Morgunblaðið - 24.11.1955, Page 6

Morgunblaðið - 24.11.1955, Page 6
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. nóv. 1955 Sveinn Indriðason: EPLAGEYMSLUR í TILEFNI af því að eplin eru nú nýkomin á markaðinn, og meðferð þeirra virðist ekki alls staðar svo góð sem skyldi, er ekki úr vegi að athuga hvaða möguleikar eru á því að geyma þessa ávexti, svo neytendur eigi kost á þessari hollu vöru lengur en nokkra mánuði af árinu. Framfarir á - sviði ávaxta- geymslu hafa verið miklar á und- anförnum árum og er stöðugt unnið að rannsókn á þessu sviði. Þó epli virðist harðgerður ávöxtur, þá er geymsluþol þeirra ekki mikið við venjulegar að- stæður. Þetta veldur erfiðleikum, þar sem eplin eru árstíðabund- inn ávöxtur og eru aðeins rækt- uð í nyrðri hluta tempraða beltisins. Eins og kunnugt ér eru ávextir lifandi eftir uppskeru að því leyti að hjá þeim a sér stoð öndun og útgufun eins og hjá öðrum lifandi plöntum. Þessi lífsstarfsemi veldur efnabreyt- ingum, sem gera ávextma smám saman óhæfa til neyzlu. Eftir því sem hitastigið er hærra, er þessi lífsstarfsemi örari og eykst hún hjá eplum 2—3 sinnum við hver 10 stig á Celcius, sem hita- stigið hækkar. Geymsluþolið er því í réttu hlutfalli við hita- stigið, að öðrum aðstæðum óbreyttum. Við öndun eplanna myndast hiti og auk þess gefa þau frá sér ýmsar lofttegundir og er þeirra skaðlegust lofttegundin ethylen. Þessi lofttegund er m.a. notuð til að flýta fyrir þroskun banana og tómata. Til að fjar- lægja hitann og það ethylen, sem eplin gefa frá sér, er góð loft- ræsting í öllum geymslum mjög mikilvæg. Ef um stórar geymsl- ur og mikið magn af eplum er að ræða, eru viftur naúðsyn- legar til að halda loftinu á hreyf- ingu. Kössunum verður að vera þannig fyrir komið í geymslunni að loft geti leikið meðfram og á milli þeirra allra og nota marg- ir eplaframleiðendur Bandaríkj- anna serstaklega smíðaða kassa í geymslum, til að auðvelda loft- rásina. Elsta gerð af eplageymslum eru jarðhýsi, eða önnur vel ein- angruð og köld hús, með góðri loftræstingu. í þess háttar geymsl um geymast eplin allsæmilega mikinn hluta vetrar, en hætt er þó við miklum afföllum. Þegar vélkældar geymslur komu til sögunnar voru þær óðara teknar í þjónustu epla framleiðslunnar, með góðum árangri. Venjulegt hitastig fyrir epli í slíkum geymsium er um 0 stig á celcius, og er ekki mikil hætta á að eplin frjosi þó smá- vegis beri út af því. Vegna sykur innihalds eplanna frjósa þau ekki fyrr en við -f-2—3 stig. Þó kæli- geymslurnar bættu mikið úr, þá leystu þær ekki vandamálið, því að í þeim geymast eplin ekki allt árið, vegna þess að þó eplin séu geymd við 0 gráðu hita á sér samt sem áður stað einhver lífs- starfsemi. Á síðustu árum hefor rutt sér nokkuð til rúms ný gerð af epla- geymslum, og eru þaó geymslur með svonefndu „tempruðu and- rúmslofti" (Controlled Atmos- phere Storage) Upphafsmaður að þessir geymsluaðferð er Dr. Robert M. Smock, prófessor við Cornell háskólann í Bandaríkjunum, og er hann tvímælalausf fremsti maður á því sviði þarlendis. Geymslur af þessu tagi eru í öllum aðalatriðum eins og venju- legar kæligeymslur, en hafa auk þess útbúnað til að auka koltví- sýrings magn andrúmsloftsins og minnka súrefnis magmð, en þetta hvort tveggja dregur mjög úr Íífsstarfsemi eplanna og eykur þar með geymsluþolið. Geymsl- ur þessar verða að vera lokaðar og eins loftþéttar og mögulegt er á meðan þær eru í notkun, og er andrúmsloftinu stjórnað utanfrá, með þar til gerðum tækjum. í þessum geymslum geymast eplin óskemmd í eitt ár, eða jafnvel lengur. Geymsluþol epla, í hvaða geymslum sem er, er að sjálf- sögðu háð því hvað eplin komast fljótt í geymslu eftir uppskeru. Eins dags dráttur á að koma þeim í geymslu, ef heitt er í veðri getur stytt geymslutímann jafnvel svo vikum skiptir. Ýmsir erfiðleikar eru á því fyrir okkur íslendinga að not- færa okkur þessar nýjungar í geymsluaðferðum. í fyrsta lagi er erfitt að hafa eftirlit með meðferð þeirra epla erlendis, sem við flytjum inn og í öðru lagi eru þær bjóðir sem við skiptum við skemmra á veg komnar á þessu sviði on æskilegt væri. Þó ætti að mega lengja all Halldóra Sumarllða- dóttir — minning „ENGINN veit sína ævina fyrr en öll er“. Þau orð komu mér í hug er ég heyrði andlát Halldóru Sumarliðadóttur er bar að 6. nóv. sl., svo fljótt og óvænt. Að vísu hafði hún verið heilsutæp um áraskeið, en gekk þó að sínum venjulegu störfum til hinsta dags, svo vænta mátti að hún ætti eftir að vera meðal okkar vina hennar enn um skeið. Það er því bending til okkar, sem eftir lifum, að „Hvenær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí“. Dóra, eins og hún í daglegu tali var nefnd, var fædd 13. ágúst 1892 að Breiðabólstað í Miðdöl- um, Dalasýslu. Foreldrar hennar, Sumarliði Jónsson og Elísabet Baldvinsdóttir, merkis og mynd- arhjón, bjuggu þar allan sinn búskap með miklum myndarbrag, stóru búi og fjölmennu heimili. Þar ólst hún upp í glöðum barna- hóp, 4 systkinum ásamt 3 fóstur- systkinum, og starfaði þar heima fram yfir tvítugt, er foreldrar hennar voru bæði látin. Sex ára gömul missti hún föður sinn, en móðir hennar hélt áfram búskap til dauðadags. Ekki gat Dóra hugsað sér að yfirgefa hana fyrr en yfir lauk. Þegar sú breyting var orðín á æskuheimilinu, fór hún til náms á heimili Ingibjargar Sigurðar- dóttur konu Boga Sigurðssonar kaupmanns á Búðardal og var þar að nokkru næstu vetur. Ingi- björg reyndist henni sem önnur móðir i orðsins beztu merkingu, enda myndaðist órofa vinátta milli þeirra er entist til hinstu stundar. Árið 1917 fluttist Halldóra sál. algjört til Reykjavíkur og vann þar að lífstykkjagerð æ síðan. Dóra var að eðlisfari dul og fá- skiptin, leitaði sér ekki margra vina, en þar sem hún tók vináttu gat hún ekki brostið frá hennar hlið, svo trölltrygg var hún að skapgerð, enda eignaðist hún hér i bæ nokkra sér líka vini Fágæt mun, og jafnvel einstæð, sú trúmennska og skyldurækni í öllu starfi er hún lét vinnuveit- endum sínum í té, enda viður- kennt og vel þakkað af þeim. Allt hennar líf mótaðist af tryggð og trúmennsku, hinum gömlu, góðu dyggðum. Því finnst okkur sem eftir lif- um, mikils misst er hver slíkur hverfur frá lífsstarfi. En þökk sé þeim sem gaf. Vertu sæl Dóra mín, þakka þér fyrir að þú auðgaðir mitt líf með þínum dyggðum. Guð blessi þig og leiði um ljóssins heima. A. B. C. verulega þann tíma, sem eplin eru á markaðnum og koma þar til greina eftirfarandi atriði. Eins nákvæmt eftirli* og mögu- legt er þarf að hafa með með- ferðinni erlendis á þeim eplum sem flutt eru inn. Kunnáttumenn þurfa að hafa eftirlit með hleðslu skipa og hitastigi og loftræst- ingu í lestunum meðan á ferð stendur. Eftir uppskipun hér þyrftu að vera fyrir hendi full- komnar kæligeymslur og gott eftirlit með daglegum rekstri þeirra. Smásalar þurfa svo að gæta þess að geyma eplin á kald- asta stað sem völ er á og gæta þess að hafa aldrei meira en dags birgðir í verzluninni. Ef eplin eru pökkuð til útsölu í neytenda pakka, svo sem tíðk- ast mun í kjötbúðum, þarf að gæta þess að umbúðirnar séu ekki loftþéttar. eins og t. d. plast pokar. í slíkum umbúðum geta skaðlegar lofttegundir safnast fyrir og valdið skemmdum, ef þau geymast eitthvað lengur í umbúðunum en frá degi til dags. Þó mikið hafi áunnizt á sviði ávaxtageymslu, eru mörg vanda- mál enn óleyst og stöðugt ber- ast fréttir af nýjungum. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að þær tilraunir, sem gerðar hafa verið með kjarnorku á þessu sviði beri þann árangur, sem vonir standa til. Kristmann Gu&mundsson: Saga londhelgismóls íslinds eftir Þorkel Sigurðsson vélstjóra ... 200*:-'vh - 5ÖO --I •— íoco - - - 2000 'X —— 3000 NLAÍMD : 13 ; < Uppdráttur af Iandgrunninu umhverfis íslands. ÞAÐ. skal fúslega játað, að mig skortir þekkingu til að dæma um þetta rit; — en ekki sízt þess lárus Bjarnason: Dæmasafn með úrfausmim handa framhaldss vegna las ég það mjög gaum- gæfilega. Það fjallar um ákaf- lega mikilvægt má’efni, sem haft getur mikla þýðingu fyrir framtíðarheill íslenzku þjóðar- innar. Um þetta málefni segir höf. svo, í eftirmála: „Ég lít svo á, að við stöndum nú á tímamótum í þessu máli. Þjóðin er nú loks að vakna til fullrar meðvitundar um hin ó- metanlegu náttúruauðæfi, sem BJARTSÝNI má það kallast — á þessum síðustu tímum, er öll. fræðsla miðast í sivaxandi mæli við próf, kröfur til þeirra og réttindi frá þeim — að rita kennslubók, sem ekki miðast við neitt eitt próf öðrum fremur, né veitir þeim, er hana lesa, nein réttindi umfram aðra menn. En þetta er það, sem Lárus Bjarnason hefur haft áræði til, nærri áttræður að aldri, og er vel af sér vikið. Varla hittir maður svo meðal- stóran hóp menntamanna, að ekki sé þar á meðal gamlir nemendur Lárusar Bjarnasonar, frá Flensborgarskóla eða Akur- eyri, og öllum er hlýtt til hans, enda var áhugi hans og um- hyggja við kennsluna með fágæt- um. Það þætti erfiðar aðstæður nú að eiga að kenna suður í Hafnarfirði og þurfa að fá kennslutækin að láni frá Reykja- vík, en þetta bjó Lárus við árum saman, er hann var kennari í Flensborg. Hann þurfti :neira að segja að fara gangandi á milli, en ekki lét hann það aftra sér frá því að nota tæki við kennsl- una, ef þau gæti gert nemend- um námið auðveldara og nota- drýgra. Slíkur áhugi er áreiðan- lega óvenjulegur. Áhugi Lárusar hefur ekki dvínað, þótt árin færðust hjá. Síðan hann lét af skólastjórn og kennslu við opinbera skóla, hef- ur hann kennt í einkatímum og ritað kennslubækur og dæma- söfn í stærðfræði og eðlisfræði, flest frumsamið en sumt þýtt. Hafa allar þær bækur borið glögg merki höfundar síns, alúðar hans og vandvirkni. Það er alkunna, að stærðfræði- nám krefst mikillar íhygli og nákvæmni af hálfu nemandans, þótt segja megi, að stærðfræði sé fyrst og fremst æfing í rök- réttri hugsun, eru viðfangsefni hennar og hugsanabrautir þó flestum nemendum ótamar, eink- um framan af, og því fer stund- um svo, að þeir gefast upp við dæmareikninginn, glata trausti á sjálfa sig og fá óbeit á náms- greininni. Helstu ráðm til þes£ að bægja þessari hættu frá erú að hafa ævinlega nógu mikið af hæfilega léttum viðfangsefnum á takteinum, og í öðru lagi að sýna með dæmum, hvernig leyst er úr örðugri viðfangsefnum. Sú sýnikennsla er notuð í vaxandi mæli og gefur góða raun, því að nemendur langar til að spreyta sig á flóknum viðfangsefnum, og hafa gaman af því ef þeir finna að þeir ráða við þau. Þessa leið hefur Lárus Bjarna- son valið í nýjustu bók sinni. Dæmasafn með úrlausnum handa framhaldsskóíanemendiim. Bók hans hefur að geyma 78 dæmi alls úr almennum reikningi, algebru og geometríu. Hverju dæmi fylgir úrlausn og við sum er fleiri en ein aðferð sýnd. Þótt dæmin séu ekki fleiri en þetta, eru þarna fulltrúar flestra þeirra dæmategunda, sem framhalds- skólanemendum gengur örðugast að glíma við. Bókin hefst á stuttum inngangi um talnakerfið, en síðan koma 54 dæmi með úrlausnum. Dæmi þessi eru af ýmsu tagi, meðal annars gömul prófdæmi, en flest snotur og eftirminnileg. Úrlausn- irnar eru nægilega ítarlegar til þess að hverjum framlialdsskóla- nemanda ætti að vera vorkunn- arlaust að átta sig á þeim. Þá kemur sá kafli bókarinnar, sem ég gæti trúað, að ýmsum þætti mestur fengur í, ekki sízt gömlum nemendum Lárusar: Tíu dæmi með handhituðum úrlausnr um Lárusar Ijósprentuðum. Lárus er snilldarskrifari og enn eru ekki meiri ellimörk á rithönd hans en svo, að við erum margir yngri mennirnir sem megum stórlega öfunda hann af skrift- inni. Þessar úrlausnir eru nem- endum ágæt fyrirmynd um fram- setningu, frágang og skrift, en á þeim bremur sviðum vilja ærið oft verða misbrestir. Bókinni lýkur svo á tveim verkefnum í stærðfræði frá síð- ustu landsprófum, fjórtán dæm- um alls, með svörum og úrlausn- um próidómarans Steinþórs Guð mundssonar, en hann hefur sam- ið þessi dæmi Þessi síðasta bók Lárusar er nýjung í kennslubókakosti okk- ar íslendinga, þörf nýjung sem Frh. á bls. 31 Þorkell Sigurðsson hún á í landgrunnshafinu allt í kringum landið. Þangað hefur hún ýmist beint eða obeint sótt meirihluta þeirra fjármuna, sem hafa verið undirstaða hinna æv- intýralegu framfara, sem hafa orðið hér á landi síðan um alda- mótin. Islenzku þjóðinni ber því að fylkja sér saman til þess að vernda þessi náttúruauðæfi sín, bæði fyrir allri erlendxi ágengni, eftir því sem möguiegt er, og einnig með nauðsynlegri friðun vissra svæða, ectir þvi, sem þörf krefur í framt ðinni og fært þykir. En fyrsta ski'iyrðið til bess, að þetta sé hægt, er að þjóð in þekki sögu fiskiveiðanna í höf- uðdráttum og sögu samskipta hennar við helztu fiskiveiðaþjóð- ir Evrópu" í riti stiU reynir svo höf. í stuttu máli að rekja þessa sögu og skíra al'a máiavoxtu. Les- málinu fylgja kox-t og uppdrættir af landgrunninu, sem auðvelt er að átta sig á Höfundur hefur safnað saman geysi mixlum fróð- leik á fáar s'ður og tekizt að gera hann aðgengilegan í skírri og mjög læsileeri frásögn. Er því kverið hið athyglisvevðasta, og nauðsynlegt hverjum þeim, sem vill kynna sér þetta mikilsverða mál til hlýtar. Mér er því mikil ánægja að mæla með því, við all- an almenning, enda bótt mig skorti vísindalega þekkingu til að gera niðurstöðum þess full góð skil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.