Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 14
14 MORGIHSBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. febrúar ’56( [ j SYSTURNAR ÞRJÁR EFTIR IRA LEVIN - Fyrsti hlufi: DOROTHY z=cJ Framh’aldssagan 26 með hátíðlegu, hægu útfarar- göngulagi og hélt á pappaösku undir handleggnum. Að áliðnum degi hafði hann tæmt ferðatösku Dorothy og falið fötin hennar undir dýnunni í rúmi sinu. Því næst hafði hann farið í þykka vetrarfrakkann sinn, enda þótt heitt væri veður, fyllt alla vasa með flöskum þeim og litlum smyrslakrukkum, sem Dorothy hafði sett niður í tösk- una, innan um fatnaðinn og yfir- gefið húsið með töskuna í hend- inni, en af henni hafði hann vand lega rifið alla þá markmiða, sem báru heimilisfang Dorothy, bæði í New York og Blue River. Hann gekk inn í borgina og geymdi töskuna í geymsluklef- anum á strætisvagnastöðinni. Þaðan gekk hann svo út að brúnni við Morton Street, þar sem hann lét lykilinn að geymslu klefanum detta niður í leirugt vatnið, ásamt flöskunum, sem hann gætti fyrst vandlega að taka tappana úr, til þess að þær héld- ust ekki á floti. Kynlegir flekkir af ljósrauðum smyrslum flutu á vatninu, unz þeir þynntust út og hurfu. Á leiðinni frá brúnni stanzaði hann í lítilli verzlun og keypti þar pappakassa, sem einhvern- tíma hafði haft dósir með ananas- saft inni að halda. Hann fór með kassann ti’l há- tíðahaldanna og fikraði sig áfram milli sitjandi og liggjandi manna sem virtust líkjast einhverjum skuggamyndum í hálfrökkrinu. Hann steig varlega niður á milli hornanna á teppunum og fótleggja, sem lágu í allar áttir og stefndi á hina leiftrandi miðju vallarins. Hitinn var mjög mikill og bjarminn afar skær á auðu svæð- inu, umhverfis hið tólf feta háa bál. Hann stóð kyrr stundarkorn og starði í logana. Allt í einu komu fyrirliði knatt leiksins og annar flokksforinginn hlaupandi frá öðrum enda vallar ins: — „Svona á það að vera. Þetta er karl, sem kann það“ hrópuðu þeir og hrifsuðu kassann úr höndunum á honum. „Heyriði", hrópaði fyrirliðinn og lyfti kassanum upp yfir höf- uð sér, — „hann er ekki tómur“. „Bækur .. gamlar glósubæk- ur.“ „Ah .. Dásamlegt". Fyrirlið- inn snéri sér að hópnum, sem umkringdi hann. — „Herrar mín- ir og frúr .. Bókabrenna..“ Aðeins nokkrir litu upp frá samræðunum og fyrirliðinn og flokksforinginn tóku kassann á milli sín og sveifluðu honum fram og aftur í áttina til hinna sleikjandi eldtungna. „Alveg upp á kollinn“, hrópaði fyrirliðinn. „Hvern. ...“ „Bara rólegur vinur minn. Við hittum aldrei við hliðina á. Bóka brenna er okkar sérgren." Þeir sveifluðu kassanum, einn .. tveir . . þrír. Hann flaug upp, samsíða hinum keilumyndaða bál kesti og skall í gneistaregn efst uppi á toppinum. Þar rambaði hann eitt andartak, en lá svo kyrr. Frá áhorfendahópnum kvað við margraddað aðdáunaróp. Hann stóð og horfði á, hvernig pappa- kassinn varð svartur, þegar eld- tungurnar teygðu sig upp með hliðum hans. Skyndilega lét neðsti hluti bál- kastarins undan, svo að neista- regnið dundi yfir þá, sem næstir stóðu. Logandi eldibrandur hitti ann- an fót hans. Hann stökk aftur á bak. Neistarnir sindruðu á bux unum hans og hann strauk þá í fáti af sér með höndunum, sem voru koparbrúnar í bjarmanum | frá eldinum. ! Þegar hann hafði slökkt þann- ig síðustu neistana, leit hann upp, til þess að vita, hvort kass- anum væri enn óhætt. Honum var sýnilega óhætt héðan af. Logarnir sindruðu upp í gegnum lokið. Nú er innihaldið sennilega brunnið, hugsaði hann með sér. ! f kassanum, sem nú var að breytast í ösku, hafði áður verið handbók lyfjafræðinemanna, bæklingarnir frá Kingship Kobb- er, markseðlarnir af ferðatösk- j unni og það litla af klæðnaði, sem Dorothy hafði tekið með sér til . hinna stuttu hveitibrauðsdaga j þeirra, kvöldkjóll úr gráu silki- ! lérefti, tvennir svartir lághælað- ir rússkinnsskór, ein nærföt, brjóstahaldarar og magabelti, tveir vasaklútar, einir ljósrauðir inniskór, ein ljósrauð náttföt og einn náttkjóll, silki og blúndur, fínn, ilmandi, hvítur 14. KAFLI Frá The Clarion-Ledger í Blue River, föstudaginn 28. apríl 1950. NÁMSMÆR VIÐ STODDARD HÁSKÓLANN HRAPAR TIL BANA Harmleikur á borgarskrifstofunni endaði með dauða hinnar ungu dóttur koparkonungsins Dorothy Kingship, nítján ára gömul stúdína við Stoddard-há- skólann, beið í dag bana, er hún féll eða stökk niður af þaki