Morgunblaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 11
Fostudagur 17. ágúst 1956 M O R C L !S B L A Ð I Ð FRÁ SAMBANDI UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: ÞÖR VILHJÁLMSSON Eocky Sergi og Cesare Fiorese. „Okkur var sagt, þegar upp var komið, að því miður væri spaghetti tkki til....“ A Óréttlát kjördæmaskipun Það jbarf 760 kjósendur Framsókn- arflokksins til að koma manni á jb/ng, en 1844 kjósendur Sjálfstæðis- flokksins Það er ljóst af þessu, að Fram- ÚRSLIT alþingiskosninganna 24. júní sl. hafa opnað augu almenn- ings fyrir því, hye óréttlátt nú- verandi kjördæmaskipulag er orðið á ýmsan hátt. Þetta órétt- læti kemur einkár skýrt í ljós, ef borið er saman kjörfylgi Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins og þingmannatala þess- ara flokka. Þetta mál hefur þvi eðlilega borið mjög á góma hjá almenningi og auk þess vcrið rætt talsvert í blöðum. Það er ekki ætlunin að bæta hér neinu við það, sem um málið hefur verið sagt, heldur aðeins að minna á nokkrar þýðingarmestu staðreyndirnar í sambandi við úrslit síðustu alþingiskosningar og kjördæmaskipunina í heild. Skýringai’myndin og ramma- greinin hér á síðunni sýna ljós- lega, hvernig einn flokkur, Framsóknarflokkurinn, nýtur góðs af óréttlátri kjördæmaskip- an á kostnað hinna flokkanna. sóknarflokkurinn hefur miklu meiri valdaaðstöðu á þingi en þorri þjóðarinnar vill. Ef kjós- j endur flokkanna eiga að vera f nokkurn veginn jafnréttháir við kjörborðið, fækkar þingmönnum Framsóknarflokksins um rúm- lega lielming, en þingmönnum annarra flokka íjölgar að sama skapi. Sérhver tilraun til að stæðisflokkurinn einn bætti hins vegar við sig 6289 atkvæðum, eða mun meira en allri aukningu gildra atkvæða, og jók atkvæða- tölu sína um 21,9%. Framsóknar- flokkurinn tapaði 403-4 atkvæð- um, eða 23,8% af fyrra fylgi sínu. Samt bætti Framsóknarflokkur- inn við sig 1 þingmanni, en SjálfstæðisflokkUrinn tapaði 2. Hann er eini flokkurinn, sem bætti sig sig verulegu atkvæða- magni, en jafnframt líka sá eini, sem tapar þingsætum. Fátt talar skýrara máli um það, að kjör- dæmaskipunin þurfi breytinga við, ef lýðræðislegar kosningar ciga að vera í landinu. Út á þau 12.925 atkvæði, sem ; Framsóknarflokkurinn fékk við I Alþingiskosningunum 24. júní í sumar: vi bættl Sjálfstæðisflokkurinn við sig 6289 atkvæðum frá því í kosningunum 1953 — en tapaði 2 þingsætum lækkaði atkvæðatala Framsóknarflokksins um 4034, '' en flokkurinn bætti þó við sig einu þingsæti yj hækkaði atkvæðatala „Alþýðubandalagsins“ um 3437 atkvæði og það bætti við sig 1 þingsæti si liækkaði atkvæðatala Alþýðuflokksins um 3060 atkvæði og hann bætti við sig 2 þingsætum. Atkvæði hvers kjósanda Fram- sóknarflokksins í síðustu kosn- mgum vegur næstum því á við 2Va atkvæði, sem greidd voru Sjálfstæðisflokknum, nánar tiltek ið 2,43 atkvæði). Það þarf með öðrum orðum 760 kjósendur Framsóknarflokksins til þess að koma manni á þing, en 1844 kjós- endur Sjálfstæðisflokksins. koma á réttlátari kjördæmaskip- un hlýtur því að höggva skarð í fylkingar Framsóknarmanna á þingi. Gild atkvæði við alþingis- kosningarnar í sumar voru 82.678, en við alþingiskosningarnar 28. [júní 1953, 77.410. Aukningin ^ nemur 5268 atkvæðum. Sjálf- síðustu kosningar, fær hann 17 þingmenn kjörna, en Sjálfstæðis- flokkurinn tapar 2 þingsætum, þegar hann eykur atkvæðatölu sína um 6289 atkvæði — eða hér um bil helming á við allt at- kvæðamagn Framsóknarflokks- ins. I„ segja tveir ungir ferðalangar JÚ, TJNGA fólkið á Ítalíu er bjartsýnt og trúir á framtíðina. Þjóðin var snauð og örvilnuð eftir styrjöldina, viðreisnar- starfið virtist vonlaust verk. Eymd fólksins blasti hvarvetna við augum, og í skjóli hörmunganna dafnaði kommúnisminn. En á þessu hefur orðið breyting, — atvinnulífið hefur eflzt og lífs- kjörin hafa batnað. Það er þessi heillavænlega þróun, sem hefur stöðvað framsókn kommúnismans og fyllt unga fólkið bjartsýni.