Morgunblaðið - 17.10.1956, Side 1

Morgunblaðið - 17.10.1956, Side 1
24 síður Jórdanía f ærvopn NEW YORK, 16. okt. — Öryggis- ráSið kemur saman til fundar á föstudaginn og rseðir þá kæru Jórdaníu á hendur ísrael. Talsmaður stjórnar Jórdaniu hefur sagt, að ef um frekari stórárásir fsraelsmanna á hendur Jórdaníu yrði að ræða, þá myndu Jórdaníumenn biðja írak um að- stoð. Og talsmaðurinn bætti því við, að hann væri viss um, að Bretar myndu koma til hjálpar ef Jórdaníumenn þyrftu á að halda. Sendiherra Sýrlands sagði í dag, að „þungavopn“ væru nú komin og að koma til Jórdaníu frá Sýrlandi. Hann sagði að þessi vopn væru gjöf sýrlensku þjóð- arinnar til Jórdaníumanna og mætti skoða þau sem styrk í bar- áttu Jórdaníumanna gegn árás- um ísraelsmanna. LUNDÚNUM, 16. okt. — Á morg- ur. (miðvikudag) opnar Elisabet drottning nýtt orkuver við Cald- erhall. Er það knúð kjarnorku og er hið fyrsta og fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum. — Bygging þess kostaði 16,5 millj. punda og hefur verkið tekið 3% ár. — Reuter. Nauðlenti — mann- björg SAN FRANCISCO, 16. okt.: — 4 hreyfla farþegavél frá PAA flugfélaginu nauðlenti á Kyrrahafi í dag, miðja vegu milli Honolulu og San Franc- isco. 31 maður, þar af 5 kon- ur og nokkur börn, voru í vélinni, en allir björguðust í veðurathugunaskip áður en vélin brotnaði í tvennt og sökk. Vélarbilun var orsök nauðlendingarinnar. Flugstjórinn ákvað er 2 hreyfl- ar biluðu að nauðlenda. Tók hann þá ákvörðun eftir að hann sá veðurathuganaskipið. Sveimaði hann yfir því nær 3 klukkutíma og beið sólarupprásar, en þá settist hann á sjóinn við skipið og allir björguðust. Samtalið í vínstúkunni NEW YORK — 66 ára gömul kona, grísk, kom í dag til New York til þess að hitta bróður sinn, en þau hafa ekki sézt í 51 ár. — Bróðirinn kom til Bandaríkjanna 1905 og síðar slitnaði allt sam- band millí systkinanna. En ekki alls fyrir löngu er bróðirinn var að gamalli venju að drykkju í vínstúku í New York komst hann að því í samtali við annan viðskiptavin vínstúk- unnar, að systir hans var á lífi. Hann komst í samband við hana og nú er hún komin að hitta hann. Heimurinn er stundum furðu lítilL Barátfunni mun ekki linna fyrir réttri skipan Alþingis Kommúnistar sviku allir sem einn og samþykkfu hina ranglega kjörnu uppbótarþingmenn Gunnar Thoroddsen. Uppþot í Kína HONGKONG, 16. okt. — Öryggis lögregla rauða Kína tilkynnti í dag, að hún hefði brotið á bak aftur uppþot er þjóðernissinnar efndu til í Canton. Stóðu sumar byggingar í Canton í björtu báli er uppþotið stóð sem hæst. Sagt er að uppþot þetta sé í sambandi við það sem gert var í Hong Kong á dögunum. 3. flokkurinn ’ARÍS, 16. okt. — Nýr stjórn- íálaflokkur var stofnaður í ’rakklandi í dag og eru þá flokk- .rnir þar er fulltrúa eiga á þingi orðnir 13 talsins. Þessi nýi flokkur er til kom- inn vegna deilu og klofnings í Radikalaflokknum, sem nú hefur starfað í 55 ár. Nýi flokkurinn kallast „Sósíal-radikala“-flokk- urinn. Foringi hans er Morice, fyrrum verzlunarmálaráðherra. Kjörbréfmálinu gær lauk i GÆR héldu áfram á Alþingi umræður um kjörbréfamálið. Töluðu þar af hálfu Sjálfstæðisflokksins þeir Gunnar Thor- oddsen, er flutti mjög ýtarlega ræðu um málið, Bjarni Benedikts- son og Jón Pálmason, er í ræðum sínum svöruðu fram komnum rökleysum andstæðinganna. Af hálfu stjórnarsinna töluðu Finnbogi Rútur Valdemarsson, Bernharð Stefánsson og Friðjón Skarphéðinsson. Það hefir aldrei komið skýrar fram í umræðunum um þetta mál hve aumur mál- flutningur andstæðinga Sjálfstæðisflokksins er heldur en i gær, og hve gersamlega þeir voru orðnir rökþrota. Tító róar Vesturveldin BEDGRAD, 15. okt. — Talsmað- ur jógúslavneska utanríkisráðu- neytisins hefur gefið út yfirlýs- X LUNDÚNUM, 16. okt. — V Eden og Selwyn Lloyd fóru í dag til Parísar til viðræðna við forsætis- og utanríkisráðherra Frakka. Þeir munu ákveða næstu sporin í Súezdeilunni. Halda hin- ir ensku aftur heim á morgun (miðvikudag). Stjórn Adenauers JBIucher hélt velli nýr landv.ráðherra BONN, 16. okt. — frá NTB-Reuter FJiRANZ Josef Strauss duglegum ungum „kjarnorkumanni", var í t dag fengið það verkefni í hendur að stjórna uppbyggingu þýzka hersins. Tók hann við embætti landvarnaráðherra af Theodor ,Blank. Var þetta tilkynnt í dag, eftir að samsteypustjórn Adenauers hafði verið endurskipulögð. ★ ÁKVEÐNAR SKOÐANIR Strauss fór áður með stjórn kjarnorkumála. Hann er samt sagður lengi hafa haft augástað á landvarnaráðherraembættinu, og hann hefur látið uppi ákveðn- ar skoðanir á því, hvernig þýzki herinn nýi eigi að vera. Hann sagði blaðamönnum t.d. nýlega, að vel búinn og vel þjálfaður 300 þús. manna her væri betri í náinni framtíð en 500 þús. manna her, sem ekki væri búinn til kjarnorkustriðs. Blank fyrir- rennari hans hafði hlotið mikla gagnrýni bæði innan stjórnar og utan. Við „uppstokkunina" var ráð- herrum fækkað um 4, en sömu flokkar og áður standa að stjórn- inni. ★ BLUCHER ÁFRAM Mikla athygli vekur, að Bluc- her heldur embætti sínu sem að- stoðarforsætisráðherra. Var því oftlega spáð að von Brentano tæki við því embætti. En í dag hermdu góðar heimildlr að Bluc- her hafi haldið embættinu vegna þess, að stjórnin gat ekki komið sér saman um eftirmann hans sem formanns í efnahagsnefnd stjórnarinnar. ingu um samræður Títós við rússneska ráðameim, sem miðar að því að bægja frá Vesturveld- unum öllum ótta um væntanlega stefnubreytingu Júgóslava í al- .þjóðamálum. Stefna okkar er óbreytt, sagði hann. Þeir vestrænir menn sem til þekkja, álíta að enn sé ýmiss konar ágreiningur milli komm- únistaflokka Júgóslavíu og Sov- étríkjanna, en að hann sé ekki alvarlegur og muni að líkindum ekki trufla þá vinsamlegu sam- búð, sem tekizt hefur með flokk- unum upp á síðkastið. Hins veg- ar getur þessi ágreiningur komið í veg fyrir það, að Júgóslavar ánetjist Rússum fyrst um sinn. í dag var von á ungversku sendinefndinni til Belgrad, en fyrir henni er Emö Gerö, aðal- ritari