Morgunblaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. ágúst 1956 m o r c ins b ;:a ð / ð 9 ÞEGAR mér gafst færi á að „skreppa með“ „Sólfaxa" til Grænlands, var ekki alveg laust við, að um mig íæri dálítill hroll- ur. Þegar mér varð hugsað til að fara átti alla leið norður til Thule, sem er mjög norðai'lega cða milli 75. og 80. breiddar- gráðu, komu mér ósjálfrátt í hug ýmsar svaöilfarasögur írá norð- urslóðum og ég spurði Örn Johnson forstjóra, hvort ég þyríti ekki einhvern sérstakan útbúnað til að fara í þessa ferð. Það kom í ljós, að ekki var fróðlega spurt, því Örn svaraði því þegar, að ég þyrfti ekkert, sem hægt væri að kalla „útbúnað'1. Enda fór ég í venjulegum fötum, en hafði að- eins með mér góða úlpu, til von- ar og vára. Þegar ég var að tala við Örn Johnson um flugið, kom betur í ljós, að flug til Norður- Grænlands er ekki lengur neitt ævintýri, á borð við það sem áður var. EKKILENGUR „UEIÐANGUR‘4 Örn sagði rA. a.: „Fyrir örfáum árum hefði svona ftug til Norður-Grænlands þurft mikinn undirbúning. Það hefði orðið að vera í hálfgerðu leiðangursíormi. En framfarirn- ar, sem hafa orðið í öllu, sem að flugi lýtur, bæði í íofti og á landi, í flugvélinni sjálfri og þeim stöðvum á landi, sem hún hefir samband við, valda því, að nú er mikiu bægara en áður að fara slíka ferð. Að vísu er hafður með í ferðinni margvís- legur öryggisútbúnaður, svo sem ýmiss konar hlutir, sem miðast við að eitthvað sérstakt beri við, skjólföt, matur, byssa o. s. frv. En það er ekki sami leiðangurs- svipurinn á Grænlandsferöum nú og áður.“ Ég sá það lika fljóttega, þegar ég kom í vélina, albúna til ferð- ar, þann 25. júlí sl., að þar var ekkert óvenjulegt að sjá. AUt var með sama hætti og í venju- legu flugi. Og ekki sást á far- þegunum, að þeir væru að bregða sér neitt lengra en t. d. norður til Akureyrar. í flugvélinni voru 55 Danir, sem flytja átti til Grænlands. Auk þess var svo 8 manna áhöfn og lolcs komum við, tveir aukamenn, sem hvorki vor- i:m venjulegir farþegar né á- höín. „Sólfaxi" var því þéttskip- aður og auk þess mikið af far- angri með. Það varð í upphafi dálítil töf vegna þess, að laga þuríti eitthvað í vélinni og vega upp allan farangurinn. Mér þótti hálft í hvoru vænt um þessa töf. Það var þá alveg augljóst, að ekki átti að flana að neinu, held- ur gæta alls, sem gæta þurfti. Þrátt fyrir orð forstjórans var ég ekki alveg laus við mínar gömlu hugmyndir um ferðir norð ur á „hjara heims“ og kunni þess vegna vel að meta, að gætt skyldi fyllstu varúðar. LANDSSÝN Á GRÆNUANDI Klukkan var 13,50, þegar lagt var af stað frá Reykjavík. Var þá skýjað, en ekki hafði verið lengi flogið til vesturs, þegar varð aiheiðskírt. Var augljóst, að landsýn yrði mjög greinileg, enda kom það fljótlega 1 ljós, að svo var, Nálægt kl. hálf fjögur sáum við vel til Grænlands og færðist nú ströndin óðum nær. Var það sunnan við Angmagsalik. Frétiamaður Mbl. segir frá Grænlandsferb meb „Sólfaxa". Þegar ströndin varð greinileg, gat að líta stórfallega sjón. — Geysilegir skriðjöklar brutust niður úr fjallaskörðunum og til sjávar. Þeir voru eins og breið fiiót og í mynni þsirra, þar sem þeir féllu í sjóinn, var íshrönglið kortinu er kallað Mount Forel og er 11024 fet á hæð eða all- miklu hærra en Öræfajökull. — Annars þýðir auðvitað litið að ætla sér að gera grein fyrir lands lagi í Grænlandi í stuttri blaða- grein, eins og þessari. Ef það er við jaðar