Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. febrúar ’56 FÉI AG WNGEYINGA í R VK.f AVÍK Árshdtíð Wngeyingafélagsins verður haldin í Sjálfstaeðishúsinu 24. febrúar og hefst með máltíð kl. 6,30 síðd. — Dans- leikurinn hefst kl. 10 síðd. TJl skemmtunar verður: 1. Hátíðin sett, Tómas Tryggvason form félagsins 2. Ræða: Minni Þingeyjarsýslu, Indriði Indriða- son, rithöfundur. 3. Þingeyingakórinn syngur undir stjórn Gunnars Sigurgeirssonar. 4. Karl Kristjánsson alþm. flytur vísur að norðan. 5. Karl Guðmundsson leikari, skemmtir. 6. Dans, ASgöngumiðar bæði að borðhaldmu og dansleiknum fást { verzluninni ÚltLma, Laugavegi 20B og við inngang- inn í Sjálfstæðishúsinu eftir kl. 6 á föstudag, ef eitthvað verður eftir. Þingeyingar fjölmennið á árshátíðina! » Stjóm Þingeyingafélagsins. K O M N I R frá hinum heimsfræga tízkufrömuði í Pai’ís. — Aliar konur vilja eignast minnst eitt par af þeasum heimsfrægu sokkum. — Seldir í eftii-töidum verz!unum: MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 Laugavegi 100 Hafnarstræti 11 St. Andvari nr. 265 Afmælisfagnaður í G. T. húsinu í kvöld kl. 8,30, er hefit með sameiginlegri kaffidrvkkju, ræðu og söng. Skemmtiatr iði: Gamanþáttur og gamanvísur, Hjálmar Gíslason. Léftbragðsleikur, br. Þorgrímur Einarsson. Gamanþáttur, Karl Guðmundsson. Dans — Garl Billich og fl. leika frá kl. 9. Andvarafélagar og aðrir templarar, fjölsækið og takið gestl með á beztu skemmtun vetrarins. Aðgöngumiðar á 35 krónur (kaffi innifalið) frá kl. 8. Nefndin. Gjöf Jóns Sigurðssonar Samkvæmt reglum um „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ skal hér mel skorað á alla þá, er vilja vinn i verðlaun úr téðum sjóði, fjrrir trel sanvín vísindaleg rit viðvíkjandi sögu landsins og bókmenntum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda (dik rit fyrir lok desembermánaðar 1958, til undirritaðrar nefndfir, sem kosin var á Alþingi 15. þ. m. til þess að gera áttt um, hvort höfundar ritanna séu verðlauna verðir fyrir þUf eftir tilgangi gjafarinnar. — Ritgerðir þær, sem sendar rerða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að vera nafnlausar, en auðkenndar með einhverri einkunn. Þær skulu vera vél- ritaðar, eða ritaðar með vel skýrri hendi Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu bréfi með sömu einkunn, sem ritgerðin hefur. Reykjavík, 21. febrúar 1956. Þorkell Jóhannesson. Matthías Þórðarson. Þórður Eyjólfsson. '„Köld eru kvenna- ráð" eða ..Stanz — Aðalbraul — Stopp" LEIKDÓMARAR hafa orðið harðorðir um nafnið á gamanleik Stafford Dickens, sem Hafnfirð- ingar sýna um þessar mundir og kalla „Stanz — Aðalbraut — Stopp.“ Þetta er ófureðlifegt, nafnið er mesta skrípi, og Ifemst ég þvi ekki hjá því að svépja fyrir fað- emið. Þegar ég,’^fyrir nokkru síðan, snaraði leikruim, „Lady Be Careful“, fyrir Baii^alag ísl, leik- félaga, kallað.i ég þýðinguna „Köld eru kvennaráð“, því að mér fannst nær órðrétt þýðing, t. d. „Gættu þín, kpna,“ „Varaðu þig, kerling“ eðat:eitthvað því líkt, vera óþarfléga flöt, enda misskilningur að lóggja þurfi út orðrétt heiti og fýrirsagnir, ef völ er á öðru, serrf lætur skár í eyrum og hófs gæíf í valinu. Leikurinn mun sí.ðan hafa ver- ið sýndur á nokkrujn stöðum hér á landi undir því 'hafni, sem ég gaf honum í uppháfi, „Köld eru kvennaráð11. Hafnfirðingarnir munu hafa talið sér hag í því að breyta nafninu, og á ég ekki aðra sök á því en að láta þessa nýju nafn- gift óátalda. | Hins vegar vona ég, að vinum mínum, Hafnfirðingunum og þeirra ágæta leikstjóra, megi vel vegna með sýningar á þessum gamanleik, enda þótt böngulega tækist til um endurskírnina. 