Morgunblaðið - 30.10.1956, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.10.1956, Qupperneq 6
6 M ORCUMtr. 4Ð1Ð í>riðju<3agur 30. ofct. 1050 Tveir heimsmeistarar i hnefaleik: Joe Louis er skuldugasti ma&ur Bandaríkjanna — Jack Dempsey berst við verkfallsmenn Dempsey því við að lokum, að þegar hafi átt að kúga hann með þessum nauðungaraðgerðum, hafi gamlir vinir hans og félagar kom- ið til hans og tekið að sér störf þjónanna. Skorar hann að lokum á vegfarandur að láta illyrði verk fallsvarðanna eins og vind um eyru þjóta, þeir fái hina beztu hugsanlegu þjónustu á þessum veitingastað. um, svo að hver þeirra fékk að- eins 35 klst. vinnu og enga auka- vinnu. Þetta likaði þjónunum ekki svo þeir hófu verkfallið. Jack Dempsey reyndi að fá dómsúrskurð um að verkfallið væri ólöglegt, en því hafnaði dómstóll. Þjónarnir reyndu að fá stuðning stóru verkalýðshreyfing arinnar, en hafa ekki fengið, svo að þessi deila er talin mjög vafa söm á báða bóga. NEW YORK, 14. okt. UNGLINGSÁRUM mínum á árunum fyrir stríðið man ég að það voru sérstaklega tveir blakkir amerískir hnefaleika- kappar, sem þóttu svo framúr- skarandi, að frægð þeirra barst alla leið út til íslands. Þetta voru þeir Jack Dempsey og síðan sá sem leysti hann af hólmi, Joe Louis. Enn í dag er það álit manna að jafningi þessara sé ókominn. Þegar þeir lifðu var gullöld hnefaleikanna. Báðir kapparnir eru enn lif- andi hér í Ameríku, en lífskjör þeirra og örlög hafa orðið mjög með ólíku sniði. Eins og að líkum lætur rökuðu þessir tveir meistarar inn gulln- um dollurum meðan þeir voru og hétu. Þeir vissu ekki aura sinna tal á þeim tímum, hefðu jafnvel getað fyllt sálir prestanna með gullpeningum eins og í þjóðsög- unni segir. En svo skilur leiðir. Og langar mig til að segja hér stutta mór- alska dæmisögu. Unga fólkið get- ur lært af henni að fara betur með peningana en það gerir í dag. JOE SKEMMTI SÉR Joe karlinn Louis kunni því miður ekkert með peninga að fara. Sumir leyfa sér jafnvel að segja, að það sé engin furða þótt hann hafi þolað þung högg, því að hann hafi haft haus án heila, bein allt í gegn. Og því er ekki nema eðlilegt, að fjármálavitið hafi skort. Þegar hann var búinn að taka á móti milljónunum, fór Joe karlinn út að skemmta sér, ekki ósjaldan í Stork-klúbbinn, Copancabana, þar sem máltíðin kostar 50 dollara, en hún er líka fín og Joe lifði herlegasta kónga- lífi. Hann var líka óspar á þjórfé. GJALDÞROTA MAÐUR Og hvort sem við trúum því eða ekki, tókst Joe að týna úr greipum sér í tóma vitleysu öll- um milljónunum. Þá kom það í ljós að hann hafði líka gleymt að borga skattana sína, en þeir eru sízt lægri í Ameríku en heima á íslandi. Meistarinn var þá eftir allt saman orðinn skuldugasti ein staklingur Bandaríkjanna og mun nú skulda ríkissjóði þar á- líka upphæð og öll fjárlög ís-1 lendinga nema eða betur. Hann er því algerlega gjaldþrota mað- ur. Hefur að undanförnu þrátt fyrir of háan aldur verið að reyna að afla fjár upp í eitthvað af skuldunum með því að reyna við keppni í rómverskri glímu. En það hefur ekki gengið vel, og nú síðast slasaðist hann svo í glímunni, að hann verður að hverfa frá þeirri fyrirætlun. KEYPTI VEITINGASTAÐ Jáck Dempsey virðist á hinn bóginn