Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. febrúar ’56 MORGUISBLAÐIÐ 9 í hraðfrystihúsi Miðness. — Ungu stúlkurnar, með hvítu kappana vigta fiskflökin og pakka þau síðan inn í snyrtilegar umbáðir. Fiak- ararnir grípa fiskinn af færibandinu og flaka hann á nokkrum sekundum á að- gerðarborðinu. EG HEFI séð Sandgerði vaxa frá því að vera nokkur hús í þyrpingu, I 700—800 ibúa kaup- tún. Fólkinu hér fjölgar stöðugt. Eins og þú sérð, þegar við för- um hér um göturnar, eru mjög víða hús í smíðum. — Þetta sagði Axel Jónsson, kaupmaður í Sand- gerði og fréttaritari Mbl. þar um margra ára skeið, er tíðindamað- ur Mbl. brá sér þangað suður eftir fyrir nokkrum dögum ásamt Trausta Th. Óskarssyni rakara, sem tók ljósmyndir. Það er ævintýralegt að helgar iengur, sagði ein úr hópnum. Það voru ekki margir á ferli þennan dag þar í þorpinu, utan börn. — Kvenfólkið, sem á heim- an gengt, er í frystihúsunum og karlmennirnir ýmist þar líka eða úti á sjó. Þannig er það í flest- um útgerðarstöðum á landinu á vertíð, hvort heldur það er síld- arvertíð á Siglufirði eða Raufar- höfn, eða á vetrarvertíð á Suður- landi, þegar vel aflast. — Þennan dag var einmitt mikið að starfa, því afli bátanna hafði verið ágæt- ur kvöldið áður. BEZTU VERBÚÐIR Á LANDINU — Hér í Sandgerði höfum við nú verbúðir, sem eru án efa þær beztu á landinu, sagði Axel Jónsson. — Hinn harðduglegi út- gerðarmaður, Guðmundur Jóns- son á Rafnkelsstöðum í Garði, lét Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum, Axel Jónsson, kaup- maður og Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri. — Myndin er tekin á bryggjugarðinum og er Sandgerðisvitinn í baksýn. koma í útgerðarpláss á vetrar- vertíð, þegar mikið afiast og nóg er að starfa. Allir bátarnir voru úti, því gott sjóveður var. Á ungu stúlkunum úr frysti- húsinu, sem komnar voru í búðina til Axels til að fá sér hressingu í kaffihléi, mátti sjá, að eitthvað, sem var þeim sérstakt tilhlökkunarefni, var á næstu grösum. — Það verð- ur ball í samkomuliúsinu í kvöld. í svona góðu veðri? — Nei, nei, þeir róa ekki um — Jæja, róa bátarnir ekki smíða þessar verbúðir í sumar er leið og'hefur nú tekið þær til aínota. Þangað fórum við. Þetta er ekki verbúð í þeim skilningi, sem flestir munu leggja í nafnið, held- ur er þetta stór fiskverkunarstöð, þar sem allt er undir sama þaki; fiskvinnsla, fiskgeymsla og ver- búðir sjómanna. Stendur húsið niður við sjóinn, nokkurn spöl frá hafnargarðinum. Þarna hittum við Guðmund, hressan í bragði að vanda. — Þefta er mikið hús, 800 ferm. og 'tvílyft með nokkru risi. Niðri eru fiskaðgerðarsaljr og voru menn þar að vinna við saltfisk. — Þetta er miklu stærri og fallegri fiskur í ár en t. d. í fyrra, sagði einn mannanna. — Þá fórum við í minni herbergi út frá fiskverkunarsalnum. Þar hljómaði vinsælt dægurlag og þrír menn voru önnum kafnir við að beita línuna. Þarna var hlýtt og bjart inni, og undir vinnuborðunum eru miðstöðvar- ofnar. En þessi verbúð Guð- hússins á efra lofti er stór og rúmgóð saltfiskgeysmla, þar sem hægt er að geyma um 500 lestir af saltfiski. í ris- hæðinni er veiðarfærageymsla fyrir bátana, sem leggja afl- ann upp hjá Guðmundi. Húsið var byggt á undra skömmum tíma. Fyrsta skóflu- stungan var tekin í júnímánuði. j En þótt húsið sé byggt á svo I skömmum tíma, er það nið vand- I aðasta. Sonur Guðmundar, Jónas Sandgerðingar viija koma opp örisg«;ri höfn — Beztu fiski- miðin rétt fyrir ntan mundar á Rafnkelsstöðum mun vera sú eina, þar sem miðstöðv- arhitun er í beitingaskúr. Jafn- óðum og hinir handfljótu beit- ingarmenn eru búnir að fylla línustampana, er þeim rennt inn í kæli. Frostið fer ekki úr síld- inni á króknum fyrr en búið er að renna línunni í sjóinn. Ekki þurfum við að sækja það langt á miðin, að frostið sé farið úr síldinni áður en línan er lögð, sagði Guðmundur. SAMANBURÐUR KEMUR EKKI TIL GREINA — Það er einmitt þessi verbúð Guðmundar, sem mig langaði til að Mbl. segði frá ítarlega, sagði Axel Jónsson, og bætti síðan við: — Þú ert ekki búinn að sjá allt enn, og fórum við nú upp á loft. Þar búa