Morgunblaðið - 12.01.1956, Side 8
8
MURGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. jan. 1956
títg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjörnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 króna eintakið.
ÚR DAGLEGA LÍFtNU
Stslnmgai: líkisins við
ntvinnnbætnr i strjólbýlinn
RÉTT fyrir áramótin var frá því
skýrt í tilkynningu frá ríkisstjórn
inni, að á árunum 1951—1955
hefði samtals verið úthlutað um
28,2 millj. kr. til atvinnuaukn-
ingar í landinu. Fé þessu hefur
verið nær eingöngu úthlutað til
staða utan Faxaflóasvæðisins og
Vestmannaeyja, þar sem atvinna
hefur verið mest og mest gagn
orðið af ráðstöfunum ríkisstjórn-
arínnar til aukinnar verndunar
fiskimiðanna. Þessu atvinnubóta-
fé hefur þannig verið dreift til
kauptúna, kaupstaða og sjávar-
þorpa á svæðinu frá Snæfells-
nesi vestur, norður og austur um
land. Þess munu og einstök dæmi,
að atvinnubótafé hefur verið
veitt einstökum sveitahreppum
til viðhalds byggðar þar og til
þess að bæta aðstöðu fólksins í
lífsbaráttunni.
Samfals hefur verið varið 11,5
millj. kr. af þessu atvinnubótafé
til bátaútvegsins, aðallega til
bátakaupa, fáein lán til véla-
kaupa í báta, og vegna reksturs-
erfiðleika á einstökum stöðum.
Til iðjuvera og fiskverkunar-
stöðva, verbúða og fiskhjalla
hafa verið veittar um 10 millj.
kr. til 30 kaupstaða og kauptúna.
Þá hefur atvinnubótafé einnig
verið notað til þess að styðja út-
gfcrð og kaup á togurum á ein-
stökum stöðum og til ýmislegrar
annarar fyrirgreiðslu við atvinnu
líf byggðarlaganna.
Nauðsynle^ar
jafnvægisráðstafanir
Um það ríkir sennilega ekki
ágreiningur meðal þeirra, sem
nokkra yfirsýn hafa um íslenzkt
efnahags- og atvinnumál, að þess-
ar atvinnubótaráðstafanir ríkis
stjórnarinnar liafa verið mjög
nauðsynlegar og gagnlegar. Þær
hafa átt verulegan þátt í því að
efla atvinnulíf og bjargræðis-
vegi margra byggðarlaga og
þannig stuðlað að auknu jafn-
vægi, ekki aðeins í byggð lands-
ins heldur og í þjóðarbúskapnum
yfirleitt. Flótti fólksins frá fram-
leiðslunni víðsvegar ut um land
til hinna stærstu kaupstaða og
þá fyrst og fremst Reykjavíkur
hefur verið eitt mesta vandamál
siðustu áratuga.
Hin mikla fólksfjölgun
höfuðborginni hefur kallað
gífurlega fjárfestingu, bæð|
vegna byggingar nauðsynleg |
húsnæðis og opinberra bygg-
inga. Auk þess má á það
benda, að margt af því fólki,
sem stundaði framleiðslu úti
á landi til sjávar eða sveita
hverfur frá slíkum störfum
þes'ar það fiytur til höfuðborg
arinnar.
Frá sjónarmiði þjóðfélags
ins hefur bað því tvímæla-
laust borgað sig að all miklu
fé hefur verið varið til at
vinnubóta og jatnvægisráð
stafana á undanförnum árum
úr ríkissjóði.