20. febr. 1956 Ragnar Jóhannesson. Nýjar vélar í Akranesbáfa AKRANESI, 16. febr. — Hingað til Akraness kom i dag frá Þýzkalandi vélbáturinn Skipa- skagi. Var hann sex daga á leið- inni þaðan og hafði viðkomu í Færeyjum. Er nú báturinn með nýja, þýzka Modag-vél, sem reyndist prýðisvel á leiðinni. ■— Baldvin Árnason sigldi bátnum heim. Skipstjóri á Skipaskaga í vetur verður Elís Gíslason. — Báturinn er eign Heimaskaga. Annar bátur frá sama fyrirtæki, Heimaskagi, liggur ferðbúinn til íslands í Bremerhaven, eftir að sett var þar í hann ný vél af sömu gerð og sú sem er í Skipa- skaga. Bíður Heimaskagi þess að komast niður ána Weser, en um- ferðin- um ána er torveld vegna ísalaga. Bátar þessir eru um 100 rúmiestir hvor. — Oddur. Styrkur til tækni- náim TÆKNIHÁSKÓLINN í Aachen (Reinisch-Westfalische Techn- isehe Hochschule Aachen) hefur boðizt til að veita fslendingi námsstyrk háskólaárið 1956— 1957. I Styrkurinn er að fjárhæð 250 þýzk mörk á mánuði. Umsækj- endur verða að hafa stundað tækninám við háskóla að minnsta kosti í 2 ár eða nýlokið fullnaðar prófi frá háskóla. Nægileg þýzku kunnátta er áskilin. Eftirtaldar tæknigreinaf ef hægt áð nema við háskólann: húsagerðarlist, byggingarverkfræði, vélaverk- fræði, rafmagnsvérkfræði, náma fræði og málmnámafræði. | Ekki verða teknar til greina umsóknir frá stúdentum, sem eru við nám í Þýzkalandi eða hafa ( verið við nám þar í landi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrkinn fást í menntamálaráðuneytinu. Um- sóknarfrestur er til 16. marz n.k. (Frá menntamálaráðuneytinu) X BF.ZT .4® AV&LÝSA A T / MORfíUNBLAÐIM ▼ Ingólfur Kárason, Haga Hmningarorð HINN 25. janúar s. 1. andaðist með sviplegum hæt.ti Ingólfur Kárason bóndi að Haga í Staðar- sveít. Ingólfur var fæddur að Saur- um í Helgafellssveit á Snæfells- nesi 27. marz 1903, elsti sonur hjónanna Þórdísar Gísladóttur og Kára Magnússonar. Bjuggu þau hjón fyrst að Saurum og síðar Dældarkoti i sömu sveit, en flutt- ust vorið 1918 þá er Ingólfur var 15 ára gamall, að Haga í Staðarsveit. Þar ólst Ingólfur síðan upp í hópi fimm systkina sinna. Ungur að árum tók hann að veita foreldrum sínum aðstoð við bústörfin, og er aldur leyfði fór hann til sjóróðra á vetrum og dró þannig björg í bú foreldra sinna. Árið 1934 giftist Ingólfur Eiísabetu Haflíðadóttur og hófu þau búskap í Haga í sambýli við — I Sandgerði Framh. af bls. 9 1946 var nokkuð fé veitt til lengingu hafnargarðsins. HÆGT A» GERA ÖRUGGA HÖFN Hér er hægt að gera örugga höfn, með því að lengja núver- andi hafnargarð um ca. 100 metra, síðan sveigja hann lítið eitt til, svo hann verði olnboga- myndaður. Síðan þarf að gera annan hafnargarð út í höfnina, og myndaðist þá skipakví, örugg höfn fyrir 50—70 báta. Þegar þessum stórframkvæmdum er lokið, en þær kosta að sjálfsögðu mikið fé, þarf að stækka fisk- iðjuverin í iandi, en þau eru nú þrjú: Miðnes, Garður og hin nýja stöð Guðmundar á Rafnkelsstöð- um. Ðll hafa þessi fiskiðjuver möguleika til stækkunar. Ekki mun standa á því, að nóg fáist af fiski hér úti í Miðnessjónum. Okkur er það öllum ljóst, sem hér störfum, sagði Ólafur, að Sandgerði hefur öll skilyrði til þess að verða meðal stærstu verstöðva íandsins. Stíkt átak i hafnarmálunum, sem við höfum nú rætt um, kostar mikið fé. En við höf- um mikinn hug á að finna leiðir tii þess að þoka málinu nokkuð áfram þegar á þessu ári. Við væntum þess, að fjár- veitingavaldið geri það sem í þess valdi stendur til þess að greiða fyrir þessu máli, sagði Ólafur Jónsson að lokum. foreldra Ingólfs, en að fáum ár- um liðnum hættu gömlu hjónin búskap og dvöldu eftir