Morgunblaðið - 17.03.1956, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 17. marz 1956
SYSTURNAR ÞRJÁR
EFTIR IRA LEVIN - Annar hluti: ELLEN
Framhaldssagan 46
„Hvers vegna?“
„Bara til þess að vera örugg-
ari“.
„Hann heldur að ég sé Evelyn
Kittredge“.
„En hringdu nú til mín samt.
Það getur þó aldrei skaðað neitt.
Auk þess er mér svo hætt við að
verða gráhærður".
„Jæja, þá geri ég það“.
„Þakka þér fyrir, Ellen. Góða
nótt“.
„Góða nótt, Gordon".
Hún lagði frá sér símtólið og
sat kyrr á rúmstokknum, beit í
neðri vörina og barði með fingr-
unum í bríkina eins og hún var
vön að gera, þegar hún glímdi
við ráðgátur, á einu eða öðru
sviði.
7. kafli.
Ellen lokaði veskinu sínu, leit
upp og brosti til Powells, sem
kom skálmandi til hennar yfir
gólf forsalarins.
Hann var í ljósbláum fötum og
gráum yfirfrakka, með sama
brosið á vörunum og kvöldið áð-
ur. —
Hann lét fallast niður á skinn-
fóðraðan legubekkinn, við hlið
hennar, um leið og hann bauð
góðan dag, léttum róm.
„Þú lætur ekki aldeilis karl-
mennina bíða eftir þér“.
„Jú, suma þeirra".
Brosið á andliti hans varð enn
breiðara. „Hvernig hefur at-
vinnuleitin gengið?“
„Mjög vel“, sagði hún. „Ég
held næstum, að ég sé búin að
krækja mér í starf, nú þegar.
Það er hjá málaflutningsmanni".
„Ágætt. Þá verðurðu hérna í
Blue River eftirleiðis. Er það
ekki?“
„Það er allt útlit fyrir það.“
„Ágætt....“ Hann sagði það
með seim og virtist nærri gæla
við orðið. Svo leit hann niður á
armbandsúrið sitt. „Við verðum
víst að koma okkur sem fyrst af
stað. Á leiðinni hingað, fór ég
framhjá Glo-Ray-samkomustaðn-
um og þar var allt að fyllast af
fólki, þá....“
„Æ“, sagði hún í uppgerðar
kjökurtón.
„Hvað er nú að?“
Ellen leit afsakandi á hann:
„Ég verð að ljúka smáerindi
fyrst. Það er viðvíkjandi þessum
málafærslumanni. Ég þarf að
færa honum bréf .... meðmæli".
Hún klappaði með annarri
hendinni létt á veskið sitt orð-
unum til frekari áréttingar.
„Ég vissi ekki að skrifarar
þyrftu að leggja fram meðmæli,
ég hélt að kunnátta þeirra í hrað-
ritun væri bara reynd og það.
látið nægja“.
„Já, en ég gat þess í óspurðum
fréttum, að ég hefði þetta með-
mælabréf frá síðasta húsbónda
mínum og þá sagðist hann gjarn-
an vilja líta á það. Hann verður
á skrifstofunni sinni til klukkan
hálf níu í kvöld“.
Hún andvarpaði og svipurinn
varð raunamóður: „Mér þykir
þetta alveg óskaplega leiðinlegt".
„Þetía gerir ekki vitund til“.
Hún þrýsti hönd hans. „Mér
er nú reyndar alveg sama, þó að
við förum ekki á dansleik“ sagði
hún og reyndi að brosa ósköp
ástúðiega til hans. „Við getum
alveg eins vel farið eitthvað og
fengið okkur eitt eða tvö glös og
svo...."
„Prýðilegt", sagði hann og það
glaðnaði aftur yfir honum. Þau
risu á fætur. „Hvar er þessi mála'
færslumaður þinn til húsa?“
spurði Lowell, sem stóð fyrir aft-
an hana og hjálpaði henni í frakk
ann. „Er langt þangað?“
„Ekki mjög langt“, ságði Ellen.
, „Skrifstofan hans er í byggingu
ríkisskrifstofanna"
Powell nam staðar á efsta
þrepinu framan við hina risa-
vöxnu býggingu. Ellen, sem kom-
in var fast að hurðinni, lét hönd-
ina, sem þegar lá á snerlinum,
síga aftur og leit á Powell. —
Hann sýndist fölur yfirlitum, en
það gat stafað af hinu grá-hvíta
ljósi, sem skein út úr anddyrinu.
„Ég ætla að bíða þín hérna
niðri, Evelyn“, sagði hann. Kjálk-
arnir voru samanbitnir og orðin
voru sögð með undarlega hljóm-
lausri^röddu.
„Ég vildi heldur að þú kæmir
með mér upp“, sagði hún. „Ég
hefði getað farið með bréfið fyr-
ir klukkan átta, en mér þótti það
dálítið grunsamlegt, að hann
skyldi biðja mig að koma með
bréfið að kvöldi dags. — Mér
virðist líka maðurinn dálítið var-
hugaverður á svipinn". Hún
brosti. „Þú ert verndari minn“.
Eitthvert óskiljanlegt: „Ah“
heyrðist í Powell, en ekkert
beint svar við orðum hennar.
Ellen hratt up hurðinni og eftir
andartaks hik, fylgdi Powell á
eftir henni inn í anddyrið.
Hún hafði snúið sér við, beið
og virti hann fyrir sér, þegar
hann gekk inn um dyrnar. Hann
andaði með hálfopnum munni og
andlitið var gersamlega svip-
laust.
Hinn stóri forsalur var alger-
lega mannlaus og í honum ríkti
grafarþögn. Þrjár lyfturnar, af
fjórum alls, voru lokaðar og ljós-
lausar, en hin fjórða var eins og
lítill klefi með brúnum viðar-
veggjum, lýst upp með daufu,
gulu ljósi.
Þau gengu samhliða í áttina til
hennar, en skóhljóð þeirra end-
urómaði, eins og lágt, hvíslandi
bergmál, uppi í þakhvolfinu.
Inni í lyftunni stóð svartur
lyftukarl og las í hefti af Look.
Hann stakk tímaritinu í vasa
sinn, steig á takann í gólfinu,
sem stjórnaði járn-renffihurð-
inni og dró innri limlahurðina
fyrir.
„Hvaða hæð?“ spurði hann svo.
„Fjórtánda“, svaraði Ellen og
leit til Powells.
Þau stóðu þögul og fylgdust
með ljósinu, sem færðist frá einni
tölunni til annarrar, sífellt og
jafnt, í svartri töíiuröðinni fyrir
ofan dyrnar. 7....8....9....
Powell strauk yfir mjóu skegg-
rákina á efrivörinni með vísi-
fingri vinstri handar.
Þegar ljósið þokaðist frá 13 til
14, nam lyftan staðar mjúklega
og af sjálfu sér, eins og alltaf á
efstu hæðinni. Lyftuvörðurinn
kippti í stöngina sem opnaði dyr
lyftunnar, oð hleypti innri rimla-
hurðinni frá.
Ellen gekk út á mannlausan og
eyðilegan ganginn og Powell kom
á eftir henni, en að baki þeim
lokuðust dyr lyftunar með dimm-
um smelli og svo heyrðu þau
þungan hvininn í lyftunni, þegar
hún brunaði aftur af stað niður.
„Þetta er víst leiðin“, sagði
Ellen og sneri til hægri. „Her-
bergi nr. 1405“.
Þau gengu ganginn á enda og
beygðú þar til vinstri. í þeim
hluta af ganginum, sem fram-
undan þeim blasti, voru aðeins
sýnileg ljós innan við hinar
skyggðu glerrúður í tveimur
hurðum.
