Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 1
Ungverski herinn með alþýðunni Rússneskir skriðdre kar brytja stöðugt niður sukluu su borgura London og Vín 26. okt. ENN linnir ekki bardögum í Ungverjalandi. Fullvíst er, að ungverski herinn hefur snúizt gegn kommúnistastjórninni og Rússum og berst nú með alþýðunni. Hafa Ungverjar nú mikinn hluta landsins á valdi sínu, en rússneski herinn beitir óspart ógrynni herliðs og vígvélum gegn Ungverjum — og reynir að brjóta alla andstöðu á bak aftur. í allflestum borgum og bæjum, sem eru á valdi rússneska hersins, hefur komið til átaka — og má heita, að stöðugt sé barizt. Rússneskar skriðdreka sveitir hafa fellt þúsundir — bæði vopnaðra og vopnlausra Ungverja — og áætlað er, að tala fallinna og særðra í Budapest-borg einni sé í kringum 10 þúsund. — Verkfallsalda er að skella yfir landið, og herma fregnir, að járnbrautasamgöngur hafi þar af leiðandi stöðvazt víðast hvar í landinu. Breiðist verk- fallið óðum út til annarra atvinnugreina. Athygli alheims hefur nú beinzt að frelsis baráttu þessarar fámennu þjóðar — barátt- unni gegn fámennum hópi kommúnista, er sitja í valdastólum — og rússneska hernum. Ungverski herinn hefur sameinazt alþýðunni í baráttunni — og verður alls ekki séð hve lengi sú barátta getur staðið, því að við mikið ofurefli liðs er að etja þar sem eru mörg herfylki Rauða hersins, enda þótt ungverski herinn sé nokkuð vel vopnum búinn. SíðJegls í dag birti Budnpest- útvarpið tiikynnmgu frá mið- Stjórn kommúnistaflokksins þess efnis, að allir, sem ekki hefðu lagt niður vopn fyrir kl. 10 í kvöld, teldust réttdræpir. Voru ungversku frelsissveitirnar nú nefndar föðurlandsvinir í stað gagnbyltingarsinna áður. Voru þeir eindregið hvattir til þess að úthclla ekki blóði Ungverjalands — og var því jafnframt Iofað, að nýrri stjórn yrði komið á — og rússneski herinn yrði í brott úr landinu á áramótum. Farið yrði að „réttlátum kröfum þjóðarinn- ar“. T Tilkynnti útvarpsstörðin jafn framt, að allir þeir, er sæjust með vopn, yrðu umsvifalaust skotnir — án allra málalenginga. Fólk var hvatt til þess að vera ekki á ferli meira en þörf gerðist — og fara aðeins út ef brýn nauð- syn krefði. Útgöngubann var sett á í borginni seinnahlutann í dag, en áfram var barizt. í gærkvöldi sást gamli ung- verski fáninn, rauð-hvíti- og grænliti, blakta á allmörgum stjómarbyggingum — og er því sýnt, að freisissveitirnar hafa enn margar byggingar á valdi sínu — og eru Iangt frá því að gefast upp fyrir Hauða hcrnum. T Um tvö þúsund manna hópur Ungverja safnaðist í gær saman fyrir framan enska ræðismanns- bústaðinn í Budapest, veifuðu ungverska fánanum og sungu ættjarðarsöngva. — Þustu um 50 manns inni. Höfðu menn þessir tal af sendiherranum — og báðu hann að sjá til þess, að barátta ungversku alþýðunnar fyrir frelsi og mannréttindum spyrðist til alheims — og að mál þetta yrði tekið fyrir á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Má skjóta því hér Fyrirlesari brezka útvarpsins komst m. a. svo að orði; Ungverska þjóðin hefir sýnl heimin- um, að hún vill leggja alll í sölurnar lil þess að losna undan hinu rússneska oki, losna undan égnarstjórn og ein- ræði kommúnismans. Hún hefir úthellf blóði, bún hefir fómað mlklu, því að hún - eins og aðrar þjcðir - melur freslið framar öllu - og vill fóma ðllu fyrir frelsið. Þeir einir, sem þolað hafa áþján og kúgun, vita hvers virði frelsi og lýðræði er. inn í, að talsmenn brezku, banda- rísku og frönsku stjórnanna skýrðu frá því í dag, að í afhug- un væri — hvað Vesturveldin gæíu gert í máli þessu. í dag hefur heyrzt til leyni- legrar ungverskrar útvarps- stöðvar, sem útvarpar áskor- unum til frelsissveitanna um að láta ekki bugast. Einnig hefur útvarp þetta hvatt verka menn til þess að hefja alls- herjar vinnustöðvun — og fregnir bárust í kvöld þess efnis, að þegar hefði komið til verkfalla mcðal járnbrautar- starfsmanna. I mestu iðnaðar- og námuhéruðum landsins hef- ur verið barizt mikið í dag — og þar eru einnig skollin á svo að segja allsherjarverkföll. Sjónarvottar, er komu til aust- urrísku landamæranna í dag, segja, að mörg hundruð óvopn aðra manna hefðu í gærkvöldi Fyrir skömmu nauðlenti banda \ rísk farþegaflugvél af Strato- s cruiser-gerð á Kyrrahafi. — J Höfðu tveir hreyflanna bilað. \ Enda þótt flugvélin færi mjög S illa í lendingunni og brotnaði j í tvennt — þá sakaði engan ^ farþeganna, sem voru 31. Var s þeim bjargað um borð í veður- í athugunarskip. — Hér birtast \ myndir, er skipsmenn tóku af \ flugvélinni — og sýnir sú efri i flugvélina, er hún var að ■ lenda, en sú neðri er af flak- \ inu, tekin skömmu áður en það i sökk. i safnast saman á torginu fram- an við þinghúsið í Búdapest. Hefði rússnesk skriðdrekasveit skyndilega ekið inn á torgið Stjórmnálasérfræðingar í London eru þeirrar skoðunar, að ungverskum kommúnist- úm takist vart að endurreisa stjórn sína eftir allar þessar ófarir, enda þótt Rauði herinn beri sigur úr bitum. Telja þeir líklegt, að Rússar fái hernum stjórn landsins í hendur — og ef til vill verði teknir upp svipaðir stjórnarhættir í Ung- verjalandi og voru í tíð Stalins. Telja þeir líkindi til þess að rússneski herinn hverfi ekki úr landi nema að hann verði hrakinn brott með vopnum, en flestir eru þeirrar skoðunar, að það takizt Ungverjum ekki að sinni. og hafið látlausa skothríð á mannfjöldann. Komu nokkru síðar frelsissveitir — og reyndu að ráðast til inngöngu í skriðdrekana. Börðust Ung- verjar í návígi við rússnesku skrifdrekaáhafnirnar — og fór svo, að skriðdrekarnir yfir- gáfu torgið. Mörg hundruð manna lágu þá í valnum. Hjúkrunarlið hefur vart und- an að koma særðum til hjálp- ar í Budapest, en litlar fregnir hafa borizt af mahnfalli í öðr- um hlutum landsins. Þær fregnir berast þó frá Belgrad, að ekki færri en 10 þúsund manns hafi látið lífið eða særzt í'ramh. á bls. 2-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.