Morgunblaðið - 09.11.1955, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. nóv. 1955
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 króna eintakið.
Tvískinnungur á Senfiarfiundi
HættunstQnd í eSnahagsmúlum
¥ pM S. L. ÁRAMÓT varaði
U Ólafur Thors forsætisráð-
herra þjóðina við afleiðingum
þeirra kauphækkana, sem þá
voru í uppsiglingu. Forsætisráð-
herrann skoraði á þjóðina að slá
skjaldborg um íslenzka krónu og
tryggja þannig áframhald þeirra
miklu framkvæmda og umbóta,
sem unnið væri að í landinu.
Þessari aðvörun var ekki sinnt
og er það margrakin saga. Kaup-
gjald hækkaði verulega eftir
langvinn verkföll, sem höfðu í
för með sér stórkostlegt tjón,
bæði fyrir verkalýðinn, atvinnu-
vegina og þjóðina í heild.
Afleiðingarnar létu ekki á sér
standa. Ýmiss konar þjónusta
hækkaði þegar í stað. Og með
haustinu hækkaði verðlag á land-
húnaðarafurðum lögum sam-
kvæmt.
Engum gat komið þessi þróun
á óvart. Hún hafði verið sögð
fyrir og þjóðin vöruð við henni.
Flestir eru nú sammála um að
launþegar séu ekki betur settir
nú, en þeir voru fyrir verkföllin.
Ein af afleiðingum verk-
fallanna var verulega aukinn
framleiðslukostnaður bátaút-
vegsins. Ríkisstjórnin hafði
um síðustu áramót lækkað
bátagjaldeyrisfriðindi útvegs-
ins um 10%. Með þeirri ráð-
stöfun vildi hún freista þess
að lækka nokkuð verðlag í
landinu. Stefna hennar var að
halda áfram ráðstöfunum til
sköpunar jafnvægis í efna-
hagsmálunum. Undanfarin tvö
ár hafði tekizt að halda verð-
laginu nokkurnveginn stöð-
ugu. Og með desembersam-
komulaginu við verkalýðsfé-
lögin veturinn 1952 hafði sú
leið verið valin að hækka
ekki kaupið heldur reyna að
auka kaupmátt launanna.
En þessi stefna varð nú að
lúta í lægra haldi fyrir fyrir-
hyggjulausum kauphækkunar-
kröfum, sem kommúnistar beittu
sér fyrir. Af þeim. lánlausu til-
tektum hefur það nú leitt að út-
vegsmenn og aðrir gjaldeyris-
eigendur hafa gripið til þess ör-
þrifa úrræðis að hækka álagið á
bátagjaldeyrinn. Hefur þeirri
ráðstöfun eðlilega ekki verið
mætt með neinni ánægju af
hálftu almennings.
En þjóðin verður að gera
sér það ljóst að þeir atburðir
sem gerzt hafa í efnahagsmál-
um hennar á þessu ári eru
allir af sömu rót runnir, það
er þeirri stefnubreytingu, sem
varð með verkföllunum á s. 1.
vetri. Þá var horfið frá jafn-
vægisstefnunni, sem fylgt
hafði verið með sæmilegum
árangri undanfarin ár. í stað-
inn var nú siglt eftir verð-
bólgustefnu, sem hlaut að hafá
í för með sér kapphlaup milli
kaupgjaíds og verðlags. Það
sem nú hefur gerzt, þarf því
engum að koma á óvart.
Hvernig á að mæta
hættunni ?
Um það þarf ekki að fara í
neinar grafgötur að hér á landi
hefur nú skapazt fullkomið
hættuástand í efnahagsmálum.
Þetta verður þjóðin að gera sér
Ijóst. Hún verður jafnframt að
snúast við vandanum af festu og
ábyrgðartilfinningu. Stéttir þjóð-
félagsins mega ekki lengur deila
um það innbyrðis, hver eigi að
taka á sig óþægindi vegna lífs-
nauðsynlegra ráðstafana, sem
gera verður til þess að hindra
stórfelld vandræði og upplausn.
Öll þjóðin verður að taka þátt í
bj argráðastarf inu.
En hvaða ráðstafanir á þá að
gera? mun vafalaust einhver
spyrja.
