Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.1956, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 27. okt. 1956 Framhaldssagan 62 Dink sló hörðum hnefanum í borðið og svipur hans logaði af eftirvæntingarfullum áhuga: „Svona, talaðu drengur. Tal- aðu. Hefirðu ekki löngun til að ná þér niður á gömlu frúnni? Hefirðu það ekki. Þetta land hér er það auðugasta og frjósamasta í allri veröldinni. Hérna getur allt vaxið og dafnað. Með starf- rækslu sögunarmyllunnar mun- um við ryðja heilar landsspildur og þú veizt það eins vel og ég, að sú jörð, sem þannig hefur verið rudd, er alveg sérstaklega vel fallin til baðmullarræktunar. Svo kaupum við eins mikið land- rými og við getum fengið og ræktum okkar eigin baðmull. Lízt þér ekki nógu vel á það?“ Hann teygði sig eftir viskíflösk unni með snöggri hreyfingu, en þegar hann leit til hins álúta manns, sem sat andspænis hon- um, linaðist tak hans með tregðu. Svo skellti hann reiðilega tapp- anum í flöskuna og skákaði henni á gólfið við fætur sér: „Lízt þér kannske ekki nógu vel á það?“, endurtók hann því næst í skipunartón. Lije ók sér órólega í sætinu og starði upp í loft. Svipur hans var tómlátlegur og ráðlaus og aflagaði, svarti hattkúfurinn rann langt aftur á hnakkann. „Það hljómar sosum nógu vel“, viðurkenndi hann loks. En ekki get ég unnið við þeíta hvort- tveggja“. Svar hans gerði Dink svo æst- an að han barði bilmingshögg í borðið og sparkaði fætinum um leið í flöskuna, svo að hún valt um koll. Rétt á eftir var dyr- unum lokið upp, hikandi og ofur hljóðlcga: „Mér fannst ég heyra einhvern hávaða héðan. Vantar þig kann- ske eitthvað sérstakt, Dink?“ Við hina skyndilegu manns- rödd, snéri Dink sér við í stóln- um og leit til hins nýkomna með óþolinmæði í svipnum: „Þegar ég þarfnast þinnar að- stoðar, Hooks Bunion, mun ég áreiðanlega láta þig vita“. Hann setti fótinn í flöskuna og velti henni í áttina til þjónsins: — „Hérna, taktu þessa hérna með þér“. Laugardagur 27. okíóbcr: (Fyrsti vetraruagur). Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 óskalög sjúkling-a (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Útvarp frá Háskóla Islands. —• Háskólahátíð- in 1956. 18,00 Tómsíundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 Útvarpssaga barnanna: — „Leifur" eftir Gunnar Jörgensen, í þýðingu Svövu Þórleifsdóttur; I. (Frú Elísabet Linnet). 19,00 Tón- listardeildin fagnar vetri: Tónleik ar af plötum. — (19,25 Veður- fregnir). 20,20 Kvöldvaka: a) Hugleiðing við missiraskiptin (Séra Jón Auðuns dómprófastur). b) Höfuðbólið og hjáleigan; — samtíningur um búskap og bygg- ingar á 18. öld (Gils Guðmunds- son rithöfundur tekur saman dag- skrána). c) Kórsöngur: Karlakór- inn „Geysir" á Akureyri syngur. Söngstjóri: Árni Ingimundarson. Píanóleikari: Þórgunnur Ingi- mundardóttir. 22,10 Danslög, þ. á. m. leikur danshljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Söngkor.a: Sigrún Jónsdóttir. 02,00 Dagskrárlok. — (Um leið og dagskrá lýkur verður klukkunni seinkað um eina stund svo hún verði 01,00). „Og færðu okkur viskí og sóda“, kallaði Lije á eftir hon- um, um leið og hann snéri sér við í dyrunum. „Nei, það gerir þú ekki“ öskr- aði Dink. „Og svo gerir þú svo vel að láta okkur í friði. Við er- um að ræða viðskiptamál". Þeg- ar dyrnar lokuðust sneri hann sér að Lije með gremjusvip: „Ég hélt satt að segja, að þú myndir gleypa við þessari hug- mynd minni, Lije. Hvað gengur eiginlega að þér? Er hún kannske ekki nógu góð?“ Lije forðaðist að horfast í augu við ráðgjafa sinn. Hann ók sér órólega í sætinu og tók að leita í vösum sínum eftir meiru tóbaki. „Ég verð að fá einhvern um- hugsunarfrest, Dink“, sagði hann hikandi. „Þetta kann að vera góð * hugmynd, en borgin er alltof lítil fyi’ir tvær maömullarvinnslur“. „Það er fjarstæöa". Dink barði óþolinmóður í borðið. „Hérna er- um við í bezta baðmullarhéraði landsins. Og þegar búið verður að ryðja allt umhverfið, hvað heldurðu að þá taki við? Held- urðu kannske að þá verði rækt- að gras alls staðar? Nei, drengur minn, þá verður það allt gert að baðmullarekrum og heldurðu að við getum ekki stjórnað ein- hverju af þeim rekstri eins vel og Fortenberry eða einhverjir aðrir?