Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 23. febrúar ’56
„Hingað kemur aldrei nema gott fólk oð heiman
rr
ÞJÓÐIRNAR skiptast á sendi-
herrum „til vinsamlegra sam-
skipta sín í xnilli“. — Ferðamála-
skrifstofurnar hafa líka sína
sendiherra og sín sendiráð víða
um lönd, enda er starísemi þeirra
vel til þess fallin að stofna til
persónulegra kynna og velvildar
milli þjóða.
Flugfélag íslands hefur und-
anfarin ár, eða síðan 23. október
1951, starfrækt upplýsinga- og
ferðamálaskrifstofu í Lundúnum
í félagi við Eimskipafélg íslands
og Ferðaskrifstofu ríkisins. Ber
stofnun þessi heitið: Iceland
Tourist Information Bureau, og
hefur aðsetur sitt í Princes
Arcade við Piccadilly, — í hjarta
stað. heimsborgarinnar miklu.
Víðsvegar í nágrenninu hafa ýms
stærstu flugfélög heimsins iburð-
armiklar skrifstofur og glæsilega
afgreiðslusali út að aðalgötum,
og reka þaðan upplýsingahernað
sinn og upplýsingaþjónustu. £
hringiðu þessara „vinsamlegu
samskipta" um brautargengi á
vegum himinsins, er litla ferða-
skrifstofan okkar, „Iceland“,
hreinasta brúðuhús, — en hún er
vistleg og snotur og okkur til
sóma 1 smæð sinni og yfirlætis-
leysi. Fer vel á því, að fyrsta
ferðamálaskrifstofa fslendinga
erlendis sníði sér stakk eftir
vexti, og sýni viðhlítandi hóf-
semi í öllum rekstrarkostnaði.
Þegar Flugfélag íslands hóf
reglubundið flug til Lundúna
1948 annaðist Guðmundur Jón-
mundsson afgreiðsiu "lugvélanna
og rak erindi félagsins í Bret-
landi. Hann var hinn nýtasti mað-
ur í starfi, gagnkunnugur brezku
þjóðlífi og staðháttum, — og
manna kurteisastur. Erindis-
rekstur Guðmundar var v.ndan-
fari að stofnun ferðamálaskrif-
stofunnar, sem hann veitt; síðan
forstöðu fyrstu tvö árin, sem hún
starfaði. Hvarf hann þá heim til
annarra verka, en við tók ungur
maður, Jóhann Sigurðsson frá
Keflavík, sem verið hefur forsjá
þessa fyrirtækis síðan.
Jóhann er ánægjulegur fulltrúi
íslands í „kappfluginu“ kringum
Piccadilly, — hress í anda, kvik-
ur í spori og fljótur að átta sig
í sínu umhverfi. Hann kom til
Bretlands fyrir 9 árum til að
láta græða sér gömul ör, og segir
hann það skrýtna tilviljun,
hvernig hann hefur ílengst þar
síðan:
Rabbað við Jóhann SigurBsson, framkvæmdastjóra
islenzku ferðamálaskrifstofunnar i Lundúnum
íslenzka ferðaskrifstofan í Lundúnum.
PÁLL TORFASON FÉKK
LÁNIÐ — EN MR. WAGG
FÁLKAORÐUNA
— Á spítalanum var ég reifað-
ur um höfuð og hendur, en hafði
Alfred R. Wagg
fótavist. Af þeim, sem ég kynnt-
ist, þótti mér vænzt um ráðs-
konuna og spítalahundinn, og fór
ég oft í gönguferðir með hann.
Hundar eru nú eins og þið vitið
oft á tíðum dálítið skrýtnir, —
og minn hundur hljóp yfir göt-
una til að hafa tal af öðrum
hundi, sem var í fylgd með virðu-
legum eldri manni. Þetta leiddi
til þess, að við skiptumst á orð-
j um, á meðan skjólstæðingar okk-
, ar voru að Ijúka sínum málum!
Hann kvaðst heita Alfred R.
Wagg, og væri ég annar íslend-
ingurinn, sem hann hefði hitt að
máli, — og þó væri hann sæmdur
íslenzku heiðursmerki: Fálka-
orðunni. Sagðist hann fyrir til-
viljun hafa verið Páli Torfasyni
hjálplegur við lántöku fyrir ís-
land árið 1922 og síðan verið
sæmdur hinni virðulegu orðu í
tilefni þess. Fór hann þegar mörg
um orðum um hinn sterka
persónuleika Páls, síðskeggið
hans fræga, og ýturvöxt allan.
Sérstakiega var Mr. Wagg minnis
stætt eitt kvöld, er þeir fóru
saman í leikhús og sátu í stúku.
Lagði þá Páll skegg sitt út fyrir
brjóstbríkina, svo að það nam
við stúkubotninn að framan. Það
kvöld var leiksýningin ekki aðal-
atriðið í því leikhúsi.
Er svo ekki að orðlengja það,
segir Jóhann, að þessi heiðurs-
maður, er ég kynntist fyrst á svo
spaugilegan hátt, varð mín stoð
og stytta hér í mörg ár. Sendi
hann mig á skóla, útvegaði mér
atvinnuleyfi og atvinnu hjá klæð-
skerafirmanu Burton, og vann
ég þar í nokkur ár, áður en ég
tók hér við íerðamálaskrifstof-
unni. Dvöl mín hér hefur því
verið eín hundaheppni frá upp-
hafi, og auðvitað vona ég að svo
verði áfram.
— Og hvað er svo um starfið
að segja?
— Mér finnst það skemmtilegt.
Verkefnin eru mörg og síbreyti-
leg, — en mestur tíminn fer í að
svara munnlegum og skriflegum
fyrirspurnum um hugsanleg
ferðalög til íslands: Hvað sé að
sjá, hvert sé hægt að fara og
hvað það kosti. Það er oft þraut-
in þyngst að svara öllum þeim
spurningum, þó að vitað sé um
fargjöld og ferðir til og frá land-
inu. Það skiptir miklu máli að
gylla ekkert fyrir neinum. Allt
veltur á því að geta gefið sem
réttast og skilmerkilegast svar
við hverri fyrirspurn, eins þeim
smávægilegu. Fyrstu mánuði
ársins fær skrifstofan 40—-60 bréf
á dag varðandi ferðir til íslands,
— því að hér veit fólk upp úr
áramótum, hvenær það fær sum-
arleyfi sitt. Síðan fer hver og
einn að athuga, hvert halda skuli,
og hvert heppilegast sé að fara
miðað við sinn tíma.
LAXVEIÐAR FYRIR ERLENDA
FERÐAMENN
— Um hvað er helzt spurt
varðandi náttúru íslands?
— Laxveiðiár. Ég held, að ríkið
ætti að „taka yfir“ einhverja
kunna og góða laxveiðiá og leigja
Jóhann Sigurðsson
hana eingöngu erlendum ferða-
mönnum. Við þurfum að geta
boðið upp á eitthvað sérstakt, ef
við viljum í alvöru hæna að okk-
ur ferðamenn, og hafa tekjur af
þjónustu við þá. Við verðum að
leggja mikið upp úr því einstæða
í fari landsins, t. d. albjörtum
nóttum og miðnætursólinni fyrir
Norðurlandi, þar sem við eigum
hvorki vegi né gistihús til jafns
við aðrar þjóðir.
AHUGI FYRIR ISLANDS-
FERÐUM ER GA.MALL
f BRETLANDI
— Er ekki stundum spurt fár-
ánlegra spurninga varðandi land
og þjóð?
— Yfirleitt ekki. Bretar eru
miklir ferðalangar og lesa mikið
ferðabækur, eða a. m. k. sú stétt
manna, sem með nokkru raunsæi
hyggur á skemmtiferðalög. Ferða
bækur um ísland eru ótrúlega
margar, einkum frá seinni hluta
síðustu aldar, og sumar endur-
prentaðar hvað eftir annað. T. d.
hafa „Bréf“ Dufferins lávarðar
komið út 15 sinnum, síðast 1938.
Sýnir þetta Ijósléga, að áhugi
fyrir íslandsferðum er gamall í
Bretlandi. Og svo eru það allir
brezku hermennirnir, sem í upp-
hafi síðustu styrjaldar dvöldu á
íslandi. Marga þeirra langar til
að koma þangað aftur, og væri
vel athugandi að stofna til sér-
stakra hópferða fyrir þá Þetta
er víða gert.
— Kvartar fólk nokkurn tíma
við skrifstofuna eftir að það hef-
ur farið í skemmtiferð til ís-
lands?