ungverska kommúnista- flokksins. Mun hún hefja við- ræður við Tító þegar í stað. Frá Vínarborg berast þær fregnir, að niðurstöðumar af við- ræðum Títós og rússneskra leið- toga hafi orðið þær, að Ungverj- um, Rúmenum og Búlgörum verði í sjálfsvald sett, hvort þeir feti í fótspor rússneskra eða jú- góslavneskra kommúnista í fram tíðinni, en að Pólverjar, Tékkar og Austur-Þjóðverjar verði áfram undir áhrifavaldi Moskvu. Hverjir tefja þingstörfin ? íjAi) vakti sérstaka athygli á Alþingi í gær, að þegar átti að fara að halda áfram þingsetningarstörfum að loknum umræðum lun kjörbréf og afgreiðslu þess máls, og kjósa forseta Sameinaðs þings, bað ríkis- stjórnin um frest til morguns. Stakk þetta nokkuð í stúf við ummæli og ósk Hermanns Jónassonar í fyrra- dag þar sem hann fór þess á leit að þingfundi yrði þá fyrirvaralaust haldið áfram um kvöldið og um- ræðum lokið um kjörbréfamálið til þess að tefja ekki þingsetningarstörf. En nú er komið á 6. dag síðan þing koma saman og stjórnarflokkarnir eru ekki enn til- búnir með forsetaefni sín. Það eru því ekki lengur Sjálfstæðismenn sem tefja og draga á langinn þing- setninguna. HUGLEIÐINGAR FINNBOGA RÚTS Fyrstur á mælendaskrá var Finnbogi Rútur Valdemarsson, M hann flutti fyrri hluta ræðu sinn- ar í fyrradag og lauk hennl »vo í gær. Megin inntak ræðu hans voru spurningar og bollalegging- ar um það hvað myndi ska *f Alþingi samþykkti að senda hina umdeildu þingmenn heim. Virt- ist hann helzt komast að þeirri niðurstöðu, að það gæti ekkert í málinu gert nema senda þing- mennina heim, en ómöuglegt myndi að fá gefin út kjörbréf fyrir þá þingmenn er það teldi rétt kjörna til þingsetu. Hann taldi að eiginlega væru þessir þingmenn rangt kjörnir á þing, en það væri bara eiginlega ekkert hægt í málinu að gera úr því sem komið væri. Sýnilegt var að ræðumaður var algerlega rökþrota, enda var ræða hans öll í molum. MÓTMÆLI BERNHARÐS Bernharð Stefánsson talaði næstur og reyndi enn að bera saman kosningabandalag Sjálf- stæðisflokksins og Bændaflokks- ins 1937 og Hræðslubandalagsins nú. Gat þó engin rök fundið ný í málinu og leiddi ræðu sína út í það að mótmæla Jóni Pálma- syni fyrir ádeilu hans á Friðjón Skarphéðinsson. Ekki gerði hann þó tilraun til þess að rökræða einstakar ádeilur Jóns. YFIRGRIPSMIKIL RÆÐA GUNNARS THORODDSEN Gunnar Thoroddsen flutti mjög yfirgripsmikla og greina- góða ræðu um málið í heild. — Byrjaði hann með því að rekja aðdragandann að breytingu stjórnarskrár og kosningalaga, sem gerð var 1933 þegar upp- bótarsætunum var komið á. Þing rofið 1931 og skeleggri baráttsi Sjálfstæðis- og Jafnaðarmanna fyrir réttlátari kjördæmaskipun undir forystu þeirra Jóns Þor- lákssonar og Jóns Baldvinssonar, sem lauk með því að ákveðin voru 11 þingsæti til jöfnurmr milil þingflokka og samræmis á kosningatölu flokkanna. FRAMSÓKN ALLTAF Á MÓTI RÉTTLÆTINU Síðan ræddi hann þar er Al- þýðuflokkurinn tók upp kjör- Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.