Morgunblaðið - 06.01.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.1956, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 6. janúar 1956 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vignr. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrætó 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland*. í lausasölu 1 króna eintakið. Spáaupmennska í algleymingi VTINTJM frönsku kosningum og íl úrslitum þeirra var fyrir skemmstu lýst svo af brezkum útvarpsfyrirlesara, að með þeim hefðu Frakkar farið úr öskunni í eldinn. Fyrir kosningamar var stjórnarkreppa í landinu og eftir þær er ennþá stjómarkreppa. Atkvæðatölur hinna helztu flokka eru líkar og þær voru áður, nema hvað Gaullistar hafa tapað, enda höfðu samtök þeirra að mestu verið leyst upp. Með hinum sömu, eða jafnvel lægri atkvæðatölum auka kommúnist- ar hins vegar mjög þingmanna- tölu sína og nýr óstjómarflokkur, svonefndir Poujadistar koma fram, sem í rauninni hafa lýst því yfir að þeir vita ekkert hvað þeir vilja. í heilan mánuð hafa stjórnmála flokkar, fjölmargir að tölu, sem áður reyndu að starfa saman, ausið hvem annan skömmum og svívirðingum, svo að það litla traust sem ríkti milli þeirra er nú horfið. Samt verða þeir víst til þess að ríkið hafi einhverja stjóm, að hópast saman aftur og mynda ríkisstjórn, þó að ekki verði nema til bráðabirgða til þess að efna til nýrra kosninga. Svo verða þær haldnar, árangur- inn enn enginn og þá getur orðið að halda enn nýjar kosningar og óstjómin og hrakmennskan gref- ur um sig. Þannig er útlitið ekki gott fyrir hina frönsku þjóð. Frakkland virðist áfram muni verða fórnarlamb stjórnarkreppa og óvissu í stjómmálum. Stjórnmálaspilling er undirrótin Það þarf ekki að draga neina dul á það, hver er orsök þessara vandræða hinnar frönsku þjóðar. Frakkar viðurkenna það vissu- lega sjálfir, þótt þeim hafi ekki tekizt að vinna bug á því. Orsökin er fyrst og fremst stjómmálaspilling. sem stafar af hinum mörgu flokkum. Hver þeirra um sig skarar eld að sinni köku, hlífðarlaust og án þess að gæta þeirrar skyldu, sem þjóðar- sómi býður. Frakkland hefur orðið að þola samsteypustjómir margra flokka. En því miður hefur samstarf þeirra ekki verið heiðarlegt sem skyldi. Að sjálfsögðu getur ensrinn heimt að af samstjémarflokkum, að þeir sén allir einhuga í hverju máli. En það verður að ætla þeim þá sómatilfinningu, að kunna að standa saman og láta þá frekar góðar sættir takast, heldur en valda þjóð sinni stórfelldu tjóni. En á það hefur því miður mjög skort í frönskum stjórnmálum hinna síðustu ára. Þar hefur hver stjórnmálamaðurinn setið um að hnakkabíta annan og revna að leita lags með ódrengilegum brögðum gegn þeim sem þeir starfa með i orði kveðnu. Þannig er mein franskra stjórn mála. Það er spákauomennska sem hefur um of ráðið í stjórn- málunum þar. Stjórnir eru rofn- ar án hinna minnstu raunhæfra ástæðna og án þess að nokkuð sé vitað hvað við tekur. Tylli- ástæður eru fundnar upp til að geta verzlað með völdin í stjórn- arkreDnu. Þess eru dæmi að land- ið hefur eftir slik ábyrgðarlaus stjói-narslit verið stjómlaust með öllu svo vikum og mánuðum skiptir. Allt ber hið franska stjómar- far svip þess, að stjómmálamenn þar hafa í harðri keppni um völdin hætt að gæta hófs. í hóf- lausri sérhyggju hefur Hver þeirra um sig einblínt á eitt mark mið eigin upphefðar og virðing- ar, en gleymt að taka tillit til þarfa lands síns og þjóðar í heild, enda hafa þeir valdið þjóð sinni mestu ógæfu með spákaup- mennsku sinni. Frakkar sjálfir viðurkenna al- mennt þetta þjóðarmein. Það hef ur e. t. v. komið hvað skýrast í ljós, þegar Edgar Faure rauf franska þingið nú skömmu fyrir jólin og efndi til nýrra kosninga. Sú ákvörðun var ekki nema eitt bragð, einn leikur í refskák franskra stjórnmála. Þennan franska stjórnmálamann varðaði um það eitt, að svo virtist sem þessar kosningar gætu orðið hon- um til framdráttar, þó önnur hafi nú orðið raunin á. Gentagne valg“ En kannske er þctta ekkert einsdæmi franskra stjórnmála. Það er margt furðulegt, sem hefur gægzt