Morgunblaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1956, Blaðsíða 3
Fostuðaffnr 17 áeúst 195P M OV CTINP* tfílÐ miðri hringi3unrii Forseli Súez-félagsins (haries Roax. M1 flKIL ÓLGA óg órói hefur verið á Vesturlöndum eftir tilkynningu Nassers herforingja um að hann ætlaði að þjóðnýta Súez-skurðinn. Ríkisstjórnir hafa verið kallaðar saman til auka- funda, umræður hafa verið á þingum rxkjanna, utanríkisráð- herrar nokkurra landa hafa kom- ið saman til viðræðna, herlið er kallað út. É BÆKISTÖÐVUM SÚEZ-FÉLAGSINS Hvergi hefur ólgan þó verið meiri en í höfuðstöðvum Súez- félagsins, hinr.i voldugu bygg- ingu í hjarta Parísar og það er eðlilegt, að athyglin beinist nú mjög að æðsta manni þess fé- lags. Hann er hinn 76 ára gamli Francois Charles-Roux. Flestir kynnu að ímynda sér að forseti Súez-félagsins væri Englending- ur, en svo er ekki. Að vísu eiga Englendingar 7/16 hlutabréfanna í Súez-félaginu, en allt frá byrj- un hefur Frökkum þó tekizt að halda forustunni. Og þegar nýr forseti var kjörinn í félaginu eftir styrjöldina var þessi Frakki enn- þá íýrir vaiinu. ÍMYND „DIPLOMATANS“ Ef menn vilja sjá hinn full- komna „diplomat“. þá er Charles- Roux ímynd þeirrar mannteg- undar. Hann hefur fullkomna framkomu, íullkominn klæðnað og hann segir hinar fullkomnu setningar og' orð með fullkomn- um rómi. Allur hávaði og létt- lyndi þagnar í hverjum sal jafn- ’ kallaður fram skjótt og Charles-Roux gengur inn í hann og eiginlega fer hon- um ekki vel að vera nú orðinn aðalsöguhetjan í jafn fyrirlitlegri einræðisdeilu, eins og þeirri sem farið er nú að leika í sölxrm Súez- félagsins í deilunni við Nasser. KUNNÁTTUMAÐUR í EGYPZKUM FRÆÐUM Francois Charles-Roux lióf ungur starfsferil sinn í frönsku utanríkisþjónustunni og starfaði í henni með glæsibrag. En mesta þýðingu fyrir líf hans hafði þó dvöl hans í Kairo 1907. Þá fékk hann svo sterkan áhuga á Egypta landi, að það hefur enzt alla tíð síðan. Varð hann síðan mesti kunnáttumaður í egypzkum fræð- um, bæði í sögu landsins, menn- ingu og nútímamálefnum lands- ins. Hann ritaði fjölda sagnfræði- legra rita um Egyptaland og öðl- aðist fyrir þau setu í frönsku akademíunni. Kunnasta bók hans er „Les origines de l’expedition de l’Egypt", sem út kom 1910. KYNNTIST VICHY-STJÓRNINNI Charles-Roux náði hátindi virðinganna, er hann var skamma stund skipaour skrifstöfustjóri franska utanríkisráðuneytisins við fall Frakklands 1940. En hann sagði af sér því starfi þegar í nóvember sama ár. Hann þekkti því niður í kjölinn atburði í sam- bandi við vopnahléssamningana 1940 og vissi hvað gerðist á bak við tjöldin hjá Vichy-stjórninni. Mannorð hans var þó með öllu óflekkað og í réttarhöldunum gegn Petain marskálki var hann í marz 1955, þegar umferðin nam um 10,2 milljónum smálesta. GÓÐUR ARSUR Ef litið er yfir síðustu endan- legu reikningana, sem gefnir hafa verið út fyrir 1953, kemur í ljós, aS tekjur félagsins voru þá rúm- lega einn