Morgunblaðið - 06.01.1956, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.01.1956, Blaðsíða 5
r Föstudagur 6. janúar 1956 MORGUNBLAÐIÐ 5 Svefnn Guðmundsson frá Hvanneyris Fyrrl greln Er hagkvæmt að flytja inn holdanautgripi? IÞESSARI grein fjallar Sveinn Guðmundsson frá Hvanneyri, bóndi að Miðhúsum í Reykhólasveit, um það hvort arðvæn- legt muni vera, frá hagfræðilegu sjónarmiði, að hefja ræktun holdanauta hér á landi. Greinin er samandregin úr erindom, sem Sveinn flutti um þetta efni á síðastliðnum vetri á fundum búnaðar- félaganna í Borgarfirði. Grein þessi er gagnmerk, ekki einasta vegna þeirra hagfræðilegu atriða, sem fjalla um holdanautin, heldur og fyrir margar merkur upplýsingar, sem hún gefur um islenzkan iandbúnað í heild. Eins og greinarhöfundur segir sjálfur, má ef til vill deila um útreikninga hans. Hitt er annað, að þeir eru vel og greinilega rökstuddir og munu gefa mörgum bóndanum tilefni til hugleiðinga um búreksturinn. Er þess því að vænta að margur taki henni fegins hendi. INNFLUTNINGrR NAUT- GRIPA Á 19. ÖLD Eftir landnámsöld er ekki vit- að um innflutning nautgripa fyrr en á 19. öld. Vorið 1816 fram- kvæinir Magnús Stephenser inn- flutning á nautpeningi, 1 kvígu og 1 nautkálf. Kvígan bar á 3. vetri og komst í 10 merkur en síðan aðeins 12 merKur. Þetta par mun hafa verið af koldakyni Kvígur voru Magnúsi sendar 1819, voru þær alrauðar og hyrndar. Þessir gripir voru fyrst fluttir að Hvítárvöllum, en síðar að Hj álmholti í Flóa, en þar háfa verið nú lengi úrvals góðar kýr, en hvort hægt er að rekja ættir Joeirra til hinna erlendu skal ósagt látið. Um svipað leyti voru naut- gripir fluttir inn til Eyjafjarðar og Breiðdals, en engin rannsókn hefur átt sér stað um það hvað þessir gripir hafa skilið eftir, en sennilega hafa þeir breiðst lítið út, vegna þess að samgöngur snilli bæja og sveita hafa verið litlar og á nær hverjum bæ mun hafa verið holakálfur og einnig Jhitt að lítt hefur verið hugsað Mm afurðir nautgripanna. SKOZKU HOLDANAUTIN, SEM FLUTT VORU INN 1933 Sá innflutningur, sem kemur !hér mest við sögu og er afdrifa- iríkastur, er innflutningur holda- saautgripa árið 1933 og er ekki úr vegi að rifja svoiítið upp sögu jþessa máls. ; Á Alþingi 1933 kemur fram frumvarp til laga um heimild ffyrir ríkisstjórnir.a til þess að fflytja inn nautgripi af brezku Iholdakyni. í reglugerð fyrir ffrumvarpi þessu cr komizt meðal annars svo að orði: „Þá verður að siálfsögðu að leggja áherzlu á það, að hinnar gtröngustu varfærni sé gætt um heilbrigðisástand þeirra naut- gripa, sem til landsins kunna að verða fluttir og er svo ákveðið í ffrumvarpi, að um heilbrigðiseftir Sit, einanerun og sóttvarnir gildi eömu ströngu ákvæð' í lögum og sim innflutning á sauðfé til slátur fjárbóta". Á með því að vera girt fyrir gýkingahættu. Frumvarp þetta gekk greið- iiega fram og gengu lögin í gildi 19. júní 1933. Fimmtán dögum eftir að lögin tóku gildi voru komnir til lands- Sns 5 nautgripir frá Skotlandi. Um þetta skrifar Búnaðarfélag fslands 11. júlí 1933: AF ÞREMUR KYNJUM „Félagið leyfir sér hér með að tjá hinu háa ráðuneyti, að komn- ir eru til landsins nautgripir þeir ffrá Skotlandi, er ráðuneytið fól ffélaginu að kaupa þaðan. Það er 1 Aberdín Angus tarfur, 1 Gallo- way tarfur, 1 Highland tarfur, 1 Shorthom tarfur og 1 Galloway kvíga. Tarfarnir eru veturgaml- ir, en kvígan tvævetur. Gripirnir komu til landsins 4. júlí, og voru ffluttir samdægurs út í Þerney. Dýralæknirinn var fjarverandi vegna framboðsfunda, en fulltrúi hans, Guðmundur Andrésson, var fenginn til þess að skoða naut gripina, áður en þeir voru teknir úr skipinu og íaldi hann þá heil- brigða, en gaf ekkert vottorð um það.... ... .