Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 8
8 MORCVTSBLÁÐ1Ð Laugardagur 27. okt. 1956 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Síjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Togarakaupin og endur fœðing Framsóknar Nýsköpunarstjórnin, sem formaður Sjálfstæð- isflokksins beitti sér fyrir að niynduð væri á morgni lýðveld- isins þegar Alþingi hafði í tvö ár brugðizt þeirri frumskyldu sinni að tryggja landinu starfhæfa rik- isstjórn, hefur verið skömmúð fyrir márgt í dálkum Tímans. Mest hefur liún þó sennilega ver- ið svívirt fyrir endurnýjun tog- araflotans. Leiðtogarar Fram- sóknar áttu þá ekki nægilega sterk orð til þess að útmála, hversu hræðileg „sóun“ það væri á gjaldeyrisinncignum þjóðarinn ar að kaupa rúmlega 30 togara fyrir nokkurn hluta þeirra. f>á var það og talið hið mesta glapræði að vinda svo bráðan bug að kaupum togara fyrir ís- lendinga. Framsóknarmenn full- yrtu, að með því að bíða með samninga um skipakaupin hefði mátt fá togarana á lægra verði. Auðvitað reyndist þetta hin mesta blekking. Verð á skipum hækkaði verulega nokkru eftir að fslendingar sömdu um smíði á togurum sínum. Það reyndist þannig hið mesta snjallræði, hve skjótt ríkisstjórnin brá við í stríðslokin. Tryggði það bæði lægra verð á hinum nýju skipum og styttri smíðatíma. Loks reyndu Tímamtnn á alia iund að sverta sjáif skip- in og skapa vantrú á þeim. Eysteinn Jónsson kallaði tog- arana „gums“ og Skúli Guð- mundsson, afturhaidssamasti þingmaður landsins, lýsti þeim með sinni frægu „spýiu- samlíkingu.“ En allt kom fyrir ekk?.. Ný- sköpunartogararnir voru keyptir undir forystu Sjálf- stæðismanna og sigldu í höfn heima á íslandi hver á fæt- ur öð’rum. Togaraútgerð í öllum landshlutum I>egar ákveðið var, hvar ný- sköpunartogararnir skyldu gerð- ir út kom nýtt sjónarmið til greina: Atvinnuþörf fólksins í hinum ýmsu landshlutum. Áður hafði fjármagnið svo að segja eingöngu ráðið staðsetningu þess ara langsamlega afkastamestu atvinnutækja þjóðarinnar. Nú sneru Sjálfstæðismenn sér að því, að útvega ýmsum byggðariögum úti um land lánsfé til þess að kaupa hin nýju skip. Árangurinn varð sá, að stór hiuti nýsköpunar- togaranna fór til verstöðva úti á landi. Útgerð hinna nýju skipa varð svo vinsæl þegar í upphafi, og svo miklar vonir á henni byggð- ar, að Framsókn sá sér þann kost vænstan að breyta algerlega af- stöðu sinni til togarakaupanna. Þegar ríkisstjórn Stefánc Jó- hanns tók við í ársbyrjun 1947 með þátttöku Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna taldi ' Framsókn það meira segja sjálf- sagt að keyptir yrðu 10 togarar í viðbót. Þar með hafði Framsóknar- flokliurinn endanlega etið ofan í sig allan þvætting sinn um glapræði nýsköpunar- síjómarinnar í sambandi við togarakaupin. Eigum rúmlega 40 togara í dag eiga fsiendingar rúmlega 40 togara, sem byggðir erú eftir síðustu styrjöld. Tveir gamlir togarar eru ennþá gerðir út. Hér í Reýkjavík eru aðeins gerðir út 17 togarar en 8 frá öðrum stöð- um við Faxaflóa. Á Vestfjörðum eru gerðir út 6 togarar, þar af tveir gamlir, á Norðurlandi 8 og 4 á Austurlandi. Það mun samhljóða álit allra, sem til þekkja, "ð dreifing tog- aranna til allra landshluta sé raunhæfasta sporið, sem stigið hefur verið til varanlegra at- vinnbóta og sköpunar jafnvægis í byggð landsins. Þetta spor var stigið undir forystu Sjálfstæðis- j manna, sem einnig hafa á sið-1 ustu þingum flutt hvert frum- j varpið á íætur öðru um nýjar j ráðstafanir til þess að auka tog- í araútgerð og þæta með því at- 1 vinnu- og afkomuskilyrði víðs- vegar um land. Endurfæðing Ilermanns Hermann Jónasson var einn þeirra manna, sem skammaði ný- sköpunarstjórnina mest fyrir togarakaup hennar á sínum tíma. En nú er þessi Framsóknarleið- togi endurfæddur. Hann mælti s. 1. miðvikudag fyrir írumvarpi, sem ríkisstjórn hans flytur um kaup á 15 nýjum togurum. Og þá leit helzt út fyrir að Fram- sóknarmenn hefðu frá upphafi verið brautryðjendur um togara- kaup og