Morgunblaðið - 17.10.1956, Qupperneq 3
Miðvíkudagur 17. okt. 1956
MORGVNBLAÐIF
3
Er samveldi kommúnisfa-
ríkjanna í uppsiglingu?
MOSKVU, 15. okt. — ÞaS er
mál sumra vestrænna kunn-
áttumanna í Moskvu, aS fyrir
dyrum standi einhvers konar
bandalag allra kommúnista-
ríkja. Er þetta taliS vera einn
af ávöxtunum af viSræSum
Títós viS Sovét-leiðtoga.
Umræðurnar um þetta
bandalag eiga að hafa byrjað
skömmu eftir að Krúsjeff og
Búlganin fóru í opinbera
heimsókn til Júgóslavíu vor-
ið 1955. Ekki er talið, að þetta
bandalag komi í staðinn fyrir
Kominform eða Komintern,
heldur verði það eitthvað í
líkingu við brezka samveldið,
þ. e. a. s. mjög lausiegt banda-
lag allra kommúnistaríkja
heims, frá Kína í austri til
Júgóslavíu í vestri, sem sam-
einist um kenningar Marx og
Lenins og tryggi sambandið
sín á milli með efnahagslegri
samvinnu.
Hernaðarsamvinna komm-
únistaríkjanna er þegar grund
völluð í Varsjársáttmálanum.
Þetta hernaðarbandalag hefur
sameiginlegt herráð með að-
setur í Moskvu, og er Ivan
Konev marskálkur herráðs-
foringi. Það er talið ólíklegt
að Tító fáist til að gerast að-
ili að Varsjár-bandalaginu,
sem er hin austræna hliðstæða
Atlantshafsbandalagsins, en
líklegt þykir að hann muni í
framtíðinni hafa þar áheyrn-
arfulltrúa eins og Kínverjar
gera nú.
Fróðir segja, að svo vel hafi
gengið að afmá áhrif Stalins
í Austur-Evrópu, að tregða
Júgóslava til að taka þátt í
kommúnisku samveldi verði
brátt úr sögunni. Er í því sam-
bandi minnt á orð Títós, þegar
hann var í opinberri lieimsókn
í Moskvu í júní, þess efnis að
Júgóslavar fögnuðu því að
geta nú aftur snúið til hinnar
sósialísku fjölskyldu.
Kflar unglángabækut
FIMM nýjar unglinga- og barna-
bækur komu 1 bókaverzlanir í
gær frá „Lieiftri“. Fyrst ber að
nefna „Hönnu“, prýðilega stúlkna
bók eftir danska rithöfundinn
Brittu Munk í þýðingu Knúts
Kristinssonar læknis. Þetta er
fyrsta bókin í bókaflokknum um
Hönnu. í Danmörku hafa bækur
Brittu Munk náð mikilli út-
breiðslu og hlotið óskiptar vin-
sældir.
Hinar bækurnar eru þessar:
Fangi Indíánanna, eftir Hilde-
garde Hawthorne. Það er ung-
lingasaga, sem segir frá ferðalagi
pilts og stúlku um frumbyggðir
Ameríku í leit að foreldrum sín-
um. Þau verða að fara yfir hrika-
legt landslag, komast í kast við
Indíána, villinaut, villidýr skóg-
anna og margt fleira drífur á
daga þeirra.
Stóri-Björn og Uitli-Björn er
ágæt unglingasaga í þýðingu
Freysteins Gunnarssonar.
Gömul ævintýri í þýðingu
Theódórs Árnasonar, með mynd-
um eftir Halldór Pétursson. —
Ævintýrin eru þessi: Kátur og
hvergi hræddur, Gullfuglinn, Ein
kennilegur piltur, Biðillinn,
Prestur og meðhjálpari, Ásbjörn
öskubuskur, Litli klárinn, Ham-
ingjan og skynsemin og Guð-
björn skyggni og töfrakrukkan.
Grái úlfurinn er ævintýri með
63 myndum. Bókin er samin við
barnahæfi, og er mynd á hverri
síðu efninu til skýringar.
HONG KONG, 13. okt.: —
Lögreglan hefur gengið hart
fram í málinu gegn þeim er hún
teiur að hafl átt upptökin að
óeirðunum miklu er urðu á þjóð-
hátíðardegl þjóðernissinna í s.l.
viku. Hafa 3450 menn verið hand-
teknir.
45 menn létu lífið í óeirðum
þessum, þar á meðal kona
svissnesks sendiráðsmanns í Hong
Kong svo og barn brezks manns.
Jörgen Biukdahl
Norrcen bókmenntasaga
Jörgens Bukdahts kemur
Áskvifendur fá nafn sitt
prentað í bókina
SVO SEM áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu mun danskt
bókaforlag gefa út á næstunni mikið verk eftir Jörgen Bukdahl
ríthöfund. Er það bókmenntasaga Norðurlandanna og er gefin út
í tilefni af 60 ára afmæli þessa kunna menningarfrömuðar og rit-
höfundar 6. des. n.k.
ÍBR-húsið flutt
í burtu
FYRIR dyrum stendur að stærsta
íþróttahús bæjarins, íþróttahúsið
við Hálogaland, verði rifið. —
Hverfið þar innfrá er nú sem
óðast að byggjast upp. Er nú svo
komið að húsið er í vegi fyrir
þeim framkvæmdum.
Hefur bæjarráð samþykkt að
borgarritari, ásamt bæjarverk-
fræðingi og skrifstofustjóra bæj-
arverkfræðings hefji viðræður
við stjórn íþróttabandalags
Reykjavíkur um brottflutning
hússins.
AÐALLEGA FRÁ HVERA-
SVÆÐUM OG ELDFJÖLLUM
í mynd þessari sjást meira af
eldfjöllum og hverum, en verið
hefur í íslenzkum kvikmyndum
hingað til. Eru myndirnar teknar
mjög víða á landinu, og bæði af
jörðu og úr lofti. M.a. sýnir mynd
in sérlega vel hraunrennslið í
Heklu í gosinu 1947.
HVERASVÆÐI
Þá eru einnig ágætar myndir
frá Lakagígum, en eins og kunn-
ugt er, kom úr þeim, á ofanverðri
18. öld, mesta eldgos er sögur
geta um, síðan land byggðist. Þá
eru myndir frá Kerlingafjöllum,
Hveravöllum, Geysi, frá Náma-
skarði, Mývatni, Þeystireykjum,
Krísuvík, Hveragerði, Land-
mannalaugum og mörgum fleiri
stöðum.
DANS TIL KL. 1
Að kvikmyndasýningunni lok-
inni verður dansað til kl. 1 e. m.
Gera má ráð fyrir fjölmenni á
þessa fyrstu kvöldvöku Ferðafé-
lagsins á haustinu, en vökur þess
hafa ætíð verið mjög vel sóttar.
MIKIÐ VERK
Allir þeir sem gerast áskrif-
endur að bókinni fá nafn sitt
prentað á sérstakan hamingju-
óskalista fremst'í bókinni.
Þetta ritverk Bukdahls er bók
um 350 síður. Nefnist hún á
dönsku Nordisk Litteratur-
historie og fjallar um bókmennt-
ir Norðurlanda allt frá öndverðu
til 1914. Eftir því sem bókaútgáf-
an skýrir frá hefur Bukdahl unn-
ið lengi að ritverkinu, kemur þar
víða við og gerir efninu glögg
skil.
Bókin er prentuð á mjög vand-
aðan pappír og öll verður útgáf-
an veglega af hendi leyst. Tekju-
afgangurinn af sölu bókarinnar
Er ánægjulegt fyrir fólk, er
skammdegið sezt nú að, að
geta notið sólar og sumars á
kvöldvökum Ferðafélagsins, í
góðum vinahópi, og þannig átt
ánægjulega kvöldstund og rifj-
að upp feraðlög frá sumrinu.
rennur allur til rithöfundarins
sem afmælisgjöf. Er það bókaút-
gáfan Arnkrone sem að útgáf-
unni stendur. Verð bókarinnar er
d.kr.28.50
VINMARGUR HÉR
Er ekki að efa að marga vini
Bukdahls muni fýsa að eignast
þetta ritverk hans, en hér á landi
er hann mönnum að góðu kunn-
ur. íslendingar minnast hans og
fyrir drengilega framgöngu hans
í handritamálinu og greinar um
það í dönskum blöðum.
Afmælisnefnd Bukdahls á ís-
landi skipa þeir Valtýr Stefáns-
son ritstjóri, Guðmundur G.
Hagalín rithöfundur og Árni Óla
ritstjóri.
Þeir sem vildu gerast áskrif-
endur að bókmenntasögunni eru
annaðhvort beðnir að snúa sér
beint til dönsku útgáfunnar eða
íslenzku nefndarinnar, sem gef-
ur allar upplýsingar.
AKRANESI, 13. okt. — Aðal-
fundur Taflfélags Akraness var
haldinn 9. þ. m. Rædd voru ýmis
félagsmál. Samþykkt var að fé-
lagið gengi í Skáksamband ís-
lands. Ákveðið var að halda sér-
stakt haustmót, sem hefst 18. okt.
en fresta skákþinginu fram yfir
áramót. Teflt verður í þremur
flokkum og unglingaflokki. Þátt-
taka tilkynnist fyrir kvöld þess
16. okt. Teflt verður í Bæjar-
þingsalnum, en þar eru jafnað-
arlega haldnir fundir á þriðju-
dögum og fimmtudögum. í stjórn
félagsins eru: Hjálmar Þorsteins-
son, form., Karl Helgason, ritari
og Leifur Gunnarsson gjaldkeri.
— Oddur.
Unglinga
vantar til blaðburðar
Lynghagi
Nesvegur
Sörlaskjól
Sími 1600
Fyrsta kveldvaka Fer^afélagsins
í Sjálfstæðiskúsínu á morgun
INNAÐ kvöld, fimmtudag, heldur Ferðafélag fslands, fyrstu
■f*- kvöldvöku sína á þessu hausti, í Sjálfstæðishúsinu. Verður
til skemmtunar kvikmyndasýning, frumsýnd litkvikmynd, sem
tekin er af bandarískum jarðfræðingi Donald White, er hann var
á ferð hér. Skýringar verða fluttar með myndinni og gerir það
Hallgrímur Jónasson kennari.
FUNDAREFNI:
1. Olafur Thors formaÖur §jólfslæölsfBokksins svarar
ræðu forsætisráðherra
Frjálsar umræður
Allt Sjállfstæðisfólk velkomið á fundinn.
Stjórn Varðar.
«<