Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 2
3 M ÖKCWnT.AÐlB Laugardagur 27. ott. 1956 Sýning Magnúsar A. Arna- sonar í Búkaresf SÝNING Magnúsar Á. Árnasonar í Búkarest var haldin dagana 8.—18 okt. Á sýningunni voru 8 tréristur eftir Barböru Árnason, 30 málverk og 14 teikningar eftir Magnús. Sýningin var opnuð með viðhöfn að viðstöddum forstöðu- mönnum stofnunar þeirrar, er annast menningartengsl við út- lönd, en hún stóð að sýningunni. Auk þeirra voru fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, mennta- málaráðuneytinu og menningar- málaráðuneytinu, auk fjölda frægra listamanna í öllum grein- um, þ. á. m. framkvæmdastjóra Listamannabandalagsins. Við opn un sýningarinnar flutti Jónel Jíanú, prófessor við Lista-aka- demíuna, ávarp og fór lofsamleg- um og hlýjum orðum um list ar á vegum verkalýðsfélaganna í Reykjavík, flutti skemmtilegt og fróðlegt erindi um dvöl þeirra hér á landi og það sem hér bar fyrir augu. Síðan voru flutt tón- verk af plötum eftir Magnús Á. Árnason, 3 prelúdíur, .5 sönglög og sónatína no. 2. Þessi verk voru flutt í Ríkisútvarpinu fyrir 2 ár- um. Aðsókn var slík, að færri komust að en vildu, og margir urðu að standa. Auk blaðaviðtala og erindis þess, sem að ofan get- ur, flutti Magnús 5 mínútna erindi á íslenzku í útvarpið í Búkarest, sem síðan var flutt í rúmenskri þýðingu. Þá skrifaði hann grein fyrir „La Roumaine Nouvelle“, blað sem gefið er út á frönsku og sent til annarra landa. Og loks átti hann viðtal á ensku, sem þeirra hjóna. Hann skrifaði einnigl flutt var í enskri dagskrá útvarps formála að sýningarskránni, sem! ins í Búkarest. var mjög myndarlega úr garði gerð, með 7 eftirmyndum af verk- um listamannanna. Sýningin var haldin í sérlega fallegum sýning- arsölum við aðalgötu borgarinn- ar. Aðsókn var góð, og meiri en ráð var fyrir gert, því eftir 4 daga þurfti að endurprenta sýn- ingarskrána. 12. okt. var haldið íslenzkt kveld í húsi Blaðamannabanda- lagsins. Magnús flutti erindi um íslenzka myndlist og tónlist, þ. e. mælti fram fyrstu og síðustu málsgreinar á íslenzku, en túlkur hans flutti svo allt erindið á rúmensku. Nicolae Vasilescu, for- maður rúmensku sendinefndar- innar, sem heimsótti ísland í sum- Handknattleiksmót HANDKNATTLEIKSMEISTARA MÓT Reykjavíkur heldur áfram í kvöki og fara þá fram 6 leikir, 3 í mfl. kvenna og 3 leikir í 2. fL karla. Mótið fer ’fram að Há- logalandi og hefst kl. 8. Annað kvöld kl. 8 fara svo fram næstu leikir, sem eru í 3. fl. karla ög mfl. karla. (Frétt frá Vináttutengslum íslands og Rúmeníu). Truman i kosningaleibangri Harry S. Truman, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, styður Adlai Stevenson mjög eindregið í for- 1 setakosningunum í næsta mánuði. Hér sézt Truman í kosningaleiðangri í Detroit. Listamannaklúbbyr stofnaður Þar eiga listamenn og gestir ab geta hitzt i menningarlegu umhverfi Á MÁNUDAGINN kemur kl. 5 e. h. verður Listamannaklúbbur Verður klúbburinn þar framvegis til húsa og verður opinn alla mánudaga fiá kl. 4 e. h. til miðnættis eða lengur. ★ Á HVERJUM MÁNUDEGI Framkvæmdastjórn klúbbsins, dagskrámefnd hans og fram- kvæmdastjóri áttu í gær tal við fréttamenn og sögðu m. a. svo frá: Listamannaklúbbur Bandalags ísL listamanna var stofnaður á fuUtrúafundi Bandalagsins 21. nóv. s.L eftir að hinar 7 deildir bandalagsins höfðu haft samráð með sér um málið. Voru þá regl- ur samþykktar fyrir klúbbinn. Upphaflega var gert ráð fyrir Frakkar beita brögðum - hand taka 5 uppreiinarforingla TUNIS, 25. okt. — frá Reuter: NORÐUR-AFRIkA hefur verið í uppnámi, síðan frönsk yfir- völd gripu til þess örþrifaráðs að nota svikabrögð til að ná á sitt vald fimm æðstu foringjum uppreisnarmanna í Alsír. Þessir fimm menn voru á leið frá Marokkó til Túnis með franskri farþegaflugvél, þegar franskar þotur fóru á stúf- ana og neyddu fiugvélina til að lenda í Túnis. Þeir eru nú á bak við lás og slá, en handíaka þeirra hefur skapað miklar viðsjár milli Frakka og tveggja fyrrverandi nýlenda þeirra, Marokkó og Túnis, sem nú eru sjálfstæð ríki og liggja sitt hvorum megin við Alsír. — UMBtpvergaland Samkvæmt fregnum frá París1 neyttu Frakkar svikabragða til að komasthöndum yfir foringjana fimm. Flugstjórinn í farþegaflug- vélinni fékk símskeyti um fyrir- ætlanir yfirvaldanna, og meðan hann sveimaði hægt yfir svæðinu, þar sem hann skyldi lenda, sá flugþernan svo um, að gestun- um var veitt ríkulega af vín- föngum flugvélarinnar. Þegar hún lenti um síðir í Alsír, héldu fimm-menningarnir, að þeir væru komnir til Túnis. Bæði í Túnis og Marokkó brutust út óeirðir, og farnar voru fjölmargar mótmælagöngur gegn Frökkum. Víða kom til verk- falla og skemmdarverka á eign- urn Evrópumanna. i Kaíro kom stjórn Araba- bandalagsins saman til skyndi fundar og ákvað að senda Hammarskjöld, framkvæmda- stjóra S.Þ., ýtarlegar upplýs- ingar um hið franska „mann- rán“ með tllraælum um, að' stjórnarinnar. hann legði þær fyrir öryggis- ráðið. Hins vegar var ekki farið fram á, að ráðið yrði kvatt saman fyrst um sinn. Ástandið var rætt í Túnis, þeg- ar Ben Jússef, soldán í Marokkó, kom þangað til að ræða við yfir- völdin þar um lausn á Alsír- vandanum. Soldáninn hafði tekið á móti fimm-menningunum í Rabat og rætt við þá um ástandið í Alsír. Sagt er, að handtaka þeirra hafi fengið svo mjög á hann, að hann hafi ákveðið að fljúga ekki heim með franskri flugvél, þegar viðræðunum er lokið. Sá orðrómur gengur, að hann hafi snúið sér til ítalskra stjórnarvalda með tilmæli um, að honum yrði útvegað herskip eða herflugvél til að tryggja heimför hans. Ben Jússef kom til heimalands síns fyrir einu ári, en þá hafði hann verið í tveggja ára útlegð á Madagaskar að boði frönsku að klúbburinn yrði opinn daglega en húsnæði fékkst ekki og varð lausnin sú á málinu að samið var við Þorvald Guðmundsson for- stjóra Leikhússkjallarans á þeim grundvelli að klúbbdagar yrðu mánudagar. Klúbbur þessi er ekki sam- kvæmisklúbbur, þó gert sé ráð fyrir að hann geti gengizt fyrir samsætum við og við til heiðurs listamönnum, erlendum sem inn- lendum. Öllum listamönnum inn- an bandalagsins som utan er heimil þátttaka. Þá er og ýmsum listvinum boðin þátttaka í klúbbnum. * TILGANGURINN Það sem vakir fyrir Banda- laginu með stofnun klúbbsins er að skapa mótstað, þar sem lista- menn og gestir þeirra geti hitzt í menningarlegu umhverfi, átt kost veitinga, ræðzt við, lesið menningarrit erlend og innlend, séð góða myndlist, hlustað á valda tónlist og kynnzt ýmsu nýstárlegu úr heimi listanna. Stutt dagskrá verður á hverju mánudagskvöldi og þar reynt að seilast eftir listnýjungum. OPNUNARDAGURINN Tilhögun á opnunardaginn verður svo, að kl. 17.30 flytur Jón Leifs form. Bandalagsins ávarp og lýsir opnun klúbbsins. Þá verður opnuð sýning á mál- verkum sem stjórn Fél. ísl. mynd- listarmanna hefur valið og verða þau til sýnis um mánaðarskeið. Verður slík málverkasýning áfram og skipt um verk mánað- arlega. Þorvaldur Skúlason verður heiðursgestur Listamannaklúbbs- ins um kvöldið. Dagskrá opnun- arkvöldið er að Egill Jónsson leikur sonatíu eftir Honegger. — Thor Vilhálmsson les frumsamda sögu. Þorsteinn Ö. Stephensen kynnir. Einar Bragi Sigurðsson er framkvæmdastj. klúbbsins, en í dagskrámefnd eru Jórunn Viðar, Thor Vilhjálmsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. í framkvæmda- stjóm eru Jón Leifs, Rögnvaldur Sigurjónsson og Sigvaldi Thord- arson. Framh. af bls 1 í átökunum í Budapest einni — og að dæma eftir þvi hvað orrustur eru víða háðar mun hér vera áætiað sizt of mikið. ^ Eins og fyrr segir hefur ung- verski herinn tekiú sér stöðu við hlið óbreyttra landa í baráttunni gegn rússneska hernum. í dag birti ungverski herinn í blaði sínu, sem dreift hefur verið um allt landið, kröfu þess efnis, að Ungvprjaland segi sig úr Varsjár- bandalaginu, og rússneski herinn verði þegar fluttur brott úr landi. Var þess einnig krafizt, að nú- verandi valdhafar létu af störf- um — og mynduð yrði lýðræðis- leg stjórn í landinu. Þá var þess eindregið krafizt, að ekki yrði höfðað mál gegn þeim Ungverj- um, er handteknir yrðu fyrir andstöðu við Rauða herinn. Hins vegar yrðu þeir menn, sem bæru ábyrgð á bardögunum, þeir menn, er mótað hefðu stefnu stjómar- itinar, dregnir fyrir dóm. Öryggis sveitir stjórnarinnaar yrðu einnig afvopnaðar. Samkvæmt síðustu fregnum hafa Ungverjar nú mikinn hluta landsins á sinu valdi — allt frá höfuðborginni til aust- urrisku landamæranna. Um 200 særðir Ungverjar komu í kvöld yfir landamærin tii Austurríkis og báðust læknis- hjálpar og kváðu mörg husidr- uð manns liggja ósjálfbjarga vegna sára í þorpunum næst landamærunum. Nokkrir lækn ar komu cinnig yfir til Aust- urríkis og báðu erlendrar aðstoðar, því að mikill skortur er á lyfjum í Ung- verjalandi. Sagði einn Iækn- anna m. a., að 70 vinir sínir hefðu verið drepnir — og ekki færri en 200 særðir. Kváðu ASgöngumiðasala á Sinfóníubljóm- leika í SAMBANDI við grein í blaðinu í gær hefir stjóm Sinfóníuhljóm- sveitarinnar gefið biaðinu þær upplýsingar, að alþingismönnum öllum svo og bæjarfulltrúum Reykjavikur og nokkrum öðrum gestura hafi verið boðið á síðustu hljómleika sveitarinnar. Aðrir miöar hafi verið seldir með sama hætti og venja hefir verið á tón- leika hljómsveitarinnar. Engir hafi þar verið „útvaldir". þeir tilfinnanlegan skort á öll- um útbúnaði til þess að hjúkra þeim særðu. ^ Útvarpið og blöðin í Varsjá taka mjög málstað ungversku þjóðarinnar — og lýsa yfir samúð sinni vegna atburðanna. Fordæma Pólverjar almennt Rússa og ung- versku kommúnistastjórnma — og segja að uppreisnin sé yfir- völdunu xnsjálfum að kenna. Þau hafi daufheyrzt við réttlátum kröfum fólksins. Moskvuútvarpið og blöðin þar er langt frá því að vera tíðrætt um atburðina í Ungverjalandi. Kveða þau nokkrar sveitir gagn- byltingarmanna vera þar að verki, en her hafi gripið í taum- ana — en ekki hafi þó tekizt að brjóta óróaseggina á bak aftur. Ekki hefur það verið nefnt einu orði í rússneskum fréítum, að ungverska kommúnistastjórnin hafi lofað því að Rauði herinn yrði á brott úr landinu fyrir ára- mót. Shepilov sagði á blaðamanna fundi í dag, að óróinn í Ungverja- landi væri mestmegnis að kenna óþarfa skriffinnsku hjá stjúm landsins. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Tass-fréttastofan gat þess laus- lega í kvöld, að gerð hefði ver- ið bylting í Ungverjalandi, en gerði lítið úr atburðunum. Haraldur Kröyer HINN 15. þ. m. var Haraldur Kröyer, sendiráðunautur við sendiráð íslands í París, skipaður ritari forseta íslands. Jafnframt mun hann starfa að nokkrum hluta í utanríkisráðuneytinu. (Frá skrifstofu forseta íslands). ★ HARALDUR KRÖYER, fæddur 9. jan. 1921 að Svínárnesi, S. Þ. Stúdent Akureyri 1940; B. A. í ensku við University of Californ- ia 1943; M. A. í stjórnvísindum við sama háskóla 1945; settur aðstm. í utanríkisrn. 15. júní 1945; skip. ftr. þar 1. jan. 1946; ftr. I. flokks 1. okt. 1946; skip- aður sendiráðsritari í Stokkhólmi 20. maí 1947, í Osló 1. febr. 1949 og í París 1. nóv. 1952; form. f samninganefndum við Pólverja f marz og sept.—nóv. 1949 og f nóv. 1950; skip. sendiráðunautur í París 1. apríl 1954. Skip. fasta- ftr. í Evrópuráði 1953. Hefur verið sæmdur riddara- krossi Norðstjömunnar og ridd- arakrossi I. st. St. Ólafsorðunnar. K. h. er Ragnheiður Hallgríms- dóttir síldarkaupmanns á Akur- eyri Hallgrímssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.