Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1956, Blaðsíða 6
V 6 MORCUNRLAÐIÐ Miðvikudagur 17. okt. 1953 i ► I fáum orðum sagt: ▼ Spáaómurinn; Mér finnst gagnrýnin atltof neikvæð, segir Þjóðleikhússfjóri / sfuftu viðtali )LAÐAMAÐUR Mbl. hsfir hitt -9 Þjóðleikhússtjóra að máli /egna þeirrar meðferðar sem jpádómurinn hefir fengið hjá dómurum blaðanna. Samtal þetta fer hér á eftir: '>jóð!eikhússtjári: Og hvernig únir að sjá leikritið? Blaðamaðurinn: Já. >jóð!leikhússtjóii: Og hvernig íannst yður? Blaðamaðurinn: Á ég að vera iireinskilinn? Þjóðleikhússtjóri: Já, fer ekki vel á því? Blaðamaðurinn: Jú, oftast. Ég skal segja yður, ég var ekki hrif- inn. Langt frá því. En þjösna- skapur leikdómaranna átti samt ekki rétt á sér. Það eru góð atriði í leikritinu, en því var gleymt. Þórbergur segir eitthvað á þá leið að allar bækur séu bæði góðar og slæmar! Þjóðleikhússtjóri: Já, það er einmitt það. Mér fannst leikdóm- ararnir taka meira upp í sig en ástæða var til. Og þeir minníust ekki á annað en það sem er nei- kvætt. Blaðamaðurinn: Þér eruð sem sagt óánægður með gagnrýnina? Þjóðleikhússtjóri: Já. Gagnrýni verður að byggja á þekkingu. Hún verður að vera skrifuð af góðum hug. Og ef hún er ekki um leið hógvær ábending til leik- hússins, leikara og höfundar, þá missir hún marlcs. Eða fannst yður allir leikdómararnir skrifa af drengskap? Blaðamaðurinn: Nei. Sleggju- dómar og drengskapur fara aldrei saman. Að visu getur verk verið svo slæmt að það sé nauðsynlegt að rífa það í tætlur, en ég hef ekki þó trú að það efli unga leik- ritagerð okkar að sýna henni aldrei annað cn krepptan hnef- ann. Þjóðleikhússíjóri: Nei, ég er sammála því. Miskunnarleysið eitt getur aldrei hlúð að þessum unga og veika gróðri. Blaðamaðurinn: Nei, það er hætt við því að íslenzkir höfund- ar verði ekki ákafir í að semja leikrit á næstunni. Að minnsta kosti ekki ungir höfundar. — En hvað vilduð þér annars segja um gagnrýnina -almennt, Þjóðleik- hússtjóri? Þjóðleikhússtjóri: Mér finnst hún alltoí neikvæð, eins og ég sagði áðan, og sumir leikdómar- amir virtust ekki hafa áhuga á öðru en berja leikritið niður, ef svo mætti segja. Og svo finnst mér ósanngjarnt að minnast ekki á kosti þess. Blaðamaðurinn: Finnst yður þeir margir? Þjóðleikhússtjóri: Mér finnst leikritið haía sína kosti, já. Að vísu er mér það ljóst, að leikritið er gallað. Mér finnst einkum vanta þá dramatisku spennu sem er nauðsynleg. Og það er rétt að setningar eru ekki nógu áhrifa- miklar. — Kostirnir eru aftur á móti þeir að bygging leikritsins er mjög nýtizkuleg, hugmyndin er góð og boðskapurinn á erindi til fólksins. Höfundur reynir, að því er mér skilst, að sýna afleið- ingar ótta og haturs. Og hann leggur áherzlu á að orsakir ótt- ans eru venjulega ímyndaðar, ef þér skiljið, við hvað ég á? Blaðamaðurinn: Já, fullkom- lega. Þjóðleikhássíjóri: Ég tel leik- ritið nokkurs vírði vegpa þessa boðskapar. Hann er góður, já- kvæður. Blaðamaðurinn: Þér minntust á gagnrýnina .. ÞjóSIeikhússtjóri: — já, mér finnst hún hvorki jákvæð né vinsamleg. Og sumir leikdóm- ararnir gera sig seka um leiðin- lega ruddamennsku. Ég get bent á dærni, ef þér viljið. Blaðamaðurinn: Já, það væri gaman að sjá þau. Þjóðleikhússtjóri: Hér segir t. d. einn leikdómarinn að leikritið sé „einn dramatískur óskapnað- ur“. Sami leikdómari gerir sig sekan um að misskilja þunga- Opinbert uppboð vegna gjadþrotaskipta á búi Snorra Jónssonar, verða verzlunarísskápur, hjólsög, búðarvigt o. fl. áhöld