í samráði við atvinnumála- ráðherra var Ásgeir Þ. Ólaísson, dýralæknir í Borgamesi, fenginn til þess að gera læknisskoðun á karakúl-fénu er kom til Þemeyj- ar 10. júlí 1933 og síðan skoðaði hann tarfana, sem þangað voru komnir áður, en í kviguna náðist ekki vegna styggðar. Skoðunarvottorð dýralæknis er svohljóðandi: Samkvæmt beiðni þúnaðar- málastjóra Metúsalems Stefáns- sonar, hef ég í dag skoðað i Þerney 4 bola, sem nýlega voru fluttir hingað frá Skotlandi. gripirnir veikjast Gripir þessir eru heilbrigðir og hinir prýðilegustu að útliti. Ég álít mjög nauðsynlegt að enn sé fylgzt með líðan og heilsufari þessara gripa á næstunni, sér- staklega næsta hálfa mánuðinn“. Hinn 28. ágúst sama ár ritar Búnaðarfélag íslands samgöngu- málaráðuneytinu tillögu um dreifingu á nautunum, en til þess kom aldrei að þær yrðu fram- kvæmdar vegna þess að upp kom sjúkdómur í nautunum eða eftir um það bil vikutíma frá því að gripirnir komu í Þerney fóru að koma hrúðraðir hárlausir blettir á Aberdín Angus nautið og fylgdi þeim mikill kláði og breiddist þessi sjúkdómur út á hina bolana, en Galloway parið þoldi sjúk- dóm þennan einna bezt. Dýralæknar telja hringorm ó- þekktan sjúkdóm á búfé hér á landi og þess vegna varð að halda skozku nautgripunum í sóttkví áfram. EINN KÁLFUR LÁTINN LIFA Hinn 10. janúar 1934 var öllum innfluttu nautgripunum lógað, nema kálfi undan Galloway kvígunni, sem var þá viku gam- all og var hann tekinn strax við fæðingu og fluttur inn í eldhús á Þerney og hefur hann aldrei komið í snertingu við fjósið eða gripina siðan hann fæddist. Um bolskálfinn undan Gallo- way kvígunni er það að segja, að ómögulegt er að hafa hann í eld- húsinu í Þerney nema 2—3 vik- ur og virðist ekki annar staður til í Þerney sem tækilegt er að hafa hann í. Voru nú gerðar ráðstafanir á þá leið að Þerneyjarbóndanum var leift að hafa kálfinn til vors og slátra honum umleið og naut- peningi þeim er eftir yar í Þem- ey. — KÁLFURINN SELDUR í LAND Skömmu síðar bárust þeiðnir frá Búnaðarsambandi Suðurlands um að fá kálfinn keyptan og einnig frá Magnúsi Þorlákssyni, bónda á Biikastöðum, og yar það úr að kálfurinn var seldur að BUkastöðum 13. febrúar 1934. — Magnúsi var skilt að fara eftir settum reglum um smithættu þá er gæti stafað frá kálfinum, en 27. apríl 1934 heimilar ráðuneytið Búnaðarfélagi íslands að leyfa Magnúsi á Blikastöðum að taka kálfinn úr sóttkyí, en samt skuli hann áfram vera undir eftirliti dýi'alækna. Um þennan káif var rnikið rit- að og rætt og varð hið mesta hita- mál. Hinn 10. marz 1934 samþykkir Búnaðarsamband Kjalarnesþings svohljóðandi tillögu: „Fundurinn vítir það hversu kæruleysislega hefur verið á haldið með innflutning á hinum skozku nautgripum og felur stjórn Búnaðarsambands Kjalar- nesþings að ganga ríkt eftir því við Búnaðarfélag íslands, að það geri þær ráðstafanir, sem tryggi- legastar eru til þess að afstýra að frekari skaði og óhöpp hljótist af en orðið er“. Síðar seldi Magnús Búnaðarfé- lagi Suðurlands