Morgunblaðið - 17.10.1956, Síða 24
Veðrið
Y-kaldi, skúrir eða slydduéi.
Ræða
Bjarna Benediktssonar á blaff-
síffu 13—15.
Olafur Thors svarar
forsætisrá^herra
Varðarfundurinn í kvold
FRÁ því núverandi ríkisstjórn
tók viff völdum, hefir það ver
iff ein meginuppistaðan í áróðri
stjórnarflokkanna að ráðast á
stefnu og framkvæmdir fyrrver-
ríkisstjórnar. Einkum hafa Fram
sóknarmenn verið ákafir í árás-
Skemmdarverk
fi
•amm á vita
I SÉÐASTA blaði Siglfirðings er
skýrt frá því að skemmdarvarg-
ar hafi framið mikil spellvirki á
Selvíkurnefsvita. — Segir blað-
ið frá því að vitinn sé bókstaf-
lega sundurskotinn, — ljósker,
hurðir og vitahúsið sjálft. Segir
greinarhöf. að þess verði að krefj
ast af yfirvöldunum í bænum, að
öll byssuleyfi, sem gefin hafi
verið út þar, verði kölluð inn.
um sínum á stjómina. Kemur
þetta raunar úr hörðustu átt, þar
sem Framsóknarflokkurinn átti
3 ráðherra af 6 í ríkisstjórninni
og átti að sjálfsögðu sinn þátt í
að móta stefmu hennar og ráða
framkvæmdum. Meðal annars
hefir ráðherra Framsóknarflokks
ins haft á hendi stjórn fjármála
undanfarin 6 ár.
Nú alveg nýlega hefir núver-
andi forsætisráðherra haldið
þessum árásum áfram í langri
ræðu, er hann hélt á fundi Fram-
sóknarmanna hér í Reykjavík.
Á Varðarfundinum í kvöld
mun Ólafur Thors, formaður
Sjálfstæðisflokksins, ræða sér-
staklega þessar árásir forsætis-
ráðherrans.
Allt Sjálfstæffisfólk er vel-
komið á fundinn og er hvatt til
að mæta stundvíslega. — Fund-
urinn hefst klukkan 8,30.
Blanche Thebom
Mænusóttarbólusetningin
í fullum gangi hér í bænum
jVTÆNUSÓTTARBÓLUSETNINGIN er nú i fullum gangi hér f
J.*!- Reykjavík. Jafnframt bólusetningu skólabarna, er bólusetn-
ing hafin í framhaldsskólum bæjarins svo og á börnum undir skóla-
skyldualdri.
f fyrradag var byrjað að bólu-
setja börn innan skólaskylduald-
urs, 6 mánaða til sex ára, í
Heilsuverndarstöðinni. Hefur
bólusetningin gengið ágætlega.
Eru götur bæjarins teknar eftir
stafrófsröð. Munu í gær og í
fyrradag hafa verið bólusett alls
um 2200—2300 börn. Hér í bæn-
um eru börn, fædd á árunum
1950—1956, um 12000 talsins.
Það hefur ekki orðið vart
TryggíngafélÖgin hafa
stórtapað á bílaflufn-
ingunum
TRÚLEGA munu vátrygginga-
félögin taka til strangrar yf-
irvegunar bílaflutninga með skip
um til og frá landinu. Hafa fé-
lögin orðið 'fyrir stórtjóni við
þessa flutninga, sagði Ágúst
Bjarnason, forstjóri vátrygginga-
félagsins íslenzk endurtrygging,
í stuttu samtali við Mbl. í gær.
Ágúst Bjarnason sagði að það
væri ekki rétt hermt í Mbl. á
sunnudaginn að tryggingafélögin
hefðu neitað skipafélögunum um
að flytja notaða bíla í lestum
skipanna. Slíkt hefur ekki verið
gert. Það er meira að segja lægra
iðgjald í lest en á þilfari, sagði
Ágúst. Lestariðgjaldið af bil
er 1,25% en þilfarsiðgjald 2%, og
þá miðað við flutning á bílum til
og frá landinu og Norðurlöndum,
Vestur-Evrópulöndum og Banda-
ríkjunum.
Spilakvöld Sjálfstæðis-
félaganna á Akureyri
Vátryggingafélögin hér hafa
undanfarin ár stórtapað á þess-
um flutningum. Bílar hafa iðu-
lega stórskemmzt, sagði Ágúst.
Það er mjög sennilegt að trygg-
ingafélögin muni reyna á næst-
unni að koma því á að bílar sem
fluttir eru með skipum, hvort
heldur í lest eða á þilfari, verði
látnir í kassa. Með því ætti hætt-
an á skemmdum að minnka veru-
lega, sagði Ágúst Bjarnason.
Mefropolitan-söngkonan
B. Thebom komin í söngför
AMÁNUDAGSKVÖLDIÐ kom hingað til lands í söngför, með
flugvél Loftleiða frá Osló, bandaríska óperusöngkonan Blanche
Thebom. Er hún Reykvíkingum að góðu kunn síðan hún hélt hér
tónleika á vegum Tónlistarfélagsins sumarið 1954.
Undanfarna mánuði hefur
Blanche Thebom dvalið í Stokk-
hólmi og sungið þar við ríkis-
óperuna við mikinn orðstír. Er
hún á leið vestur um haf, en mun
dvelja hér á landi um vikutíma
og heldur hér tvenna tónleika
fyrir styrktarmeðlimi Tónlistar-
félagsins, auk þess sem hún mun
syngja með Sinfóníuhljómsveit-
inni á tónleikum hennar í Þjóð-
leikhúsinu í byrjun næstu viku.
Blanche Thebom er ein af
kunnustu og vinsælustu söng-
konum Metrópólitanóperunnar í
New York og telst í fremstu röð
messó-sópransöngkvenna heims.
Auk þess að vera frábær og glæsi
leg óperusöngkona er hún mjög
80 færeyskir sjómenn fóru
í jólaleyfið í gærkvöldi
GÆRKVÖLDI er Gullfoss lét úr höfn um klukkan 10 var með
skipinu fjöldi Færeyinga, sjómanna sem verið hafa á togurum
og fiskibátum. Eru þeir að fara heim í jólafríið, því svo stopular
eru ferðir þangað, að hinir færeysku sjómenn vildu ekki draga för
sína frekar og eiga á hættu að komast ekki heim fyrir jól.
i
eftirsótt sem einsöngvari og túlk-
andi söngljóða.
Á efnisskrá þeirra tónleika,
sem Blanche Thebom heldur fyr-
ir styrktarmeðlimi Tónlistarfé-
lagsins, eru m. a. söngvar eftir
Beethoven, Strauss og Sibelius og
aría úr óperunni Herodiade eftir
Massenet.
Á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar mun söngkonan
syngja þrjár aríur úr óperunni
Carmen eftir Bizet, aríu úr óper-
unni Samson og Dalilah eftir
Saint-Saens og loks aríu úr óper-
unni Euredice eftir Gluck.
Innbrot um
hábjartan dag
í FYRRADAG brutust fjórir
menn inn í íbúð í húsinu Kára-
stíg 11 hér í bænum. Höfðu þeir
á brott með sér öll húsgögnin í
íbúðinni, eldavélina og annað
lauslegt sem þar var að finna.
í íbúðinni bjuggu ung hjón með
son sinn, og var maðurinn, sern
vinnur hjá Vitamálaskrifstofunni
að starfi vestur við Breiðafjörð
og konan einnig fjarstödd. Hús-
ráðandi mun ekki hafa orðið
mannaferðanna var, en hann
kærði innbrotið í gær til saka-
dómara og er það nú í rannsókn.
neinna eftirkasta hjá börnunum,
sagði Ólafur Jónsson aðstoðar-
læknir borgarlæknis í gærkveldi,
er blaðið leitaði hjá honum
fregna af bólusetningunni.
í áætlun þeirri, sem gerð hefur
verið um bólusetninguna hér í
Reykjavík, er gert ráð fyrir að í
byrjun desember verði lokið
annarri bólusetningu á öllusm
þeim börnum og skólafólki, sem
nú er búið að bólusetja og bólu-
sett verður á næstunni.
í gærdag var byrjað í gagn-
fræðaskólum bæjarins og eins
voru námsmeyjar í Húsmæðra-
skólanum bólusettar. f dag verða
nemendur í Menntaskólanum
bólusettir.
Varðandi bólusetninguna sem
fram fer í Heilsuverndarstöð-
inni, á börnum 6 mánaða til 6 ára
aldurs, sagði læknirinn að fólk
ætti að fylgjast nákvæmlega
með því í blöðum, hvenær röðin
kæmi að því. Er þetta mjög nauff
synlegt til þess aff hægt sé aff
framkvæma bólusetningaráætl-
unina þannig, aff annarri umferff
bólusetningarinnar geti veriff
lokiff í desemberbyrjun, sagði
Ólafur Jónsson læknir aff lokum.
Sæmilegur síldar-
afli í gærdag
AKRANESI, 15. okt. — f dag
mun síldaraflinn hjá reknetja-
bátunum úr verstöðvunum hér
og við Faxaflóa hafa verið mjög
sæmilegur, þegar heildarmagnið
er tekið, en misjafn á einstök
skip. Hingað komu 14 bátar með
alls kringum 1300 tunnur og var
hæsti báturinn Höfrungur með
230 tunnur, Keilir 173 og Heima-
skagi og Ver um 100 tn. hvor.
Rúmur helmingur aflans var salt
aður, en hitt fór til frystingar.
Trillubátamir voru líka á sjff
í dag og var hæsti báturinn með
um 1000 kg., en aðrir minna, en
enginn imdir 700 kg. afla. — Um
daginn fékk einn báturinn,
Skallagrímur, 200 punda lúðu
hér skammt fyrir utan. — O.
ANNAÐ KVÖLD efna Sjálfstæff-
isfélögin á Akureyri til annars
spilakvöldsins á vetrinum. Hiff
fyrra var mjög vel sótt og urffu
margir frá aff hverfa, enda eru
vinningarnir á spilakvöldum
þessum mjög glæsilegir. Þeir sem
sóttu fyrsta spilakvöldiff ganga
fyrir meff affgöngumiffa annáff
kvöld, en mæti þeir ekki allir,
geta affrir tekiff þeirra sæti.
Eldur kviknaði
, In^ólfi Arnarsyni
HAMBORGARBLAÐIÐ „Bild-
Zeitung“ skýrir frá því 9. okt., að
eldur hafi komið upp í togaran-
um Ingólfi Arnarsyni, þar sem
hann lá við bryggju í Cuxhaven.
— Var verið að vinna við radar
skipsins með logsuðutækjum(?)
og höfðu neistar fallið niður um
ventil og ofan í vélarrúm. Kvikn-
aði þar í olíu og varð af nokkurt
bál. Slökkvilið borgarinnar kom
á vettvang og slökkti eldinn áð-
ur en brunabátar hafnarinnar
komu á vettvang.
Það sem veldur því að sjó-1
mermirnir tóku sér far með Gull-
fossi í gær en biðu ekki næstu
ferða, mun vera það, að ekki
mun það hafa verið almennt á
vitorði útgerðarmanna eða Fær-
eyinganna sjálfra að um fleiri
ferðir væri að ræða fyrir jól. En
Gullfoss á að koma aftur við í
Færeyjum 6. nóv., og síðasta
ferðin fyrir jól er ferð Dr. Alex-
andrine 15. des. héðan, en mjög
er þegar pantað með henni.
Það munar um minna fyrir
mannfáa útgerðina, en þegar 80
menn ganga úr skiprúmi, sagði
Hafsteinn Baldvinsson fulltrúi
hjá L.Í.Ú. Mbl. í samtali í gær
Mun þetta valda mörgum út
gerðarfyrirtækjum miklum erf
iðleikum. Geta má þess sem
dæmis, að hér í Reykjavík liggur
albúinn til veiða togarinn Guð-
mundur Júní frá Flateyri. Allur
fjöldinn af áhöfninni voru Fær-
eyingar, sem fóru með Gullfossi
í gær. Margir þessara sjómanna
eru búnir að vera hér samfleytt
síðan í vertíðarbyrjun í fyrra.
— Guðmundur Júni komst ekki
á veiðar í gær.
Tekjum varið til menning-
ar- og heilbrigðismála
ef Akureyringar opna vinbúð
BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í dag með
6 atkvæðum gegn 1 tillögu bæjarráðs um að fram verði látin
fara 1. nóv. atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa um, hvort opna skuli
útsölu áfengisverzlunar ríkisins á Akureyri.
Þá voru í þessum hópi Fær-
eyingar af Hafnarfjarðartogurum
og margir af vélbátaflotanum.
Hafsteinn Baldvinsson sagði,
að fyrirsjáanlegt væri að á kom-
andi vetrarvertíð myndi verða
leitað eftir mönnum á skipaflot-
ann í Færeyjum, sem og í fyrra,
er hingað voru ráðnir rúmlega
800 sjómenn.
Færeyingarnir hafa verið dug-
'egir og dugandi sjómenn. Flest-
ir þeirra eru þess fýsandi að
omast hingað aftur í skiprúm.
— En þá þarf að sjálfsögðu, sagði
lafsteinn, að komast að sam-
omulagi við Eimskip um heppi-
sgri tíma til flutnings á mönn-
.inum heim til sín í jólafríið.
Það er með öllu ófært fyrir út-
gerðina sem gengur mjög erfið-
lega að fá menn til starfa, að
Færeyingar þurfi að ganga úr
skiprúmi á miðri síldarvertíð við
Faxaflóa, svo sem nú, því í hópi
þeirra, sem nú fóru, voru margir
menn, sem verið höfðu á rek-
netjabátum úr verstöðvum hér
við Faxaflóa, sagði Hafsteinn
Baldvinsson að lokum.
Síðan var samþykkt með sam-
i hljóða atkvæðum, að leiddi at-
kvæðagreiðslan til opnunar skuli
tekjum bæjarins af henni einvörð
ungu varið tií heilbrigðis- og
menningarmála.
★
Héraðsbann hefur verið hér
síðan 9. janúar 1954, en það var
samþykkt með atkvæðagreiðslu,
er fram fór í sambandi við al-
' þingiskosningarnar 1953. — Job.
Ökeypis kvik-
myndasýning
UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA
Bandaríkjanna sýnir eftirtaldar
kvikmyndir í kvöld, miðvikudag,
kl. 8,30, að Laugavegi 13 (gengið
inn frá Smiðjustíg); Víðsjá — 5,
um Súezdeiluna o. fl. Arthur
Rubinstein leikur á píanó. Þættir
úr sögu Bandaríkjanna, II. hluti.
Á leið til frelsis.