Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 16
Veðurúflil í dag: Hægviðri. Víðast úrkomulaust. 45. tbl. — Fimmtudagur 23. febrúar 1956 I Sandgerði Sjá blaðsíðu 9. Aburðor til Frakldands IGÆRKVÖLDI um klukkan 6.30 sigidi SÍS-skipið Helgafell hlaðið frá bryggju Áburðarvcrksmiðjunnar í Gufunesi. Skipið var með 3000 tonn af áburði frá verksmiðjunni innanborðs og er þetta fyrsti áburðarfarmurinn, sem send- ur er á markaðinn erlendis á þessu ári. Hér er þó ekki um að ræða áburðarsölu frá því í ár, heldur var þessi áburður seldur Finnum á fyrra ári. Nokkurt magn mun enn verða sent utan á næstunni. Helga- fell siglir með áburðinn til Rúðuborgar í Frakklandi. , Framkvæmdastjóri Áburð-1 arverksmiðjunnar, Hjálmar1 Finnsson, skýrði Mbl. frá þessu í gærkvöldi. Framkvæmdastjórinn Iét j þess og getið, að í vetur hefði; Áburðarverksmiðjan sent til dreifingastöðva úti á landi alls um 5000 tonn. r sem stal hér kyrrsettar og endursendur írá Lundúnum Slal rúmlega 1000 dollurum á Keflavíkyrílugvelli ÞEGAR Gullfaxi kom frá Lundúnum í gær, voru lögreglumenn af Keflavíkurflugvelli og fulltrúi lögreglustjórans þar, mættir í farþegaafgreiðslunni, til þess að taka þar á móti dönskum manni, sem sendur hafði verið til baka með Gullfaxa. Maður þessi hafði verið kyrrsettur á flugvelli Lundúnaborgar eftir ósk íslenzkra yfirvalda, þar eð hann var talinn hafa stolið hér peningum. Akraltorgin si 0l ir bráðum heim Það var ekki „Hollyvvood- stjarnan DANNY KAYE kom til landsins í gær. Þegar til kom var þar þó ekki kominn sá Danny Kaye, sem menn áttu von á að sjá, leik- •larinn fiiægij. Hér var kominn nafni hans, kaupsýslumaður, sem kominn er i snöggva verzlunar- ferð til landsins. 1 En þótt ekki sé um að ræða „hinn eina rétta Guðna“ eins og gamall Reykjavíkurbrandari hljóðar þá væntum við þess að kaupsýsiumaðurinn Danny Kaye kunni vel við sig hér i vorhlýind- unum í höfuðborginni þá stuttu stund sem hann stendur hér við á leið sinni til meginlandsins. ÞESS mun ekki langt að bíða, að nýjasta skip flotans, Akraborg, sem Skallagrímur h.f. í Borgarnesi hefur látið byggja, leggi af stað til íslands. Skipið er nú nær tilbúið til afhendingar og er verið að reyna vélar. Hinn 11. febrúar var þessi mynd tek- in af Akraborg í Marstad. Þann dag var skipið dregið að bryggju og vegna ísaiaganna varð að brjóta skipinu leiðina áð bryggj- unni. Um næstu mánaðamót er ráðgert að afhenda skipið, en ef ísalögin haldast, verður að fresta reynsluförinni. Akraborg verður 250 farþega skip, og farþegakáetur fyrir 38. Tvær Ruston-vélar, 500 hestöfl hvor, knýja skipið. Sigling frá Reykjavík til Akraness mun taka innan við 60 mínútur. Akraborg er 135 fet milli stafna og 26 fet á breidd. Skipstjórinn, Þórður Guð- mundsscn, og fyrsti vélstjóri, Óskar Valdimarsson, eru báðir í Marstad, ásamt Erlingi Þorkels- syni, vélfræðingi, en hann hefur haft með höndum eftirlit með smíði skipsins fyrir Skipa- og vélaeftirlitið. — Áhöfn skipsins verður 13 manns. Myndina tók Erlingur Þorkelsson, er verið var að draga Akraborg úr smíða- stöðinni að bryggju, en nokkrir menn hafa farið út á ísinn til að horfa á. íslendm«.ar á alþ jóða skákmót ÁKVEÐIÐ hefur verið, að íslend ingar taki þátt í alþjóða skák- móti stúdenta, sem haldið verð- ur í Uppsölum um miðjan næsta mánuð. í gær ákváðu stúdentar þátttakendur héðan, en þeir verða: 1. Friðrik Ólafsson. 2. Guð mundur Pálmason. 3. Ingvar Ás- mundsson. 