Morgunblaðið - 17.10.1956, Side 14

Morgunblaðið - 17.10.1956, Side 14
14 MORCVHBl4Ð1Ð Miðvikudagur 17. okt. 1958 — Ræða Bjarna Benediktssonar á móti þvi, að kjósendur Alþfl. eigi að hafa jafnrétti á við aðra, hvernig sem atkvæðin voru feng- in. Framh. af bls. 13 an til þess að Sjálfstæðisfl. og Bændaflokkurinn höfðu nokkurt, takmarkað samstarf með sér í kosningunum 1937, var sú að kosn ingarnar 1934 sýndu, að Alþfl. og Framsóknarfl. höfðu fengið mun fleiri þingmenn heldur en þeim bar miðað við heildarfylgi sitt hjá þjóðinni. 1934 fengu Sjálf- stæðismenn og Bændaflokks- menn saman 48,7% af kjósend- um, en aðeins 23 þingmenn kosna, en Framsóknar- og Alþfl. fengu saman 43,6%, en 25 þing- menn kosna. Það var þess vegna engan veginn neitt óeðlilegt og ekki á neinn veg til þess að fara í kringum kosningalög eða hafa nein rangindi í frammi, eins og vakti fyrir Hræðslubandalaginu nú, þó að Sjálfstæðismenn og Bændaflokksmenn reyndu í nokkrum kjördæmum að styðja hvorn annan til þess að hindra bað að Framsfl. og Alþfl. fengju neiri hluta á Alþingi, þó að þeir væru í miklum minni hluta hjá þjóðinni. EYSTEINN ÓSAMMÁLA 3ERNHARÐ Það er ekki eitt, heldur er það jllt, sem er svo gerólíkt um bandalagið 1937 og 1956, að mann 'hlýtur stórlega að furða, að jafn greindur maður og gegn eins og hv. þm. Eyf., Bernharð Stefáns- ^on, skuli láta hafa sig til þess ið koma hvað eftir annað opin- jerlega fram á Alþingi og segja að hér sé um „nákvæmlega hið sama“ að ræða. Það fór heldur ekki neitt leynt sumar, fyrir kosningarnar og iður en kæran kom fram, að hér væri um algera nýjung að ræða í íslenzkum stjórnmálum. Það verður enn að minna á ummæli hæstv. fjármrh., Eysteins Jónssonar, sem höfð eru eftir honum í Tímanum þriðjudaginn 24. apríl 1956, þegar hann hafði » fundi sagt: „Hreinn meiri hluti þessara flokka á Alþingi næst ekki nema með nánara samstarfi en áður hefur þekkzt á milli flokka. Það lugar ekki minna en að flokk- arnir sameinist algerlega í kosn- ingum og að hver einasti maður í Alþýðuflokknum líti á sigur Framsóknarmanna sem sinn sig- ur og hver Framsóknarmaður skoði sigur Alþýðuflokksins sem sigur sinn“. Hver og einn einasti maður í flokkunum á sem sé að líta á hinn flokkinn sem sinn flokk, og ráð- herrann tekur alveg skýrt fram, að það á að verða „nánara sam- starf en áður hefur þekkzt á milli flokka". Eftir þessa yfirlýsingu og eftir það, hvernig bandalagið var framkvæmt, lætur svo hinn mæti fyrri þm. Eyf., Bernharð Stefánsson, hafa sig að því ginn- ingarfífli að segja, að hér sé alveg það sama eins og áður hefur átt sér stað. Ég ann hv. þm. Eyf., Bernharði Stefánssyni, annars hlutskiptis og betra heldur en að leika þennan bjálfalega leik, sem hann hefur látið ota sér út í. Það var heldur ekki svo að hæstv. fjármrh. lýsti þessu yfir í nokkru fljótræði, enda held ég sannast sagt að hvað sem maður segir um hæstv. fjármrh., Eystein Jónsson, þá sé hann manna sízt líklegur til þess að tala af sér eða segja annað heldur en það, sem hann hefur vendilega undirbúið. Hann hefur og aldrei horfið frá þessari yfirlýsingu sinni eða gert neina leiðréttingu á henni. Hún var heldur ekki neitt einstök. UMMÆLI EMILS OG GYLFA Það voru fleiri af talsmönnum þessara flokka, sem lýstu svipuðu yfir. Samkvæmt því, sem Alþýðu- blaðið hinn 22. apríl hefur eftir Emil Jónssyni, þá hafði hann sagt á fundi í Hafnarfirði það, sem nú skal greina, með leyfi hæstv. for- seta: „Með samfylkingu Alþfl. og Framsfl., með sameiginlegum framboðum þessara flokka og sameiginlegri stefnuyfirlýsingu, er stefnt að því að gerbreyta ís- lenzkum stjórnmálum, brjóta blað í sögunni, breyta valdahlutföll- unum og efna til nýrra stjórnar- hátta. Stefnuskráin hefur verið lögð fram, flokkarnir ganga til kosninga í einhuga fylkingu." Hér er ekkert verið að draga úr því, að um algera nýjung sé að ræða í íslenzkum stjórnmálum, eitthvað, sem því svipað hafi aldrei komið fyrir áður. Emil Jónsson hefur aldrei borið á móti því, að þetta sé rétt eftir honum haft. Aftur á móti er rétt að geta þess, að það voru önnur ummæli mjög athyglisverð, sem síðar voru borin tiT baka, en segja þó sína sögu, því að Alþýðublaðið hefur það eftir Gylfa Þ. Gísla- syni núv. hæstv. menntamrh., að hann hafi á fundi á Akureyri hinn 12. maí lýst því yfir orð- rétt, með leyfi hæstv. forseta, sem nú skal lesið, að „ekki færi hjá því að á næsta þingi yrði þing- flokkur þessara flokka stærsti samstæði þingflokkur". Þetta hefur Alþýðublaðið eftir hæstv. núverandi ráðherra, og hæstv. ráðh. sá ekki ástæðu til að leiðrétta þetta fyrr heldur en eftir að kæran var komin fram. Þá mundi hann allt í einu eftir því að hann hafði ekki sagt „þingflokkur", heldur „þing- blokk“. Það var meinleg misheyrn eða prentvilla hjá blaðinu og leið- réttingin hefði verið markmeiri, ef hún hefði komið fram strax, en ekki eftir það að kæran hafði komið til landskjörstjórnar. FORÐUÐUST AÐ NEFNA „FLOKK“ Þessi hv. þm., Gylfi Þ. Gíslason, á auðvitað leiðréttingu orða sinna eins og aðrir, og vitanlega dettur mér ekki í hug að halda honum að þeim orðum, sem hann sagði að hann hafi aldrei mælt. En við, sem hlustuðum á út- varpsumr. í sumar, höfum áreið- anlega margir tekið eftir því, að þegar þessir ágætu menn, eins og von var til, voru að eggja sína menn til að standa sig í kosning- unum, þá notuðu þeir flest orð um sameiningu sína og vilja sinn til samstarfs annað heldur en þetta eina, að þeir ættu að ganga fram í einum flokki. Það var vandlega passað að nota aldrei það orð, en öll önnur sameining- arheiti voru þar notuð. Þá voru þeir farnir að gæta tungu sinnar dálítið betur heldur en áður. ATHÖFNIN SKER ÚR En auðvitað eru það athafnirn- ar, sem menn eru dæmdir eftir, en ekki orðin, þó að orðin vitan- lega hafi sína þýðingu. Vitanlega hefur það þýðingu, hvaða orð menn viðhafa, en þó að þpir hefðu sagt allt þetta, sem ég hef nú rakið um „algert kosningabanda- lag“ o. fl. þá höfðu orðin enga þýðingu, ef þeir hefðu ekki hagað framboðunum eins og þeir gerðu. Það er athöfnin, styrkt af orðun- um, sem sker úr. Og það er vegna þess, að kosningabandalagið var algert í framkvæmd, sem það á að vera algert þegar úrslitin eru fundin, en ekki skiptast, þegar þessum herrum þóknast. Þeim tjá ir ekki að hafa það algert, meðan þeir eru að afla sér fylgisins, en neita svo að taka afleiðingunum af þessari „algeru" sameiningu. Auðvitað skilur hv. þm., Eysteinn Jónsson, þetta, jafngreindur eins og hann er, og það er vegna þess, að hann og flokksbræður hans skilja þetta, að þeim er jafnilla við þessar umr. eins og raun ber vitni um. Þótt þeir hafi atkvæða- magnið og þótt þeir ætli ekki að láta rökin hafa nein áhrif, þá finna þeir, að þeir hafa gert rangt, og þess vegna þola þeir ekki, að umræðunum sé haldið áfram, að málið sé lagt fyrir