Að þessu sinni skal ekki farið
út í að ræða það í einstökum
atriðum. En það sem gera þarf
er fyrst og fremst það, að koma
I rekstri framleiðslutækjanna á
heilbrigðan grundvöll. Til lengd-
ar er ekki hægt að reka út-
flutningsframleiðsluna með stór-
felldu tapi og styrkjum frá hinu
opinbera. Útflutningsframleiðsl-
! an er hyrningarsteinn allrar af-
komu þjóðarinnar. Við megum
aldrei reikna með meiri arði af
henni en hún raunverulega gef-
ur. Ef við gerum það raskast
jafnvægið í efnahagsmálum lands
manna. En af því hlýtur fyrr eða
síðar að leiða skerðingu lífs-
kjaranna.
Verða að ganga jafnt
yfir
Það er frumskilyrði þess að
þær ráðstafanir beri tilætlaðan
árangur, sem gerðar verða, að
þær gangi jafnt yfir alla. Öll
þjóðin verður að vera þess reiðu-
búin að taka á sig stundaróþæg-
indi til þess að jafnvægi verði
skapað í efnahagshfi hennar. Við
verðum að losa okkur af klafa
þeirrar tortryggni, sem svo oft
verður vart meðal íslendinga,
þegar nauðsynlegar ráðstafanir
þarf að gera 1 efnahagsmálum.
Þeir, sem við minnst efni búa í
þjóðfélaginu verða að finna það
að ekki sé ráðist á garðinn, þar
sem hann er lægstur.
IGÆR hófust aftur fundir ut-1
anríkisráðherranna í Genf
eftir nokkurt hlé. Um helgina
fóru utanríkisráðherranir þrír,
MacMillan, Pinay og Molotov
heim til höfuðborga sinna, en
Dulles brá sér til fundar við Tító
marskálk. Molotov lét svo um
mælt, áður en hann lagði af
stað aftur til Genfar í fyrradag,
að hann hefði komið með mik-
inn „farangur“ með sér heim —
en kæmi þaðan með enn „dýr-
mætari farangur", en það reynd-
ist vera skilyrðislaus neitun við
tillögum Vesturveldanna, um
frjálsar kosningar um gjörvallt
Þýzkaland í septembermánuði
næsta ár.
EJ TVÍSKINNUNGUR *
Viðræður utanríkisráðherr-
anna til þessa hafa einkennzt
af tvískinnungshætti. Ráð-
1 herrarnir hafa hingað til rætt
sameiningu Þýzkalands og
j bætta sambúð austurs og vest-
urs, þó að þeir hafi hins vegar
haft allan hugann við atburð-
ina fyrir botni Miðjarðarhafs,
sem eru ekki á dagskrá fund-
arins. Ráðherrarnir hafa því
gripið til þess ráðs að ræða
þessi mál á einkafundum, og
hafa bæði DuIIes og MacMill-
an leitt Molotov fyrir sjónir,
hversu hættuleg vopnasala
kommúnisku landanna kann
að reynast heimsfriðnum.
Moshe Sharett forsætisráð-
herra ísraels, sem kom gagngert
til Genfar til að ræða þessi mál
við utanríkisráðherrana, hefir til
þessa orðið heldur lítið ágengt.
Vesturveldin hafa ekki séð sér
fært að verða við þeirri mála-
leitan hans að selja ísraelsmönn- I
um vopn, og Molotov mun hafa
daufheyrzt við þeim rökum hans,
að vopnasala til Egypta kynni að
leiða til styrjaldar á landamær-
unum.
— B —
Næstu daga munu utanríkis-
ráðherrarnir fjalla um fjórða
höfuðatriðið á dagskrá fundar-
ins, afvopnunarmálin.
Molotov mun verða fjölorður
um, að Rússar hafa nýlega fækk-
að herliði sínu* og hann mun
halda á lofti brottflutningi rúss-
neska hersins af Porkala-svæð-
inu. Hann mun spyrja — eins og
Vesturveldin tefla vopnasölu kommún-
isku rikjanna til Egypta gegn brott-
flutningi rússnesks herliös af
Porkkalaskaganum
Moshe Sharett, forsætisráðherra
ísraels, kom til Genfar 27. okt.
til að biðja Vesturveldin um
aðstoð vegna vopnasölu Rússa
til Egypta. Myndin er tekin við
komu hans á flugvöllinn í Genf,
og er hann umkringdur blaða-
mönnum.
hann hefir raunverulega þegar
gert — hvaða skerf Vesturveld-
in hafi lagt fram til þess að
draga með raunhæfum ráðstöfun-
um úr „kalda stríðinu" og
treysta friðinn — hvort þeir
hyggist draga úr herafla sínum
og yfirgefa herstöðvar sínar á
erlendri grund.