togaraútgerð á íslandi. Nú var ekkert minnzt á „gums“ eða „spýtur í kross“. Þvert á móti játaði hinn mikli veiðimað- ur nú, að aukin togaraútgerð væri nauðsynleg ráðstöfun til sköpunar atvinnuöryggis í ýms- um landshlutum og jafnvægis í byggð landsins. Það er vissulega ánægjulegt þegar „slík ævintýri gerast með þjóð vorri“, þegar slík endurfæð- ing afturhaldsseggja og þröng- sýnismanna á sér stað. Sköpun rekstrar- grundvallar Það er hins vegar rétt, sem Magnús Jónsson benti á í um- ræðunum um togarakaupin, að ríkisstjórnin hefur ekki ennþá tryggt neitt fjármagn til þess að kaupa þessi 15 skip fyrir. Um lánsfjármöguleika er allt á huldu. Heyrzt hefur að vísu að Einar Olgeirsson hafi fært Her- manni gildan sjóð frá Krúsjeff er hann kom frá Moskvu um daginn, í þakklætisskyni fyrir samstöðu með kommúnistum í öryggismálum íslendinga. Um það skal þó ekki fullyrt að sinni. En á það verður að leggja megináherzlu að togaraútgerð landsmanna verði skapaður heil- brigður rekstrargrundvöllur. X að verður að draga stórvirkustu framleiðslutæki landsmanna upp úr því hallarekstrarfeni, sem kommúnistar hafa hleypt þeim út í. Ætti hinn nýi sjávarútvegs- málaráðhcrra nú aö sýna snjallræði sín, er honum hef- ur ofí orðiö tíðrætt un á und- ariförnum árum. Nýir togarar koma því aðeins að gagni að hægt sé að reka þá og láta þá skapa atvinnu og útflutnings- i verðinæti. UTAN UR HEIMI m að kann að hafa komið ýmsum lesendum spánskt fyrir sjónir, að bandarískur dómstóll skyldi fjalla um deiluna milii sænsku og ítölsku skipafélaganna í sambandi við árekstur „Stock- holms'* og „Andrea Doria“. — En svo er málum háttað, að hér er ekki um neinn venjulegan sjó- rétt að ræða, heldur er það banda rískur héraðsdómur, sem tekið hefur málið íyrir samkv. beiðni sænska skipafélagsins, sem er að reyna að koma því til leiðar, að það þurfi ekki að greiða um 50 milljónir króna, sem íarþegar á „Stockholm" og ættfólk þeirra hafa gert kröfur um. . Weda. ójoóiiýó j)e m eóóctrctr ctr lávom ák í firheyrslurnar, sem hófust 19. sept., hafa farið fram daglega, mánudag til föstudags, frá kl. 10 á morgnana langt fram á dag með stuttu matar’nléi. Bú- izí er við, að þær taki að minnsta kosti sex vikur. Enn sem komið er hefur ekki fengizt nein örugg vitneskja um tvær mikilsvarð- I um hraða, milli 18 og 19 hnúta. Stýrimaðurinn hafði dálitlar á- hyggjur af hafstraumum, sem báru skipið 2—3 mílur úr leið norður á bóginn. Auk þess varð hann að hafa fullar gætur á mann inum, sem stóð við stýrið, þar sem hann „hafði meiri áhuga á öðrum hlutum en kompásnum". Rétt fyrir kl. 23 kom smáblettur á ratsjána, og gaf til kynna, að skip væri að nálgast. Hann visSi ekki þá, að skipið var „Andrea Doria“, sem var 12 sjómílur íramundan á bakborða, og sigldi nokkrum mílum fyrir sunnan þá Þannig segja Svíar að skipin hafi rekizt á. „Andrea Doria“ var á bakborða, en sveigði tii vinsíri í veg fyrir „Síockholm". andi spurningar: Var þoka þegar áreksturinn átti sér stað, eins og ítalir halda fram, eða heiðskírt veður með þokuflókum, eins og Svíar segja? Mættust skipin á bakborða, eins og Svíar halda fram, eða á stjórnborða, eins og ítalir segja? Eins og stendur er það mönnum hrein ráðgáta, hvernig tvö fullkomin nýtízku- skip, búin beztu tækjum, gátu rekizt á úti á opnu hafi, einkan- lega þar sem þeim var kunnugt um ferðir og hraða hvors annars. J ala lögfróðra manna við þessi réttarhöld er óvenju há. — Sænska Ameríku-línan hefur fimm málflytjendur, bæði banda- ríska og sænska, og ítalska Ameríku-línan hefur ráðið til sín frægan bandarískan lögfræðing, sem hefur um 40 aðstoðarmenn sér við hlið. Bæði félögin hafa einnig ráðið til sín sæg af túlk- um til að hafa eftirlit með öllum þýðingum á málin þrjú: ensku, sænsku og ítölsku. Bæði sænsku og ítölsku vottarnir gefa vitnis- burði á sínu móðurmáli. Þá er þriðji hópur lögfræðinga við- staddur réttarhÖldin á vegum tryggingafélaga og verzlunar- fyrirtækja, sem áttu vörur með skipunum. Er hann einnig