Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1955, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ Laugerdagur 31. des. 1955 2* ÍNAÐARMÁLIIM 1955 AFKOMA IÐNAÐARMANNA Aft»ma iðnaSarmanna hefir yfirleitt verið góð á árinu, sem er aS ljúka, þótt nokkuð hafi það verið mismunandi eftir iðn- grewum og einnig nokkuð eftir landshlutum. Atvinna hefir almennt verið næg og víða góð, og í sumum iðngreinum hefir jafnvel stórlega skort menn til starfa. Tvennt er fró, sem valdið hefur verulegri skerðingu á atvinnu og afkomu iðnaðarmanna, sem og fjölmargra annarra á þessu ári. Er þar í fyrsta lagi hið langa og um- fangsmikla verkfall s. 1. vor, er olli viðtækri röskun í atvinnu- lífínu um langt skeið, auk hinna varanlegu afleiðinga þess. í öðru lagi er svo mjög vaxandi skortur á rekstrarfé, sem að nokkru leyti stafar af hækkuðu kaupi og verðlagi eftir verkfallið, þar sem menn þurftu þá miklu fleiri krón- ur en áður, til þess að halda óbreyttum rekstri, óg svo hafa bankarnir dregið verulega sam- an rekstrarlán fyrirtækja á síð- ustu mánuðum ársins. Hefir þetta óhjákvæmilega valdið tölu- verðum samdrætti í atvinnu- lifinu. Mest hefir atvinnan verið sumum greinum byggingariðn- aðarins, þar sem stórlega hefir skort á, að hægt væri að full- nægja eftirspurninni, en bygg- ingaframkvæmdir hafa verið mjög miklar á árinu. Veldur þar bæði um, að mjög var létt höml- um af húsabyggingum í lok árs- íns 1953 og einnig hitt, að aukn- ir möguleikar á að fá lán til húsabygginga, og auicin almenn velmegun vegna nægrar atvinnu undanfarin ár. hefir gert miklu fleiri mönnum kleift að ráðast í byggingaframkvæmdir, en ella myndi. Allmikið hefir auk þ«;ss Eftir Eggert Jónsson framkvæmda- stjóra Landssambands iðnaðarmanna verið um byggingaframkvæmd- ir á vegum vamarliðsms á Kefla- víkurflugvelli og víðar. Hjá járniðnaðínum hefir orðið verulegur samdráttur síðari hluta ársins og hefir þar fyrst og fremst gætt áhrifa verkfalls- ins, svo sem að framan greinir. Aukinn framleiðslukostnaður hefir valdið því, að járniðnað- urinn á stórum óhægara um vik í samkeppninni við erlendar iðn- aðarvörur, en fyrst og fremst eru það atvinnuvegirnir, sem njóta þjónustu járniðnaðarins, og verð- ur þeirra vegna að halda verð- laginu svo niðri, sem unnt er. Á þessu ári var fyrsta íslenzka stál- skipið fullgert og afhent, en það var dráttarbáturinn Magni, sem Stálsmiðjan smíðaði fyrir Reykja víkurhöfn. Þá hefir og verið haf- in smíði á næsta stálskipi, en það er björgunar- og varðskip fyrir Norðurland. Eru þessar stálskipasmíðar nýjasti áfangi hinna þróttmiklu framfara. sem orðið hafa í íslenzkum járniðn- aði síðustu árin. Á s. 1. vori varð kunnugt um það, að í þann veginn væri verið að ganga frá samningum við þýzk fyrirtæki um að reisa hér hraðfrystihús á Akureyri og í Hafnarfirði og búa þau öllum vélum og tækjum er þá væru flutt inn frá Þýzkalandi. Er Landssamband iðnaðarmanna fékk fregnir af þessum samn- ingum, sendi það þegar iðnað- armálaráðherra bréf, þar sem því var sérstaklega mótmælt, að erlendum aðilum væri leyft að taka þannig að sér stór verk, sem innlendir iðnaðarmcnn gætu auðveldlega leyst af hendi. Sam- tímis reit forseti Landssambands- ins, Björgvin Frederiksen, grein um málið í Morgunblaðið og vakti þannig opinberlega athygli á því, hvernig hér væri ætlunin að vega aftan að íslenzkum járn- iðnaði, sem hefði bjargað hrað- frystihúsunum í neyð á striðs- árunum og væri nú tæknilega kominn í fremstu röð á þessum vettvangi. Niðurstaða þessa máls varð sú, að ríkisstjórnin neitaði að staðfesta samningana við hið þýzka fyrirtæki, og nú er tryggt innlent fjármagn til þessara framkvæmda, og að verkin verða leyst af hendi af innlendum aðil- um. Afkoma margra annarra iðn- greina, er einkum annast fram- leiðslu margvíslegra neyzluvara, eða láta í té hverskonar þjónustu, er yfirleitt nátengd kaupgetu landsmanna og þannig afkomu almennings í landinu. Þar sem afkoma manna hefir yfirleitt verið góð þetta ár, þá má segja, að svo hafi því einnig yfirleitt verið háttað um þessar iðngrein- ar. Nokkuð er þó afkoman breyti leg eftir landshlutum, og óneit- anlega er hún bezt í héruðunum suðvestanlands. Skal það ekki nánar rakið hér, heldur gerð í stórum dráttum grein fyrir þeim helztu hagsmunamálum iðnað- arins, sem á dagskrá hafa verið, og sem unnið hefir verið að á þessu ári. IBNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDS Nefnd sú, er iðnaðarmálaráð- herra skipaði 20. febrúar 1954 til þess að semja lög og reglur um Iðnaðarmálastofnun íslands, vann lengi að því verkefni, og tókst að lokum að ná samkomu- lagi og jafna þann mikla ágrein- ing, sem í upphafi ríkti, einkum um aðild að stjóm stofnunarinn- ar. Varð samkomulag um, að stjórnin skyldi skipuð 8 mönn- um þannig, að ráðherra skipaði formanninn án tilnefndingar, Landssamband iðnaðarmanna, Félag ísl. iðnrekenda, Iðnsveina- ráð A. S. í., Vinnuveitendasam- band íslands og Samband ísl. samvinnufélaga skyldu hvert um sig tilnefna einn fulltrúa, en Al- þýðusamband íslands skyldi til- nefna tvo fulltrúa, og skyldi ann- ar vera sérstakur fulltrúi iðn- verkafólks. í frv. því, er nefndin náði saro- komulagi um, var lögð megin- áherzla á það hlutverk stofnun- arinnar að veita tæknilega atf- stoð og annast rannsóknir og upplýsingaþjónustu, en henni var ekki ætlað sérstakt vald yfir málefnum iðnaðarins. Stofnun- inni var þar ætlað að veita þjón- ustu en ekki gefa fyrirskipanir, og hvarf þannig með þessu nýja frv. sá húsbóndabragur, sero iðnaðarmönnum þótti eldri frv. gera ráð fyrir, að væri á stofn- uninni, og sem þeir gátu meS engu móti fellt sig við. Frv. þetta var lagt fram á Al- þingi í fyrra haust, að tilhlutun. iðnaðarmálaráðherra, en brátt kom í ljós, að það myndi mæta verulegri andstöðu í þmginu, og varð það eigi útrætt. Spillti og verulega fyrir framgangi þess, að þrír verkfræðingar í þjónustu Iðnaðarmálastofnunarinnar sömdu og sendu inn á Alþingi, frv., er gekk mjög í aðra átt, en frv. nefndarinnar. Þegar sýnt var, að lög um stofnunina yrðu eigi sett á síð- asta Alþingi, ítrekaði Landssam- band iðnaðarmanna fyrri tilmæli sín til iðnaðarmálaráðherra, um að fá þegar einn fulltrúa í stjóm stofnunarinnar, þar sem ekki væri ágreiningur um aðild Lands sambandsins. Ráðherrann varð við þeirri beiðni og um miðjan júní s. 1. skipaði hann til við- bótar í stjórn Iðnaðarmálastofn- unarinnar þá Björgvin Frederik- sen frá Landssambandi iðnaðar- manna og Magnús Brynjólfsson frá Verzlunarráði íslands. En GLEÐILEGT NYAR! Þökk fyrir viðskiptin. KJÖT ö<; GRÆNMETI Snorrabraut 56 fc>S>5>*>i>S>«>-®’'‘%>S>5>S>*>S>«>S>5>S>i>S>5>S>S>S>5» Óskum öllum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGS NÝÁRS með þöl.k fyrir viðskiptin á liðna árinu. Hofsvallabúðin h.f, GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. GLEÐILEGT NÝÁR! ll GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Mancíhester GLEÐILEGT NÝÁR! AlhyðubrauSfreríVin h.f. GLEÐILEGT NYÁR! Ásbjörn Ólafsson, lieildverzlun GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. GULLFOSS, Aðalstrœti ?# GLEÐILEGT NÝÁR! GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verr.lun Halla Þórarins h.f. i >*>S>C-S>S>5>»>«>S> GLEÐILEGT NÝÁR! itmiiiiiwmjinmm H.F. OFNASMIÐJA.N Einholti 10 GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Siilusamband í«l. fi«k franilerðenda GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Sæl(ttfth)(rr8in Silja Hraunteig 10 GLEÐILEGT NÝÁR! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Bræðurnir Ormyson GLEÐILEGT NYAR! Þökk fyrir liðna árið. framtíðln GLEDILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. . LIVERPOOL GLEÐILEGT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Guðniundur Guðjónsson, Skólavörðustíg C'S>S>i£>*>‘Í>S>5>S>S>S>S>S>S>C-«>S>5>S>5>®‘«>S>«>«C*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.