Galloway og settar voru reglur um notkun hans, sem voru lítt haldnar. Þessi sami boli var svo seldur að Hvanneyri og var hann hafð- ur þar um nokkurt skeið. BLENDINGUR TIL UNDAN GALLOWAY- KÁLFINUM TJt af þessum bolskálfi, sem hvergi virtist vera rúm fyrir, þegar hann fæddist, eru nú til blendingar í Gunnarsholti og Geldingalæk og hafa þeir reynzt þar vel eftir þvt sem Páll Sveins- son, sandgræðslustjóri, ritar í febrúarhefti „Freys“ 1955. Eitt í þeirri grein, sem ég vil benda á og vara við, er þessi málsgrein: „Hins vegar hefur reynslan orðið sú í lanefiestum tilfellum, að mjólkureiginleiki íslenzku ktmna er ríkjandi og til eru hálf- Móðskýr, sem gefa íslenzkum kúm ekkert eftir hvað mjólkur- nvthæð snertir, fitan er yfirleitt hin sama og við eieum að venj- ast meðal íslenzku kúnna. Hver heilvita maður sér, að ef um innflutnine á holdanautgrip- um yrði að ræða, þá yrði að gæta bess vel að eneir blendingar vrðu settir á, til þess að hægt yrði að halda kynjunum sundurgreind um“. Gísli Kristjánsson segir meðal annars í formála fyrir þessari grein: „í því trausti, að við séum orðnir bað miklir ræktunarmenn, að við getum haldið hreinrækt- uðum stofni og samtímis sé bænd um trúandi til að ala einblend- ínea til slátrunar en ekki undan- eldis,---- ÞURFUM AÐ VERA VEL Á VERÐI HVA» SNERTIR SÓTTVARNIR GRIPANNA Þessa mynd hef ég dregið upp af fyrri innflutningi til þess að við getum haft augun vel opin ef til innflutnings kæmi í annað sinn á nautgripum á þessari öld. Svo að við getum verið vel á verði hvað snértir sóttvarnir og einangrun gripanna í lengri tíma. Ég hygg að auðveldlega megi tryggja það með stakri gætni, en öðru máli er að gegna með eftir- litið sjálft eftir að farið er að nota holdanaut til einblendings- ræktunar, og ég efast ekki um að ókomnar kynslóðir myndu vera okkur lítið þakklátar, ef við skil- uðum til þeirra blendingsrusli í stað okkar sérstæða og möguleika mikla kúastofns. En sú hætta er fyrir hendi og þekkja flestir bændur þann veikleika hjá sjálfum sér, að láta hið sér- kennilega lifa og sjá hvað kem- ur út. HINN HAGFRÆDILEGI ATVINNUVF.GUR En stærsta spurningjn við þetta mál er: Borgar það sig hagfræði- lega að flytja inn holdanaut og nota þau í hreinrækt eða til blendingsræktar, er gróðinn það mikill að það borgi sig að leggja út í áhættusaman innflutning holdanautgripa. Ég mun leitast við að svara þessari spurningu í stórum drátt- um, en um margt getur verið skoðanamunur, einum sýnist annað og öðrum hitt. Það holdakyn sem kemur helzt til mála að flytja inn er Gallo- way og er því ekki úr vegi að lýsa því lítillega. GALLOWAY-HOLDANAUTIN Galloway er gamall stofn af ó- þekktum uppruna, en Bretar telja hann innfluttan. Hann var á tímabili mjög út- breiddur í suðvestur Skotlandi, en hefur orðið að þoka að ein- hverju leyti fyrir mjólkurfram- leiðslunni. Galloway er svartur og koll- óttur, hausinn er stuttur, ennið breitt, hálsinn fremur langur. — Skrokkurinn er djúpur en nokk- uð þrengri en á beztu holdastofn- um Breta. Ltið eitt hefur borið á slakka aftan við boga. Húðin er þykk og háralag að því leyti sér- stætt, að bæði eru yfir og undir- hár. Galloway er talinn einhver harðgerðasti stofn Bretlands og þolir vel kulda og vetur. í Skot- landi er hann hafður á útigangi að mestu. Kjötið er ágætt,; Þeim er ekki hætt við offitnun. Á kjöt- sýningum í Skotlandi hafa þeir náð mjög háum verðlaunum. — Hanri er ekki eins bráðþroska og hinir kjötstofnar þeirra.