mann- margur. í blaðamannastúkunni sitja aS staöaldri 25 fréttamenn frá bandarískum og erlendum blöðum og fréttastofum. — Bæði skipafélögin hafa tryggt sér það, að sjónarmið þeirra og málflutn- ingur komist í fréttir blaða og útvarps sem víðast í heiminum. u, pplýsingarnar, sem 3. stýrimaður á „Stockholm", Car- stens-Johannsen, gaf, eru í stuttu máli þessar: Hann kom á vakt upp í brúna kl. 21.30 hinn 25. júlí. Um klukkustund síðar fór Nordenson skipstjóri niður, eftir að hann hafði skipað stýrimann- inum að halda stefnunni á 87 gráðum. Veður var heiðskírt og skyggni gott. Tungiið var í aug- sýn. „Stockholm“ fór með full- leið, sem skip sigla venjulega til New York. ífc R, eyndar eru skipaleið- irnar til og frá New York ekki lögboðnar, en skipum er ráðlagt að halda sig á þeim, þar sem það dregur úr slysahættu á hinni geipifjölförnu siglingaleið til borgarinnar. Það er ekki ófyrir- synju, að sjómenn kalla þessa leið „The Times Square of the Ocean“, þ.e.a.s. eins konar Lækj- artorg hafsins. i áeinum mínútum síð- ar sá stýrimaðurinn á ratsjánni, S u m þetta leyti hringdi síminn í brúnni, og stýrimaður* inn fór og svaraði. Auk þriðja stýrimanns voru þrír menn á verði í skipinu, maðurinn viö stýrið, vaktmaðurinn í brúnni hægra megin og vaktmaðurinn í körfunni á mastrinu. Símhring- ingin kom frá mastrinu, og til- kynnti vaktmaðurinn að stórt skip nálgaðist með miklum hraða. Þegar stýrimaðurinn kom úr sím- anum, sá hann stórt farþegaskip baðað Ijósum sigla beint í veg fyrir „Stockholm". Á samri stundu sá hann, að árekstur var óhjákvæmilegur, gaf skipun um a'ð snarbeygja til hægri og setja vélarnar á fulla ferð aftur á bak. Kl. 23.09 rákúst skipin á með miklum hraða. 4k rundvallaðist öll máls meðferð Sænsku Ameríku-lín- unnar á þessum vitnisburði þriðja stýrimanns, sem hélt fast við það þá 11 daga, sem hann var til yfir- heyrslu, að komast hefði mátt hjá árekstri, ef „Andrea Doria“ hefði haldið stefnu sinni í stað þess að sigla í veg fyrir „Stockholm". — ítalir halda því hins vegar fram, að „Stockholm“ hafi siglt utan við venjulega siglingaleið, og að skipin hafi mætzt á stjórnborða. 1-iangflestir þeirra, sem viðstaddir voru réttarhöldin, telja, að Carstens-Johannsen hafi staðið sig vel í yfirheyrsl- unni. í 10 daga samfleytt var hann yfirheyrður af ekki færri en 12 lögfræðingum. Hann hefur verið öruggur og ótrauður í framgöngu og ekki látið það á sig íá, þótt lögfræðingarnir hafi reynt að draga fram alls konar hluíi, sem ekki koma málinu við, svo sem hegðun hans í skóla og störf hans á skipum, sem hafa Þetta er skýriag ítala á slysinu. „ þegar „Andrea Doria“ reyndi að þvert fyrir ítalska skipið. að skipið var 10 sjómílur fram- undan, og nokkru síðar var það í 6 mílna fjarlægð á bakborða. Þá var klukkan 23.05. Stýrimað- urinii sá enga ijósglætu frá hinu ókunna skipi, e.t.v. vegna þess að „það var hulið þokusiæðingi“. Skyndilega kom hann auga á efstu Ijós skipsins og á rautt ljós á bakborðssíðu þess. Þá var skip- ið um 1.8 sjómílu framundan, og stýrimaðurinn áleit, að það mundi sigla fram hjá „Stock- holm“ með tæprar mílu millibili. Til að auka þetta bil gaf hann skipun um að breyta stefnu sltips ins 22 gráður á stjórnborða. Á hafinu gilda sömu umferðarregl- ur og á vegum úti: skip sem mæt- ast eiga að sveigja til hægrL Stockholm“ var á stjórnborða, og breikka bilið, sigldi „Siockholm44 orðið fyrir áföllum. Hann hefur aldrei orðið tvísaga. ilf kunnáttumönnum er aðeins eitt atriði í vitnisburði hans talið neikvætt fyrir máls- stað Svíanna. Hann lét undir höfuð leggjast að nota skipsflaut- una, þegar hann sá skipið nálgast með slíkum hraða. Með því að flauta einu sinni gaf hann til kynna, að skipið sveigði til hægri, tvisvar að það sveigði til vinstri, og þrisvar að það færi með fullri ferð aftur á bak. Hvort hann hefði getað afstýrt árekstri með því að flauta einu sinni, er aftur spurning, sem engin svör verða gefin við nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.