B HLJÓMFÖGUR ORÐ
— EN ÓRÖKRÉTT
Og í svari sínu munu Vest-
urveldin standa höllum fæti, þar
sem hægt er að segja söguna um
mannfækkun í rússneska hern-
Ef við lítum til nágrannaþjóða
okkar kemur það í ljós að ein-
mitt á þessu ári hafa sumar
þeirra orðið að grípa til all rót-
tækra ráðstafana til þess að
tryggja efnahagsgrundvöll sinn.
Má þar t. d. benda á Dani og
Breta. Meðal beggja þessara
þjóða hefur orðið að grípa til
þess ráðs að draga úr fjárfest-
ingu, minnka útlán, hækka vexti
og jafnvel leggja á nýja skatta.
Að sjálfsögðu hafa þessar ráð-
stafanir ekki vakið ánægju í hlut
aðeigandi löndum. En fólkið
hefur engu að síður skilið að þær
voru nauðsynlegar.
Það væri of mikil svartsýni
að gera ráð fyrir því að ís-
lenzka þjóðin geti ekki skilið
nauðsyn sanngjarna ráðstaf-
ana til þess að tryggja efna-
hagsjafnvægi í landi hennar.
íslendingar hafa á undanförn-
um áratugum mætt ýmiss kon
ar vandkvæðum. Á þeim hefur
yfirleitt verið sigrazt og upp-
byggingu þjóðfélagsins verið
haldið áfram. Það er að vísu
svo að við höfum stundum
hliðrað okkur við að horfast
í augu við staðreyndir. Það
gerðist t. d. um s. 1. áramót,
þegar aðvörunarorð forsætis-
ráðherra voru að engu höfð.
En það þýðir ekki það að
þjóðin þurfi alltaf að haga sér
þannig. Við hljótum þvert á
móti að trúa á manndóm og
þroska fólksins til þess að
kunna fótum sínum forráð.
VeU andi óhripar:
Þakkir til séra Bjarna
MÉR hefur borizt bréf frá St.R.
og biður hann mig um að
koma á framfæri þökkum sínum
til séra Bjarna fyrir lestur Post-
ulasögunnar í útvarpið. — Segist
hann hafa gott gagn af skýring-
unum sem fylgja og hina mestu
ánægju af þættinum í heild. —
\ „Mér finnst“, segir St.R. enn-
fremur, „að orðið sé lifandi til
mín talað og ég vona, að svo sé
um fleiri".
Bréf frá „Tótu“
ÞÁ hefur Tóta einnig sent okk-
ur bréf, svohljóðandi:
Kæri Velvakandi.
Ég undirrituð vil biðja þig að
koma þeirri áskorun á framfæri
við hlutaðeigandi aðila að Dóm-
kirkjuklukkan, sem er og hefur
verið nokkurs konar „Big Ben“
Reykjavíkurborgar í áratugi verði
lýst upp er dimma tekur. Finnst
mér alveg ótækt að sjá ekki á
hana nema um hábjartan dag-
inn. Einnig myndi það að mínum
dómi verða mikill fegurðarauki
fyrir okkar gömlu og góðu Dóm-
kirkju og um leið fyrir Miðbæ-
inn í heild. Með fyrirfram þökk
fyrir birtinguna. — Tóta.
Valbúð?
VELVAKANDI. Hvernig lízt
þér á að setja orðið val í stað-
inn fyrir „sjálfsafgreiðslu", í öll-
um samsetningum?
I T.d. Valbúð, valverzlun, valdeild
o. s. frv. Valið er frjálst. — A.
Kjaftakindur í strætó
UNG kona hér í bænum (ja,
hún er ekkert afskaplega
ung, nýtrúlofuð) kom að máli við
Velvakanda ekki alls fyrir löngu
og bar sig upp undan þeim stræt-
isvagnafarþegum sem alltaf þurfa
að vera að ræða við vagnstjórana,
á meðan þeir eru að stjórna vögn-
unum. Hún segist vera ákaflega
bílhrædd og ekki bæti það úr
skák, þegar hún sér, að vagnstjór-
arnir hafa ekki frið fyrir símal-
andi farþegum. Bendir hún rétti-
lega á, að þeir hafi alls ekki fulla
stjórn á bifreiðinni, ef menn séu
að tala við þá á meðan á ferð-
inni stendur, og geti það valdið
slysum bæði á þeim sem í vögn-
unura eru og gangandi fólki. Vill
„unga konan“ banna algjörlega
slíkar viðræður milli vagnstjóra
og farþega, og tekur Velvakandi
undir þau orð. Var raunar ætl-
azt til, að vagnstjórarnir fengju
að vera í friði eftir að sæti þeirra
voru afmörkuð í nýju vögnunum
en það virðist ekki nægilegt. —
Ættu kjaftakindurnar að íhuga
þetta mál, áður en þær vaða elg-
inn í næstu ferð.
MerkiU,
sem
klæSlx
landif.
um og brottflutning rússneska
herliðs af Porkala í mjög fáum
orðum og láta það líta svo út,
að hér sé um mjög þýðingar-
miklar ráðstafanir að ræða. En
sé litið á þessar aðgerðir í réttu
ljósi, höfðu þær raunverulega
ekki mikla þýðingu fyrir hern-
aðarlegan styrkleik Rússa. Hins-
vegar er það til mikils hag-
ræðis fyrir Ráðstjórnina að geta
bent á staðreyndirnar. Þó að
ástæðurnar fyrir aðgerðunum séu
ekki studdar sömu rökum,
hljóma þær engu að síður fall-
ega.
En Vesturveldin hafa nú
líka nokkuð fram að færa,
sem dregur úr áhrifum rúss-
neska friðarhjalsins — enda í
mikilli mótsetningu við það:
Vopnasala kommúnísku ríkj-
anna til Egypta. Mörgum
grunnhyggnum manninum
þótti sem Rússar hefðu sýnt
friðarvilja sinn í verki, er þeir
afhentu Porkala-skagann Finn
um — og Vesturveldin stæðu
þeim nú að baki í raunhæfum
ráðstöfunum til að tryggja
friðinn.
H f FLOKKI MEÐ „KAUP-
MÖNNUM DAUÐANS“
En tvær grímur hafa nú
runnið á menn, er ráðamenn í
Kreml hafa nú sjálfir gengið 1
flokk með vopnasölum — þess-
um „kaupmönnum dauðans"
eins og þeir hafa orðað það —
sem þeir hafa úthúðað hvað
mest, og haldið því fram, að
þess konar kaupmennska ætti
sér aðeins stað í kapítaliskum
löndum, þar sem einstakling-
arnir hugsuðu ekki um annað en
persónulegan ágóða.
Það má samt sem áður búast
við því, að Molotov — og sovézka
pressan — haldi því eftir sem
áður fram, að Vesturveldin ein
séu ábyrg fyrir vígbúnaðarkapp-
hlaupinu — og einmitt þess
vegna er ástæða til að vega og
meta nokkrar staðreyndir og
tölur.
0 VILLANDI TÖLUR
Ekki er ástæða til að
rekja umdeildar tölur um
þann fjölda skriðdreka og
flugvéla, kafbáta og tundur-
spilla, riffla og hermanna,
sem Ráðstjórnin hefir undir
höndum — og jafnvel þó þess-
ar tölur væru ekki umdeildar,
eru þær villandi vegna þeirr-
ar sérstöðu, sem varnarmál
Rússlands hafa. En það er fullt
tilefni til að minnast þess, að
árið 1945 afvopnuðust vest-
rænu þjóðirnar hver í kapp
við aðra og drógu ótrúlega
mikið úr framlögum sínum til
varnarmála.
Ráðstjórnin dró að vísu nokk-
uð úr herafla sínum en hafði
engu að síður fjölmennan her
áfram undir vopnum og tók að
endumýja vopnabúnað sinn af
miklum krafti og framsýni. Það
var ekki fyrr en Kóreustyrjöldin
skaut Vesturveldunum skelk i
bringu, að vígbúnaðarkapphlaup-
ið hófst að nýju — Vesturveldin
tóku að vopnast til að standa
Sovétríkjunum á sporði, og
Sovétríkin juku vígbúnað sinn til
að hafa eftir sem áður forskot.
Síðan hefir setið við það sama.
— 13 —
Vígbúnaður Vesturveldanna
hefir legið í augum uppi og eng-
ar tilraunir hafa verið gerðar til
að leyna honum, hins vegar hafa
Sovétríkin til þessa haldið öllu
viðvíkjandi vígbúnaði sínum
vandlega leyndu.
í fjárhagsáætlun Kremlar fyr-
ir árið 1955 er gert ráð fyrir,
að fjárframlög til varnarmála
Frh. á bls. 12