hinn ar fjórtán hæða byggingar borgar skrifstofanna í Blue River. Þessi geðþekka, ljóshærða stúlka, sem heima átti í New York, var dóttir Leo Kingship forstjóra fyrir Kingship Kobber j h.f. Um klukkan 12,58 heyrðu starfsmenn byggingarinnar hátt skelfingaróp og brak frá hinu breiða portopi, sem liggur niður í gegnum bygginguna miðja. Er þeir hlupu út að gluggunum, sem út í húsaportið snúa, sáu þeir hræðilega limlestan kvenmanns- líkama. Dr. Harvey C. Hess, Wood- bridge Circkle 57, sem af hend- ingu var staddur á þessari stundu niðri í forsalnum, kom á slys- staðinn nokkrum sekúndum síð- ar og úrskurðaði að stúlkan væri þegar látin. Lögreglan, sem kom skömmu síðar, fann kvenveski uppi á hinum þriggja feta háa múrvegg, sem er umhverfis portopið. í vesk inu var meðal annars fæðingar- vottorð og innritunarskjal frá Stoddard-háskólanum, sem hvort tveggja gaf til kynna, hver hin ógæfusama stúlka hefði verið. Á þakinu fann lögreglan einn- ig nýjan vindlingsstubb, sem bar merki eftir varalit af þeirri gerð, sem ungfrú Kingship notaði og af því dró lögreglan þá ályktun, að stúlkan hefði dvalið uppi á þak- inu í nokkra stund, áður en hinn uggvænlegi atburður gerðist, er svo brátt batt endi á líf hennar. J Lyftuvörður, Rex Cargill, I skýrði lögreglunni frá því að j hann hefði einmitt flutt ungfrú Kingship upp á sjöttu eða sjö- undu hæð hálfri stundu fyrir harmleikinn. Annar lyftuvörður, Andrew Vecci, álítur að hann hafi flutt stúlku, klædda eins og ungfrú Þrjár bergnumdar kóngsdætur 14. Hann gat aðeins bifað því. Það var miklu stærra en hin fyrri þursasverðin tvö, og þyngra að sama skapi. Þá tók hann hornið, með máttardrykknum ofan af veggnum og drakk úr því þrjá teyga. Þá gat hann látið renna vatn undir sverðið. Aftur drakk hann þrjá teyga og gat þá hafið sverðið á loft, en þegar hann hafði enn drukkið þrjá teyga, gat hann reitt það og handleikið eins auðveldlega og það væri fjöður. — Nú lagði yngsta kóngsdóttirin hið sama fyrir her- manninn og báðar systur hennar höfðu gjört: Hún ætlaði að svæfa þursann, kalla svo á hænurnar þegar hann væri sofnaður og þá átti hermaðurinn að koma og taka hann fljótt af lífi. Á meðan þau voru að ræða þetta, hófust drunur miklar og undirgangur álengdar og nálgaðist óðum, jörðin skalf og nötraði, og það var engu líkara en að höllin væri að hrynja til grunna. Tví, tví! Hér er þefur af blóði og beinum kristins manns í húsi mínu“, sagði þursinn, og þefaði með öllum níu nefj- unum, því hann hafði níu höfuð. „Já, aldrei hef ég nú vitað annað eins. Hér flaug hrafn framhjá fyrir nokkru með mannsbein í nefinu, og hann missti það niður um strompinn. Ég henti því út og hann kastaði því inn aftur og á þessu gekk nokkra stund“, sagði kóngsdóttirin. Loks sagðist hún hafa getað grafið það í jörðu, svo sagðist hún hafa sópað og þvegið þar sem það datt, en lyktin er eftir ennþá. „Ég finn hana vel“ sagði þursinn. „Komdu nú hingað og legðu höfuðin í keltu mína. Ég ætla að vera góð við þig og láta vel að þér, svo verður lyktin farin þegar þú vaknar aftur“, sagði kóngsdóttirin. Hezt að ðuqlýsa í Morqunblaðintf REGNKÁPUR margar getfðir, margir litir MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 (gegnt Austurbæjarbíói) Hinir marg eftirspurðu telpu og unglinga SKOKKAR úr gráu flanneli Einnig SKOTAPILS (kilts) og SÓLPLISERUÐ PILS Hestamannafélagið Fákur Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarcafé (uppi) miðviku- daginn 29. þ. m. kl. 8,30. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins og ýxniss önnur áríðandi mál. Reikningar liggja frammi hjá gjaldkera og formanni. Félagsmenn og konur! — fjölmennið á fundinn. Stjórnin. Vélo- og voraUalaverzlnn óskar eftir öruggum afgreiðslumanni. íbúð á staðnum. — Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 28. þ. m. merkt: „Skyldurækinn — 694“. Hýmingarsala á hljómplötum Til að rýma fyrir nýjum hljómplötum seljum við í dag og næstu daga allar eldri hljómplötur okkar á kr. 15,00 eintakíð Meira en 10.000 hljómplötur verða á þessari glæsilegu rýmingarsölu Notið þetta einstæða tækifæri til að tryggja yður Úrvalsplötur á helmingsverði DRANGEY TÓNAR Laugavegi 58 Kolasundi •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (23.02.1956)
https://timarit.is/issue/109955

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (23.02.1956)

Aðgerðir: