Morgunblaðið - 06.01.1956, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. janúar 1956
MORGUNBLAÐIÐ
11
íbúðirnar sem verðo vinningar
I Smppirætii 11S
EINS og mörgum er kunnugt,
er Happdrætti Dvalarheimilis
aldraðra sjómanna að láta byggja
einbýlíshús, raðhús, i Ásgarði í
Bústaðahverfi, er verða vinning-
ar í happdrættinu.
Happdrættið fékk leyfi bæjar-
ráðs til að byggja 4 raðhús á
svæði því sem Reykjavíkurbær
er nú að láta byggja 108 íbúðar-
hús af um 200 fyrirhuguðum, og
er í ráði að byggð verði sameigin-
leg kyndistöð fyrir öll húsin.
2 af þessum 4 húsum eru nú í
smíðum og verður lokið við að
steypa þau í þessum mánuði.
Það fyrsta, Ásgarður nr. 2,
verður útdregið í 12. flokki yfir-
standandi happdrættisárs, eða 3.
apríl n.k.
Hús þessi eru hin vönduðustu
að öllum frágangi, fyrirkomulag
þeirra haganlegt og skemmtilegt,
eins og meðfylgjandi myndir sína.
Þau eru 58 fermetrar að stærð,
2 hæðir og kjallari, eða um 400
rúmmetrar. Fyrirkomulag fyrstu
og II. hæðar má sjá á grunn-
myndunum, en í kjallara er
þvottahús, 2 geymslur og W.C. og
er innangengt í hann bæði innan
húss og utanfrá. Að auki er svo
3 kjallara stórt herbergi sem
væntanlegur eigandi getur ann-
Líkan af einu húsanna.
aðhvort notað sem verkstæði eða
sett í það millivegg og gert þann-
ig úr því tvö herbergi.
Við steypingu húsanna er not-
aður mótakrossviður og verða
þau máluð að utan. Einangrað er
MNNMVHb l HfHS
með 7 cm. þykkum vikurplötum,
en korkplötum bak við ofna.
Svalah'andrið eru steypt og
blómakassar ofan á þeim. Tvö-
fallt gler verður í gluggum.
Húsin eru byggð samkvæmt
uppdráttum gerðum af Gunnari
Ólafssvni, arkitekt, skipulags-
stjóra Reykjavikurbæjar. Bygg-
íngameistari er Bergsteinn Óla-
son.
Uppselt er alltaf í happdrætt-
inu. Þeim mörgu sem enn ekki
hafa náð sér í miða mun gefast
kostur á að kaupa miða í apríl
n.k., þar sem þá standa fyrir
dvrum breytingar á happdrætt-
inu.
- Síða SUS
— Cirát ástkœra
fósturmold
Framh af bls. 10
Það er tæplega hægt að segja
að höfundur fjalli á rökfræðileg-
an máta um leiðir til að ráða bót
á vandamálinu. Hann er heittrú-
aður og sannfærður um að kær-
leikurinn muni sigra og sýna
mönnum fram á það illa og til-
gangslausa í ríkjandi ástandi.
Hann er þó ekki laus við allan
kvíða, því að ,,það eitt óttast ég
mjög í hjarta mínu, að þann dag,
sem þeir snúast til kærleika,
komist þeir að raun um, að við
höfum snúizt til haturs“.
Bók þessa ættu ungir sem
aldnir að lesa af gaumgæfni. Það
kann að vera að íslendingum
finnist málið sér fjarskvlt. En svo
er ekki. Hér er um að ræða eitt
af mestu vandamálum heimsins,
sem alla varðar. Menn ættu því
að kappkosta að mynda sér heil-
brigða og sanngjarna skoðun á
málinu, og láta af að efla með
sér lcynþáttahatur, eins og sum-
um hættir til. Lestur bókar Alans
Paton er eitt bezta meðalið til að
ná þvi marki.
,.Grát, ástkæra fósturmold" er
gefin út af Almpnna bókafélag-
inu í ágætri þýðingu Andrésar
Björnssonar og er útgáfan einnig
að öðru levti smekkleg og hin
vandaðasta í alla staði.
Sverrir Hermannsson.
Gott
piano
óskast til kaups.
Sími 2352.
líona
Vill taka aS sér heimili í
Reykjavík, frá 15. janúar.
Ekki þar, sem húsmóðirin
vinnur uti. Upplýsingar í
síma 82933.
Ný sending af
KJÚLAEFNUM
í afar miklu úrvali.
Verð frá kr. J5.00 meter, einnig
uílarefni, tweed o fl.
í pils og kjóla.
Ódýrir bútar:
Gallasatín.........á kr. 19.00 m (ljósir litit)
Rifsefni...........á — 29 00 m (þykk og þunn)
Poplin ............á — 19 00 m (ljósir litii)
Fóður...............á — 12.00 m (allskonar)
Húsgagnaáklæði.....á — 28.00 m (nýtízku)
Gaberdine..........á — 25.00 m (mynstruð)
Satín .............á — 30.00 m
Flannel.............á — 47.00 m
o. fl. o. fl.
Takmarkaðar birgðir.
Notið þetta einstaka tækifæri.
ddeídur h.j^.
Bankastræti 7 (uppi)
Rafgeymar
6 volt
12 volt
Bifreiðavöruverzlun
Friðriks Berfelsen
Hafnarhvoli — Sími 2872.
TIL SÖLU
Vegna brottflutnings af landinu er til sölu á Blómvalla-
götu 13, 3. h. ,eftirfarandi:
Vandaður buffetskápur
(1800,00)
Skrifborð og stóll (1000.00)
Stórt, útdregið borð (400.00)
Þrír stoppaðir stólar
(1600.00)
Sól í loft (80.00)
Axminster gólfteppi 10 ferm. (1400.00)
Axminster gólfrenningur 4 m. (1000.00)
Til sýnis allan daginn.
Kommóða (100.00)
Borð og skápur (100.00)
Iljónarúm (1000,00)
Tjald (100.00)
Matsveinar
Fundur verður haldinn í Fiskimatsveinadeild S.M.F.
í dag kl. 20,30 í Sjálfstæðishú.sinu í Hafnarfirði.
Ávíðandi mál. Stjórnin.