það hjá syni sínum og tengdadóttur i Haga og nutu umhyggju þeirra til dauðadags. Þau eru látin fyrir fáum árum. Ingólfur var um margt eng- inn meðalmaður. Atorka hans við hver þau störf er hann gekk að var með fádæmum. Bæði áður og eftir að hann tók við búsfor- ráðum í Haga, vann hann að þvi ásamt föður sínum að bæta og fegra þessa jörð, sem nann hafði tekið svo miklu ástfóstri við. Það hygg ég, að aldrei hafi að honum hvarflað að leita hamingju og velsældar annars staðar, svo fast var hann bundinn þessum stað og því umhverfi, er hann hafði alist upp í. , Hver ?á, er kemur að Haga get- ur séð, að þar hefir ekki verið setið auðum höndum. Myndarleg- ar byggingar hafa verið reistar yfir fólk og fénað og túnið stór- lega aukið og bætt, svo að það mun nú vera eitt bezta tún í Staðarsveit. Allt þetta hefur ver- ið unnið með þeirri natni og smekkvísi, sem var svo ríkur þátt ur í fari Ingóifs. Þá vann hann einnig af mikl- um áhuga að ræktun búpenings síns. Hann naut líka ávaxtanna af því starfi, því að hann átti jafnan afurðagott búfé, enda lét hann það ekki skorta x neinu. Sérstaklega held ég að honum hafi verið hugleikin öll umgengni við. sauðfé. Var hann og sérlega glöggur á kosti þess og galla. * Allt það sem hér að framan er sagt hlaut að skipa Ingólfi í Haga í röð beztu bænda. Það var ánægjulegt að eiga viðræðu við Ingólf. Hann var léttur í máli og gat stundum, þrátt fyrir sinn mikla áhuga fyr- ir daglegum störfum, gleymt sér við að ræða hugðarefni sín. Fblagslvndur var hann með afbrigðum og öruggur stuðnings- maður hvers þess málefnis, er til framfara og heilla mátti verða. Hann varð snemma vii'kur þátt takandi í starfi Ungmennafélags Staðarsveitar, og allt tram á síð- ustu ár studdi hann þann félags- skap á ýmsa iund. Sama máli gegndi um ýmsa aðra félagsstarf- semi í sveitinni, að hann var þar ótrauður liðsmaður. Málefni kirkju sinnar lét hann sér mjög annt um, og var formaður sókn- arnefndar síðustu árin. í öllu starfi sínu naut Ingólfur fórnfúsrar aðstoðar konu sinnar, sem var honum samhent í öllu. Það var gott að koma að Haga og njóta gestrisni og góðvilja þeirra hjóna. Þeim Ingólfi og Elísabetu varð ekki barna auðið en þau tóku tvö kjörbörn, dreng, sem nú er 10 ára og’ telpu, 5 ára. Einnig ólu þau upp að miklu leiti tvær stúlk ur. Er önnur fulltíða og flutt burtu, en hin lézt fyrir ári síðan. Það er mikið skarð höggvið þegar maður slíkur sem Ingólfur í Haga er svo snögglega kallaður burt á miðjum aldri og í miðju starfíx ðttaðarsveit hefir orðið fátækari einum sinna beztu sona. Ég votta eiginkonu hans, börn- um og venslafólki innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Þráinn Bjarnason. Læknis- og presf- o—e—o Það var komið kvöld og ekki til setunnar boðið. Fregnir höfðu borizt frá flotanum að aflinn hafi verið góður í þessum róðri. í fiskiðjuverunum var allt hvíf skúrað og tilbúið til fiskmóttöku. Úti fyrir"Sandgerði sáust skips- ljós, sem öðru hvoru hurfu bak við brotirt á boðunum fyrir ut- an Sandgerði. — Fyrstu bátarnir voru að koma úr róðri. — Sv. Þ. lausf í Arneshreppf GJÖGRI, Strandasýslu, 14. febr.: — Læknirinn á Hólmavík Magnús Ásmundsson og séra Andrés Ól- afsson prófastur, voru á ferð hér nýlega, en Árheshreppur er bæði prests- og lækhislaus. Voru þeir báðir í embaéttiserindum. Hús- vitjaði séra Andrés og tók vænt- anlog fermingarbörn til spurn- inga, en Magnús læknir athugaði heilsufar hreppsbúa. — ltegína.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (23.02.1956)
https://timarit.is/issue/109955

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (23.02.1956)

Aðgerðir: