Morgunblaðið - 09.11.1955, Page 14

Morgunblaðið - 09.11.1955, Page 14
14 MORGUNBLABIB Miðvikudagur 9. nóv. 195S Ekki með vopnum vegid EFTIR SIMENON Framh'aldssagan 37 an. ... Furðulegt. Þið hafið látið rnig týna algerlega hugsanaþræð- inum.... “ Og til þess að hjálpa sjálfum eér við- að finna hann aftur, þá hellti hann glasið sitt fullt af viskíi. „Ég veit hversu tilfinninganæm móðir mín var. Ég lauma miðan- um inn í bænabókina, miðanum, þar sem skrifuð er merkileg saga 6, saga, sem mun skelfa hana í fyrstu, en milda skap hennar þegar frá líður. Ætlun mín er svo sú, að koma aftur næsta dag og biðja hana um hina nauðsynlegu fjárupphæð, í þeirri von, að hún verði mér þá eftirlátari.... En svo er síðari tilgátan. Hvers vegna skylid ég ekki líka vilja binda endi á líf hennar? Peningar Saint-Fiacre eru ekki allir gengnir til þurrðar enn þá. Enn þá er svolítið eftir af þeim. Og í mínum kringumstæðum gætu litlir peningar, já jafnvel litlir peningar, e. t. v. orðið mér til frelsunar.... Ég hef óljósa vitneskju um það, að Métayer sé nefndur i erfða- skránni. En morðingi getur ekki erft.... Myndi hann ekki vera einn þeirra, sem grunaður yrði um glæpaverkið? Hann dvelur tím- unum saman í prentsmiðjunni í Moulins og þar sem hann býr í greifahöllinni, þá getur hann laumað miðanum inn í bænabók- ina, hvenær og hvar sem hann vill.... Kom ég ekki til Moulins á laug ardagskvöldið og beið ég ekki þar, ásamt fylgikonu minni, eftir árangurinn af þokkaverki mín?“ Hann reis á fætur með glasið í hendinni: „Ég drekk ykkar skál, herrar mínir.... Þið eruð daprir og hug sjúkir.... Mér fellur það illa.... Öll síðustu æfiár aumingja móð- ur minnar voru döpur og gleði- snauð.... Það færi vel á því, ef gleði og birta væru ríkjandi síð- ustu nóttina hennar...." Hann horfði beint í augu um- sj ónarmannsins: „Yðar skál, Maigret“. Hvern var hann að gabba eða spila með? Sjálfan sig, eða alla sem í stofunni voru? Maigret fannst eins og hann stæði andspænis einhverjum krafti, sem hann megnaði ekki móti að standa. Á þessari stundu var Maurice de Saint-Fiaere gæddur ein- hverjum óvenjulegum krafti, valdi sem gestir hans gátu ekki annað en beygt sig fyrir. hér stöndum við aftur andspæn- is nokkrum ráðningum. Sú fyrsta er lang skáldlegasta lausnin og sú, sem er ’lang samkvæmust venjum Scotts.... En hér verð ég að bæta nýjum málsatriðum inn í ályktanir okk- ar.... Hvað er sérkennilegt við þennan glæp? Það er sú staðreynd, að a.m.k. fimm einstaklingar héldu sig sí- fellt í nánd við greifafrúna.... fimm einstaklingar, sem höfðu áhuga á dauða hennar, vegna persónulegra hagsmuna sinna og sem hafa kannske allir hugsað um ráð til að flýta fyrir andláti gömlu konunnar.... En aðeins einn þorði að fram- kvæma. Aðeins einn framdi morð ið.... Eh bien. Ég get vel hugsað mér hann notfæra sér þetta kvöld til þess að hefna sín á hinum. Það er úti um hann sjálfan og því þá ekki að flækja okkur líka inn í þetta....“ Hann hirti ekki um að Ijúka við setninguna, ætlaðist víst til þess að hinir skildu hálfkveðna vísu, en brosti alúðlega og leit frá einum til annars. „Er þetta nógu áhrifamikið? Gamla borðstofan í hinni fornu höll, kerti, borð þakið flösk- um.... Því næst miðnætti, dauð- inn.... Athugið vel, að það þýð- ir einnig afnám alls hneykslis. Á morgun mun fólk safnast saman, en það mun ekkert skilja. Það mun verða talað um tilviljun, slys eða jafnvel ofbeldisverk og svívirðingu....“ Málflutningsmaðurinn hreyfði sig í stólnum og leit óttaslegn- um augum út í myrkrið, sem allt- af virtist leggja meira og meira af stofunni undir sig og sveipaði dökkum tjöldum í kringum borð- ið, þar sem sjö kerti brunnu og veittu daufa og flöktandi birtu. „Ef ég mætti minna yður á það, að ég sé læknir“, mu.ldraði dr. Bouchardon, „þá myndi ég ráð- leggja yður einn bolla af sterku og svörtu kaffi handa hverjum manni.“ „Og ég myndi vilja minna yð- ur á, að það er dáin kona í hús- inu,“ sagði presturinn hægt. Mauriee de Saint-Riacre virt- ist hika eitt andartak. Hinn dul- arfulli fótur rakst í öklann á Maigret, sem beygði sig snarlega niður, en var ennþá of seinn. „Ég bað ykkur um að vera þolinmóða til miðnættis og leyfa mér að ljúka því, sem mig lang- ar að ræða við ykkur.... Enn er ég bara búinn að rannsaka fyrri möguleikann. Þá er sá síð- ari eftir, en hann er sá, að morð- inginn, örvæntingarfullur og genginn í gildru, muni senda byssukúlu í gegnum höfuð sitt .... Þessi möguleiki er að vísu fyrir hendi, en ég trúi því ekki, að hann muni gera það, þegar til kastanna kemur....“ j „Ég bið ykkur alla að koma inn í reykstofuna“, sagði mál- flutningsmaðurinn ólundarlega og reis úr sæti, en varð að styðja sig við stólbakið, til þess að missa ekki jafnvægið. j „Og að lokum kemur svo þriðji möguleikinn til greina: Einhver, sem vill halda uppi heiðri fjölskyldunnar, hjálpar morðingjanum. ... Bíðið við. Það er nú flóknara en þetta.... Er það ekki mikilvægt og nauðsyn- legt að komast hjá hneyksli? Verður þá ekki umfram allt að láta hinn seka fremja sjálfs- morð? Skammbyssan er þarna, herr- ar mínir, nákvæmlega jafn langt frá okkur öllum.... Það eru tíu mínútur til miðnættis.... Ég endurtek það, að á miðnætti mun morðinginn hafa kvatt þetta líf“. Og í þetta skipti sagði hann það þannig, að allir sátu hreyf- ingarlausir og héldu niðri í sér andanum. „Fórnardýrið er þarna uppi og auðmjúkur þjónn vakir þar yfir andvana líki.... Morðinginn er hér og sjö menn vaka yfir hon- um.... “ Hann drakk til botns í einum teyg og hinn ónafngreindi fótur j hélt áfram að ónáða Maigret. i „Nú vantar klukkuna ekki nema sex mínútur í tólf.... Er morðinginn farinn að titra og skjálfa?" Hann var drukkinn og hann hélt áfram að drekka. „A.m.k. fimm manneskjur vilja En var það ölvun, sem olli þessari miklu geðshræringu, er gágntók hann svo gersamlega? „En nú skulum við rifja aftur upp aðalinntakið í samræðum okkar, þar sem ekki er enn kom- ið miðnætti. Ég sagði, að morð- ingi móður minnar væri hér mitt á meðal okkar.... Ég hef sann- að, að það gæti verið ég sjálfur eða einn af ykkur, að umsjónar- manninum, prestinum og lækn- inum undanskildum.... Meira get ég ekki sagt með neinni vissu, en samt spáði ég dauða morðingjans á þessari nóttu.... Viljið þér leyfa mér að bera fram eina tilgátu enn. Morðing- inn veit, að lögin geta ekki gert neinar ráðstafanir gegn hon- um.... En hann veit líka, að það eru sumir af okkur, eða rétt- ara sagt, að það munu verða sumir okkar, a. m. k. sex, sem vita að það var hann sem glæp- inn drýgði.... “ Greifinn tók sér örstutta mál- hvíld, en hélt svo áfram: „Og En þá heyrðist ekkert, og hélt Sesilíus þá, að um misheyrn hefði verið að ræða. Hann gekk þó varlega inn í tjaldið og var mjög var um sig. En nú heyrði hann þruskið aftur. Og í sömu andrá var ráðizt á hann. Sesilíus tók þegar á móti árásarmanninum, sem var Indíáni. Það fann Sesilíus, því að hann átti erfitt með að ná tökum á honum, því að hann var mjög klæðlítill. Tókust mjög harðar sviptingar með Indíánanum og for- ingjanum. Sesilíus, sem var mjög vel að manni, fann fljót- lega, að Indíáninn var sterkur sem björn og köttliðugur. Var hann um það bil að leggja Sesilíus, þegar tveir her- menn komu á vettvang og hjálpuðu honum. Var Indíán- anum nú haldið og hann bundinn vandlega. Daginn eftir var hann yfirheyrður, og kom þá í ljós, að hann var njósnari frá Indíánaþjóðflokki, sem átti heima í þorpi skammt frá. Var hann að njósna um ferðir herliðsins, sem nú átti aðeins eftir tveggja daga ferð til vígisins. Þjóð- flokkur Indíánans var ekki það fjölmennur, að hann réðist til atlögu við hina 400 hermenn, sem bæði voru vel vopnum búnir, auk þess. sem þeir voru afar vel þjálfaðir. Nú var aðeins eftir tveggja daga ferð til vígisins, og báða dagana gerðu Indíánahópar smáárásir á hðið úr launsátri. Notuðu þeir einkum eitraðar örvar og axir. Hinir fótfráu Indíánar voru köttliðugir og fráir á fæti, og voru jafnan komnir á brott, þegar uppvíst var, að þeir hefðu fellt nokkra hermenn, sem dregizt hefðu aftur úr. Plasfpokar Til að geyma í föt og skó Verja gegn möl og ryki, Nýkomnir „GEYSIR“ h.f. Fatadeildin OWAiaiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiimimminiiiiii ............. ■■■■■■■■■■■■■■■ HAFNABFJÖBÐUB Nýkomnar Kvenbomsur með Ioðkanti (rúskinn og rifsj) Verzlun Geirs Jóelssonar Strandgötu 21 — Sími 9795 Greiðslusloppar stuttir og síðir. Mikil litafjölbreytni MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Ullarpilsaefni Ullarkjólaefni mjög mikið úrval. MARKAÐURINN Bankastræti 4 • ■■■BSBiBnaBiBaiHBSBBaaaii i'se■'■'ibVbi■ ■■■■■’■■ ■■■■■■■■ s'a■■■■■'■■■ aBBflð!■■■■■■■aaaaiBBaaaBaiii ™ B *■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ !■■■■■■■ ■■■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■ ■ ■■ HPTTftTtWf■~MMTf f■■ f ■■■■■■■■■■■■■■■mb■ ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■ ■■■■ iiiii■ ij

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.