“ Þannig fórust tveimur ungum ferðalöngum, ítölslcum að þjóð- erni, orð, þegar tíðindamaður æskulýðssíðu Morgunblaðsins hitti þá að máli fyrr í vikunni. Þeir heita Cesare Fiorese, vél- fræðingur frá Feneyjum, og Rocky Sergi, hagfræðinemi við háskólann í Messínu á Sikiley. Og sjálfir eru þeir áreiðanlega bjartsýnismenn, því að fyrrskráð orð létu þeir sér um munn fara, rétt eftir að þeir höfðu skýrt fréttamanninum nokkuð frá að- stæðum á Ítalíu og helzta vanda- m;íli þjóðfélagsins: fólksfjöldan- um. Frá Italíu flyzt árlega margt manna, einkum til Ástralíu og Suður-Ameríku. Flestir fara þó nauougir og margir snúa aftur, ef þeir telja sig eygja einhverja von um að fá vinnu heima í gamla landinu. Flestir, sem fara til annarra Evrópulanda til að vinna, bregða sér að heiman eins og íslendingar í síld — til að erfiða stuttan tíma .fyrir háu kaupi og snúa svo heim aftur til að njóta þess, sem aflazt hefur. Þrátt fyrir aukningu atvinnu- veganna og útflutning fólks. er ekki fyrirsjóanlegt, að takast muni í náinni framtíð að sjá öll- um fyrir arðbærri vinnu, enda fjölgar fólkinu mikið. Hinum ítölsku gestum okkar er því ofar- lega í huga, að samvinna Evrópu- þjóðanna verði sem nánust í efnahagsmálum, svo að ítalskur mannafli og ítalskir atvinnuveg- ir fái aukið olnbogarúm til góðs fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Italirnir tveir tölau, að auk bún- aðc.rafurða væri ýmis iðnaðar- varningur frá landi þeirra í fremstu röð meðal þess, sem fram leitt er í Evrópu af sams konar vörum. Af iðnaðarframleiðslunni nefndu þeir til bifreiðar, vefnað- arvörur og lcðurvörur. SKÓLAR Á ÍTALÍU Þær stofnanir, sem ungt fólk hefur mest kynni af, eru skól- arnir, og fréttamaðurinn innti þá félaga eftir fræðsluháttum í heimalandi þeirra. Þeir sögðu, að börn væru skólaskyld á aldrinum 6—10 ára. Þó töldu þeir, að um 10% ítalskra barna ræktu ekki skóla- skyldu sína, og væri það þó mun minna en áður. Þau börn, sem! halda áfram námi, eiga að 3 ára unglingaskólum loknum, völ á ýmiss konar námi í menntaskól- um og hvers konar sérskólum. Tækniskólarnir á Norður-ítaliu þykja mjög góðir. Háskólanám hefja flestir 19 ára. „Það er undarlegt, að tiltölu- lega mun fleiri fara í háskóla á Suður-Ítalíu en norðar í land- inu, þó eru suðuvhéruðin langfá- tækasti hluti landsins. En þar er svo erfitt að fá vinnu, að margir fara í háskólana til þess að hafa eitthvað fyrir stafni“. Skólagjöld eru í háskólunum, SAMANBUEÐUR A ATKVÆÐAMAC-N1 0G /° ÞINGMANWATÖLU STJÓRNMÁlAFLOKKAMNA 5JALFSTÆÐ1SFLOKKUR, 42.+ 3 ^sTbfhFhFhfhFhFhRiíhfhFhRifhFhFhíhFhíhFhFhFh FhFhFhFhfhFhFhRiFh FhFh RiFhRiRifl FRAMSÓKNAR.FLOKKUR, 15.6 32.7 Ri RiFli FhíhRiRiFhRiRiFhFhFhfhFhFhRiíhFhFhFhFhFhFhRiFhFhFhFhFhRiRi R .ALþÝÐUBANDALAG 19.1 1 Ri Ri Ri Ri Fíi Fh Fh Fh Ri Fh íh Ri Ri Fh Fh 11 ALÞVÐUFLOKk'UR 18.1 15^4 RiFhFhFhRiFhRiFhfhFhRiFhFhRiFhR HLUTFALLSTALA kjósENOA H LUTFA LL 5TA L A MMLOÆúA. eins og er í öðrum skólum, sem við taka, eftir að skyldunámi er lokið. En gjöldin eru mismun- andi eftir því, hver nemandinn er. Tekið er tillits til efnahags hans og dugnaðar við námið. — Góðir og samvizkusamir nemend- ur, sem ekki eiga vel stætt fólk að, fá fasta styrki — eru á laun- um hjá þvi opinbera. ÍTALIR Á ÍSLANDI Talið barst að ferðalaginu hing að til íslands. ítalarnir tveir eru ferðamenn miklir og hingað komnir til þess eins að kynnast landi og þjóð. „Okkur þótti Reykjavík furðu- leg borg, þegar við stigum á land úr Alexandrínu drottningu. Öll þessi lágu hús, máluð í ölLum regnbogans litum. Okkur sýnast íslendingar að ýmsu leyti ólíkir öðrum Norðurlandabúum, þeir virðast frjálsmannlegri og hrif- næmari og svo er eins og ein- staklingseinkennin komi slcýrar í ljós hjá fólkinu". En svo viku þeir að verðlag- inu, og þá kom annað hljóð í strokkinn: „Við skiljum þetta ekki. Pen- ingarnir fljúga út. Heima hjá okkur kosta sæmileg föt 500 krónur og maturinn er þrisvar sinnum dýrari hjá ykkur. Og svo er okkur farið að lengja eftir spaghetti. Við erum vanir að borða öll ósköp af þeirri tegund matar og urðum því harla glaðir, þegar við sáum hana auglýsta á skilti hér í götunni. En okkur var sagt, þegar upp var komið, að því miður væri spaghetti ekki til“. „Já, það er dýrt hér á íslandi, en þó er hér gott að vera. Vin- kona okkar í Svíþjóð sagði, að íslenzkar stúlkur væru ekki sér- lega hlýlegar í viðmóti — en við kunnum bara vel við okkur“, sögðu þeir Cesare Fiorese og Rocky Sergi frá Ítalíu um leið og þeir gengu yfir Aðalstrætið. t. V.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.