undan skinninu hér heima hina síðustu daga. Fyrir nokkrum dögum gerðist m. a. sá furðulegi atburður, að einn af forustumönnum pínu- litla flokksins tók upp á því að birta eins konar trúarjátn- ingu sína um íslenzk stjóm- mál í dönsku blaði. MeíL grein þessari sýndi stjórnmálamað- ur þessi fáeina jaðra af stjóm málaþroska sínum. Það leyndi sér ekki að þessi ísl. stjórn- málamaður og þá e. t. v. flokk ur hans stóðu hlið við hlið og hönd í hönd við hina spilltu stjórnmálamenn Frakklands. Því að það sem var þessum seinheppna manni efst í huga í allri hinni dönsku grein, var hvernig pínulitli flokkurinn gæti smogið upp í ráðherra- stóla. Ef það ekki tekst núna, þá var ráð hans að efna til kosn- inga og ef það ekki tækist heldur þá, var það ósk og vilji þessa litla lærisveins í spákaupmennskuvísindum að hafa „Gentagne valg“. „Gen- tagne valg“. „Endurteknar kosningar" er orðið sem er bezta mælistikan á pólitískan þroska spákaupmannanna hvar sem er í heiminum. Það sýnir hvernig þeir birta þjóð- hollustu sína í verki. BoBskapur ÞAÐ er athyglisvert að lesa ára- mótaboðskap Eisenhowers Banda ríkjaforseta til þingsins. Einn aðalhluti ræðunnar fjallaði um efnahagsaðstoð við vinveitt ríki. Fjárhagur og lífskjör hinnar bandarísku þjóðar hafa aldrei verið betri en nú. Efnahagskerfið sýnir meiri styrk, jafnvægi og öryggi en um langt skeið áður. í skjóli þessa öryggis fara lífs- kjör alls almennings þar í landi markvisst batnandi. En styrkur hins bandaríska efnahagskerfis þýðir jafnframt að þeir geta veitt öðrum þjóðum aukna aðstoð til uppbyggi igar og[ framfara, enda boðar Eise. how>. j forseti það skýrum sti um í ávarpi sínu. ! ÚR DAGLEGA LÍFSNU TVfÚ þurfa heyrnardaufar konur 11 ekki lengur að hafa áhyggjur af fyrirferðamiklum heyrnartækj um, því að hafin er framleiðsla á gleraugum, sem eru um leið heyrnartæki. — Auðvitað væri bezt, að þær konur sem slíks þyrftu, væru einnig sjóndaprar, en það er auðvitað ekk- ert aðalatriði. Þetta er engu að síður heppilegt fyrir karl- menn, sem eru heyrnardaufir, þó að konur séu sérstaklega nefndar í þessu sambandi. Hrsngekjan Mörgum þeirra þykir leiðinlegt að bera heyrnartæki þau, sem hingað til hafa verið í notkun. Þeim hefur reynzt erfitt að skýla öllum þeim útbúnaði, sem heyrn- ^frtækjum hafa fylgt, en nú hafa hugvitsmenn komið bæði móttak- aranum og rafhlöðupnni fyrir í gleraugnaspöngunum. Þær konur, sem ekki þurfa á gleraugum að halda — en þarfn- ast aftur á móti heyrnartækia, geta nú fengið þessi ágætu gler- augu með venjulegu rúðugleri — og hver veit nema skipta þurfi um gler, þegar aldurinn færist yfir þær. ★ ★ Þetta er aðeins fyrir kvenfólk- ið — enda ekki líklegt, að karl- mönnum þyki mikið til þess koma. Ljósmóðir nokkur í bæn- um Piedemonte d’Alifa í Norður ftalíu, lét nýlega af störfum eftir 50 ára starf. Var hún „ljósa“ hvorki meira né minna en 15 þús. bama — þ.e.a.s. sum börnin áttu fimmtugsafmæli um sömu mund- ir. ★ ★ Snjórinn er nú seztur að — mörgum til sárrar gremju. En börnin kunna þó að notfæra sér hann og frá morgni til kvölds má sjá þau á sleðum og skíðum um allan bæinn. Það eru þó ef til vill einhver í hópl þeirra, sem hvorki eiga sleða né skíði, og hér segir einmitt frá einum siíkum strák. Hann á heima í Danmcrku Greinilega sést á myndinni hvernig heyrnartækjunum er fyrlr komið i gleraugnaspöngunum. vaxtarár mín, um framkomu mína og peningana, sem ég hef unnið mér inn — og ég segi við j sjálfan mig: Já, það er einmitt það — þú ert frægur. I Það er ekki langt síðan að ég skynjaði það til fullnustu, að ég j var frægur. Ég frétti nefnilega, að handrit mitt af sögunni „Tunglið og tíeyringurinn“ hafði verið selt í London á 2500 strel- j ingspund. Fyrir rithönd mína, j sem kennarar mínir þreyttust j aldrei á að ávíta mig fyrir á skóla ] árum mínum, hafði einhver gefið hvorki meira né minna en 2500 pund. Ég gekk fram fyrir spegil , og hneigði mig fyrir sjálfum mér j — fyrir frægðina". ★ ★ Þið hafið sennilega ekki heyrt talað um enska hjúskaparráðu- nautinn, sem varð atvinnulaus. Sá karl hafði nefnilega