--- Ég hef valið þá leið við þessa útreikninga að skipta þeim í tvo flokka. Annar flokkurinn er sá, að bændur myndu fá sér holda- naut á nokkrar kýr sínar og ala kálfana upp til slátrunar og hinn flokkurinn, sem hafður yrði í svipuðu formi og stóðrækt sú, sem rekin er í Gunnarsholti, en þar eru tveir kálfar látnir ganga unifir kúnni, en talið yrði sjálf- sagt að hún væri af hreinu Gallo- way kyni. Fyrri flokkinn hef ép kallað A-flokk en þann síðari B A-FLOKKUR Kostnaðarreikningur fyrir blendingskálf til 6 nián. aldurs Verð kálfs ......... Nýmjólk ............ 150 kg 2.50 pr. kg . Undanrenna ......... 600 kg 0.32 pr. kg . Kjárpfóður ........ 70 kg 2.50 pr. kg ... Fæða, 2-78 hestb. 82.65 Lýsi, 1.3 kg 6.00 ... Vínna, 12 klst. 16.50 Húsaleiga........... Rentur .......... Samtals kr. 1505.72 B-FLOKKUR Kostnaður frá 6 mán. til 20,5 mánaöa aldurs Beit í 4 mán. á óræktuðu landi, 375 F.E. 0.25 .. 93.75 Taða ................ 17.28 hestb. 82.65 .... 1428.20 Beit í 2Ví mán. á órækt- uðu landi, 297 F.E. 0.46 136.62 Vinna, 21 klst. 16.50 .... 346.50 Húsaleiga............ 360.00 Rentur .............. 139.00 Samtals kr. 2504.77 reikning fyrir þennan grip og gæti hann litið út eitthvað á þessn leið. Að meðaltali mun fall blend - ingskálfs vera 190 kg, en þó má gera ráð fyrir að „nautkálfurinn*'* sé þyngri en kvígan og mun-því láta nærri að þetta sé meðaltal fyrir kynin á þéssum aldri. Húðin er þykk og loðin og myndi hún því vera nokkuð þung og myndi þungi hennar sennilega vera frá 17—22 kg, en gera má ráð fyrir og reikna meðf að hún sé 20 kg að þyngd. F.innig má meta slátur sláturgripsins eiti þvað, þótt oft vilji verða lítið úf bví, er ekki úr réttri leið að meta það á 75 kr., en það svarar verði þriggja'lambsslátra. en ekki er ósanngjarnt að það greiði slátur - launin og fellur þvi þessi liðtrr saman. Afurðareikningurinn yrði þri þannig: Húð, 20 kg 6.75 (verð framleiðsluráðs) .... 190 kg kjöt á 20.00 .... pr. kg ............... Samtals kr 135.0D 3800.00 3935.00 Samkvæmt þessum reikningt yrði 75,49 kr. tap að framleiða þennan grip til slátrunar. Fædd 8. maí 1890 Dáin 28. des. 1955 í ÐAG verður til moldar borin. merkiskonan frú Guðrún Einars- dóttir, Öldugötu 4 hér í bæ. Hún andaðist í sjúkrahúsi 28. des. aí afleiðingum af áfalli, sem hún fékk síðastliðið vor. 220.00 375.00 192.00 175.00 231.17 7.80 198.00 90.00 16.75 * - ' * * ■■ ' < : - • , - í i Kostnaður alls til 20,5 mán. aldurs kr. 4010.49 AFURÐ AREIKNIN GUR Þá er næst að búa til afurða- Guðrún giftist 6. ágúst 1910 Ipgvari Ágúst Bjarnasyni, skip- stjóra, sem fórst með skipi sínu, togaranurn „Braga“ af styrjald- arsökum víð Englandsstrendur 30. okt. 1940. En frú Guðrúp áttl eftir að verða fyrir þeirri örlaga- reynslu, sem felst í •orðíakinu „ekki.er ein báran stök“. Elsti sonur hennar, Bjarni, 18 ára gamall, var kominn á sjóinn pg fórst hann með togarairum „Sviða“ í des. 1941. „Sviði“ fórsti af styrjaldarsökum hér við land. Annar sonur hennar, Þorsteinn* 20 ára gamall, fórst af slysför- um um borð í togara 1950. Börnin voru sjö — ein dóttir og sex synir, einn sonurinn dó á barnsaldri, en eftir lifa: Fyú Elin leikkona, lngólfur, stýrimaðmv Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.