Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.1956, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. febrúar ’56 ÍJt*.: H.í. Arvakur, Reykjavlk. /i*«nkv.stj.: Sigfúj Jónsion. Ritstjóri: Yaltýr Stefánsaon (ábyxgRæu.) Stjómmálariúítjóri: Sigurður Bjarnaaou feá Vl*»« Lttabék: Ami Öla, *imi 8041. Auglýaingar: Árni Garðar Kri*tiK*K*a. Ritstjóm, auglýsingar og afgrttiðel*: Auaturstrœti 8. — Sími 1600, ámkriftargjald kr. 20.00 á mánuði inaattiimd* t laugasölu 1 króna eintakltl. t Af því oð ktígun er í Perú... Úk DAGLEGA L'IFINU t JJuertincýjarnir ótanida letur a& uícji ej^tir átöL in í LHJuócafo FYRIR nokkrum dögum varð allmikil sprenging austur í Moskvu. Núverandi æðstu vald- hafar Sovétríkjanna lýstu því opinberlega yfir, að stjórn sú sem sósíalisminn hefur búið rússnesk- um þegnum sínum hafi verið hin argasta harðstjórn og einræði. Núverandi valdhöfum tókst að vísu ekki betur til en svo að þeir sýndu með framkomu sinni,' að enn ríkir sama einræðið og harðstjórnin þar — engum leyfð- ist að halda þar uppi vörnum fyrir látinn læriföður sinn. Um langt árabil hefur kommúnistaflokkur starfandi á ísiandi haldið uppi stöðug- um lofsöng um freisis og frið- arstefnu Sovétríkjanna. Hef- ur hann haft það a stefnuskrá sinni að færa íslendingum það sama stjómarfar og í Rúss- landi hefur ríkt. Hefur hann nú um mörg ár haldið uppi stöðugum áróðri, gylliloforð- um og lofsöng um dá- semdir sælurikisins í austri. — Nú játa sjálfir for- sprakkar alþjóðakommún- ismans í Moskvu, að öll þessi gylliloforð hafi verið uppspuni og falsanir frá rót- um, ætluð til þess að blekkja um fyrir fávisum kjósendum kommúnista á Vesturlöndum. Fyrir dómstól almennings Það er því ósköp eðlilegt eftir þetta, að kommúnistaflokkurinn sem hér hefur starfað sé nú beðinn eindregið og óumflýjan- lega að gera grein fyrir máli sínu. Hann hefur nú þessa síð- ustu daga verið kvaddur fyrir dómstól almenningsálitsins sak- aður um rangan framburð fyrir þeim sama rétti. Og nú spyr kviðdómurinn, sem er íslenzkur almenningur: — Hversvegna hefur ákærði haldið uppi þessum blekkingum? Hvemig stendur á því að ís- lenzkir menn gerast slík leiguþý erlendrar einræðisstefnu, að þeir vilja selja þjóð sína undir þessa sömu ógæfu? En sakborningurinn stendur þar uppvís að sök, enda sektar- legur. Vitanlega reynir kviðdómur almenningsálitsins hér sem endra nær að gera sér grein fyrir öllu, sem mælir með og móti. En staðreyndirnar tala sínu máli. Orð verða ekki aftur tekin. Ekki er hægt að gefa fyrirskipun um það á íslandi, að svo skuli litið á, að Einar Olgeirsson hafi aldrei skrifað minningarorðin um Stalin, eða að kommúnistablaðið Þjóðviljinn hafi aldrei verið gef- ið út á íslandi. Nei, öll þessi sönnunargögn liggja fyrir hjá kviðdóminum. Að sjálfsögðu hlýtur íslenzk ur almenningur að dæma þessa menn hart fyrir þau meinsæri og rangan framburð er þeir hafa haft í frammi. Því að fólk skilur það, að slíkan vopnaburð mega engir stjórnmálaflokkar temja sér, sem vilja nefnast íslenzkir. Enda er öll meinsemd komm- únistaflokksins runnin undan erlendum rifjum. Þetta vita nú allir. Sífelld heljarstökk kommúnista hér á landi sem annars staðar stafa af engu öðru en því að þeir hafa brugð izt íslandi, en gengið á mála! hjá erlendu einræðisvaldL I Það er ágætt, að upp um þetta hefur verið ljóstrað. Slíkt skýr- ir línurnar, leysir upp blekk- ingahjúpinn og verður til þess að beina mörgum mar.ninum inn á rétta braut, sem nefur látið ginnast af fagurgala kommún- ista. Hjá hinu verður heldur ekki komizt, að þetta taki á taugar þeirra manna, sem hafa trúað á sósíalismann eins og helgidóm. Sumir þeirra kveinka sér máske, eins og þeir hafi verið neyddir til að taka inn laxérolíu. J Afsckun Framsóknar En aldrei höfðu menn þó búizt við því að út frá sprengingunni í Moskvu yrði önnur keðju- sprenging, eins og sú sem birtist í Framsóknarbláðinu í gær. Því að þar er vissulega á ferðinni einhver, sem ekki kveinkar sér minna en kommúnistarnir sjálf- ir, við meðali, sem hann hefur verið neyddur til að taka inn. Svo undarlega bregður við í forustugréin Framsóknar- blaðsins í gær, að það tekur að bera í bætífláka fyrir kommúnista. Blaðið tekur allt í einu að tala í þeim tón að það megi ekki vera að ráðast á vini þeirra kommúnistana af því „að það er líka ein- ræðisstjórn í Perú, Paraguay og á Spánf*. Víst er það rétt að einræðis- stjórnir eru við völd víðar en í Sovétríkjunum og hlýtur hver lýðræðissinnaður íslendingur að harma það og fordæma. En hvers konar siðferðisvitund er það hjá blaði Framsóknar- flokksins, að fara að nota þessar staðreyndir til að bera í bæti- fláka fyrir ófremdarstjórn komm únista. Ætlar framsóknarblaðið í raun og veru að gerast verj- andi kommúnista á þeim grund- velli, að af því að einhverjir aðrir menn suður í Perú eða Para guay kúgi þjóðirnar, þá megi kommúnistar alveg eins kúga sínar þjóðir? Annars var við því að búast, að vissir menn innan Framsókn- ar gætu ekki á sér setið að reyna að fegra málstað kommúnista. Sterkar líkur benda úl þess að þeir hafi sumir ekki orðið minna snortnir yfir síðustu fregnunum frá þessari paradís sósíalismans sem þeir hafa trúað á. j Menn um allt land veita nú vel athygli þeim hópi manna innan Framsóknar, sem ætíð eru reiðubúnir að hlaupa und- ir bagga með kommúnistum. Fólk til lands og sjávar hef- ur tekið eftir þessum mönn- um þar sem þeir mæta á bíó- fundum kommúnista í þeim tilgangi að vega aftan að nú- verandi ríkisstjórn í aðgerð- um hennar gegn niðurrifs- starfi kommúnistanna. I Og þeir menn sem hafa fylgt Framsókn að málum eru nú margir farnir að velta þ^j fyr- ir sér hvað miklu tjóni það hafi valdið þjóðinni allri er þessir sömu menn gáfu öfga- stefnu kommúnista byr undir báða vængi í einni hinni hættulegustu aðför sem gerð hefur verið að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. i Það er kafli út af fyrir sig,1 sem á sér víst vart hliðstætt dæmi í íslenzkri stjórnmála- sögu. í BANDARÍKJUNUM hefur vart verið rætt og ritað um neitt meira undanfarna daga en atburðina í bænum Tscaloosa í Alabama, þar sem ungri negrastúlku var mein- uð skólavist í háskóla bæjarins. Einsenhower forseti sagði á blaða mannafundi skömmu eftir at- burði þessa, að hann harmaði mjög framkomu þeirra, er mein- að hefðu stúlkunni skólavist. Gaf forsetinn út tilskipun til dóms- looóa málaráðuneytis Bandaríkjanna þess efnis, að það skærist í leik- inn — og rannsakaði málið. KOMIS í VEG FYRIR MISRÉTTI Samkvæmt úrskurði hæsta- réttar Bandaríkjanna fyrir um það bil einu ári síðan, eiga svart- ir menn og hvítir að njóta jafns réttar til skólagöngu í öllu land- inu. Samkvæmt þessu átti héraðs uu andi óhríj'ú ar: B1 Allur er varinn góður LIÐVIÐRIÐ hefir verið slíkt undanfarna daga, að mjóu munar, að menn geti klæðzt sum- arfötum án þess að eiga á hættu að verða innkulsa — vil ég þó ekki ráðleggja neinum að tefla heilsu sinni í tvísýnu. Á meðan geisa fádæma hörkur á megin- landinu allt suður á Suður-Ítalíu. Gáttu hægt um gleðinnar dyr, segir þar. Það var trú manna fyrrum, að lítið frost og fann- kynngi í janúar og febrúar boð- aði miklar frosthörkur og kulda í marz og apríl. Vilji menn hafa fornan hátt á um veðurspár, ættu þeir að veita því athygli, hvernig viðrar