hafa haft svolítinn heila undir höfuðskelinni, þótt sá hlut- ur sé ekki í alla staði hentug- ur hnefaleikaköppum. Hann var bæði sniðugur og slyngur, vurð- veitti fengið fé, sveik hæfilega undan skatti, geri ég ráð fyrir. Og þegar hann hætti í faginu, varði hann þessu fé til kaupa á veit- ingasal á bezta stað á Broadway. Húsnæðið lét hann gera upp, svo að það varð eins vandað og glæsi- legt og frekast verður á kosið. Og út að götunni, með fram allri framhlið veitingasalarins lét hann festa upp með geysistóru lýsandi neonletri nafn sitt Jack Dempsey. Þessi veitingastaður hefur síð- an verið einn hinn vinsælasti í New York. Nokkuð dýr, en Ame- ríkanarnir vilja borga vel, ef þeir fá fyrir það glæsilegt umhverfi og góða þjónustu. FÓR í HEIMSÓKN Það var því ekki nema sjálf- sagt, að ég heimsækti Jack Dempsey og smakkaði þar á ein- um Skota með sódavatni. Ég gekk áleiðis þangað frá Rockefeller Center, en þaðan er vart nema tveggja til þriggja minútna gang- ur að Jack Dempsey veitinga- salnum. Og þegar ég kom fyrir hornið á Broadway blasti þetta gamalkunna og heimsfræga nafn við sjónum mínum. Ég þræddi leið mína þangað gegnum iðandi mannhafið, sem fyllir næstum gangstéttina á mesta annatíman- um um miðaftan. Veitti ég laus- lega athygli, að innan um mann- grúann á gangstéttinni voru nokkrir menn með hvít spjöld, sem ég hélt vera einhver aug- lýsingaspjöld en veitti þeim ekki frekari athygli. VERKFALLSVÖRÐUF, Svo skundaði ég aö i'. runum og ætlaði tafarlaust inn í þenn- an fræga veitingasal. En ég var stöðvaður af heldur illilegum svola, sem kippti í jakkaboðang minn og hreytti út úr sér spurn- ingu um það, hvort ég ætlaði að vera ræfill og aumingi. — Ég skil ekki hvað þú átt við maður minn, svaraði ég. — Þú ætlar að gerast verk-| fallsbrjótur, fanturinn þinn, sagði þessi illilegi og þá rann allt í einu upp fyrir mér, að ég stóð nú í fyrsta skipti frammi fyrir hinu einkennilega fyrirbæri Ame- ríku, „the picket line“, verkfalls- vörðunum. Það voru milli 10 og 20 full- orðnir menn, sem þrömmuðu í halarófu méð ýmsum áletrunum, sem ýmist voru stílaðar til Jack Dempsey sjálfs, eða til vegfar- enda. — Þú ert rotta og lygari, Jack Dempsey. Skiptið ekki við harðstjórann, Jack Dempsey. Hann neitar okkur um lífvænleg kjör. — Hvað ætlarðu að svelta okkur lengi, Jack Dempsey. — Svona ferðu með gamla félaga þína, Jack Dempsey. — Láttu ekki illmennið Jack Amiel, hafa lengur áhrif á þig til þess að kúga okkur o. s. frv. — Hvers vegna eruð þið í verkfalli? spyr ég verkfallsverð- ina? — Svarið felst í því, að þeir af- henda mér prentaðan miða þar sem þeir gera grein yfir máli sínu. Þeir hafa staðið í stöðugri „picket line“ fyrir utan Dempsey- salinn í tvo mánuði. Þeir skipta sér niður á vaktir og kveðast ætla að halda áfram þangað til fanturinn, Jack Ðempsey, beygi sig. VERIÐ DÓMARAR í ÞESSU MÁLI Á seðlinum stendur: — Áskorun til almennings. Ver ið dómarar í þessu máli. Síðan fylgir nokkurt lesm. um hin löku kjör þjónanna á veitingastofu Jack Dempsey. Kveðast þeir ekki fá nema 514 dollar á dag. Sagt er frá slæmri framkomu þessa Mr. Amiels, sem virðist vera hægri hönd Dempsey við veitinga starfið. Að lokum biðja verk- fallsmenn almenning um að að- stoða sig, við að ná viðunandi lífskjörum með því að verzla ekki við Dempsey. Farið heldur á aðrar veitingastofur í nágrenn- inu. Eru síðan taldar upp einar 30 veitingastofur sem fólk skuli heldur sækja. DEMPSEY SVARAR FYRIR SSG En Jack Dempsey hefur svar- að þessum ásökunum þjónanna. Út í glugga veitingastofunnar liefur hanu he&at g'-iðarmikið spjald, þar sem skráðar eru stór- um stöfum skýringar á hans mál- stað Hann sakar þjónana um að of- sækja sig af einhverjum annarleg um ástæðum. Hann hafi í fyrra gert við þá nýjan samning, þar sem þeir fengu 35 klst. vinnu- JOE LOUIS — Hann skuldar álíka upphæð og fjárlög íslend- inga nema. viku, launahækkun, og hækkun á lífeyrisgreiðslum og trygging- um, sem samtals hafi numið 7%. Þá hafi þeir frídaga sízt færri en aðrir, sjúkradaga og sumarfrí eins og venjulegt sé. Bætir Jack STYTTING VINNUTÍMANS — OG ENGIN EFTIRVINNA Hið rétta í þessu deilumáli mun vera það, að stytting vinnutím- ans, sem nú stendur víða yfir í Ameríku hefur sumstaðar valdið erjum. Mun þessu máli þannig háttað að Dempsey féllst á að gefa þjónunum 35 klst. vinnu- viku. Síðan fjölgaði hann þjón- BERLÍN: — Kommúnistastjórn Austur-Þýzkalands hefur varað verkamenn v»ð sendimönnum „heimsveldasinnanna“, sem séu að reyna að koma af stað óróa innan iðnaðarstéttanna. Jafn- framt liafa verkalýðssamtökin farið þess á leit við verkamenn, að þeir stilli gagnrýni sinni á ríkjandi ástandi í hóf. Aðvörunin birtist í málgagni kommúnistaflokksins, „Neues Deutschland44, og tilmælin um hófsama gagnrýni birtust í „Tribune‘% aðalmálgagni verka lýðssamtakanna. Samkvœmt áreiðanlegum fregnum frá Vestur-Berlín hef- ur austur-þýzka stjórnin kallað út 60.000 lögreglumenn og sett þá á sérstakan vörð gegn öllum hugsanlegum óeirðum. Stjórnin hefur einnig fengið ýmsum hópum í verksmiðjum landsins vopn til að koma í veg fyrir sams konar uppreisn og — Við skulum sjá til, segi ég við illilega manninn og geng framhjá honum og inn í veitinga- stofuna. Þar virðist allt ganga sinn vanagang. Sumir halda jafn- vel, að Picket-línan sé ágætia auglýsing fyrir Jack Dempsey. — Þjónn, komdu með svartan Johnnie Walker og sóda, thank you. — Þ. Th. átt hefur sér stað \ Ungverja- landi. Stjórnarvöldin í Austur- Þýzkalandi óttast, að atburðirn- ir í Póllandi og Ungverjalandi smiti út frá sér. Hinir rauðu herflokkar i verksmiðjunum, sem nú hafa verið vopnaðir, eru nefndir „baráttuliðið“ og voru settir á laggirnar eftir uppreisnina í Beriín 17. júní 1953. Þeir eru skipaðir mönnum, sem þá reyndust hliðhollir stjórninni. Austiu-þýzkíi kommúnisfai vopnost shrifar úr dagiega lífirtu FILMÍU“-gestur skrifar: „Nú um helgina sýndi „Filmía“ enska stórmynd: „Hin vota gröf“ (In which we serve), gerða af Noel Coward, sem lék sjálfur aðalhlutverkið. Ég hafði heyrt sögur fara af því, hve þetta væri ógurleg mynd, kvenfólk f-engi varla af sér borið, svo átak- anleg væri hún, jafnvel hraust- ustu karlmönnum vöknaði um augu. Ég va'r því við öllu búinn — mundi meira að segja eftir að taka með mér vasaklút, aldrei slíku vant. — Og víst var þetta ægileg mynd. Efni hennar er tek- ið úr siðustu heimsstyrjöld. Bar- áttu, hetjudáðum og hrellingum á þriðja hundrað manna skips- hafnar á brezku herskipi er þar