— Já og nei. Einstöku hafa
borið sig upp undan því, að ferð-
in hafi orðið nokkru dýrari en
þeir gerðu ráð fyrir. Fæstir held
ég að sjái þó eftir því að hafa
farið. Aðrir senda okkur línu og
lýsa ánægju sinni og þakklæti
yfir skemmtilegri íerð. Áhrifa-
mesta auglýsingin væri sú, ef
hægt væri að gera hvern einasta
ferðalang svo ánægðan, að hann
vilji fyrir hvern mun koma aft-
ur.
HINGAÐ KEMUR ALDREI
NEMA GOTT FÓLK
AÐ HEIMAN
— Og svo er að afgreiða flug-
vélar Flugfélagsins?
— Já, það íinnst mér ánægju-
legast við mína vinnu. Það verða
ævinlega fagnaðarfundir við
komu hverrar vélar að heiman,
— og stundum langar mig heim,
þegar þær fara. Skrifstdfan sér
oft um að panta hóte'lherbergi
fyrir farþegana og annast aðra
sjálfsagða fyrirgreiðslu. Fyrir
það hef ég hlotið margt óverð-
skuldað þakklæti og hlýhug
landa minna, sem koma hingað
til skammrar dvaTár, stundum í
fyrsta skipti. Hingað kemur
aldrei nema gott fólk að heiman.
S. B.
Kveniélog Bolungarvíkur heldur
sumkomu fyrír eldro fólk þur
Samkoman íjölmenn og félaginu til hins mesla sóma
BOLUNGARVÍK, 14. febrúar.
11. FEBRÚAR síðastl. hélt kvenfélagið Brautin sína árlegu
skemmtun fyrir gamalt fólk, í félagsheimilinu hér. Fór skemmtun-
ín fram með mestu prýði og var kvenfélaginu til hins mesta sóma.
— Samkomunni stjórnaði Álfheiður Einarsdóttir.
NEIIÐ
Sýnt var leikritið Neiið eftir
Heiberg. Stjórnaði leiknum Frið-
rik Sigurbjörnsson. Leikarar
voru: Sigurður Friðriksson, Hólm
fríður Hafliðadóttir, Jónatan
Einarsson og Jón Þórarinsson.
Allir gerðu leikararnir hlut-
verkum sínum góð skil og var
fjör og hraði mikill í leiknum
og sérlega vel farið með söng-
inn, enda leikararnir með beztu
söngvurum hér.
Andlitsförðun sá Bjarni Magn-
ússon um, en undirleik annaðist
Sigurður Nordqust. Búningar
voru fengnir að láni frá Leik-
húsi Heimdallar og Þjóðleikhús-
inu.
ÖNNUR SKEMMTIATRIÐI
Ræðu flutti Ágúst Vigfússon
kennari og síðan var skrautsýn-
ing undir stjórn Helgu Ólafs-
dóttur „Trú, von og kærleikur".
Þátttakendur skrautsýningarinn-
ar voru Ásdís Hrólfsdóttir, Jón-
ína Sveinbjörnsdóttir og Guðríð-
ur Bénediktsdóttir, en blandaður
kór söng. Þá söng tvöfaldur
karlakvintett undir stjórn Sig-
urðar Friðrikssonar sex lög. —
Formaður félagsins, Ósk Ólafs-
dóttir, flutti ávarp og kvæði. —
Finnbogi Bernodusson flutti einn-
ig ávarp og kvæði. — Aðrir er
fluttu ávörp voru séra Þorberg-
ur Kristjánsson sóknar^restur,
Bragi Níelsson héraðslæknir og
að lokum flut'ti Páll Borgarsson
frumsamin kvæði.
Góðar veitingar voru fram
bornar og síðan dansað fram eft-
ir nóttu. Er eldra fólk hér í
Bolungarvík ákaflega þakklátt
kvenfélaginu fyrir þessa ágætu
skemmtun. Fréttaritari.
ílelena Rubinstein
COLOR-TONE
SHAMPOOS
Helena Rubinstein býr
til „Color-Tone Sham-
poo“ til að gera hár yðar
ljómandi af fegurð— al-
gjör nýjung í hárþvotta
efnum með lit í hverri
froðubólu! Það er auð-
velt! Þér þvoið hárið á
vanalegan hátt úr hinni
gullnu dýrð „Blond-
Tone“ . . . hmni dökku
dýpt „Brune X Tone“ eða
glitrandi ljóma „Silver
Tone“.
Color- Tone
Shampoos
Sjáið hvernig öll ummerki flösu hverfa . . . hve hár
yöar verður silki-mjúkt og unaðslegt viðkomu.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11 — Laugavegi 100,