í nótt. Sagt er, að svo viðri 14 daga eftir sem viðrar á Matthíasmessunótt — aðfaranótt 24. febrúar. Breyttir tímar. SÚ var tíðin, að ferðamenn, er lögðu leið sína til íslands, undruðust hvað íslendingar voru langt á eftir tímanum efnalega séð, bjuggu við slæm kjör, í lé- legum húsakynnum og fylgdust engan vegin með tízkunni í klæða burði — jafnvel efnaðir menn. Margir lítt vandaðir ferðasagna- höfundar erlendir gerðu sér mat úr þessu og gáfu hinar ferlegustu lýsingar á landi og þjóð — ritað- ar af lítilli þekkingu og skilningi. Nú er öldin önnur.* Flestir þeir erlendir ferðamenn, er hingað leggja leið sína nú og hafa haft lítil kynni af íþlandi undrast hversu margt er hér með nýtízku legu móti, og hafa þeir venjulega fyrst alls orð á því, er þeir hitta innfædda að máli. Nú er það oft og tíðum íslend- ingurinn, sem leggur leið sína út fyrir landsteinana, sem furðar sig á ýmsu, er fyrir augum ber, og þykir margt gamaldags og lítt til fyrirmyndar — jafnvel með menningarþjóðum, er hann sækir heim. Fyrir skömmu varð fyrir mér, er ég fletti bókinni „Öldin, sem leið“, skemmtileg lýsing, sem franski rithöfundurinn, Charles Edmond, gaf á íslenzku þjóðlífi skömmu eftir miðja 19. öld. Rit- aði Edmond mikla bók um ís- land þeirra daga — eins og það kom honum fyrir sjónir. „íslendingurinn er venjulega ljóshærður, sterkbyggður, en þunglamalegur. Augu hans eru athugul, en framkoman kæru- leysisleg og gangur hans slyttis- legur. Hann' er látlaus í athöfnum og orðum. Það er sjaldgæft, að viðkvæm tilfinning eða áköf þrá endurspeglist í andlitsdráttum hans. Örlög hans hvíla þungt á honum. Það er eins og hann bogni undan þessum þunga .... Hann er örlagatrúarmaður. Hann ber þessa trú utan á sér, í and- litssvipnum. Búning íslendingsins svipar til andlits hans. Hann ber ekki vitni um neina gleði eða ímyndunar- afl. Þegar hann er í landi, er hann klæddur heimagerðum jakka, ofnum úr svartri ull, sem nefnist vaðmál. Á höfði ber hann barðastóran hatt. Skór hans eru gerðir úr mjúku skinni, og eru þeir reimaðir. Þegar hann er á sjó, fer hann í yfirhöfn úr svörtu skinni, sem þorskalýsi hefir gert regnhelt. VÖY-* íslenzku konurnar, ljóshærðar og grannar, mundu vera fagrar, ef hið sama farg hvíldi ekki á þeim og karlmönnunum. Andlits- svipur þeirra andar blíðu og auð- sveipni. Þær eru rólyndar, þögl- ar, iðnar við vinnu sína, feimnar og hlédrægar í háttum sínum. Búningur þeirra er peysa úr svörtu vaðmáli og pils úr sama efni, sem hnígur í stórum felling- um. Ungu stúlkurnar gera flétt- ur úr hári sínu í sveigum og festa upp í hnakkanum. Fyrir ofan enn ið bera þær á höfði litla, svarta prjónahúfu, sem lagar sig eftir höfðinu, en langur silkiklútur liggur niður með eyranu. Giftu konurnar vefja höfuð sín marg- litum klút, sem nær upp yfir hvítt léreft, svo að höfuðbúnaður þessi minnir á rómverskan hjálm. Á hát,:ðisdögum er efni þetta breytilegt að fínleika og lita- : skrauti. En búning þennan j skreyta lykkjur, krókar og dopp- j ur og skartgripir úr gylltu silfri, sem eru haglega gerðir í landinu sjálfu og mönnum þykir ánægja að vegna aldurs og einkennilegr- ar lögunar í gotneskum stíl eða byzantískum. Húsakvnni íslenzku þjóðarinn- ar eru léleg. Bóndinn gerir bæ sinn úr hraungrjóti og rekavið. Þakið er úr torfi. Dyrnar eru svo lágar, að menn verða að beygja höfuð og bak, er inn er gengið, og er þá komið í dimman, þröng- an gang .... Að undanteknum hinum ríku íbúum höfuðborgar- innar eða nokkrum verzlunar- stjórum þekkja íbúarnir ekki tré gólf. Gólfflöturinn í kofunum er þer og óhreinn. Græn mygla þek ur bá að innan.“ Við slík kjör var ekki að furða, þó að örlögin hvíldu þungt á herð um allrar alþýðu manna og prfitt reyndist að blása lífi í neista: gleðinnar og ímyndunar- aflsins. Skvldi lifsgleði og and- legur þróttur íslendingsins hafa siukizt aS sama skapi og hækkað íiefir úndif loft í hýbýlum hans óg klæðnáður hans samræmzt tízku síns tíma? dómur framvegis að sjá um, að ekkert kynþáttamisrétti yrði við- haft í skólum landsins. Var málið tekið til meðferðar vegna þess, að í nokkrum^ suðurríkjanna hafa sérskólar undanfarið verið starf- ræktir fyrir svarta og hvíta. Svertingjum hefur verið bönnuð vist í skólum hinna hvítu í mörg- um suðurríkjanna — og þannig hefur það verið frá upphafi. í norðurríkjunum hafa svert- ingjar hins vegar fyrir löngu fengið jafnan rétt við hvíta menn í þessu tilliti. Þess vegna má líta á dóm hæstaréttar sem ráðstöfun til þess að brúa bilið milli hinna svörtu og hvítu. ÓÁNÆGJURADDIRNAR ÞAGNA Hæstaréttardómnum var þess vegna tekið fálega — og jafnvel illa í mörgum suðurríkjanna. Margir foreldrar hvítra barna hótuðu að taka börn sín úr skóla, ef málið yrði látið fram ganga. Óánægjuraddir þessar hafa þó þagnað að mestu, því að svo mik- ið er víst, að ekki hefur komið til neinna átaka milli kynflokk- anna síðan hæstiréttur gaf úr- skurð sinn, þrátt fyrir að svert- ingjar hafi. að undanförnu streymt til skóla þeirra, sem hvít- ir ménn sóttu eingöngu áður, Þó að kynþáttavandamálsins gæti víðast hvar í Bandaríkjun- um, þá má segja að viðhorfin séu sérstök og breytileg innan hvers ríkis. Þannig voru t. d svert- ingjar farnir að sækja háskóla hvítara manna í Norður-Korolínu sem er eitt af suðurríkjunum, áð- ur en hæstiréttur gaf úrskurð sinn. Gekk það allt snurðulaust — og ekki kom til neinna átaka. VÍSAÐ ÚR SKÓLA En við skulum víkja aftur að Alabama-stúlkunni, því að sagan er enn ekki sögð. Þetta var í fyrsta skipti, sem svertingi lætur innrita sig í háskóla í því ríki. Stúlkan heitir Atherine Lucy, er 26 ára að aldri — og býr um 50 km. fyrir utan Tuscaloosa. Um- sókn sína um skólavist lagði hún fyrst fyrir héraðsdóm, til þess að forðast hugsanleg óþægindi og ill eftirköst. Ekki hafði héraðs- -dómur neitt við umsóknina að at- huga, enda var það hans hlutverk að sjá um að málið fengi farsælan endi. Stjórn háskólans veitti Lucy einnig einróma inngöngu. Að morgni fyrsta dags hennar í skólanum safnaðist saman álit- legur hópur stúdenta — og mót- mælti harðlega inntöku svert- ingjastúlkurnar í skólann. Þegar hún kom akandi í skólann þriðja daginn gerðu nokkrir stúdentar hróp að henni — og köstuðu ávöxtum í bifreið hennar. Eftir þessa atburði ákvað stjórn há- skólans að vísa Lucy úr skóla um óákveðinn tíma — vegna hennar eigin öryggis. EISENHOWER SKERST í LEIKINN Snéri hún sér síðan til dóm- stólanna — og kærði brottvikn- ingu sína úr skólanum. Héraðs- dómurinn mun hafa lent í nokkr- um vandræðum, er kæra hennar barst, þar eð hann hafði lýst full- um stuðningi við inngöngu henn- ar í skólann. Tók þá Eisenhower í taumana — og skipaði dóms- málaráðuneyti Bandaríkjanna að hlutast til um að misrétti þetta, er svertingjastúlkan varð fyrir yrði leiðrétt, — svo sem að fram- an greinir. ALMENNINGUR FORDÆMIR Af blaðaummælum má sjá það, að almenningur í Bandaríkjunum fordæmir almennt ofbeldisaðgerð ir þessár gagnvart svertingja- stúlkunni. Mörg bláðanna styðja þá áskorun nokkurra stúdenta til yfirvalda háskólans um að reka tafarlaúst þá úr skóla, sem þátt Frh. 6 bla. li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (23.02.1956)
https://timarit.is/issue/109955

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (23.02.1956)

Aðgerðir: