skiluðu með útflutn- ingsverðinu. I Til þess að bjarga þessum at- vinnuvegi, ákvað ríkisstjórnin að skapa hér svokallaðan bátagjald- eyri. Lagt var 60% gjald og 25% gjald á vissar vörutegundir. sem til landsins fluttust, og það sem þannig innheimtist, rann sewi verðhækkun á útfluttar afurðir bátaflotans. Þetta gjald var aðal- lega lagt á þá vöru, sem var lítt nauðsynleg. Þessu hefur síðan verið haldið áfram hvert ár. ORSAKA GJALDEYRIS- EYÐSLU ! Á árinu 1954 komu eigendur togaraflotans til rikisstjórnarinn- ar og tjáðu sig ekki geta gert tog- ara sína út með þeim tilkostnaði, sem orðinn var. Útflutningsverð- mæti aflans hrökk ekki fyrir út- gerðarkostnaði. Eftir að nefnd hafði fjallað um málið og athug- að hvað gera skyldi, var ákveðið að veita togurunum styrk til út- gerðarinnar, 2000 kr. á dag. En peninganna var aflað með því að leyfa innflutning á fólks- bílum og skattleggja þá sérstak- lega m^ð 100% aukaskatú i þessu augnamiði. Sá megin ókostur er á báðum þeim leiðum, sem farnar voru til fjáröflunar til styrks sjávarút- veginum, að báðar orsaka þær mikla gjaldeyriseyðslu, eyðsju fyrir vörur sem vissulega bera ekki réttnefnið lífsnauðsynjar. Hve alvarlegt þetta er, má sjá á þessu: Á rúmlega einu ári, frá sept. í fyrra þangað til r okt. í ár, er búið að verja yfir 50 millj. kr. fyrir fólks- og sendibílainnflutn- ing. Til að fullnægja bátagjaldeyris þörfinni fyrir árið 1954, mun gjaldeyriseyðslan verða yfir 185 millj. króna. Loks er svo það alvörumál, að nú er vitað, að bæði togara- og bátaeigendur teija vonlaust að halda þessum aðal gjaldeyrisafl- andi atvinnuvegum landsins gang andi, nema til komi verulega auk- in fríðindi í viðbót við þau sem nú eru. í viðbót við allt þetta er svo það, að sildveiðar í Faxaflóa stöðvuðust í haust. Til þess að veiði héldist éifram, hét ríkis- stjórnin styrk á útflutta Faxasíld. Þessi styrkur mun nema um níu milljónum króna. Rikissíjórnin befur einnig heit- ið að veita uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir og er líklegt talið, að þær muni verða um 15 milljónir krónur fyrsta árið. OF MIKIL FJÁRFESTING Fjárfesting á árinu sem leið var orðin svo mikil, að af stafaði mikil hætta, bæði vegna gjald- eyriseyðslu og vegna kapphlaups um vinnuaflið. í ár er talið að íjárfesting í byggingu íbúöar- húsa nemi helmingi hærri fjár- haeð en á fyrra ári. Enda eru bygg ingaframkvæmdir í Reykjavík og nágrenni svo gífurlegar, að undr- um sætir. Kappklaupið um að ná múrsmiðum og trésmiðum í vinnu er sagt óskaplegt. Afleið- ingarnar eru augljósar. Ég ætla að allir sem til þekkja, sjái að ástandið í landinu í dag er þannig: . Hér ríkir meiri kaupmáttur en hæfilegur er samanborið við þau verðmæti, sem fáanleg eru, ekki sízt borið saman við gjaldeyris- tekjur þjóðarinnar. Hér ríkir meiri eftirspurn eftir verðmætum, en hægt er að full- nægja, þar af leiðandi er hér uppskrúfun verðlags, sem er ó- heilbrigð og hættuleg. Af þessu leiðir eða getur leitt kapphlaup um alls konar fram- kvæmdir án heilbrigðar undir- byggingar, og kapphlaup um að eignast fasta hluti í stað peninga eða innstæðna. Kapphlaup um að skulda frekar en greiða skuldir sínar. Allir bankarnir, allir, og þar með talin sparisjóðsdeild Lands- bankans, hafa látið svo undan lánbeiðnaþunga einstaklinga, fyrirtækja, bæjarfélaga og þess opinbera, að þeir eru búnir að lána út allt sitt fé, allan spari- sjóð, alla eigin sjóði og sjálfir komnir í skuldir við seðlabank- ÚTLÁN BANKANNA Útlán þeirra banka, sem ég þekki til hjá, hafa ekki á þessu ári verið til kaupa á óþarfa, ef útlána aukning er til verzlunar, er það aðallega til eldsneytis- kaupa. Lánin hafa verið til út- gerðar, til landbúnaðar, til raf- væðingar landsins, til húsabóta almennings, en allt samanlagt svo mikil útlán, að úr hófi er og nú hlýtur að stöðvast. Að sjálfsögðu verður þó kappkostað að uppfylla gefin loforð. Gjaldeyrisstaða lándsin.s út á við er einna gleggstur mælikvarði á hvað við getum leyft okkur í eyðslu og hvað ekki. Þvi er rétt að athuga hvar við stöndum á þessu sviði. Það má líkja þessu við beimit- Frjvmh. á bla. 10 Ferðaíélagið varðaði leiðiriiar ^ iiíii byggðir landsins og nbyggðir Frá „sviðamessu" Ferðafélagsins HIN árlega „sviðamessa“ Ferða- félags íslands fór fram í Skíða- skálanum á sunnudaginn. Til hennar hefur ferðanefnd félags- ins boðið árlega stjórn þess, far- ( arstjórum og ýmsum mönnum sem stutt hafa félagið í starfi og svo blaðamönnum. Ekið var austur á Hellisheiði og gengið þaðan niður í Skíða- skála, þar sem sezt var að veizlu- ] mat, sem hinn ágæti gestgjafi , Skíðaskálans, Steingrímur Karls ! son hafði framreitt. í brekkun- j um ofan við skálann var nokk- ur snjor, og nokkrir ungir skiða- garpar úr bænum kömu þangað með skíði sín, en færið var ekki gott, snjórinn þungur mjög og blautur enda frostlaust veður þar efra undanfarin dægur. RÆÐA FORSETA í naíni ferðanefndar bauð Lárus Ottesen framkvæmda- stjóri gesti veikomna, en meðan setið var að borðurn flutti for- seti félagsins Geir Zoega vega- málastjóri, ræðu og gerði að um- talsefni ýmsa þætti í félagsstarfi Ferðafelagsins. Hann minntist á útgáfu Árbókanna, sem nú er orðið hið merkasta safn með 28 bókum. Um útgáfu þeirra sagði Geir, að þær hefðu hlotið góða dóma og væru þær félaginu til hins mesta sóma, svo og höfund- um þeirra. Fyrirhugaðar eru nokkrar bækur enn í safnið og verður Árnessýsla næsta bókin í Árbókaílokknum. Forseti minntist þess að er Ferðafélag Íslands var stofnað fyrir 25 árum, hafi félagsmenn verið 540, en nú um 6000. Hann kvað það nauðsynlegt fyrir félagið að stefna að því að auka all-verulega tölu félagsmanna. Ferðafélagið setti sér það mark er það var stofnað, að vinna að þeim málum sem þjóðinni væru hugstæð: að kynnast sínu eigin landi, og enn vilj'um við að félag vort verði félag allra lands- manna, sagði ræðumaður. MIKIL ÞÁTTTAKA Á ERFIDU SUMRI Forseti Ferðafélagsins kvaðst geta flutt gestum félagsins þau gleðifíðindi, að á síðastliðnu sunrri, hinu mesta óþurrkasumri sem orðið hefur á þessari öld, hafi fleiri þátttakendur varið með í hópferðum Ferðafélagsins um bvggðir og óbyggðir lands- ins, en nokkurt ár annað. Voru farnar 50 ferðir og voru þátt- takendur 1300. Þess er þó að geta að fimm sæluhús félagsins á Kjalvegi einangruðust. Vegna aurbleytu var aldrei fært í neitt þeirra og var þetta vissulega mi'kið áfall fyrir félagið. Ferða- félagið hefur lagt allt kapp á að þurfa ekki að leita á náðir hins opinbera um fjárstyrki, og svo mun enn verða. í Heiðmörk hafa félagsmenn. [j Ferðafélagsins gróðursett um 30 i þús. trjáplöntur. Nokkuð minntist ræðumaður á rekstur sæluhúsanna og kvað ýmislegt þurfa að gera til við- halds þeim. Kvaðst forseti félags ins vonast til að þess yrði ekki langt að biða að Ferðafélagið gæti lagt út í smiði á nýjmsælu- húsi. Forseti Ferðafélagsins, Geir Zoega, lauk máli sínu með þvi að leggja út af hinu táknræna merki félagsins: VörðunnL Mcð stofr. m Ferðafélagsins var vak- inn áhugi manna fyrir ferðalög- um um landið, síðan hafa fleiri aðilar tekið þátt í þessu land- kynningarstarfi. Frumkvæðið að þessu starfi var hjá stofnendum Ferðafélags íslands, sem í starfi sínu hefur varðað leiðirnar um |j byggðir og óbyggðir íslands, sagði Geir Zoega. UNGA FÓLKIÐ Einn hinna ötulu fararstjóra Ferðafélagsins, Hallgrímur Jónaa son, upplýsti að áberandi hefði verið live ungt fólk hefði verið fjölmennt í ferðamannahópun- um í sumar er leið. Hann gat tveggja nýrra leiða. Liggur önn- ur af Austurlandsvegi að Hljóða- I klettum og hin að Herðubreiðar- [ lindum, að norðan. Báðar þessar j leiðir eru fallegar og náttúran ! stórbrotin, sagði hann. Jón. j Eyþórsson ræddi um nokkra fjall i vegi, sem gera þyrfti umbætur á, svo sem eins og Kjalveg norð- ur í Svinadal. Pálmi Hannesson rektor og varaforseti Ferðafélags íslands, kvaðst vilja vekja athygli á þvi sem Hallgrimur Jónasson hefði upplýst varðandi vaxandi þátt- töku unga fólksins í ferðum félagsins Þetta er gleðilegur vottur þess, sagði rektor, að unga fólkið treystir bezt forsjá Ferða- félags íslands, er það vill ferðast um landið og kynnast fegurð þess. HOLLR4DIR FORUSTUMENN Þorsteinn Þorsteinsson fyrrum sýslumaður, vék máli sínu til þriggja forystumanna félagsins, þeirra Geirs Zoega, Pálma Hannessonar og Jóns Eyþórs- sonar veðurfræðings, kvað hann það vera ósk sína Ferðafélaginu til handa, að það mætti sem lengst njóta hollráða þeirra og öruggrar forustu. Bað hann menn hylla þessa brautryðjendur í ís- lenzkum ferðamálum og Ferða- félag íslands og var svo gert með kröftugu húrrahrópi. Borð voru síðan tekin upp og röbbuðu menn saman fram á kvöld um ferðalög, sagðar marg- ar skemmtilegar sögur, og skýrt frá eftirminnilegum atvikum. Var þessi „sviðamessa“ Ferða- félagsins öllum til hinnar mestu skemmtunar og fróðleiks. Ensku ullaráklæðin eru komin Urvals tegundir í mörgum litum. — Þeir, sfem hafa pantað hjá okkur húsgögri til afgreiðslu fyrir jól, en hafa beðið eftir að sjá þessi áklæði, eru beðnir að koma sem allra fyrst. Bóísfurgerð I. Jónsson h.f. Brautarholti 22 — Sími 80388 Morgunblaðið með morgunkaffinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.