4. Þórir Ólafssön. — Varamaður verður Jón R. Einars son. Hreyfilsfélagor, vinnið nð sigri A-Iistnns Bergsveinn Guðjónsson. Bergur Magnússon. Kosningunni lýkur i kvöld STJÓRNARKOSNINGIN í Bif- reiðastjórafélaginu Hreyfli held- ur áfram í dag í skrifstofu félags- ins, Borgartúni 7. Kjörfundur hefst kl. 1 e. h. og stendur til kl. 9 s.d. og er þá kosningunni lokið. Tveir listar eru í kjöri: A-listi lýðræðissinna og í formannssæti á þeim lista er Bergsteinn Guð- jónsson, sem um áraraðir hefur verið formaður Hreyfils og stjórn að málefnum bifreiðastjóra með miklum ágætum, en í formanns- sæti á lista kommúnista er Stein- grímur Aðalsteinsson, er sendur var af kommúnistaflokknum inn I samtök bifreiðastjóra í Reykja- vík, til að vinna að því að skapa sundrung og klofning í samtök- unum. Steingrímur þessi sem um tíma var helzti forustumaður komma á Akureyri, en hröklað- ist þaðan vegna framkomu sinn- ar. Hefur kynnt sig þannig með- al Hreyfilsfélaga, að hann er þekktur fyrir það eitt að hafa unnið markvisst gegn öllum hags munamálum bifreiðastjóra bæði innan samtakanna og utan. Hafa því kommúnistar verið heldur óheppnir í vaii er þeir gerðu Steingrím að leiðtoga sínum í Friðrik Guðmundsson. Hreyfli, enda forðast þeir eins og heitan eldinn að minnast á félags- mál Hreyfils er þeir ræða um kosningarnar í félaginu, heldur reyna að leiða málið inn á allt aðrar brautir, Bifreiðastjórar þekkja af bit- urri reynslu framkomu kommún- ista í félagsmálum samtakanna. Þeir óska ekki eftir því að sam- tök þeirra verði svipt öllu sjálf- stæði og lögð undir flokksstjórn kommúnistaflokksins. Þess vegna munu þeir nú sem fyrr slá skjaldborg um samtök sín og reka flugumenn kommúnista af höndum sér. Hreyfilsfélagar, vinnið ötullega að sigri A-listans og tryggið glæsi legan sigur hans. Forsaga máls þessa er sú, að eftir hádegi á þriðjudaginn kom franskur verkfræðingur til Björns Ingvarssonar lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli, og tjáði honum, að framinn hefði verið þjófnaður í skála þeim, sem hann býr í þar suður á flug- vellinum, en þar starfar þessi franski maður, Messieur J. M. Goudstikker að nafni. Gerði hann síðan grein fyrir hversu miklu hefði verið stolið, en það voru 53 ferðaávísanir á American Ex- pressbankann, rúmlega 1000 doll- ara virði alls, þá voru 40 dalir í reiðu, 5,5 sterlingspund í seðlum. Lögreglustjórinn fól fulltrúa sínum, Magnúsi E. Guðjónssyni, rannsókn þessa máls. Það féll Aflafréttir MINNI AFLI Á LÍNU HAFNARFIRÐI. — Frétzt hefur, að mokafli sé hjá netabátum hér í Flóanum, en tveir eru nú byrj- aðir héðan. Er það Ársæll Sig- urðsson, sem ltom í gærmorgun með um 45 tonn eftir fjögurra daga útiveru. Einnig er Jóhann- es Einarsson byrjaður, en hann hefur ekki enn komið inn. Öllu minna fiskirí er hjá línu- bátunum núna síðustu daga, þótt einstaka bátur fái stundum um 20 skippund. Flestir ná tæplega 12 skippundum í róðri. Togarinn Jörundur frá Akur- eyri kom hingað inn á þriðju- daginn með um 40 tonn af ýsu og karfa, en hann er annars á saltfiskveiðum. Júlí, sem verið hefur í slipp, fór á veiðar núna í vikunni. Hann veiðir í salt. G.E. 107 tonn á Akresnesi AKRANESI, 22. febr. — Bátarn- ir héðan fengu í gær 107 lestir alls. Aflahæstir voru: Sigurfari með rúmar 7 lestir og Sigrún með 7. f dag voru 19 bátar á sjó. Afl- inn er svipaður og í gær eða frá hálfri fjórðu lest upp í sjö lestir á bát. Togarinn Akurey er vænt- anlegur hingað af veiðum í fyrramálið. MOKAFLI l NET KEFLAVÍK, 22. febr. — Aflinn var í tregara lagi í dag. Var frá 3—10,5 lestir á bát. Voru