milljarður kr. og var þriðjungi teknanna úthlutað sem arði til hluthafanna. Svo ekki er nema eðlilegt að þessi fengur hafi freistað einræðisherra, sem var í fjárhagsklípu. Charles Roux FEITASTA STAÐAN Þagar styi-jöldinni lauk var Charles-Roux á eftirlaunum sem fyrrverandi sendiherra. Þá kom stjóim Súez-félagsins til hans og bauð honum stöðu sem forseti félagsins, en það er talin einliver feitasta staða í heimi. Fáir hafa hugmynd um, hvílíkt risafyrirtæki Súez-félagið hefur verið. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, heldur einvörðungu með tölum. Á það má benda að höfnin við mynni skurðarins Port Said er ein fjöl- farnasta höfn í heimi. Árleg um- ferð um skurðinn nemur 100 milljónum smálesta. Fyrir einn mánuð mun hafa verið sett met sem vitni. Þorlinnsgestur Jakobína Krisfjánsdóftir heimsækir Isiand efffir 54 ára fjarvisf AiÐ þessu sinni hefur komið hing- að í heimsókn á vegum Þorfinns Kristjánssonar, ungfrú Jakobína Kristjánsdóttir, eftir 34 ára dvöl í Danmörku. Fröken Jakobína er Seyðfirð- ingur, Kristjánsdóttir frá Skafta- bæ, ein af tíu systkinum, sem misstu föður sinn ung að árum. Fjörutíu ára fluttist Jakobína til systur sinnar sem gift var í Dan- mörku. Og hjá þessari systur og Cornelius heildsala, manni henn- ar, hefur Jakobína dvalizt, eins og dóttir. En iðngreinar, sem hún hefur unnið að, hafa verið ljós- myndasmíöi og saumaskapur. Hér hefur Jakobína verið bor- in á höndum af vinefólki. -- ferðazt hefur verið með hana til merkra staða í nágranna um. Þá átti hún kost á að fljúga austur á land til æskustöðva og eiixnig ferðaðist hún þaðan víða um Fljótsdalshérað, m. a. í Hall- ormsstaðaskóg. Fröken Jakobína snýr heim með Gullfossi á morgun, undur glöð og þakklát guði og mönn- um fyrir „að hafa átt kost á þessum kynnum við mitt yndis- lega föðurland“, eins og hún tók til orða. Triilubáiarnir á Slokkseyri hafa aflað vel í sumar STOKKSEYRI, 11. ágúst: — Trillubátarnir hafa róið héðan frá [Stokkseyri í allt sumar og hefur afli verið mjög sæmilegur, en fiskur ekki mjög ör. Gæftir hafa yíirleitt verið góðar. Vestmanna eyjabáturinn Björgvin 2., sem landað hefur hér afla í sumar, hefur ekki lagt upp hér síðustu viku. Humarveiðar hafa verið ágætar og munu bátarnir sem þær veiðar stunda, en þeir eru tveir, vera búnir að veiða fyrir yfir 100 þús. kr. — Magnús. Stormmáfur, nýr varpfugl á íslandi í nýútkomnum Náttúrufræð- ingi ritar Arnþór Garðarsson um Stormmáfinn, nýjan varpfugl á íslandi. Þar segir svo m.a.: „Stormmáfurinn er ein af íjór- um máfategundum, sem setzt hafa að hér á landi á þessari öld. Landnám hans virðist þó hafa vorið allfrábrugðið landnámi hinna máíanna — silfurmáfs, síla- máfs og hettumáfs, sem allir sá- ust fyrst á árunum 1906—1913, og byrjuðu allir að verpa hér á landi 1920—1930. Aftur á móti náðist stormmáfur fyrst árið 1858. Eftir það sáust stormmáfar öðru hverju og urðu smám saman al- gengari, og síðan 1920 hafa þeir verið allaalgengir vetrargestir og virðist fara sífjölgandi. Fyrstu árin, %em þeir sáust, vorvt ung- fuglar í miklum meirihluta, en nú á síðustu árum virðast full- orðnir fuglar miklu algengari. Menn hafa löngum grunað storm máfinn um að verpa hér á laiidi, en hið eina, sem það hefur stutt hingað til, eru athuganir Kristj- áns Geirmundssonar. Hinn 2. sept. 1936 sá hann ein stormmáfs- hjón með nýflcyga unga á leir- unum við Akureyri. Foreldrarnir kölluðu sífellt á ungana og var mjög annt um þá, og gerðu sig líklega til að verja þá. (Náttúru- fr., VII, 1937, bls. 91). Hinn 7. sept 1937 sá Kristján aftur storm máfshjón á sama stað með alveg nýfleyga unga. Þau mötuðu þá og voru sífellt að verja þá fyrir hröfnum og stærri máfunum, sem þeim þótti vera of nærgöngulir við ungana. Segir Kristján að þessi fjölskylda hafi dvalizt þar alllengi á leirunum (Náttúrufr. IX, 1939, bls. 172). Á vetux-na eru stormmáfar al- gengir alls staðar meðfram ströndinni kringum Reykjavík, sérstaklega þó í Hafnarfirði og út með vesturströnd Álftaness. Þar sjást oft allstórir stormmáfa- hópar (50 eða jafnvel allt að 100 fuglar í hóp). Stormmáfurinn er tiltölulega auðþekktur fugl. Hann er líkast- ur ritu, en þekkist frá henni á því, að vængirnir eru breiðari og hvítir í oddinn. Vængjatök storm máfsins eru einnig hægari en rit- unnar, og íæturnir eru grænleitir en ekki svartir eins og á ritu. Fullorðnir hettumáfar hafa rautt r.ef og fætur og á öllum tímum árs eru vængirnir hvítir á efra borði ulan til. Silfurmáfur er mjög líkur stormmáfi á litinn, en hann er mun stærri fugl, næstum eins og stór svartbakur. Auk þess hefur silfurmáfur bleikleita fæt- ur, og nefið er mun stærra en á stormmáfi, með rauðan díl fram- arlega á neðar skolti. Ungir storm máfar minna allmikið á unga svartbaka, en eru auðvitað miklu minni. Sú deilitegund stormmáfs, sem hér er um að ræða (Larus canus canus L.) á heima víða um norð- anverða Evrópu. Aðrar deiliteg- undir eiga heima í Asíu og vest- , anverðri Norður-Ameríku." :• •:• •:• •:• •:-:• -:-:••:• •:• •:• •:• •:••:• •:• ❖ % 'a jíucjátö&in d uireyraruefli Þessi mynd er af nýju flugstöðinni á Akurevrarflugvelli, svo sem fyrirhugað er að hún verði. Vinna við bygginguna hófst í síðasta mánuði og er nú lokið við að grafa grunninn og steypa undirstöður. Þetta verö'ur fyrsta flugstööin sem Islendingar byggja, fjögurra hæða stjórnturn og vegleg afgreiðslubygging. Unnið verður fyrir hálfa milljón króna í sumar, en stöðin fullgerð mun varla kosta minna en tvær milljónir króna. * <■ /// : _» mmmwm —■"xT,,i,T»7.Tr'dr.i-- I' ^ Í,' ^ \ ' ** •- >. Á- —»4».. —•* i»'-./•'’vX^Á.V,. - « X- •••• - > 4» » --V. .. ' K.R.R. K.5.I. í sSandsmótið Heldur áfram í kvöld kl 8 á íþróttavellinum Þá keppa KR — AKUREYRI Tekst Akureyringum að sigra?- Komið og sjáið spennandi leik. Verð: Stúka kr. 15.00 — Stæði: kr. 10.00,—- Barnamiðar kr. 3.00. Mótanefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.