Morgunblaðið - 06.01.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1956, Blaðsíða 1
16 síður 43. árgangnr 4. tbl. — Föstudagur 6. janúar 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsms Eisenhower birti þinginu boðskap sinn: FRELSI ER BETRA EN KOMMÚNISMINN Nann boðaði aukna efna- hagsaHstoð við erlend riki Það yrði bezt gert með þvi að veita þeim efnahagslegan styrk. — ©g nánari samvinsiu VeslurveSdanna WASHINGTON, 5. jan. BANDARÍKJAÞING kom saman í dag og hlýddi á liinn áriega boðskap forsetans um ástandið i innan- og utanrikismálunum og stefnu þá er stjórnin hyggst taka upp í þeim málum. Vegna veikinda sinna gat Eisenhower ekki flutt ræðuna sjálfur, og hafði það verið boðað með löngum fyrirvara. Sagði þar meðal annars, að efnahagur Bandarikjanna hefði aldrci staðið á jafn öruggum grundvelli og nú. Þjóðartekjurnar hefðu aukizt og velmegun hefði aldrei verið meiri í Bandaríkjunum en nú. FBELSI BETRA EN KOMMÚNISMI Um allan heim eru þjóðir beittar hinum svívirðilegasta órétti, sem enn hefur ekki tekizt að leiðrétta. Sagðist forsetinn hafa í huga kúgun þjóðanna, sem væru í jám- greipum kommúnista — og. benti m. a. á A-Þýzkaland. — Hann minntist á þann órétt, sem Japönum hefði verið gerður, er þeim var synjað um inngöngu í S. Þ. „EKKERT MÁ TH, SPARA“ Um utanríkismálin lét for- setinn þess m. a. getið, að að- stoðinni við erlend ríki yrði haldið áfram og jafnvel auk- in. Það væri hugsjón Banda- ríkjamanna, að treysta og efla frið og frelsi í heiminum. Til þess yrðu vestrænar þjóðir að efia varnir sínar — og ekkert mætti til spara. Forsetinn taldi, að mikið hefði áunnizt með inngöngu A-Þýzkalands í Atlantshafsbandalagið og mcð bandalagi S-Asíu þjóðanna og Bagdadbandalaginu svo- nefnda. * KOMMÚNISTAR SAMIR VIÐ SIG Kvað hann kommúnista hættulegri en nokkru sinni fyrr, þar eð þeir hefðu nú horfið frá árásarstefnu sinni, en notuðu í þess stað lymsku- legan áróður málum sínum til framgangs. Genfarfundurinn í sumar hefði gefið sumum tálvonir um það, að kommúnistar hefðu breytt um stefnu en á utanríkisráðherrafund- inum hefði hið gagnstæða komið í Ijós. if HÆTTAN VOFIR YFIR Forsetinn sagði mikla hættu vera á því, að kommúnistar fengju hljómgrunn fyrir áróð- ur sinn í þeim löndum. sem byggju við lítil efni — og benti hann sérstaklega á ým- Eisenhower forseti. is Asíulönd í því sambandi. Hann kvað það hlutverk vestrænu þjóðanna með Bandaríkin í broddi fylkingar að koma þjóðum þessurn til hjáipar áður en þær yrðu kommúnismanum ofurseldar. Fallast á afnám löndunar- bannsins LONDON 5. des. — Fulltrúar allra þeirra samtaka, er standa að sjávarútvegi í Englandi, hafa tjáð sig fúsa til þess, að gangast inn á málamiðlunar- tillögu þá, sem Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu hefur lagt fram til lausnar deilu ís- lendinga og Englendinga um landhelgislínu íslands. Er i tiliagan þess efnis, að Bretar aflétti löndunarbanninu — gegn því, að íslendingar Iáti staðar numið — og færi land- helgislínu sína ekki út fyrir núverandi fjögra mílna land- helgi. — Reuter. Moskva. Pravda fiutti nýlega forvstugrein. þar sem deilt var á j byggingafræðinga, sem fyrir I skemmstu féllu í ónáð fyrir að hafa stofnað efnhagi ríkisins í voða með iburði í byggingarlist. í greininni sagði m. a., að þeir hefðu smíðað svo þungar og vel viðaðar hurðir, að konur hefðu ekki getað lokið þeim upp. Myndin er af franska stjórnmálamanninum Pierre Poujade, sem vann stórsigu- í. kosningunum i Frakklandi. Stefnuskráratriði hans var „Lægri skattar“ — og búið. Frilrik mú svart á móti Ivkov í úrslitaskákinni Frammistaða Friðriks vekur þjóðargleði EF TIR átta umferðir á Hastingsmótinu er vinningsstaðan þannig, að Friðrik Ólafsson og Korschnoi hafa sex og hálfan vinning, Ivkov 6, Taimanov 5, Darga 4, Perzitz og FuIIer 3, Del Corral og Penrose 2Vi vinning og Colombek I vinning. -----------------------------<s> Vill stjórnarand- sfaðan bjéðe útyegs- mönnum befur! ALÞINGI kom í gær saman til fundar eftir þinghlé. Haraldur Guðmundsson stóð upp utan dagskrár og bar fram fyrir- spurn um, hvað ríkisstjórnin hefði gert til þess að hindra stöðvun útvegsins. Kommún- istinn Einar Olgeirsson stóð einnig upp og hélt langa ræðu, I þar sem hann deildi mjög á, ’ að ríkisstjórnin hefði ekkert gert til að hindra stöðvun út- vegsins. Ólafur Thors svaraði þá, og sagði, að ríkisstjórnin hefði tilboð til útvegsmanna til þess að forða að þeir stöðvuðu báta flotann. Spurði hann stjórnar andstæðinga, hvort þeir teldu' þetta tilboð of litið, hvort það ætti að bjóða útvegsmönn- um mcira en ríkisstjórnin gerði. Þar að auki spurði hann, hvort kommúnistaþing- maðurinn vildi koma sjálfur með einhverjar tillögur varð- andi tilboð og auknar greiðsl- ur til útvegsmanna En komm- únistaþingmaðurinn hafði þrátt fyrir steigurlæti sitt, engar slíkar tillögur á tak- teinum. Svo enginn skildi hví kommúnistinn hefði viðhaft svo stór orð. Forsætisráðherra svaraði því aðspurður, að hann teldi enga ástæðu til að birta að svo stöddu álit hagfræðinganna varðandi þessi mál, frekar en fjölda annarra skýrslna, sem ríkisstjórnin hefði viðað að sér og væri nú í óða önn að rann- saka. Hamborg. Verið er að draga 138 Gyðinga fyrir dóm í Austur Þýzkalandi. Eru þeir ákærðir fyr- ir að vera útsendarar ísraels- stjórnar — og hafa hjálpað banda rískum njósnurum inn í Sovét- ríkin. FRIDRIK — IVKOV Aðeins tvcir efstn menn- irnir, Friðrik og Korsehnoi. hafa engri skák tapað. Hafa þeir báðir unnið fimm skákir og gert þrjú jafntefli. Friðrik hefur unnið þrjár siðustu skákir sinar, en andstæðing- ur hans í dag, í síðustu um- ferðinni, júgóslavneski stór- meistarinn Ivkov, hefur unn- ið fjórar síðustu skákir sínar, en hann fór fremur hægt af stað. Ivkov hefur hvítt á móti Friðriki, en Korschnoi leikur með svörtu gegn Fuller. Er úrslita síðustu umferð- arinnar beðið með mikilli óþreyju, og mun um fátt meira rætt hér en frammi- stöðu Friðriks Ólafssonar, sem þykir með fádæmum glæsi- leg. FRÁBÆR FRAMMISTAÐA Hin glæ* *iilega frammi- staða Friðriks hefir vakið mikla athygíi, og hafa brezk blöð skrifað nokkuð um hinn unga og snjaíla íslenzka skák- mann. Brezka útvarpið hefir af og til skýrt frá gangi móts- ins, enda er íylgzt mikið með því í Englandi og reyndar víða um heirn. Og segja má, að hér á landi hafi aldrei fyrr verið fylgzt eins mikið með nokkru öðru skákmóti, enda enginn íslendingur unnið slíkt afrek á erlendu skák- móti. — Hjá Mbl. hefir sím- inn naumast þagnað, þegar vænta máíti frétta af mótinu. ÁTTUNDA UMFERÐ Eins og fyrr segir, vann Friðrik Persitz í 8. umferð, Korschnoi vann Darga, Ivkov vann Penrosc, Taimanov vanu Corral og Fuller vann Colom- bek. NÍUNDA UMFERÐ í dag verður síðasta u»- ferðin tefld og eigast þá við þeir Fríðrik (svart) og Ivhev, Korschnoi og Fuller, Taiman- ov og Penrose. Mendes France er ekki af baki doffinn París 5. jan. • Mendes Franee og kosn- ingabandalag vinstri flokk- anna, sem hann hafði forystu fyrir, krafðist þess í dag, að fá tækifæri til þess að reyna að mynda stjórn. • Mendes France gat þess ekki hvernig hann og sam- steypar ætluðu sér að mynda stjórnina Formaður Radicalaflokks- ins og Guy Mollet, sem er með limur Sósíalistaflokksms til- kynntu það í dag, að þeir höfnuðu tillögu Edgar Faure þess efnis, að hinir hægfara vinstri og haegri flokkar reyndu að mynda sameigin- lega stjórn. ® Það voru einmitt þessir flokkar, sem börðust hvað hatramlegast í kosningunum — og töpuðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.