“ Lije, sem ekki gat svarað þessu, stakk nýrri tóbakstölu upp í sig og tuggði í ákafa. „Ég veit ekki hvað segja skal“, sagði hann loks. „Ég verð að fá einhvern tíma til að hugsa um það“. Dink gaf frá sér einhvers konar óþolinmæ'öishljóð, spratt svo á íætur og keyrði hendurnar á kaf í vasana. „Tíma. Bara tómur fyrirsláttur. Ég veit hvað það er sem að þér gengur raun- verulega. Þú ert alltaf að hugsa um Lizzie Fortenberry og álítur að ef þú sért að dindlast í kring- um föður hennar, þá muni henni fara að geðjast betur að þér, áð- ur en lýkur. En ég segi fyrir mig, að ef móðir hennar væri búin að tala eins við mig og hún tal- aði við þig, myndi ég elcki þekkja þá fjölskyldu lengur". „Æ, hættu þessu þvaðri". Lije kastaði hattinum sínum á borðið. „Martin gamli Fortenberry hefur ekkert gert á minn hluta og hann gaf mér drengskaparorð sitt upp á það, að. ...“ „Hann er faðir stelpunnar", lireytti Dink út úr sér. „Það er það sem mestu varðar. Jæja, segðu já eða nei. Ætlarðu að ganga í félagsskap við mig, eða ekki?“ Lije reis seinlega á fætur: ,,Nei“, sagði hann fastmæltur. C^J^í**************** •«* *2* „Eg ætla að vinna hjá Martin gamla dálítinn tíma ennþá“. Eitt andartak stóðu mennirnir tveir og horfðust í augu. Annar: Holdugur, þunglamalegur, rauð- ur yfirlitum, æstur í skapi. Hinn: Rólegur, fölur yfirlitum, kaldur á svipinn, ákveðinn. Tveir ein- staklingar gagnstæðs eðlis. Ann- ar: Fullvaxinn. Hinn: Á leið til íulls þroska. Loks rauf eldri maðurinn þögn ina: „Ef þetta er þitt lokasvar", sagði hann og lítilsvirðingin log- aði í svip hans, „þá skaltu reyna að koma þér héðan út og það sem allra fyrst. Ég verð veikur af því að horfa á þig. . Það var þá áform sem sagði sex. . Að kvænast Lizzie Fortenberry. Ekki nema það þó....“ Hann hló háværum, hrjúfum hrossahlátri: „Hvað, hún myndi ekki einu sinni vilja nota þig sem fótaþurrku, karl minn“. Lije dökkroðnaði í'framan. — Svo skellti hann hattinum á höf- uð sitt og sneri til dyranna: „Jæja“, sagði hann og reyndi að stilla sig. „Ég er þá á förum. Slæmt að okkur skyldi ekki semja, Dink“. „Já, snautaðu bara héðan út. Ég hélt að þú hefðir svolítið vit í kollinum, en ég sé nú, að svo er ekki“. Dink hneig þunglega niður í stólinn aftur og fálmaði árang- urslaust eftir flöskunni, sem Ilooks hafði borið út úr herberg- inu. „Og komdu þér svo út sem allra fyrst. Ég verð veikur af að sjá þig hérna“. Lije lokaði dyrunum hægt á eftir sér og gekk fram í veit- ingastofuna, með grímu óræðs svips á andlitinu. Það sem í veitingasalnum mætti augum hans og eyrum, var ekki neitt nýtt fyrirbrigði. Enda þótt klukkan væri enn ekki tólf og mörgu væri enn ólokið úti á ökrunum áður en gleðskapur kvöldsins byrjaði fyrir alvöru, þá voru þó nokkrir gestir þeg- ar mættir, reykjandi og spýtandi tóbakslegi í stóran hrákadall úr járni, sem stóð úti á miðju gólf- inu. Þrír aðkomumenn, fljótamenn, að því er bezt varð ssíi á klæða- burði þeirra, stóðu fyrir framan skenkiborðið og þegar Lije gekk hægt í gegnum stofuna, klingdu þeir saman glösum sínum og slokuðu innihaldið í sig. Hooks stóð glottandi fyrir inn- an borðið, en svartur aðstoðar- maður kepptist við að sópa gólf- ið. — „Halló, Lije“, kallaði Mink Barrow til hans. „Ég hélt að þú værir við viðarsögun í dag. Eða hvað ertu annars að gera þessa dagana?“ Hann sneri grunn- PÍVUBLÆJUR PÍVUKAPPAR PÍVUBÖND & DAMASK SATÍN Mynstruð og einlit STORESEFNI TILBUIN GLUGGATJÖLD DIVANA- ÁBEIÐUR BÖND, KRÓKAR o. fl. Laugavegi 116 FÓÐRUÐ KIILDA- ST8GVÉL i morgum litum ALLSKONAR KVEN- OG UNGLINGA- SKÓR Austurstræti 10 Nýlenduvöruverzlun óskast til kaups. Leiga gæti komið til greina. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. nóvember merkt: „AB —3060“. M ARKÚ S Eftir Ed Dodd I'LL GET TO THE POINT MRS. MANLEY.. FONVILLE 'S A WONDERFUL YOIJNGSTER AND HE'S TERRIBLY j INTERESTED IN THE WM • ...HE WANT5 ME TO 5HOW HIM SOMETHING ABOUT GUNS AND FISHING AND SO ON...WITH YOUR PERMISSION, OF COURSE/ MR. TRAIL, YOU'RE AN INTERFERiN® EUSYBODY ...THE ANSWER IS NO/... GOODNISHT// 1) — Hvað eigið þér við, Markús? 2) — Ég skal koma að kjarna málsins, frú Karolína. Finnur er góður drengur og hann hefur mikinn áhuga á útilífi .... 3) ... .hann biður mig að kenna sér að meðhöndla veiði- byssur og að veiða í lækjum, en aðeins með yðar leyfi að sjálf- sögðu. 4) — Herra Markús. Þetta er dónaleg afskiptasemi. Svarið er nei. Góða nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.