lýst af miskunnarlausu raunsæi. Angist og kvíði þeirra, sem heima bíða, hörmungar og dauði stríðs- ins birtast þarna í áhrifamikilli og átakanlegri mynd. Okkur óviðkomandi? EG ætlaði annars ekki að fara að koma hér fram með gagn- rýni beinlínis, en þegar við kom- um út af sýningunni heyrði ég, að einhver sagði: „Hví að vera að sýna okkur hér uppi á Islandi svona mynd? — hvað varðar okk- ur um ógnir og eymd þessara þjóða úti í heimi, sem eru svo heimskar að leiða yfir sig hvert stríðið eftir annað. — Hvað kem- ur okkur þetta við?“ Nei, við erura svo sem ekki miklu bættari. En getum við leyft okkur að segja, að allt þetta sé okkur óviðkomandi? — Varðar okkur yfirleitt ekkert um, hvort meðbræður okkar í þessum jarð- arinnar táradal lifa þolanlegu lífi eða við eymd þá og þreng- ingar, sem stríð hefir í för með sér. — Skárri er það nú einstakl- ingshyggjan og innilokunarsinnið — hugsaði ég og fannst, að ég hefði á öldungis réttu að standa. Þetta er önnur myndin, sem Filmía sýnir á þessu starfsári sínu. Hin fyrri, „Paradísarbörn- in“, var með mestu afbragðs- myndum, sem hér hafa sézt. Má segja, að Filmía hafi hér vel af stað farið. Á móti neftóbaki. EIN í vafa“ hefir orðið: „Einhvern tíma í sumar sá ég um það fjallað í dálkum Vel- vakanda, að svo virtist sem sígarettu-reykingar færu fremur minnkandi hér á landi, þær væru ekki lengur eins mikið „í tízku“ og áður. Ég veit ekki, hvort þetta er rétt, en víst væri það gleði- legt, ef svo væri. En hitt er víst, að önnur tegund tóbaksnautnar hefir farið greinilega í vöxt nú á síðustu árum, en það er neftóbaks nautnin. Það er jafnvel algengt, að drengir lítið yfir fermingu hafi tekið upp á þessum ósóma — og ungir menn í vaxandi mæli. Ég hefi megnustu óbeit á neftóbaki, finnst það hreint ekki samboðið nútíma siðmenningu, þótt víða megi bresti á henni finna. Þá held ég, að sígaretturnar séu skömm- inni skárri. Ein af vinkonum mín um er gift manni, sem er sólginn í að taka í nefið. Ég segi henni, að það sé það eina, sem ég geti fundið að hennar ágæta eigin- manni, en það væri líka ærið nóg til þess að mér hefði aldrei getað komið til hugar að giftast honum. Hún gerir ekki annað en að hlæja að mér og segist vera dauðfegin, að vera laus við allan öskuburð- inn og óþrifin af sigarettureyk- ingunum. Víst er það sjónarmið út af fyrir sig — en hvað þá um tóbaksklútana? er hægt að ímynda sér nokkuð óyndislegra á jarðríki? •— Þess vegna langar mig til að skjóta því að ungum mönnum, að þeir ættu að hugsa sig vel um, áður en þeir byrja á því að taka í nefið — að minnsta kosti, ef þeir eru ekki enn búnir að festa ráð sitt. — Bezt væri auðvitað að vera laus við sígaretturnar líka. — Ein í vafa.“ Það næst-bezta. HAFIÐ þið heyrt um manninn, sem fyrir nokkru gekk undir rannsókn hjá heimilislækni sín- um og fékk að henni lokinni þenn an úrskurð: — Bezta ráðið sem ég get gefið yður er þetta: að þér hættið að reykja og drekka og farið snemma að hátta á hverju kvöldi. — Kæri læknir, svaraði mað- urinn. Ég hefi ávallt verið hóg- vær maður að eðlisfari og yfir- leitt ekki farið fram á það bezta sjálfum mér til handa. Gætuð þér ekki sagt mér hvað væri það naest-bezta?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.