ráð undir rifi hverju — eins og þar stendur. Hann auglýsti: Ef þér eigið í ein- hverjum hjúskaparerfiðleikum — þá komið til mín og leitið ráða, því að enginn gefur betri ráð. Eí ailt hefur gengið snurðulaust, og þið hjónin lifið eins og blóm í eggi. — komið þér þá í guðanna bænum og segið mér hvernig þi<5 hafið farið að þessu. uu andi áhnjar: Ný uppfinning - og var sem vonú-gt er óánægð- ur, þegar leikféiagm lians tóku fram skíði og sleða nú í vetur. En hann dó ekki ráðalaus. Móðir hans átti hjólgrind og hjá félaga sínum fékk hann gömul ónothæf skíði. Síðan bjó hann sér til sleð- ann, sem myndin sýnir — og er ekki lítið rogginn yfir uppgötv- uninni, eins og sjá má — enda veita félagar hans honum verð- skutdaða athygli. ★ ★ „Frægð er undarlegt fyrirbæri*' — sagði rithöfundurinn heims- fr: gi, Somerset Maugharri, er hann átti tal við blaðamenn fyrir skömmu. „Fólk segir að ég sé frægur. Ég fer að hugsa um upp- Þökk fyrir vel unniö verk. LÖGREGLUNNI ber mikið lof og þakkir fyrir frábæra um- ferðarstjórn í bænum kringum jólin. Það er staðreynd að bifreið- um í bænum hefur mjög fjölgað á þessu áxi. Samt held ég að um- ferðin um fjölförnustu göturnar hafi sjaldan verið eins greið og núna. Ég minnist þess undanfarin ár, þegar annirnar voru mestar, hví- lík vandræði það var t. d. að aka upp Klapparstíginn og ætla að fara þvert yfir Laugaveginn. Bif- reiðaumferðin niður Laugaveg- inn var svo endalaus og þrotlaus, að sá sem í þessa ógæfu rataði gat fullt eins vel lagzt fyrir til svefns í framsæti bifreiðar sinnar og beðið eftir því að göturnar tæmd ust af bifreiðum og gangandi fólki. Nú fylgdi manni miklu meira öryggi á öllum stöðum. Fljótt og vel var leyst úr umferðarhnútum og það sem var e. t. v. enn þýð- ingarmeira. Sérstakar ráðstafan- ir voru gerðar til að hindra að þeir mynduðust. Það er ekki vafi á því, að bannið við akstri vöru- bifreiða niður Laugaveginn var mjög gagnlegt. í því sambandi var aðeins verst, að skiltið fyrir innan Ás, þar sem kveðið var á um bannið var svo langort, að til þess að geta lesið það, hefðu bílstjórarnir allir orðið að nema staðar, stíga út, taka upp gler- augnahús, setja gleraugu á nefið, fá sér sæti og taka til við að lesa skjalið. Tafir við umferðarljós. LOKS vil ég minnast aðeins á einn galla á umferðinni yfir jóladagana. Það var vissulega mikilvægt, að bifreiðaumferðin gekk öruggt og eldfljótt og virt- ist sem bílstjórarnir skildu sitt hlutverk betur en nokkru sinni áður. En undantekningin var hinir gangandi vegfarendur. Þar sem götuljós eru töfðu þeir nær því ætíð fyrir umferðinni me® því að hlíta ekki réttum reglum og hiridra að bílar á grænu ljósi kæmust leiðar sinnar. Stundum kvað svo rammt að þessu, að bíla umferðin stöðvaðist. Þetta er mál, sem verður að taka fastari tökum næst þegar k ríður. Langt bréf hefur borizt frá SÍS varðandi vörutalninguna, sem bréfritari einn sagði að ekki hefði farið fram í búð félagsins. Ekki er hægt að birta allt bréfið, en meginefni þess er, að engin vörutalning hafi farið fram eins og í öðrum búðum, ekki hafi þurft að taka niður úr háum hilium eða umstafla. Er þetta vegna þess að_ ný aðferð er notuð til að fylgj- ast með birgðum. Strit einnar stúlku í mjólkurbúð. AÐ er óþolandi ástand, að að- eins ein stúlka afgreiði t mjólkurbúðinni á horni Njáls- götu og Gunnarsbrautar. Þannig skrifar „Húsmóðir í Norðurmýr- ínni“. Nú um áramótin hefur verið fækkað afgreiðslustúlkum í þessari mjólkurbúð, sem stórt hverfi sækir mjólk sína til, þnnn- ig að afgreiðslustúlka er nú að- eins ein í stað tveggja áður. Það er ekki nóg, að betta sé óþolandi vegna þess, að við kaup endurnir verður að bíða óra- tíma eftir afgreiðslu. Verst af öllu er það að sjá þrældóminn hjá þessari einu afgreiðslustiilku sem eftir er. Það er grátlegt að horfa á hana reyna að gera allt sem hún getur til að fiýta fyrir afgreiðslunni, kófsveitta og rjóða af erfiði. Þetta er hreinasta þrælk un og úr þessu verður að bæta- Húsmóðir í Norðurmýrirni. Merkið, sem klæðir landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.