Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 6
6 MORCUMÍlAÐIÐ Laugardagur 27. okt. 1958 Gómúika hefur alið hálfan aldur sinn fangelsum i gamli leiðtogi stjómarinnar, HINN 52 ára nýju pólsku Wladislaw Cíómúlka,, er sá meöal I>ólskra kommúnista, sem nýtur langmestrar hylli meoal alþýðu manna í Póllandi. Ástæðan er sú, að hann var lúnn eini af núver- andi leiðtogum lioswmúmsta sem var kyrr í Póllandi í stríðinu og gat sér slíkan or'ðstír í andstöðu- hreyfingunni, að hann varð for- ingi aljþýðuíicrsins, sem var und- ir stjórn kommúnista. Hann var ekki í þeim stóra flokki pólskra kommúnistaleiðíoga, sem voru um kyrrt í Moskvu öll stríðsárin og komu heim að stríði loknu til að taka við virðulegum embætt- um. Hann er því frelsishetja og þjóðernissinni í augum þeirrar kynslóðar, sem háði miskunnar- lausa baráttu við ógnarveldi naz- ismans. Það var ekki sízt af þess- um sökum, að fagnaðarópin glumdu á götum Varsjár, þegar tilkynnt var, að Gónaúlka hefði tekið við forustu kommúnista- flokksins. Nú eru þaer flestar horfnar af sjónarsviðinu kemp- urnar, sem komu heim í 'tríðs- lok og mynduðu hina miður þokkuðu Lublin-stjórn. Bierut forseti er dauður; Minc, einvald- urinn í efnahagsmálum, hefur verið rekinn; Jaeob Berman hef- ur, líkt og lærisveinn galdra- mannsins, verið molaöur af flokksvéJinni, sem hann tók þátt í að skapa. Af liinni gömlu klíku Moskvu-valdsins er Rókossovski einn eftir, og áhrif hans fara hraðdvínandi. Gómúllca er kommúnisti, og það verða Pólverjar að láta sér lynda eins og málum er nú hátt- að. En hann er ólíkur fyrirrenn- urum sínum að því leyti, að hann er pólskur kornmiinisti, sem á það sammerkt með Tító, að hann lætur þjóðernissjónarmið ganga fyrir fiokkssjónarmiöum. Enn sem komið er vitum við það eitt um pólitiskt markmið hans. Eins og aðrir byltingarmenn hefur Gómúlka eytt mörgum dýrmæt- um árum innaw fangelsismúr- anna, og það gerir manni erfið- ara fyrir að dæma pólitíska hsefi leika hans. Hann var fyrst fang- elsaöur tvítugur að aldri fyrir að úthýta marxískum dreifimiðum við kröfugöngu 1. maí. Það var glettni örlaganna, að hatyn fékk frelsi á ný, þegar Pilsudski hrifs- aði völdin í Póliandi, en sam- vinna hægri manna við kommún- ista og cósialdemókrata varð skammlíf, og Gómúlka varð aftur að snúa sér að ólöglegum störf- iim. Árið 1932 var hann særður og handtekinn, þegar lögreglan tók skrifstofu kommúnistaflokksins. Hann var dæmdur í ‘t ára fang- el«i, en hélt sem fyrr tryggð við pólitíska trú sína. Hann var varla laus úr fangelsinu, fyrr en hann var aftur dæmdur fyrir ólöglega pólitiska starfsemi, og í þetta sinn fékk hann 7 ár. Þessi tími hlýtur að hafa orðið hormm injög þungbær, því meðan hann sat í íangelsimi hófust hreinsanirnar í Sovétríkjunum, og þar létu lífið margir leiðtogar pólskra komm- únista, sem leitað höfðu athvarfs í Sovétríkjunum. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst, var Gómú lka látinn laus. Hitler og Stalin höfðu gert með sér vináttusamning og réðust á Pólland eins og gráðugir úlfar. En ekkert fékk hnekkt trú Gó- múlka, og árið eftir fór hann inn í hinn rússneska hluta Póllandc, þaðan sem hann var senduv aít- ur inn í þýzka hlutann til að skipuleggja andstöðuna við naz- ista. Gómúlka hefur aldrci skort viljastyrk eða hugrekki, og nú tók hann til óspilltra málanna, þótt útbúnaður hans væri af frumstæðasta tagi, mestmegnis heimatilbúnar