Ekkert hljóð heyrðist, nema
fótatak þeirra á bónuðu gólfinu.
Ellen reyndi að finna eitthvað til
að segja:
„Þetta verður ekki langrar
stundar verk. Ég afhendi honum
bara bréfið og fer svo strax“.
„Heldurðu að þú fáir starfið?“
„Það held ég áreiðanlega Þetta
eru ágæt meðmæli, sem karlinn
gaf mér“.
Þau voru kominn inn í enda á
þessarri gangálmu og enn beygðu
þau til vinstri. Nú sást ljós í að-
eins einni hurðarrúðu framundan
þeim, hægra megin á ganginum
og Powell ætlaði að ganga hik-
laust þangað.
„Nei, það er ekki þarna“, sagði
Ellen og gekk að annarri hurð,
beint á móti. Á henni stóð nafnið:
Frederic H. Clausen, málflutn-
ingsmaður, en innan við rúðuna
ELDFÆRIIM
/
Danskt ævintýri
3.
„Hérna er það“ sagði kerling, „og hérna er blátiglótta
svuntan mín.“
Dátinn klifraðist nú upp í tréð og lét hlammast niður
um opið, og óðara stóð hann, eins og kerling hafði sagt,
í víða ganginum, þar sem logaði á lömpum svo hundruðum
skipti.
Nú lauk hann upp fyrstu dyrunum. Hú! Þar situr hundur-
inn með augun stór sem undirskálar væru og starblíndi
á hann.
„Þú ert fallegur karl,“ sagði dátinn, setti hann niður á
svuntu kerlingar og tók eins marga koparskildinga og kom-
ust fyrir í vasa hans, læsti síðan kistunni, setti hundinn
upp á hana og gekk inn í hitt herbergið.
— Æ, æ! Þar sat hundurinn með augun, sem voru eins
stór og mylnuhjól.
„Þú ættir ekki að glána svona á mig,“ sagði dátinn. „Þér
gæti orðið illt í augunum.“
Þar með setti hann hundinn niður á svuntu kerhngar, en
þegar hann sá hvílík kynstur voru af silfurpeningum í kist-
unni, þá fleygði hann öllum koparskildingunum og fyllti
vasa sína og hertöskuna með skínandi silfrinu.
Eftir það fór hann inn í briðja herbergið. Nei, það var
riú ljóta sjónin^Það var orð og að sönnu, að hundurinn þar
inni hafði’augu. sem voru eins stór og kringlóttur turn og
snarsnerust í hausnum eins og hjól.
„Gott kvöld!“ sagði dátinn og brá hendinni upp að húfu-
derinu, því að slíkan hund hafði hann aldrei séð á ævi sinni.
Eiste prentmyndagerð
iandsins
hefur nú hafið starfsemi sína á nv.
að Laugavegi 27 III. hœð.
Framleiðum 1. fl. myndamót. fyrir blöð, bækur,
tíma:rit o. fl. með nýjum fullkomnum véium.
Munið Laugaveg 27 III. hœð.
PPCNTMYNDAGERDIN f
ÓiACUP J.l
Sveinn Ingvarsson
Simi 80165 heima.
Þorsteinn Oddsson
Sími 80013 heima.
Röskur piitur
óskast strax til innheimtu og sendistarfa.
6.ÞORSIMIÍSXOH E JOHNSIN t
Grjótagötu 7
Z2ye?gisagrarló3
Stærð 500—600 ferm. á hitaveitusvæðinu í Vestur-
bænum er til sölu. Einnig getur komið til greina að taka
mann í félag um byggingu á lóðinni. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir 22. þ. m., merkt: „Byggingarlóð — 1069“.
MAGG
Spergil
Sveppa
Julietta
Blómkál
Gartner
Anita
Spinat
Hænsna
Kálfa
Eggja
Uxahala
súpur eru uppáhald
allra.
ISnjnfólpóáon (S?
uaran