-’íöpur
; Sjálfstæðismanna
S jálfstæðisf lokkurinn hefur
haft forystu um þessar jafnváegis. j
ráðstafanir á undanförnum árum.1
Nauðsyr.legt er, að nalda þess* !•
um ráðstöfunum áfram og tryggj .1
það eins vel og hægt er að þær
komi að varanlegu gagni. Sjálf-
stæðismenn á Alþingi hafa und-
anfarin ár flutt mörg frumvörp
og tillögur um auknar ráðstaf-
anir til sköpunar og viðhalds
jafnvægi í byggð landsins. Enda
þótt verulegur árangur hafi af
þeim orðið, m. a. með fyrrgreind-
um fjárveitingum til atvinnu-
bóta, verður ekki hjá því komist,
að taka þessi mál ennþá fastari
tökum í framtíðinni. Það er t. d.
nauðsynlegt, að styðja einstaka
landshluta og byggðarlög til þess
að eignast fleiri og afkastameiri
framleiðslutæki. Með því myndu
starfskraftar þjóðarinnar nýtast
betur, framleiðslan aukast og
efnahagsgrundvöllurinn verða
traustari. Mjög nauðsynlegt er,
að upp vaxi í öllum landshlut-
um þróttmiklar athafnamiðstöðv-
ar, sem geti tekið við fólksfjölg-
uninni, aukið útflutningsfram-
leiðsluna og orðið um leið góður
og varanlegur markaður fyrir
landbúnaðarhéruðin, sem að þeim
liggja.
Vitanlega er ekki hægt að
gera allt í einu, enda þótt suma
bresti skilning á þá staðreynd.
En þessar jafnvægisráðstafan-
ir, sem hér hefur verið minnzt
á eru eitt af því allra nauðsyn-
legasta, sem framkvæmt hef-
ur verið og framkvæmt verð-
ur í framtíðinni.
Sjálfstæðisflokkurinn mun
því framvegis sem hingað til
beita sér öfluglega fyrir þvi,
að þeim muni verða haldið
áfram eftir því, sem efni og að
stæður þjóðarinnar leyfa á
hverjum tima.
■ ■
Orðuglelkar Edens
SIR Antony Eden virðist eiga í
nokkrum erfiðleikum um þessar
mundir. Breytingar þær, sem
hann hefur nýlega gert á stjórn
sinni hafa ekki mælst sérstaklega
vel fyrir í landi hans. En helztu
breytingarnar eru þær að Butler
fjármálaráðherra hefur verið
gerður að leiðtoga Neðri mál-
stofunnar og nokkurskonar vara-
forsætisráðherra. Maemillan utan
ríkisráðherra hefur hins vegar
tekið við fjármálaráðherraem-
bættinu og Selwyn Lloyd er
gerður að utanríkisráðherra. Er
hann einn yngsti og glæsilegasti
leiðtogi brezkra íhaldsmanna.
Við varnarmálaráðherraembætt-
inu tók Walter Monekton, sem
áður var verkamálaráðherra.
Þær breytingar, sem mesta at-
hygli hafa vakið eru mannaskipt-
in í fjármála- og utanríkisráð-
herraembættinu. Butler hefur
hingað til verið talinn einn sterk-
asti maður stjórnarinnar. En
aukafjárlög hans í haust og ráð-
stafanirnar til þess að mæta vax-
andi verðbólgu og efnahags-
erfiðleikum mæltust ekki vel
fyrir.
Yfirleitt hefur mjög þótt bresta
á stefnufestu hjá stjóminni undir
forystu hins nýja lorsætisráð-
herra, ekki sízt í Kýpurmálinu,
sem er nú fleinn í holdi Breta.
Hinum nýja utanríkisráðherra
hi n þó háfa vevið vel tekíð. Eru
niikiai* vonir Við hann tengdar
enda er hann talinn samninga-
maður míkiíl og áð því leyti lík-
ári Sir Antony en Macmillan,
sem ékki' þótti hafa til brunns
að béra lipurð hans og lægni.
SÍÐAN Englendingar veittu
Indverjum sjálfstæði fyrir
átta árum hefur orðið þar víðtæk
bylting, ef svo mætti segja, í
þjóðfélagslegu, efnahags- og
stjórnmálalegu tilliti. Fæstum
íslendingum er þó kunnugt um
lifnaðarhætti fólks þar syðra, og
væri ekki úr vegi að hverfa
spottakom aftur í tímann. Það er
aðallega indverska kvenfólkið,
sem vekur áhuga okkar í þessu
sambandi — enda ekkert undar-
legt.
í ÁRAHUNDRUÐ hefur ind-
verska konan verið kölluð „sati“,
en það þýðir „trygg kona“.
Þannig hefur hún alltaf verið
meira háð karlmanninum en
tíðkast hjá okkur. Ef skilgreina
ætti stöðu indversku kvenþjóð-
arinnar í þjóðfélaginu, væri ekki
nógu sterkt að kveðið að nefna
hana „hið veika kyn“ — heldur
væri „hið háða kyn“ miklu nær
sanni.
FRÁ því að konan fyrst sér dags-
ins ljós þar til hún yfirgefur
þennan heim, er hún alltaf öðr-
um háð. Meðan hún dvelur i
föðurhúsum verður hún að hlýða
föður sínum, eins og öll vel upp
alin börn. Þegar hún er gift
verður hún að lúta boði og banni
eiginmanns síns — og eftir að
hún er sjálf hætt að halda heim-
ili taka börnin við stjórninni.
★ ★ ★ ★ ★
ÞÓ AÐ Hindúatrúin kveði svo á,
að jafnrétti skuli ríkja milli
karla og kvenna, þá eru það ekk-
ert nema orðin tóm, því að ind-
verska konan er nú einu sinni
„aðeins kona“. Þetta hefur tekið
miklum breytingum á örfáum
síðustu árum. Stjórnarvöldin
hafa leitazt við að brúa bilið —
og svo vel hefur þeim tekizt að
segja má, að hin bætta þjóðfélags
aðstaða konunnar sé tákn fram-
fara og bættra kjara í Indlandi.
★ ★ ★ ★ ★
ÞÓ AÐ stjórnarvöldunum sé
ljóst, að konan býr yfir jafn mik-
illi skynsemi og karlmaðurinn
— og lífsafkomumöguleikar
hennar séu svipaðir, er ekki hægt
að binda endi á hinar aldagömlu
erfðavenjur á nokkrum árum —
með lögum. Erfðavenjur þær,
sem rígbinda konuna eru nefni-
lega að miklu leyti byggðar á
hjátrú, hindurvitnum og fávizku
og yfir slíkt ná engin lög.
★ ★ ★ ★ ★
FYRIR nokkru setti stjórnin lög,
sem munu koma til með að skelfa
Hindúaþjóðfélagið til grunna.
Voru þau á þá leið, að hér eftir
eiga hjónum að vera skilnaðir
heimilir. Erfðaréttur sona og
dætra verður einnig jafn, en
hingað til hafa synirnir einir
notið þess réttar. Lög þessi eru
svo sem vænta má enn mjög
óvinsæl meðal þorra Indverja,
en ekki er hægt að loka augun-
um fyrir því, að vegur konunn-
ar í þjóðfélaginu vex stórum
með hverju árinu, sem líður.
★ ★ ★ ★ ★
KONAN gegnir nú tvíþættu
hlutverki. í fyrsta lagi hefur hún
náð rétti sínum á heimilinu, og
í öðru lagi hefur virðing hennar
aukizt á þjóðfélags og stjórn-
málalega sviðinu. Hún er nú orð-
in húsmóðir á sínu eigin heimili,
og nýtur mikillar virðingar út í
frá.
Sagt er að indverskar konur
hafi stjórnmálalega eðlisgáfu, og
lætur það sennilega einkennilega
í eyrum þeirra, sem aðeins
þekkja íslenzkt kvenfólk. En svo
mikið er víst, að indverskar kon-
ur hafa látið mikið til sín taka i
þeim efnum — og mætti þar
nefna konu Gandhis og Pandit
systur Nehrus.
★ ★ ★ ★ ★
GlFTING barna er ekki lengúr
leyfð í Indlandi, og sanna síðustu
manntalstölur, að lögnnuxn hefur
verið framfylgt að einhverju
íeyti. Landið byggja um það bil
360 milljónir manna og þai af
éru 2,833 milljónir gíftir mr ín.
31 eru, J>cer, iem huorki jiellj*
Vbior né ^JJeienu l\ulináteiyi
•**-aí?va
a
en giftar konur nokkru fleiri —
eða 6,118 millj. Ekkjur eru tald-
ar 66 millj. og ekkjumenn á aldr-
inum 5—14 ára eru hvorki meira
né minna en 134 milljónir.
Stjórnarvöldin hafa hækkað
lágmarksgiftingaraldur, og er
hann nú 15 ára hjá kvenfólki og
18 ára hjá karlmönnum. Margir
foreldrar ákveða þó enn giftingu
barna sinna, en þess gætir þó
ekki meira en ofangreindar tölur
gefa til kynna.
í EINU tilliti eru indverskar
konur mjög frábrugðnar íslenzk-
um stöllum sínum. Þær nota
nefnilega mjög lítið af fegrunar-
lyfjum, en láta hina náttúrlegtt
fegurð ráða útlitinu. Það má þvf
ætla, að þær þekki lítið til Dior*
og Helenu Rubinstein, enda verð-
ur slik fávizka vart talin til lasta.
VeU andi ólrijar:
Misjafn sauður
í mörgu fé
p p SKRIFAR:
VF«vF „Kæri Velvakandi!
Ég þakka þér fyrir margar góð
ar ábendingar í dálkum þínum
á árinu, sem var að líða, og ég
vona, að við fáum að heyra margt
gott og gagnlegt frá þér á nýja
árinu. Oft er hamrað á því í ræðu
og riti, sem aflaga fer í okkar
þjóðfélagi. Og er það ágætt, því
að menn læra af engu betur en
gagnrýni.
Það er þó miður, að sjaldan er
minnzt á þá mörgu menn og kon-
ur í öllum stéttum, sem vinna
störf sín af trúmennsku. f dálk-
um þínum hefur afgreiðsla í verzl
unum oft verið umræðuefni. Ég
verð að taka það fram, að ég fer
sjaldan S verzlanir — konan sér
um innkaupin — hún er „innan-
rikisráðherrann".
Við höfum samt þann sið að
kaupa allar jólagjafir í samein-
ingu. Jólainnkaupin eru umfangs
mikil og erfið og ríður því mikið
á, að afgreiðslufólkið sé lipurt og
þægilegt við viðskiptavinina. —
Mér þótti afgreiðslan í flestum
verzlunum góð. og afgreiðslufólk
ið var víða einstaklega þægilegt
í viðmóti, þó að það sæi varla út
yfir viðskiptavinahópinn, sem
sinna þurfti.
En ekki er hægt að neita þvi,
að á stundum var afgreiðslufólk-
ið mjög óliðlegt. Eigendur verzl-
ana ættu að fylgjast betur með
því, hvernig afgreiðslufólkið
leysir af hendi störf sín. A.m.k.
fólkið af eldri kynslóðinni tekur
eftir því, hvort menn gegna störf
um sínum vel eða illa, og dæmir
eigendurna eftir fólkinu, sem
þeir hafa í þjónustu sinni".
„Skólar" fyrir
afgreiðslufólk
IÁ, margir kvarta undan ólið-
legri afgreiðslu í verzlunum.
Samt má fullyrða, að hún hefur
farið batnandi — og hefur gagn-
rýnin átt mikinn þátt í því, þótt
stundum sé hún ósanngjörn og
rituð eða mælt af litlum skiln-
ingi.
Erlendis er því víða svo fyrir
komið, að afgreiðslufólk verður
að ganga í gegnum sérstakan
„skóla", áður en það fær atvinnu
við slík störf. í Svíaríki varð ég
þess oft var, að viðvaningar við
afgreiðslustörf gengu í einkennis-
búningum, sem merktir voru
„Nemandi“, þar til þeir höfðu
gegnt sínu starfi tilskildan tíma.
Hvað er á boðstólum?
ANNAÐ er það. sein m]ög er
ábótavant í afgreiðslunni. —
Afgreiðslufólkið virðist oft og tíð
um ekki vera nægilega kunnugt
því, í ið er á .boðstól', r.. — Y.ið-
skipu niirnþyeru. hremt ekki
glltaf /issir um. hvað þá vanhag-
ar úm, er þeir koma inn í verzlun
— hvernig hatturinn á að vera *
' jgirju eða ;hyaða gerð ,af kkoði.
jrt ijetla af; kaupa. Sé afgrr’iðslu-
fóikið lipurt og hugkvæmt geta
viðskiptin gengið mun betur. —
Menn vilja því oft gjarna staldra
við og líta í kringum sig — en þá
vill þ-að oft vera svo, að þeina
finnist þeir eiginlega vera af-
greiðslufólkinu til trafala og ang-
urs.
Grundvallarorsökin fyrir þess-
um vandræðum er reyndar sú, aði
í verzlunum er ekki nægilegt rúxn
til að sýna vörurnar.
Svo uppsker hver
sem hann sáir
JÁ, afgreiðslufólkið fær oft or®
í eyra, enda auðvelt að gagn-
rýna starf, sem unnið er fyrir
allra augum. Afgreiðslufólk er'
undir nákvæmlega sömu sökina
selt og svo margar aðrar stéttir'
hér á landi — og þótt víðar værf
leitað — allt of mörg störf bera
þess vott, að menn eru hysknir
og sinna ekki vinnu sinni af ná-
kvæmni og vandvirkni.
En viðskiptavinirnir ættu að
minnast þess. að svo uppsker
hver sem hann sáir — séu þeir
sjálfir prúðir og frjálsmannlegir
í framkomu, verða þeir fljótlegs.
varir við, að flestir gjalda í sömti
mynt.
Ánætrjuleg leiksýning
I' SLENDINGUR, sem dvelur
langdvölum erlendis, en var &
ferð hér fyrir skemmstu, skrifar
um ánævjuleea stund, sem hanii
átti i Iðnó gömlu, áður en hannt
fór utan aftur. Leikritið, sem<
hann sá var „Kjarnorka og kven-
hylli" eftir Agnar Þórðarson,
sem Leikfélag Revkjavíkur hefur
sýnt 20 sinnum og mun sýna enn.
nnkkrnm sinnum núna upp úr
áramótunum, áður en félagi®
tekur fyrir næsta verkefni,.
„Galdra-Loft“ eftir Jóhann Sig-
urjónsson.
„Ég skemmti mér vel“, skrifar
bréfritari. ,,Það á náttúrlega ekki
við að nota „æðstu heiti“ um leik
Aenars okkar — en hann var
ekki ósniðueur á köflum og kitl-
aði hláturstauearnar. Gott er til
þess að vita, að kominn er höf-
undur, sem getur skrifað gaman-
leik úr Revkjavikurh'finu. Hver
veit, hvað svona maður getur átt
eftir.
En mest gaman hafði ég af leik
Guðbjarear Þorbjarnardóttur —
ekki vissi ég. að Tsland ætti svona
cóða leikkonu. Mér kom á óvart
bessi léttTeiki oe finleiki og þessJ
öru geðbrieði fáeaðrar dömu —
vestan af fsafirði! Hverju megum
við bá ekkj búast við frá Seyðis-
firði. huesaði ée — sem snýr út
að Evrór»u oe þn- sem hitinn
kemst ur>n í ?0 stie? Það voru
lika tilbrif í leik Helgu Bachman
— svo maður tali ekki um
Brvniólf. Og yfirleitt vel leikið
— góð sýnirig".
.Morklð,
< em
klæðir
landið