auk verzlunarvarnings í Kópavogsbúðinni á Borgarholtsbraut 20, selt á opinberu uppboði. Uppboðið fer fram miðviku- daginn 24. október 1956 í Kópavogsbúðinni og mun listi yfir hluti þá, sem seldir verða liggja frammi í uppboðs- réttinum. Bæjarfógctinn í Iíópavogi. BYBBLETTIR í TAUI HVEHFA eins og dögg fyrir sólu, ef þér notið: M A G I C A töfraefnið, sem leysir upp ryðblettina án þess að skemma hinn viðkvæmasta þvott. M A G I C A fæst í litlum túbum. Heildsölubirgðir: óJ. Ólafóáon (Semhöft Sími 82790 Atriði úr Spádómmum. miðjuna í leiknum Hann heldur að síðasti þátturinn eigi að gerast eftir ragnarök, eins og hann kemst að orði, en það er ekki rétt. Síðasti þátturinn gerist á okkar tímum — leikritið er nefni lega hugsað sem draumur. Blaðamaðurinn: En hafið þér ekki fleiri skemmtileg dæmi? Þjóðleikhússtjóri: Jú — jú, af nógu er að taka. Einn segir t.d. orðrétt: „gallar leikritsins eru svo margir að óhugsandi er að telja þá alla upp, enda lítils virði að hafa fyrir því, það er eins og að tala um líkamslýti á andvana- fæddum kálfi“. Ja, hvað segið þér — og svo á maður að taka þennan mann alvarlega! BlaðamaSurinn: Þetta er ó- menning. En hver er svona frurn- legur? Þjóðleikhússtjóri: Ólaíur Gunn arsson frá Vík í Lóni. Blaðamaðurinn: Hemm. Það er skrítið að lionum skyidi detta kálfur i hug! Þjóðleikhússtjóri: Finnst yður ástæða til að taka þetta alvar- lega? Blaðamaðurinn: Nei, maður á aldrei að taka neitt alvarlega sem stendur í blöðunum. — En hafa ekki öll, eða a.m.k. flestöll, is- lenzk leikrit sem þið hafið sýnt fengið kuldalegar viðtökur? Þjóðleikhússtjóri: Jú, ég held það sé óhætt að segja það. Gagn- rýnendur hafa yfirleitt tekið þeim kuldalega. Erlend leikrit fá yfirleitt betri móttökur, þó að efni þeirra sé ekki alltaf upp á marga fiski. Er.da er það svo að þau eru yfirleitt betur sarnin, ég á við: tæknin er íullkomnari. Spádómurinn er t.d. ekki vel til þess fallinn að setja hann á svið. Hann er vafalaust betur fallinn til lestrar. Blaðamaðurinn: Vitið þér, hvað hefir haft einna mest áhrif á höf- undinn, þegar hann samdi þetta leikrit? Þjóðleikhússtjóri: Ja, Tryggvi | var í Danmörku í styrjöldinni. Þar kynntist hann ógnum hennar og ótta. Mér er einnig kunnugt um að loftbrúin svo nefnda hefur haft mikil áhrif á hann. Margir bjuggust við því að einangrun Berlínar mundi leiða til styrjald- ar, og stöðugur ótti lá eins og mara á öllum heiminum. Það er ekki að ástæðulausu að höfund hefur langað til að vega að óttan um og kynna sér orsakir hans. Hann er einlægur friðsemdar- maður. Blaðamaðurinn: Já, ég þykist vita það. Kannske er hann frið- samari en gagnrýnendurnir! En segið mér eitt að lokum, Þjóðleik- hússtjóri, er þetta eklci í annað skipti scm Tryggvi Sveinbjörns- son fær fyrstu verðlaun í leik- ritasamkeppni hér? Þjóðleikhússtjcri: Jú, alveg rétt. Hann fékk lika verðlaun fyr ir leikritið Útlagann. Það var þegar Þjóðleikhúsið var opnað. Blaðamaðurinn: Já, einmitt. Það er bezt að fá sem minnst af verðlaununum —• í lifanda lífi! M. shrifar úr dagiega lífinu Vandræðin með bílasíæði. EITT af vandamálum umferðar- innar hér í okkar ört vaxandi höfuðborg og með hinum hrað- fjölgandi bifreiðum — er hinn mikli skortur bifreiðastæða. Sér- síaklega er þessi skortur tilfinn- anlegur í miðbænum og nálægt miðbænum, miðpunkti verzlunar og viðskipta. Kveður svo rammt að vandræðunum, að sumir telja, að eins mikill tími fari í að finna smugu fyrir bílinn sinn eins og að fara á sínum tveimur á áfanga stað í öllum þessum óskapa þrengslum. Það liggur í augum uppi, að mikilsvert er, að þau fáu bif- reiðastæði, sem til eru, séu notuð til hins ýtrasta og fyllstu lipurð- ar og tillitssemi gætt í notkun þeirra. — Ýmsir hafa haft orð á því við mig að undanförnu, að nokkur brestur sé á því að bif- reiðaeigendur, eða þeir, sem með bifreiðirnar fara, gæti þessa sem skyldi. — Það sé aUtof algent, að bifreið sé lagt þannig á stæði að næstum því heilt stæði fari til ónýtis vegna þess, að óþarflega breitt bil er skilið eftir að þeirri næstu — alltof breitt tii að eyða því til ónýtis, en of mjótt til að önnur bifreið fái smogið á milli hinna tveggja. Situr sízt á þeim. HINS VEGAR er það ekki síður áskökunarvert að leggja bif- reið svo þétt upp að annarri, að skemmdir á annarri hvorri geti hlotizt af, þegar farið er út af stæðinu aftur. Stundum kemur það jafnvel íyrii, fcð töng stað- setning á bílastæði veldur stór- vandræðum fyrir þá sem eru kyrrsettir eða innilokaöir fyrir bragðið. Situr þá sízt á þeim, sem vandræðunum valda að svara með digurmælum og stirðbusa- hætti þótt vinsamlega sé fundið að ólöglegu athæfi þeirra. Hann var hjálpsemin sjálf. EN ÚR því að ég er nú farinn að tala um bíla og ýmis vand- ræði bílum viðvíkjandi, langar mig til að segja hér stutta sögu, sem ég heyrði núna um helgina — um bíla auðvitað. Tvær stúlkur, önnur þeirra var við stýrið, voru á leiðinni vestur eftir Hringbrautinni á sunnudaginn var, í úrhellisrign- ingu og versta veðri. — Við beygju á veginum drap bíllinn á sér og þsgar haldið skyldi af stað aftur, var ekki við það komandi. „Startarinn“ stóð víst á sér, sem kallað er. Stúlkan sem var við stjórn bílsins, kannaðist við þetta fyrirbæri. Ef hún gæti látið „renna í gang“ væri öllu borgið. En það var hægara sagt en gert. Hún var stödd þarna fremur í bratta upp á viö en hitt, svo að það þurfti augsýnilega mikið átak til að koma bílnum af stað — fram á við. — Stúlkurnar tvær stigu út og ýttu á en máttu sín auðvitað lítils í þeim átökum — og svo ætlaði rigningin alveg að gera út af við þær. — En þær höfðu ekki lengi átt í þessu basli, þegar jeppi, sem átti leið fram hjá þeim stanzaði og myndarleg- ur ungur maður steig út og bauð fram aðstoð sína. Var nokkurt reipi til? — Jú, aftur í bilaða bílnum var spotti, að vísu ekkl mjög sterkiegur, enda slitnaði hann við fyrstu atrennu til að draga bílinn af stað. — „Þetta er allt I lagi“, sagði hinn hjálpsami jeppa-bílstjóri, — „ég á heima hérna rétt hjá, ég skrepp heim eftir reipi, ef þið viljið bíða hér á meðan“. — Hvort þær vildu! — Eftir nokkrar mínútur var jepp- inn korninn á vettvang aftur —- með sterklegasta kaðal og nú gekk allt sem í sögu — bíllinn var dreginn af stað, stúlkurnar þökk uðu kærlega hina drengilegu hjálp og svo hélt hver leiðar sinn- ar. „Mér virðast íslendingar sér- stakl-ega hjáipsamt fólk“ — varð annarri stúlkunni, sem er útlend- ingur, nýkomin til íslar.ds, að orði, er þær óku af stað aftur. — Og ekki stóð víst á þeirri íslenzku að samþykkja það. Hann nýtur forföður síns AÐ var hinn 4. jarl af Sand- wich, sem um miðja 18. öld- ina fann upp sandwich- brauðið (sam- lokurnar) fræga, þessa eftirlætisfæðu Englendinga fram á þennan dag. Nú, hefir ameriski „pikles“-iðnað- urinn heiðrað niðja hans, hinn 81 árs gamla jarl af Sandwich, með veglegum heið- ursverðlaunum, í þakklætisskyni fyrir þá ómetanlegu þýðingu, sem „sandwichan" hefir haft fyrir „pikles“-neyzlu um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.