þjóðina og rökrætt, svo sem efni standa tiL VITNISBURÐUR TÍMANS Það er einnig óvefengjanlegt, að kosningaúrslitin eru með þeim hætti, að ómögulegt er að greina á milli raunverulegs fylgis hvors flokksins um sig. Þeir segja að vísu hér, bæði hv. 1. þm. Eyf., Bernharð Stefánsson, og þm. Ak. Friðjón Skarphéðinsson: Alþfl. fékk þetta fylgi. — Það er stað- reynd, sem ekki verður haggað, og Alþfl. er þá svona stór, eins og raun ber vitni um. Ég skal leiða vitni á móti þess- um herrum, um þetta. Við skulum alveg sleppa því að rekja hvað Sjálfstæðismenn segja um þetta, og ekki minnast á, að öll þjóðin veit, að Framsfl. er stærri flokk- ur heldur en Alþfl., þótt kosn- ineatölurnar sýni allt annað. En viö skulum athuga, hvað Tíminn, málgagn Framsfl. segir um þetta. Viðurkennir hann það, að kosn- ingaúrslitin, kosningatölurnar, sýni raunverulegt fylgi Framsfl.? Þannig stóð á, að Morgunblaðið var að stríða Tímanum eða fram- sóknarmönnum með því í sumar, að nú væri Framsfl. orðinn það sem Morgunblaðið kallar stund- um „pínulitli flokkurinn" og búinn að taka þann titil af Alþfl. Tíminn var þá fljótur að svara eins og stundum ella, og er ég ekki viss um, hvort Framsókn- armönnum verður mikil þökk í því svari, þegar til lengdar lætur. Það er stundum betra að hugsa dálítið áður en talað er. Tíminn sagði 3. júlí: „Þá gerir Morgunbl. sér mjög tíðrætt um Framsfl. sem „pínu- litla“ flokkinn. Rétt er það að Framsfl. hefur nú minna at- kvæðamagn á bak við sig en 1953. En það stafar ekki af fylgis- tapi. Kosningaúrslitin sýna vissu- lega, að Framsfl. hefur ekki tap- að fylgi í kosningunum, heldur hið gagnstæða. Um það vitna m. a. úrslitin í þeim kjördæmum, þar sem Framsfl. hefur fyrst og fremst orðið að styðjast við eigið fylgi. Ástæðan til þess, að heild- artala flokksins lækkar, er allt önnur en fylgistap. Það veit Mbl. mæta vel af úrslitunum á Akur- eyri, Siglufirði, Snæfellsnesi og í Austur-Húnavatnssýslu, svo nokkur kjördæmi séu nefnd. Þau sýna bezt, hve samstæður og sterkur flokkur Framsfl. er, og hve auðveldlega hann getur fylkt liði eftir því sem bezt hentar á hverjum stað. Kosningaúrslitin sýna ótvírætt, að Framsfl. er enn sem fyrr sterkasti andstæðingur íhaldsins". Þetta segir Tíminn, orðrétt, eft- ir að kosningatölurnar eru búnar að sýna, að hann sé orðinn minnsti flokkurinn, jafnvel minni en „pínulitli flokkurinn". FRJÁLSRÆÐI KJÓSENDA Svo var hv. þm. Eyf., Bernharð Stefánsson, hér að tala um, að það væri algerlega rangt að flokk arnir gætu ráðið yfir atkvæðum kjósendanna, og auðvitað væri kjósendurnir alveg frjálsir að því, hvernig þeir kysu. Ja, hvað segir Tíminn hér? Tíminn segir beinlínis og hælist um yfir, að flokksstjórnin hafi fylkt liði eftir því sem bezt hentaði á hverjum stað. Þarna kemur fram alger staðfesting á því, sem hv. þm. A-Hún., Jón Pálmason, og hv. þm. Reykv., Jóhann Hafstein, höfðu haldið fram. (Gripið fram í: Skorað á menn) Já, þeir skor- uðu á menn og kannske gerðu dálítið meira sums staðar. Nú, en látum það eiga sig. Það er alveg rétt hjá þessum hv. þingmönnum, að við kjörborðið, ræður kjósandinn því einn að lokum, hvern hann kýs. Það get- ur verið áskorun, það geta verið hinar og þessar fortölur, það getur verið ýmiss konar þvingun, sem er beitt, en að lokum ræður kjósandinn, hvern hann kýs. Þetta er alveg rétt, og það er rétt, að kosningatölurnar urðu að lok- um þær, sem þær