Morgunblaðið - 24.11.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 24.11.1955, Síða 1
Fimmtudagur 24. név. 1955 yfirtitsmyml yiir i»órshöjn tekin í suntar. Við brygsju eiu bæði færeyska farþegaskipið „Tjaldur" og hin danska „Dronning Alexandrine“. — Ljósm.: Gunnar Skúlason. Þórshöfn i Færeyjum á þrjii nýtízku hótei en menn vekCn ni pnnlu uiit úfengi i pósti frd Kunpmonnnhöfn I^ÖFUBSTAí-UR Færeyja her- '11 ir á1:ka marg* ibúa og Hafn- arfjörður eða urn t.00'0. Liggur Þórshöfn rnjög miðsvæðis í eyi- unum og er því afar h'ntug sem miðpunktur sarngangna innan eyja. "Aðal athafnasvæði bæjarins er sjjálf hö'nin' og er’hún mjög rúm- g$ð. Getur hún rúmað fjölda fiskiskipa í einu. s'’c og nokkur millilanda- og fiutningaskip. Hafa undanfarin ár farið fram tölu- verðar endurbætur á höfninni. Steyptur hefir verið allstór hafn- argarður og var grjótið í hann sott í klöpp eina allháa, sem stóð alvég niður við höfnina, en er nú að rriestu leýti horfin. og við það hefir skapazt allstórt athafna- svæði í viðhót. sem notað verður til geymslu á kolum og salti, brotajárni o. fl. KOLAGEYMSLUR OGÍ SALTFISKVERZLUN Er þegar hafin bygging á húsi tii geymslu kola, á þessu nýja svæði, en eins og kunnugt er, eiga Færeyingar sinar eigin kolanám- ur á Suðurey náiægt bænum Kvalba. Eru lcolin flutt til Þórs- ar er sjálfvirkur sími, bussur eg eitskur dansur hafnar á smábátum. Mikfll út- ilutningur á brotajárni er frá Færevjum árlega. Við höfnina stendur allstór saitfiskverkunarstöð, sem Færey- ingar nefna Baccalaho-virkið. Er þessi stöð alveg ný og framleiðir mikið af saltfiski til útflutnings. NÝTÍ7KU IIÓTEL í Þórshöfn eru fjögur gistihús, Rctel Hafnia, Hótel Fþroyar, Sjó- mannaheimið og Hótel Perlan. Kin þrjú fyrst nefndu voru bvggð árið 1950 og síðar. Eru þetta ný- tízku liótel og mjög glæsileg. LÖGÞINGSHÚS VI» HÆNSNAPRIKIÐ Lögþingshúsið i Þórshöfn er gamalt, en virðulegt timburhús, sem stendur við fallegan trjágarð við „Lækjartorgið“ í bænum, Hótel Fproyar, eitt af þremur riýtízku-gistihúsum, sem reist hefur verið í Þórshöfn siðustu ár. sem heitir að vísu Vaglið, á fær- evsku. (Vagl þýðir aftur á móti hænsnaprik og Vaglið merkir þá þann stað, þar sem fólk safnast saman. hallar sér upp að grind- verki og ræðist við). Lögþing Færeyja kemur saman á Ólafs- vökunni, sem haldin er í Þórs- höfn 28.—29. júlí ár hvert. Er það sett með hátíðlegri viðhöfn við þinghúsið, að aflokinni guðs- þjónustu í Havnar-kirkju. DÖNSK FRÍMERKI I Færeyjum sér danska póst- stjórnin um póstmálin. í Þórs- höfn er nýtt, allstórt pósthús, sem byggt var fyrir nokkrum árum. Er afgreiðslusalurinn í því tölu- vert stærri en afgreiðslusalurinn í pósthúsinu í Reykjavík. Notuð eru dönsk frímerki á póstsend- ingar. Á stríðsárunum síðustu komust póstafgreiðslurnar í Fær- eyjum næstum því í þrot með frí- merki. Var þá tekið til þess ráðs að klippa í tvennt, horn í horn, þau frímerki, sem eftir voru og þau límd á bréf og aðrar send- ingar þannig. Eru þessi sömu merki í háu verði á frímerkja- markaði heimsins nú. VÖRUR PANTAÐAR í PÓSTI Langmestur póstur til Færeyja herst að sjálfsögðu frá Kaup- mannahöfn. Mikið magn af vör- um kemur póstleiðis, enda eru póstgjöld fremur lág. Fólk pantar mibið af vörum, einkum fatnaði, frá vöruhúsunum í Kaupmanna- höfn, aðallega Daells-vöruhúsi og Sommers. Koma þessar vörur i pósti. Mest allt áfengi kemur einnig með pósti til Færeyja. Eng in opinber áfengisútsala er í Fær- eyjum, en fólki er heimilt að panta áfengi í 12 flaskna kössum minnst, frá Danmörku, að fengn- um áfengisskömmtunarseðli, sem heitir á færevsku, rúsdrekka- skammtanakort. Á þessu ári hefir mikið verið um það rætt á Lög- þinginu, að breyta þessu fyrir- komulapi og um leið allri áfengis- löggjöfinni, en endanleg ákvörð- un hefir ekki verið tekin ennþá. SJÁLFVIRKUR SÍMI OG STRÆTTSVAGNAR Sjáifvirkur sími er í Þórshöfn og símsföðin er nýtt hús, byggt fyrir fáum áru. Stendur það á fallegum stað, miðsvæðis í bæn- um, við smekklegan trjá- og blómagarð, og rennur lækur í gegn um hann og áfram undir Vaglið (Lækjartorg) og Áar- veginn (Lækjargat.a). Er Áar- vegurinn byggður yfir lækinn,. líkt og Lækjargatan í Reykjavík. 1 Við Vaglið er aðalstöð strætis- I vagna bæjarins, sem Færeying- '■ ar kalla bussurnar. Töluvert er af bílum í Þórshöfn. Er það at- • hyglisvert, að það eru nær ein- göngu Fordbílar. Er umferð mjög hröð á götum bæjarins og flauta bílar fyrir hvert horn. En það er nauðsynlegt vegna þess hve flest- ar göturnar eru þröngar og mörg hættuleg horn, einkum við hús. sem skaga út í götu. Þrjár leigu- bílastöðvar eru í bænum. skógi, en að vísu mest á sumrin. Skóginum er mjög vel við haldið, grisjaður öðru hvoru og hreins- aður. í honum miðjum er Htil tjörn, þar sem svanir og endur synda. Við þessa tjörn fer fram hátíðleg athöfn á hverju sumri, þegar stúdentar útskrifast úr menntaskólanum i Þórshöfn, í lok júní. Eru þá ræðuhöld, lúðra- sveit spilar, og hrópað er húrra Frh. á bls. 19 PARADIS FORNLEIFAFRÆÐINGA í Þórshöfn er til allgott forn- gripasafn, sem Forngripagoymsl- án heitir. Er þar geymt mikið af gömlum munum, sem fundizt hafa víða um eyjarnar, en því miður fer mikið af slíkum grip- um á Þjóðminjasafnið í Kaup- mannahöfn. Margt hefir fundizt af forngripum í Kirkjubæ á und aníörnum árum, enda er stöðugt unnið að uppgreftri þar. Má segja, að Kirkjubær sé heil para- dís fyrir fornleifafræðinga, svo mikið hefir fundizt þar og komið í ljós við uppgröftinn þar. HÁTÍÐAHÖLD STÚDENTA Rétt fyrir ofan Þórshöfn er fallegur skógur með allháum trjám. Var honum plantað fyrir mörgum árum, og hefir árangur- inn orðið góður. Margar fugla- tegundir, sem áður fundust ekki í Færeyjum, eru nú í þessum Minnismerki á fæðingarstaff fjrsta íslendingsins, sem hlaut Nóbelsverðlaunin, Níelsar Fin- sens. En, sem kunnugt er, var faðir hans landstjóri danska rík- isins í Færeyjum. Hafði Níels i æsku höggvið staíina sína, N R F, í steinklöpp, sem nú hefur veriff rammlega afgirt og vernduð. — Húsið í baksýn er aðsetur ríkis- umboðsmannsins, sem nú er El- kjær Hansen. Þetta er samt ekki sama húsið og Finsen bjó í. 1 Þessi hluti Þórshafnar nefnist Kóngabúðin við Vestaravog. í júli 1954 var í þessari vík eitthvert mesta grindadráp, sem þekkzt hefur í mörg ár. Um 150 hvalir voru drepnir. Fyrir miðri mynd- inni er Sjóvinnubankinn, sem frægur varð fyrir hið mikla sakamál, sem við hann er kennt og nýlega var dæmt í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.