vermenn í stórum, björt- um herbergjum, og er aðbúnaður allur fyrir þá með slíkri prýði, að engu er líkara en komið sé í gott gistihús. — Þeir, sem verið hafa í veri, og koma í sVona verbúð, sagði Axel, munu vera sam- dóma um að samanburður komi þar ekki til greina, svo vel hefur Guðmundur á Rafn- kelsstöðum búið að öllu hér. — Þar á efri hæðinni er stór matsalur fyrir starfsmennina. Tvær ráðskonur haida heim- ili fyrir vermennina og þar eru um 40 í heimili þegar landlega er. Bauð Guðmundur okkur upp á kaffi í matsaln- um, en eldhúsið við hliðina á honum er eins og annað, til mikillar fyrirmyndar, með nýtízku sniði. í öðrum enda múrarameistari, hafði yfirumsjón með smíði hússins, en yfirsmiður var Húnbogi Jónsson, trésmiður. ÞAR SEM SKIPTAST Á VÉLAR OG ÖRUGGAR HENDUR Er við höfðum skoðað verbúð Guðmundar, en hann hefir að- eins saltfisk- og skreiðarfram- leiðslu, gengum við niður í hrað- frystihús Miðness h.f. Þar var mikið um að vera. Frystihúsið er eitt hið bezt búna hér á landi að hvers konar vélakosti, og er framleiðsla þess mikil. Vinnusal- ir eru þar bjartir og rúmgóðir. Tólf bátar leggja þar upp afla, og þar starfa að jafnaði 70—80 manns. Það var ánægjulegt að sjá framleiðslustarfið, þar sem skiptast á vélar og öruggar hend- ur fiskflakara, fiskpökkunar- stúlkna og annars starfsfólks. — Það var verið að pakka flök í smekklegar umbúðir fyrir Bandaríkjamarkað. Þarna hitt- um við Ólaf Jónsson, fram- kvæmdastjóra Miðness, en hann gekk með okkur um vinnusalina og frystihólfin, þar sem það kemst upp í vana að vinna að staðaldri í 25 stiga frosti. Þeir voru nú þarna þrír at- kvæðamenn þessa kauptúns og því eðlilegt að spyrja, hvað væri mest aðkallandi fyrir Sandgerði nú og í náinni framtíð. VINNA ÞARF STÓRVIRKI VEÐ HÖFNINA Axel Jónsson kaupmaður sagði: — Höfnin. — Á því sviði þurfum við að vinna stórvirki, ef Sand- gerði á ekki að dragast langt í beitingarskúr í stöðinni hjá Guðmundi á Rafnkelsstöð- um er hægt að vera létt- klæddur við vinnuna og þar inni hljóma vinsæi dægurlög í útvarpi. Saltfiskurinn er stór og fallegur. aftur úr, sagði Guðhiundur á Rafnkelsstöðum, en enginn maður hér þekkir hafnarmál- in betur en Ólafur Jónsson, sem er formaður hafnarnefnd- arinnar. — Það er vissulega rétt, sagði Ólafur, sem þeir Axel og Guð- mundur segja. Höfnin er aðal málið hér hjá okkur. Engin ver- stöðvanna á Suðurnesjum liggur betur við fengsælustu miðunum, Miðnessjónum, en einmitt Sand- gerði. Það hefur alla tíð verið sótzt eftir því að eiga bát í útræði héðan á vertíðinni. Erfið hafn- arskilyrði hafa staðið í vegi fyr- ir því, að hér skuli ekki vera miklu meiri fiskframleiðsla en raun ber vitni. Óvíða mun það enn tíðkazt að leggja verði bát um við bólfæri út á legu og skipsmenn að fara milli lands og báts á litlum bátum. Sandgerðis- bátar eru oft í stórmikilli hættu vegna brims í óveðrum og það getur verið lífshættulegt að fara milli lands og bátanna, þó ekki sé leiðin lengri en 50—70 metrar. VERÐA AÐ SÆTA SJÁVARFÖLLUM Sem dæmi um erfiðleikana af hafnléysinu, má nefna að stórlega háir það útgerðinni, að bátar verða að sæta sjávarföllum til að komast upp að bryggjugarðinum, til þess að losa aflann, er þeir koma úr róðri. Við bryggjugarð- inn eins og hann er, geta legið fimm til sex bátar samtímis við losun, en héðan róa nú 20 bátar. í fyrra kom dýpkunarskipið Grettir hingað. Var mikil bót að því, en við munum leggja alla áherzlu á að fá hann aftur í vor, sagði Ólafur Jónsson, til að Ijúka þeirri dýpkun hér í höfn- inni, sem nauðsynleg er til þess að bátarnir geti hiklaust og án tillits til sjávarfalla, komizt að bryggjugarði. Þegar því er lokið, er vissulega nokkrum áfanga náð. En undir- staða atvinnulífs Sandgerðinga er sjósókn. Það verður að gera hér góða höfn og örugga. Ekki er hægt að segja að miklu fé hafi verið varið til hafnarfram- kvæmda hér, t. d. í samanburði við ýmsa staði aðra. En árið Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (23.02.1956)
https://timarit.is/issue/109955

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (23.02.1956)

Aðgerðir: