Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. okt. 1956 M ORGV\nLAfílÐ 7 / SmfósiíuhljómsYeif Isiands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍS- LANDS hélt aðra tónleika sína í Þjóðleikhúsinu sl. þriðjudags- kvöld. Stjórnandi var Olav Kiel- land, en einsöngvari Blanche Thebom frá Metropolilan-óper- unni í New York. Olav Kielland stjórnaði þess- um tónleikum af sinni alkunnu sniild og var sannarlega í essinu sínu. Önnur sinfónía Beethovens var flutt af logandi eldmóði og djúpri innlífun. Sérstaiílega naut Larghettóið sín vel í allri sinni dásamlegu fegurð. Hið sama er að segja um ílutning alira hinna verkanna á efnisskránni. Það var bæði gaman og fróðlegt að kynn- ast hinu snjalla verki Johans Svendsens, „Romeó og Júlía“. Þessi sinfóníska faníasía er mjög falleg á köflum, og sérstak- lega vel samið orkesturverk. Jo- han Svendsen er eflaust stærsta sinfóníska tónskáld Norðmanna og varla metinn að verðleikum ennþá. Gaman væri að Olav Kielland flytti okkur við tæki- færi t.d. r.ðra af tveim sinfóníum sem Svendscn samdi. Söngur frú Thebom var stór- bortinn og naut frúin sín nú enn betur með hljómsveitinni. Hún söng ariur eftir Gluclc, Saint- Saens og Bizet og var öll túlkun hennar glæsileg og lifandi, enda hreif hún áheyrerfdur svo að allt æílaði um koll að keyra af fagnaöarláíum. Að lokum flutti Kielland verk eftir sjáífan sig: „Marcia nostrale“, þróttmikið verk og vel byggt upp á norskum þjóð- stefjum. Kielland er ekki aðeins snjall stjórnandi, heldur einnig ágsett tónskáld og liggja eftir hann mörg verk og merkileg. Hljómsveitin, með Björn Ólafs- son, hinn snjalla konsertmeistara í broddi fylkingar, sýndi enn á ný að hún er íær um að leysa af hendi hin vandasömustu hlut- verk með sæmd. Hún á enn eftir að eflast, og þarf að stækka, en að henni þarf að hlúa og tryggja henni örugga tilveru í framtið- inni. Á því veltur mjög framtíð alls tóniistarlíís á landi hér. P. í. ÓLAFSFIRÐI 25. október: Tog- arinn Norðlendingur kom hingað í morgun af veiðum með 160 tonn af fiski og fer hann allur til frystingar. Að undanförnu hafa tveir 50—60 lesta bátar stundað róðra héðan með línu, þeir Einar Þveræingur og Sæ- valdur. Afli hefur yfirleitt verið tregur, að meðaltali 5—7 skip- pund í róðri. Nokkrar trillur hafa róið af og til en afli tregur. — Undanfarið hefur verið uimið við ílokkun síldarinnar og er því verki að verða lokið. J. Minning ÞAÐ hefir dregizt lengur en til stóð, að koma þessum orðum á framfæri. En Sólveig Steinunn Ebenesardóttir frá Auðsholti í Ölfusi andaðist í vor s.l. í Land- spítalanum eftir nokkurra vikna legu þar. Hún var jarðsett að Kotströnd ásamt syni sínum, er andaðist íárra daga gamall. Ekki kann ég að rekja ættir Sólveigar, en íædd var hún að Látrum í Mjóafirði við Isafjarð- ardjúp, og þar ólst hún upp hjá íoreldrum sínum ásamt mörgum systkinum. Meðan Sólveig var enn á æskuskeiði varð hún fyrir þeim harmi að missa báða for- eldra sina með stuttu millibili. Má geta nærri hvert áfall það hefir verið fyrir barnahópinn, sem nú varð að skiija. Ég kynnt- ist Sólveigu á heimili hennar, Auðsholti, þar sem hún dvaldi og j fórnaði síarfskröftum sínum af dygð og trúmennsku síöustu 11 árin. Velfero þess heimilis bar hún ætíð fyrir brjósti, og geklt til allra starfa úti sem inni mcð stakri samvizkusemi og dugnaði og er vandfyllt slíkra skarð. Ungan son átti Sólveig er hún íluttist að Auðsholti og heíur hann átt þar mjög gott heimili síðan, þar eð hann varð eftirlæti allra á heimilinu og gat notið ástar og umhyggju sinnar góðu móður. En snögglega dró ský fyrir sólu, er hún á bezta skeiði var burt kvödd úr þessum heimi úsamt drengnum sínum nýfædd- um. Guð blessi þau bæði og son- inn unga, Gunnar Þórisson, sem cftir lifir, og guð blessi ástvin- inn hennar kæra, sem nú dvelur við nám í Vesturheimi og sem ég veit að muni harma ástmey sína og son. Sólveig var heilsteypt persóna, trygg og hreinlynd og hafði næm- an smekk fyrir alla fegurð. Ég bið henni allrar blessunar með hjartans þökk fyrir einlæga tryggð og vináttu. Bætt er nú bölið þunga, bjart er um engla geim. Svíf þú með soninn unga Sólveig, í friðar-heim. Marta S. Jónasdóttir. REYRSTÓLAR með eða án púða. — Keyr- borð, teborð, körfustólar og vÍMteur. — Skólavörðustíg 17. IMýjar PLOTUR Nora Brocksfedt: Arrivedex-iti Koma Smii Sorgeuc Iw*.rt C’cst Mugnifigiic Hjcrtet Paris Med Ijkken í dítt $inn Allce Babs: Ha Ha Ha Rödlsvan lúile prins Sol Min egen liile gunghásE Carl Juralbo: Harmonikkulög: KIvis Preslej Louis Armstrong Earl Bostic Benny Goodman o. fl. o. fl. '£} ÍTALSKAR m {' Clí c ttif o PLOTIiR Van Wood kvartettinsi Scarica ^ f Ranieri o. fl. n * é9 Ver*lið þar scni úrvalið HljóSfæraverzIanir Sifðar Heigadætftir Lækjarg. 2 og Vesturvcri. mm Frá REYKJAVÍK til GLASGOW aiia sunnudaga, Til REYKJAVÍKUR frá GLASGOW alla laugardaga. Margar ferðir daglega milli LON0ON og GLASGOW LoniEieiR í Reykjavík, Laugaveg 166. Sími 1990 Innritun í barnadeildir í dag kl. 2—4. Gjald kr. 100,00. Getum einnig tekið á móti nemendum í kvölddeidir mánudaga og fimmtudaga. ti7m ^ SÍMI 32683 ... \ M-vU Aí V 1.»» wkm VW‘ RéiSöiíigar og BodíiýVí§g«rdir Fliót og góð aígreiðsla SÍMI: 82683 EYMUNDUR AUSTMANN Vighólastíg 4 s Kven- kulda- úlpur fáargir litir Allar stcerðir PÓSTSENDUM Tázkan Laugavegi 17 — Smi 2725 lyilÐURSUBy VÖHUR frá Tékkóslóvakíu EINKAUMBOÐ: KRISTJÁN G. GÍSLASON H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.