eru, þótt þær séu alveg villandi. En enginn ber JAFNRÉTTI KJÓSENDA Það sem hér er verið að tala um, er eingöngu þetta: Eiga kjósendur að geta skapað sér meiri rétt heldur en þeim í raun og veru ber, með því að fara að eins og gert var í sumar? Eiga þeir að skapa sér meiri rétt en aðrir landsmenn? Það er ekki verið að tala um að svipta kjós- enuurna nokkrum rétti. Þeir eiga að hafa alveg þann rétt, sem þeim ber. En eiga Framsóknarmenn með því að fylkja sér, eins og Tíminn segir, eftir því, sem bezt hentar á hverjum stað, að verða rétthærri heldur en aðrir lands- menn? Það er það, sem hér er til úrskurðar og ákvörðunar. Þessir menn tóku þátt í „al- geru kosningabandalagi." Þeir áttu fullkominn rétt til þess að taka þátt í slíku algeru kosn- ■ ingabandalagi og kjósa hvern þann, sem þeim leizt. En úr því að þeir tóku þátt í hinu „algera kosningabandalagi", urðu þeir vitanlega að taka afleiðingunum af því og atkvæði þeirra að met- ast samkvæmt því, og hið „algera kosningabandalag“ að fá það at- kvæðamagn á Alþ., sem því að réttum lögum ber, en ekki með ra’ngindum fjórum þingmönnum meira heldur en þessir menn eiga nokkra siðferðilega eða rétt- arlega kröfu til. VISSU HVAÐ ÞEIR GERÐU Þeir kjósendur, sem þetta gerðu, vissu ákaflega vel, hvað þeir voru að gera. Það var marg tekið fram á kosningafundum víðs vegar um landið, í blöðum og í útvarpi, að 3 af 5 flokkum töldu, að svona ætti að líta á at- kvæðin, og þegar kjósendurnir greiddu atkvæði, þá hlutu þeir sem góðir og skynsamir menn að gera ráð fyrir þeim mögu- leika, að sú leið yrði ofan á, sem við teljum eina rétta. Það liggur líka fyrir, að ýmsir af forustumönnum þessara flokka, gerðu sér þessa fulla grein. — Þann hafði einn af frambjóðend- um Hræðslubandalagsins, fram- bjóðandinn í A-Hún. áður látið uppi, hvernig líta bæri á slíkt „algert kosningabandalag." Bragi Sigurjónsson hafði í blaði sínu sagt, með leyfi hæstv. forseta: „Ef sameiningin væri alger, mundi það tákna, að kosninga- bandalagið fengi enga uppbótar- þmgmenn sökum atkvæðafæðar Framsóknarflokksins bak við hvern þingmann sinn. Kosning- una yrði því að vinna á kjör- dæmakosnum þingmönnum ein- göngu.“ Svo mörg eru þau orð. Þessi forustumaður Alþfl. gerði sér fullkomna grein fyrir því áður en til þessarar deilu kom, að algert kosningabandalag væri al- gert, það væri ekki hægt að hlaupa frá því í miðjum klíðum og gera það að engu, sem al- gert er, eða sundur skilja það. SKYLDA ALÞINGIS Hv. þm. Ak., Friðjón Skarp- héðinsson, lagði á það mikla áherzlu, að þetta mál væri í raun og veru útrætt. Það væri búið að taka ákvörðun um það af réttum aðilum, landskjörstjórn, og Alþ. kæmi þetta í raun og veru ekkert við. Hv. þm. veit það auðvitað ofur vel, jafnvel og ég, að samkv. stjórnlögum lands- ins hefur Alþ. endanlega úrskurð arvaldið í þessu. Og það er ekki aðeins réttur, sem Alþ. með þessu er fenginn, heldur er það bein skylda Alþingis að gera sér grein fyrir, hvort að lögum hafi verið farið eða ekki. Alþingi hefur skylduna og getur ekki skotið sér undan henni með nokkru móti. Og eins og ég segi, þá var svo margoft tekið fram í kosningabaráttunni, að þessu mundi verða skotið til Alþingis, að engum þeim manni, sem þetta hugleiddi í alvöru, getur hafa komið annað til hugr ■ en að Alþ. að lokum yrði um málið að fjalla og því frekar sem landskjörstjórn er þríklofin og tveir af fimm ráða úrslitum. Þó að ekkert væri annað heldur en það eitt, þá er það auðvitað óhjá- kvæmilegt, að Alþ. geri sér sjálf- stæða grein fyrir málinu og at- hugi, hvernig á því getur staðið, að slíkur úrskurður sé kveðinn upp, sem þarna átti sér stað, og slík sundrung komi fram, að minni hluti ráði úrslitum. VILJA ANDSTÆÐINGARNIR LÚTA SKOÐUN JÓNS ÁSBJÖRNSSONAR? Þess hefur stundum verið spurt af andstæðingum okkar í þessu máli, af hverju Sjálfstæð- ismenn fylgdu ekki oddamann- inum í yfirkjörstjóm, Jóni Ás- bjömssyni hæstaréttardómara? En ég spyr andstæðingana: Vilj- ið þið fylgja Jóni Ásbjörnssyni, þið sem berið hann svo mjög fyrir ykkur? Eruð þið þá reiðu- búnir til þess að fylgja Jóni Ás- björnssyni? Eruð þið reiðubúnir til þess að láta hæstv.. mennta- málaráðh., Gylfa Þ. Gíslason, víkja af þingi? Mér er enginn sérstakur akkur í því, að hæstv. menntamrh. víki af þingi, og ég segi það að sjálfur tel ég, að hann eigi ekki frekar að víkja af þingi heldur en hinir þrír. En samkv. skoðun Jóns Ás- björnssonar, er hæstv. mennta- málaráðh. ólöglega kosinn. Þeir, sem alltaf eru að bera fyrir sig Jón Ásbjörnsson, vilja þeir þá fylgja honum í þessu máli? Ef þeir vilja það ekki, er sæmst fyrir þá að hætta að vitna í þann mæta mann. Eg hef sjálfur mjög mikla til- trú til Jóns Ásbjörnssonar og tel hann með okkar mætustu lögfræðingum. Mér kemur ekki til hugar að væna hann eða neinn af yfirkjörstjórnarmönn- um um það, að þéir hafi gert annað heldur en það, sem þeir telja réttast og sannast. En ein- mitt ágreiningurinn innan yfir- kjörstjórnar og tvískinnungurinn í afstöðu manna þar, hlýtur að sanna mönnum það, þó ekki væri annað, að hér er um full- komið vafamál að ræða ,að ekk- ert fær staðizt af þeim stóryrð- um, sem hv. þm. Ak., Friðjón Skarphéðinsson, hafði um það, hversu þessi kæra væri fráleit og till. okkar ósanngjarnar. OFT VAFI Á ÚRSLITUM í mörgum deilumálum, þar sem deilt er um lög og stað- reyndir, er auðvitað mikill vafi um, hver úrslit eigi að vera. Þess vegna eru höfð fleiri en eitt dómsstig. Það er ekki vegna þess, að menn væni héraðsdóm- arana um það, að þeir dæmi vís- vitandi rangt eða séu út af fyr- ir sig ekki hæfir menn í sínu starfi, heldur vegna þess, að bet- ur sjá augu en auga. Það eru mörg atvik, sem geta valdið því, að einstökum manni skjátlist í dómi sínum. Þess vegna eru líka ekki aðeins höfð fleiri en eitt dómsstig, heldur eru hafðir fleir- skipaðir æðri dómstólar og víða lægri dómstólar líka. Þess vegna eru 5 menn í hæstarétti. Einn maður gæti e. t. v. annað því starfi að kveða upp dóma í öll- um málunum, sem koma fyrir hæstarétt. En það er vegna þess, að talið er nauðsynlegt, að marg- ir menn beri ráð sín saman og fleiri en einn verði sammála um niðurstöðu í vandasömum mál- um, sem dómurinn er hafður fjölskipaður. Það er þess vegna síður en svo nokkurt vantraust á Jón Ás- björnsson, hæstaréttardómara, eða aðra landskjörstjórnarmenn, þó við séum þessum mönnum ó- sammála. Þeim skjátlaðist í þessu efni og það er vegna þess, að Alþ. hefur gert ráð fyrir því, að slíkum mönnum geti skjátlazt, að þeir hefðu ekki að lokum rétt mat á öllum atvikum, sem það er sett í lög, að Alþ. en ekki lands- kjörstjórn eigi að hafa í þessu úrslitaatkvæði. ATKVÆÐI JÓNS ÁSBJÖRNSSONAR Hitt er svo auðvitað fjarstæð- ' ara heldur en í raun og veru ætti að þurfa að eyða orðum að,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.