hájökulsins sunnan við Angmaksalik. Sjálfur jökullinn er þarna til- breytingalaus að því er virðist. í góðum kiki var ekkert annað að sjá en hvítan ís. En eftir tæp- lega tveggja stunda flug tók landslagið að breytast, enda vor- um við þá að komast að vestur- ströndinni. Þegar kemur af jökl- inum er ströndin þarna tiltölu- lega lág. Landið er brúnleitt og GRÆNLANDS KÖLDU KLETTA Eyítrt bygtjð mest. Meðfram allri str-öndinni var ísrönd, mismunandi breið, en utan við hana svömluðu gríð- arstórir borgarísjakar, ýmist í flokki eða einir sér, bláhvítir og txgulegir. Þar sem skriðjöklarn- ir falla í sjóinn er eins konar fæðingarstaður hinna stóru jaka. Sjórinn brýtur af skriðjöklinum, borið saman við það, sem hér er, má segja, aö heildarsvipur landslagsins sé þarna miklu hrikalegri og á allan hátt stór- gerðari en hér gerist. Þó fjall- garðurinn milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar þyki vera all stór- kostlegur, þá er hann þó smá- ræði, borinn saman við þá fjall- minnir að því leyti mjög á, þegar flogið er yfir Möðrudalsöræfi aö vorlagi. Sást nú út á langan og mjóan, mjög krókóttan fjörð. Var hann um 100 sjóm. á lengd. Þessi fjörður, og raunar fieiri firðir, sem ég sá í Grænlandi, eru ólik- ir íslenzku fjörðunum að því Fyrri grein leyti, að þeir eru mjög miklu lengri og sýnast tiltölulega mjó- ir miðað við lengdina og eru krókóttir líkt og árfarvegur. Sá fjörður, sem nú blasti við, nefn- ist Syðri-Straumfjörður og eftir stutt aðflug var setzt þar á flug- völl. í STRAUMFIRÐI Þriflegur Dani tók á móti okk- ur, og þegar út úr vélinni kom, sáust grænar hlíðar, vaxnar smá- kjarri og stór á, sem mér var sag't, að væri full af fiski, rann þar út í sjó. Við hefðum vel getað verið stödd í einhverjum íslenzk- um íjarðarbotni. Ég fylgdist með áhöfninni, þegar farið var út úr vélinni og var farið beina leið til veður- stofunnar. Flugmennirnir og sigl- ingafræðingarnir fengu að sjáalls konar veðurkort, og aðrar upp- lýsingar varðandi veðrið á leið- inni norður með ströndinni. Fjalllenclinu á Grænlandi svipar sums staðar til landslags á Vest- fjörðnm. En snælínan liggur þarna miklu neðar. sem skagar út í sjóinn, og alltaf) biotna nýir og nýir íshnullungar út úr skriðjökulsröndinni, því sífellt sxgur jökullinn fram. LANDSLAG IIÉR OG í GRÆNLANDI Fjöll í Grænlandi eru ákaf- lega tröllsleg og í kringum Ang- magsalik eru þau meira að segja í hærra lagi, eftir því sem ger- ist. Þar er t. d. eilt fjall, sem á ■ ■ Strandsýn á Grænlandi. Jökull fram í sjó og ishröngl fyrir land’. garða, sem blasa við á Græn- landi. Það landslag héi-, sem kemst einna næst grænlenzka landslaginu að heildarsvip er aust urbrún Vatna-jökuls, þegar flog- ið er frá Hornafirði til Aust- fjarðanna, en þó er það lands- lag aðeins eins og smækkuð mynd af hinum grænlenzka hrikaleika. Það þarf auðvitað ekki að geta þess, að þar sem við fórum yfir ströndina, sást ekkert lífsmark og þar var ekki stingandi strá, aðeins fagurblóir hrikaklettar og svo ísinn. Það verður víst flest- um á að hugsa til Eiríks rauða, sem til Grænlands koma og þess, hve mikill og djarfur auglýsinga- maður hann var, þegar hann gaf landinu þetta nafn, sem átti að duga til að ginna þangað land- nema. JOKULBREIÐAN Þegar flogið var inn yfir strönd ina, hækkaði flugvélin sig úr 8 þús. upp í 10 þús. fet. Var nú flogið yfir sjálfa jökulbreiðuna, en hún var svo skjallahvít og björt í sólskininu, að það var næstum því ómögulegt að horfa á hana, nema í gegnum hlífðar- gleraugu. Var klukkan 10 mín. yíir 4, þegev 'rið vorum þarna UTIVEITINGAR NORDAN VIB IIEIMSKAUTSBAUG. Þar sátu þær flugfreyjurnar frú Sigrún og frk. Unnur og sleiktu sólskinið á litlum veitinga stað, úti undir beru lofti. Þar stóðu dúkuð borð á snotrum tré- palli með grindverki í kring, en inn af voru rúmgóðar veitinga- stofur. Ég hafði satt að segja búizt við flestuiöðru en að rek- ast á útiveitingástað góðan spöl fyrir norðan heimskautsbaug eða þó nokkru norðar en nyrztu odd- ar íslands. En þetta var engin sjónhverfing. Stúlkurnar sátu þarna á pallinum og bak við þær var stór sólhlíf. Kona veit- ingamannsins var þarna með hekludót sitt og smúpatti, sonur liennar, lék sér í sandinum. Þarna hafði verið gerð tilraun til að gróðursetja eitthvað fyrir framan pallinn, en það var ekki milcið, aðeins nokkrar grænlenzkar fjallajurtir, sem ekki virtust kixnna þarna við sig. Nú var drukkið kaffi — ágætt, vel heitt kaffi og það var blátt áfram eitthvað suðrænt við að sitja þarna í logninu og hlýjunni. Hitinn mun hafa vcrið nær 15 stigum. VASKLEG ÁHÖFN Þarna fékk ég fyrsta tækifærið til að virða alla áhöfnina fyrir mér. Þetta var allt ungt og vask- legt fólk. Flugstjórinn var Anton AxelSson og 2. flugstjóri Sverrir Jónasson, en Snórri Snorrason aðstoðarflugmaður. Þeir Eiríkur Loftsson og Rafn Sigurvinsson voru loftskeytamen r og siglinga- fræðingar og Gunnar Björnsson vélstjóri. Svo voru flugfreyjurn- ar tvær, senx áður er getið, og er þá áhöfnin öll talin. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að við höfum á fáum árum eignazt álitlegan hóp af flugmönnum, tæknilega mennt uðum mönnum til að gegna öll- um þeim störfum, sem flugi heyra til. Þarna er unr að ræða ábyrgðarmikil og vandasöm störf, sem hið unga fluglið hefur leyst aí hendi með slíkri prýði, að það er þjóðarsómi. Ég spurði ein- hvern tímann í ferðinni einn flug manninn að því, hvort námið hefði ekki verið erfitt. — Það er sjálfsagt ekkert erfiðara en margt annað nám. Annaðhvort hefur maður þetta í sér eða elcki — anz.aði liann. Þegar ég virti fyrir mér þessa ungu menn efaðist ég ekki augna blik um, að þeir „hefðu þctta í sér“ — það var sýnilega hægt að Áhöfn Sólfaxa. Frá vinstri: Eiríkur Loftsson, Rafn Sigurvinsson, sig'lingafræðingar og loftskeytamenn, Sigrún Þorgilsdóttir, Unnur Ketilsdóttir, flugþernur, Sverrir Jónsson, aðstoðarflugmaður, Gunnar Björnsrtn, vélamaður, Anton Axel'son, flugsljórly og Snorri Snorrason, aðstoðarfiugmaður. Skýjafar og vindátt voru þar greinilega dregnar upp. Ég sá, að flugmennirnir athuguðu þetta allt mjög nákvæmlega. Dönsku veðurfræðingarnir útskýrðu allt og svöruðu spurningum, sem fs- lendingarnir lögðu fyrir þá. Var auðséð að allt var athugað vand- lega og tólc það góða stund. Virtust allir vera ánægðir, út- litið var einsýnt og engu að kvíða. Frá veðurathugunarstöðinni var haldið stuttan spöl inn í „þorpið“ og blast' þar v'ð óysent sjón. ' bera fyllsta traust til þeirra allra. t Það kom auðvitað ú óvart að finna svo hlýlegan stað eins og ílugstöðina í Straumfirði, þai-na ' „rnilli Grænlands köldu kletta“, jeins og Sigurður Breiðfjörð orð- aði það. I- - I STJORNKLEFANUM Þegar lagt var upp frá vellin- um, hafði ég í fyrsta sinni tæki- færi til að vera í stjórnklefa flug- vélar, þegar lagt er af stað. Sá Framh. á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.