sprengjur. Fram- kvæmdi hann margar djarfar aö- gerðir gegn Þjóðverjum, og varð brátt frægasti og eftirsóttasti meðlimur andstöðuhi-eyfingarinn ar. Hann átti engan hlut að hinni sorglegu Varsjár-uppreisn, cn hann hafði djúpa samúð með hetjunum þar. Hann hefur var- azt að taka nokkra afstöðu til þess flókna pólitíska glæfraleiks, sem Rússar létu sér sæma að leika í stríðinu, og er í því efni ólíkur öðrum pólskum kommún- istum. Gómúlka er sonur verkamanns við olíulindirnar í Galiziu og hef- ur ekki hlotið neina skólamennt- un. 14 éra gamall varð hann lær- lingur hjá blikksmiði, en fyrir tvítugt hafði hann gefið sig all- an við hinu pólitíska starfi, sern átti eftir að verða lífsköllun hans. Má cegja, að síðustu 30 árin hafi hann vericj að staðaldri í fangelsi eöa „neðan jarðar“. Það var ekki fyrr en 1945, að hann gat sett nafnið sitt á dyrnar hjá sér. f fyrstu stjórn Póllands eftir stríð Wladislaw Gómúlka. var hann vara-forsætisráðherra og fór jafnframt með mál þeirra héraða, sem innlimuð höfðu ver- ið í Pólland méöfram fljóíunum Oder og Nasser. En brátt kom upp misklíð innan stjórnarinnar og árið 1948 sat liann aftur í fangelsi. Nú er hann enn á ný frjáls maður með mikil völd í landi sínu. Hvsð sem hann gerir í framtíðinni, er sá hlutur vís, að hann er meira en tortrygginn í garð hins alþjóðlega kommún- isma, sem hefur sorflð svo hart að PóIIandi, og ctefna hans er líkleg til að byggja á ríkri þjóðemiskennd hinnar marg- hrjáðu pólsku þjóðar. Hátíðleg skólosetning að Staðarfelli Skólinn efnir til gagnfræbanámskeios fyrir stúlkur Krásjeff: Lfðraði í Sovétrákjununi aakið LONDON (Reuter): _ Nikita Krúsjeff, aðalritari rússncska kommúnistafiokksins átti ný- lega tal við sendinefnd ítalskra friðarsinna, og sagði hann há, að nú vaeri í nndir- búningi ný löggjöf, sem auka mundi lýðræðið I Sovétríkjun- um. Benti hann á, að gerðar yrðu breytingar á störfum þingsins, sem miöuðu að meirá lýðræði í landinu. Krúsjelf talaði til fulltrúanna í rúma klukkustund í Kreml. Aðspurð ur sagði hann, að niðurrif Stalinismans hofði mætt nokk- urri mótspyrnu í fjarlægum héruðum Sovctríkjanna, ea ekki í stærri borgum. En, bæiii hann við, þróunin í lýðræðis- átt heldur áfram, og beníi í því sambandi á hin nýju leg um þing Sevéirikjanna. Búðardal, 20. okt. ÚSMÆÐRASKÓLINN að Staðarfelli var settur hinn 10. október sl. að viðstöddu skólaráði, formönnum kveníélaga og ýmsum velunnurum skólans víðs vegar að úr Dalasýslu. Sr. Pétur T. Oddsson, prófast- ur að Hvammi, flutti í uppha.fi ræðu, þar sem harrn lýsti þeim framkvæmdum og endurbótum, sem gerðar hafa verið á húsa- kynnum skólans, sem nú eru orðin mjög vönduð. íbúðarhæð nemenda heíur verið máluð og dúklögð, vatnsleiðslur og raf- lagnir hafa verið yfirfarnar og endurbættar og vélakostur skól- ans allur yfirfarinn. Vandaður frystikle/i var reist- ur á sl. sumri og verður tekinn í p.oíkun innan skmms, svo skólinn starfar nú við hinar fullkomnustu aðstæður. Bauð hann hina nýju starfs- krafta skólans velkomna, ungfrú Kristíriu Guðmundsdóttur frá Egilsá ív Skagafirði, en ungfrú Kristín var nýkominn frá 2 ára dvöl í Danmörku, þar sein hún stundaði íramhaldsnám. Hún tek- ur við störfum forstöðukonu. — Matreiðslukennari skólans er ung frú Bára Þórarinsdóttir, en hún hðíur lokið prófi frá Húsmæðrs- kennaraskóla íslands. Væntan- legur handavinnukennari skól- ans, ungfrú Borghildur Jónsdótt- ir, er enn ókomin ffá námsdvöl í Englandi, en þar til hún kemur annast forslöðukona tilsögn í út- 3aumi. Gat formaður sltólaráðs þess, að enda þóít aðsókn að skóianum hefði sjaldan eða aldrei verið meiri úr Dalasýslu, væri skólinn þó eigi fullsetinn og taldi ástæðu til þess liggja að nokkru í því, hve mikil óvissa hefði ríkt fram eftir sumri um það, hvort hægt myndi að hefja kennslustörf í Wurj&Wk jj sferi-far úr g daglega lifinu Orðskripi, sem ætti aö hverfa VELVAKANDI góður", skrifar S.J. „Mér finnst tími til kominn, að gerð sé athugascmd við orðskrípi eitt, sem virðist á góðri leið méð að festast í ís- lenzku máli. Það er orðið „mennt skælingur" — sama og mennta- skólanemi. Fyrst í stað mun orð- ið hafa verið notað meðal skóla- fólksins aðeins — í nokkurs kon- ar glensi, en nú er gengið svo langt, að við sjáum það og heyr- um í dagblööum og útvarpí. — Síðast nú í fyrradag í frétt um fyrirhugað hljómplötusafrr Menntaskólans. — Það er anzi hart, að ein æðsta menntastofnun landsins skuli ganga á undan í að vanskapa móðurmédið — eða hvernig fyndist ykkur, ef hinir kæmu á eftir: háskælingar, iðn- skælingar o. s. frv.? Ég man líka til þess, að einn menntaskólakennarinn notaði þetta orð í útvarpsþætti einurn og þótti mér það harla lítil smekkvísi. Því að orðið á bók- staflega engan rétt á sér. Það er aðeirrs einum staf styttra en hitt, sem við höfum fyrir: mennta- skólanemi, sem er gott og viður- kennt orð í málinu. Hinn van- skapnaðurinn, „mermtskæling- ur“, er ekki annað en leiðinleg „skæling“, sem ætti að hverfa með öllu. Vanþókimn á „fIosa“ SVO langar mig í leiðinni til að lýsa vanþóknun minni á hinu nýja orðsmíði, „flosi“, enda er ég viss um, að engum kemur til hugar að nota það í þeirri merk- ingu, sem til er ætlazt — fyrr en þá, að af því verður, að einhver snjail maður finni upp þægilegan hníf eða annað áhald, sem íiysji kartöflur fyrir húsmóðurina. — Þar ætti „flosi“ rétt á sér — hins vegar hreint engan í þeirri merk- ingu, sem orðsmiðirnir huga sér“. Vill Iiclður Skoða KODA-ELGANDI hefur Sko: ið: orð- „Kæri Velvakandi! Ég varð dálítið undrandi, þegar ég las greinina í þriðjudagsblað- inu um nýju amerísku bílana. Þar segir m.a., að á Islandi eigi margir þann draum að eignast nýja ameríska bifreið, „þegar þeir skrölti áfram á sínum Mosk- vitch eða Skoda“. Ég er einn hinna „ólánssömu" Skoda-eigenda, en ég verð að segja það eins og er, að draum- urinn um nýja ameríska bifreið er mér ekki mikils virði. Ég hugsa meira að segja, að ég myndi ekki vilja skipta á nýjum amerískum og mínum Skoda, sem ég er búinn að eiga í tvö ár og hefur reynzt mér framúrskar- andi vel. Hví að loka augunusn fyrir því að nýju amerísku þfl- arnir eru alls ekki hentugir f'yrir íslenzka vegi? — Kunningi minn, sem hefur átt ameríska bifreið í eitt ár, er búinn að láta herða hana þrisvar upp. Grindin senni- lega ekki nógu sterk til að þola holurnar og „þvottabrettin11 á vegunum okkar. Hjólbarðarnir á henni voru aðeins fjögurra striga laga, þar sem sex ctrigalaga er það eina sem dugir á íslenzka vegi. — Má ég þá heldur biðja um Skodann minn. Með þökk fyrir birtinguna. — Skoda-eigandi“. H Ekki fyrr . . . 'INN frægi tékkneski tónlist- armaður, Rafael Kubelik, sem að undanförnu hefur starfað sem hljómsvekarstjóri við Covent Garden í London, fékk nýlega boð frá heimalandi sínu um að stjórna þar á gesíahljóm- leikum. Listamaðurinn sjálfur hefur látið svo um mælt, að hér haíi hann tekið eina hina alvarleg- ustu ákvörðun í lífi sínu. Hann hefði viljað gefa næstum allt til að fá að sjá aftur Prag og Brati- slava — en hann hafnaði boðinu — af háttvísi og virðuleik. Hann sendi símskeyti: Ég harma það mjög, að geta ekki tekið boði yðar um að stjórna í Prag, þar sem slíkt er mér ómögulegt, á meðan málum er svo háttað, að ég þarf að tryggja mér sérstakt leyfi til að fá að fara frjáls ferða minna til London aftur. Þegar tékkneska ríkisstjórnin viðurkerunir frjálsræði borgar- anna til að ferðast hvert sem þeir vilja og þegar samtök listamanna hafa farið fram á endurskoðun á núverandi afstöðu til frelsisins — þá skal ekki standa á mér að koma heim, því að ekkert væri mér kærara en að hitta landa mína og vini aftur. haust. Skólinn mun enn taka á móti nemendum. Skólaráð kvað hann mundu efna til unglingakennslu fyrir 10 námsmeyjar eða fleiri, ef hús- rúm leyfði. Yrði þar kennd al- menn gagnfræði. Enginn slíkur skóli væri fyrir hendi í sýslunni og ynnist því tvennt með þeirri nýbreytni, að bætt yrði úr brýnni þörf og reksturskostnaður skól- ans nýttur til fulls í þágu alþjóð- ar. — Að lokinni ræðu skólaráðsíor- manns flutti forstööukona setn- ingarræöu, þar sem hún bauð nemendur skólans velkomna til starfa. Lýsti hún því yfir í ræðu sinni, að hún teldi, að þó kunnátta í kennslugreinum skólans væri mikils virði og ómissandi, þá iiti hún svo á, að höfuðverkefni raenntastofnana væri fólgið í að veita göfgandi áhrifum að hug- um nemenda sinna og hlynna sem bezt að alhliða innri þroska þcirra. Las hún eftirfarandi er- indi, sem faðir hennar, Guð- mundur Friðfinnsson, hafði sent skólanum: Vaxi rósir vítt um Dali viki á brauíu norðansvali. Ungir kvictir aldrei kali ilmi lundur, bráðni svell. Dýru stefni dísavali Drottinn heim í Staðarfell. Kveðja barst einnig frá Hall- dóri Sigurðssyni, alþm., fyrrver- andi skólaxáðsformanni. Að skólasetningu lokinni gengu gestir um liúsakynni skólans og vakti hinn snotri og vandaði frá- gangur á vistarverum náms- meyja óskipta athvgli og aðdá- un, enda munu þær vera með vistlegri íbúðum sem til þekkist hér á landi. Ríkir almenn ánægja í hérað- inu með það, að skólinn heíur haíið störf að nýju. Auk formanns ckipa skólaráð, tilnefndir af ríkisstjórn: Sigurður Ágústsson, alþingismaður, Stykk ishólmi, sr. Þórir Stephensen, Hvoli, Saurbæ; tilneíndar af Sambandi breiðfirzkra kvenna: frú Steinunn Þorgilsdóttir, Breiðabólsstað, og frú Elínbet Jónsdóttir, Innri-Fagradal, for- maður Sambands breiðfirzkra kvenna. — E. G. Þ. Skip með tuniui- efni til Siglu- fjarðar SIGLUFIRÐI, 24. okt.: _ Finnska vöruflutningaskipið Har- iet losaði hér í gær 200 stand- arða af tunnuefni til Tunnuverk- smiðju ríkisins. Er von síðar á verulegu magni til viðbótar með Tungufossi. — Er hér um að ræða efni í 80,000 tunnur sem hér verða smíðaðar í vetur. Tal- ið er að vinna í Tunnuverkcmiðj- unni muni hefjast um næstu mán- aðamót. — G. KnaWeikanámskeiS AXEL ANDRÉSSON hefur hald- ið í sumar námskeið á eftirtöld- um stöðum: Keflavík, Hafnar- firði og Grafarnesi. í Keflavík voru nemendur, pilt ar og stúlbur, 203. í Hafnarfirði 224. í Grafarnesi 104. Kennslan fór fram bæði úti og inni. Nám- skeiðunum lauk með sýningum á Axelskerfinu fyrir fullu húsi á- horfenda. Árangur var með á- gætum enda áhugi nemenda mik- ill og gott veðurfar var í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.