þeir hæstir nú Guðmundur Þórðarson og Trausti, sem voru með 10,5 og 10 lestir. Steinunn gamla var með 9 lestir. Einn bátur er með net, Ingólf- ur KE, og kom hann með 18 íest- ir úr róðri í dag! Geir goði mun innan skamms hefja veiðar með net. — I. Flestir með 5 lesf 'j' VESTMANNAEYJAR, 22. febr. — í dag var aflinn minni hjá línubátunum en um alllangt skeið. Aðeins tveir bátar voru með yfir 10 lesta afla, Frosti, sem var með 14 lestir og Gullborg 11. Flestir voru með um 5 lestir og allt niður í 2 lestir voru bátarnir með. Sjómenn segja mikla síld í sjónum og sé fiskurinn því uppi í sjónum. Handfærabátar og trill- ur hafa aflað vel og komizt upp í 7 tonna afla. Flotinn hér hefur róið dag hvern síðan 9. febr. og er það sjaldgæft að svo langir gæfta- kaflar komi hér, því venjulega er veðrið rysjótt í febr. — B. skjótt grunur á danskan mann, er starfað hafði á flugvellinum og komið hafði í herbergið til franska verkfræðingsins á mánil- daginn. En nú var maður þessi farinn af landi burt. Hafði hann tekið sér far með Gullfaxa á þriðjudagsmorguninn til Lund- úna. I TVÆR ÁVÍSANIR FINNAST Einar Pálsson fulltrúi hjá Flug félagi íslands, sem lögreglufull- trúinn hafði samband við, um rannsókn málsins, upplýsti að maður þessi hefði greitt farið með tveim ferðaávísunum. Og var þar um að ræða ávísanir sem stolið hafði verið frá hin- um franska verkfræðingi suður á Keflavíkurflugvelli. Þegar þetta upplýstist, var klukkan að verða þrjú og var Gullfaxi þá um það bil að koma til Lundúna. 1 GIJLLFAXI AÐ LENDA Var nú fulltrúi flugfélagsins, Einar Pálsson, beðinn að hafa þegar í stað samband við um- boðsmann félagsins í Lundúnum, Jóhann Sigurðsson, ef ske kynni að hægt væri að ná í manninn áður en hann væri á brott úr flugstöðinni og horfinn í mill- jónaborginni. Jafnframt var ut- anríkisráðuneytið beðið aðstoðar. Var sendiráðinu í Lundúnum símað í snatri og það beðið að hlutast til að Daninn yrði kyrr- settur í flugstöðinni og hann sendur hingað aftur með fyrstu flugferð. Þó skammur tími væri til stefnu, tókst á síðasta augnabliki að ná manninum. Hann var þá að ljúka við að fá vegabréf sitt stimplað í útlendingaeftirlitinu. En ekki hefði mátt skakka nema örfáum sekúndum, þá hefði mað- urinn verið á bak og burt! i JÁTAÐI STRAX | Það er svo skemmst frá að segja, að þegar eftir komuna i • gærdag með Gullfaxa frá Lund- j únum, var maðurinn tekinn til ! yfirheyrslu. Hann játaði þegar afbrot sitt og þar sem honum hafði ekki unnizt tími til að eyða nema litlum hluta þýfisins, skil- aði hann því aftur í hendur lög- reglufulltrúans. Danski maður- inn var síðan settur í gæzluvarð- hald. ★ ★ ★ Lögreglustjóri bað Mbl. að flytja sendiráði íslands í Lund- únum og Flugfélagi íslands sér- stakar þakkir fyrir hve fljótt og vel var brugðið við í máli þessu. Sjö sækja um póst- <>« símayfirstjórn SEM kunnugt er vár slegið upp embætti póst- og símamálastjóra og er nú útrunninn frestur sá er veittur var til umsóknar og bár- ust sjö umsóknir, frá þeim Ein- ari Pálssyni, skrifstofustjóra Landssímans; Gunnlaugi Briem, yfirverkfræðingi Landssímans; Magnúsi Magnússyni, verkfræð- ingi; Ottó Jörgensen, símstöðvar- stjóra á Siglufirði; Sigurði Hall- dórssyni, verkfræðingi; Sigurði Þorkelssyni, verkfræðingi. Ekki mun ákveðið vera frá hvaða tíma embættið verður veitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (23.02.1956)
https://timarit.is/issue/109955

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (23.02.1956)

Aðgerðir: